Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Útbjó sér svitakistu í fjósinu og sveigði böndin í bátinn Spjallað við Guðfinn Jakobsson sem smíðar tólfta bátinn sinn Kolungarvík í aprílbvrjun. UÉR rétt fyrir ofan bæinn er sveitabýli í svokallaðri Meiri-Hlíð, sem 'fór í eyði fyrir allnokkrum árum. Þar hefur Guðfinnur Jakobsson dundað sér við það að smíða bát undanfarna tvo vetur. Hallgrímur sonur hans hefur að- stoðað við smíðina í fríum sínum, en hann hefur verið í siglingum á fraktskipum. Guðfinnur Jakobsson er ættað- ur frá Reykjafirði á Ströndum, mikill hagleikssmiður eins og for- feður hans, enda urðu menn að kunna að bjarga sér hér áður fyrr á Ströndunum, þar sem ekki var hægt að hlaupa í næstu búð eða verkstæði. Fyrsta bát sinn smíðaði Guð- finnur árið 1934. Það var tveggja rúma skekta. Guðfinnur sagði mér, að hann hefði lengi gengið með það í maganum að smíða sér hát og mikið velt því fyrir sér, hvort hann ætti að eyða aleigu sinni, tuttugu krónum, til að kaupa saum í bát. „Það sem var svo til að ýta við mér,“ sagði Guð- finnur, „var það, að eina nóttina dreymdi mig, að afi minn, sem þá var látinn fyrir nokkrum árum, kom til mín og bauðst til að hjálpa mér að smíða bát. Ég sá fyrir mér bátinn og það merkilega var, að án þess að ég hefði bátinn úr draumnum sem sérstaka fyrir- mynd, þá varð hann í sinni end- anlegu gerð nákvæmlega eins og sá sem ég sá í draumnum." Þessi bátur, sem Guðfinnur er nú að smíða, er 12. nýsmíð hans. „Þetta verður um 5 tonna súðbyrð- ingur, ég byrjaði á honum 1980 þá um haustið og lauk við að byrða þann vetur. Síðan lá þetta nú allt niðri um sumarið, en ég byrjaði svo aftur í október og nú fer að líða að því að koma honum út, því að ég get ekki sett á hann stýris- húsið og kappann hér inni.“ — Hver teiknaði þennan bát? „Þeir eiga nú heiðurinn af því synir mínir, Guðmundur og Hall- grímur, en svona smíði er náttúru- lega háð samþykki siglinga- málastofnunarinnar. Við fengum leyfi til að hafa svigabönd í hon- um, en þau urðu að vera úr eik. Ég útbjó mér svo svitakistu hér frammi í fjósinu og sveigði böndin þar við gufuhita." Efnið í bátnum er að verulegu leyti rekaviður úr Reykjafirði, en siglingamálastofnunin setur skil- yrði um viðartegundir á vissum stöðum sem mikið mæðir á í svona bát.“ En nú voru Guðfinnur og Hall- grímur sonur hans farnir að ókyrrast enda komið að matmáls- tíma, svo ég bauð þeim að sitja í bílnum með mér niður í bæ, að- spurður kvaðst Guðfinnur vera svona um tíu ipínútur að labba fram og til baka, en það hefði ver- ið oft kalsamt í ótíðinni í vetur, og hlaðan ekkert allt of vindheld. Það mætti segja mér, að Guð- finnur hefði ekki verið í vandræð- um með að vinna sér til hita enda orðlagður dugnaðarforkur. — Gunnar. FEF: Fundur um barnalögin á Hótel Heklu í kvöld FÉLAG einstæðra foreldra heldur almennan fund um barnalögin á Ilótel Heklu í kvöld, þriðjudag 20. apríl og hefst fundurinn kl. 20.30. Olöf Pétursdóttir, fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu, hefur framsögu um málið, Asdís J. Rafnar, lögfræð- ingur FKF svarar fyrirspurnum og sálfræðingarnir Álfheiður Stein- þórsdóttir og Guðfinna Eydal tala um foreldraráðgjöf með sérstöku til- liti til skilnaðarmála. Eins og kunnugt er voru sam- þykkt á Alþingi ný barnalög í fyrravor og enda löngu komið í ljós að fyrri lög voru ófullnægj- andi í flestu. Reynt er að tryggja betur en í fyrri lögum rétt barns- ins, ef til skilnaðar foreldra dreg- ur eða sé barn óskilgetið. Barna- lögin tóku síðan gildi um sl. ára- mót og hefur síðustu mánuði mik- ið verið ieitað á skrifstofu FEF til að fá upplýsingar um almennt innihald laganna. Því þótti stjórn Félags einstæðra foreldra sýnt að margir hefðu hug á að fá á al- mennum fundi sem gleggstar og skilmerkilegastar upplýsingar um lögin aukin heldur sem sálfræð- ingar Foreldraráðgjafarinnar fjalla um þau með sérstöku tilliti til skilnaðarmála. I fréttatilkynningu segir að fundurinn sé öllum opinn og fólk er hvatt til að fjölmenna stund- víslega. Nýsmíði Guðfinns farin að Uka i sig mynd. Guðfinnur Jakobsson við bátinn. Fyrirlestrar um dýralíf á hraunbotni í Þingvallavatni ÞRIÐJUDAGINN 20. april heldur Sigurður Snorrason erindi á vegum Líffræðifélags íslands „Um dýralíf á hraunbotni í Þingvallavatni og mik- ilvægi þess sem fæðu fyrir botnaf- brigði bleikjunnar“. Rannsókn sú sem hér um ræðir er þáttur í yfirgripsmiklum rann- sóknum á vistfræði Þingvalla- vatns, sem staðið hafa í allmörg ár. í erindinu mun Sigurður eink- um fjalla um vatnabobbann, lifn- aðarhætti hans og samskipti við bleikjuna í vatninu. Erindið verð- ur haldið í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 20.30. Öllum er heimill aðgangur. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Kópavogur Kópavogur Fulltrúaráðsfundur Fundur veröur haldinn í fulltrúaráöi Sjálfstæöisfélagsins í Kópavogi, mánudaginn 26. apríl kl. 20.30. Oagskrá: 1. Arnór Pálsson, Ásthildur Pétursdóttir og Jóhanna Thorsteinsson kynna stefnuskrá Sjálfstæöisflokksins v/bæjarstjórnarkosn- inganna 22. maí nk. ,2. Richard, Bragi, Guöni, Ásthildur, Arnór og Jóhanna sitja fyrir svörum. 3. Önnur mál. Viðskiptafræðingar — Hagfræðingar Fræðslufundir 20. apríl (i dag). Notkun tölvu og reiknilíkana viö stjórn og skipulagningu. Frummælandi Páll Jensson. 29. april (fimmtudag). Gæöahringir — Japanskar stjórnaraöferöir. Frummælandi dr. Ingjaldur Hannibalsson. Báöir fundirnir veröa haldnir aö Lágmúla 7, 3. hæö kl. 17.00 stundvislega. FVH. Akranes Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er að Heiðarbraut 20. Skrifstofan verður opin fyrst um sinn alla virka daga frá kl. 2—7. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er hvatt til að líta við á skrifstofunni, síminn er 2245. Breyting á opnunartíma verður auglýst síðar. Sauðárkrókur — Bæjarmálaráð Bæjarmálaráö Sjálfstæöisflokksins á Sauöárkróki heldur fund í Sæ- borg miövikudaginn 21. apríl nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Bæjarmál. 2. Kosningaundirbúningur. 3. Önnur mál. Frambjóöendur D-listans mæta á fundinum. Allt stuöningsfólk vel- komiö. Stjórn bæjarmálaráös Félög sjálfstæðismanna í Laugarnes- og Háaleitishverfi Spilakvöld þriöjudaginn 20. april í Valhöll, Háaleitisbraut kl. 20.30. Góöir spilavinningar. Kaffiveitingar. Stjórnlrnar. Akranes Opið hús veröur alla sunnudagsmorgna fram að kosningum frá kl. 10.30 til kl. 12.00. Sjálfstæðisfólk, komið og fáiö ykkur kaffi- sopa og takiö þátt í kosningaundirbúningum. Kosningastjóri. Aðalfundur Sjálfstæðis- félagsins Þjóðólfs Bolungarvík veröur haldinn miövikudaginn 21. apríl kl. 20.30 stundvíslega í verkj- alýöshúsinu. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnln. Baráttan er hafin Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins í Kaupangi er opin daglega kl. 15—19 fyrst um sinn. Stuöningsmenn, hafiö samband viö skrifstofuna. Síminn er 21504. SjáHstæóisfólögin á Akureyrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.