Morgunblaðið - 20.04.1982, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.04.1982, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Kyjólfur Sigurósson, kjörforseti Evrópudeildar Kiwanis tekur fyrstu skóflustunguna. Á horfa nokkrir af framámönnum Kiwanis og Geðverndarfélags íslands. Framkvæmdir hafnar við áfangastað geðsjúkra SÍÐASTLIÐINN nmmtudag hófust verklegar framkvæmdir við áfangastað fyrir geðsjúkl- inga, sem reistur verður á vegum Geðverndarfélags íslands í sam- vinnu við Kiwanismenn, sem á undanfornum árum hafa verið ötulir við að safna fé í þessum tilgangi. Áfangastaður er ætlað- ur til félagslegrar og starfslegrar endurhæfingar þeirra geðsjúkl- inga, sem hafa náð því marki, að þurfa ekki lengur að dvelja á geðsjúkrahúsum en eru enn ekki reiðubúnir til að lifa á eigin veg- um í þjóðfélaginu, segir í frétta- tilkynningu frá Geðverndarfé- laginu. Geðverndarfélagið hefur lengi unnið að því að bæta skilyrði til endurhæfingar geðsjúklinga og hefur í því skyni komið upp húsrými fyrir 22 sjúklinga að Reykjalundi þar sem þeir hafa átt kost á fjölþættri endurhæfingu ásamt öðrum sjúklingum. Hef- ur dvölin að Reykjalundi og endurhæfing sú, sem sjúkl- ingar hafa hlotið þar, reynst mörgum ómetanleg lyftistöng. Þá hefur Geðverndarfélagið í samvinnu við Kiwanisklúbba á íslandi einnig stuðlað að bygg- ingu Bergiðjunnar, sem er verndaður vinnustaður, rekinn í tengslum við Kleppsspítal- ann. Þar starfa nú daglega 30—40 manns að framleiðslu byggingareininga, gangstétt- arhellna, auk ýmissa smáhluta úr blikki og tré, sem þarf til húshalds og byggingar. Til þess að reyna að draga úr ein- angrun geðsjúkra og tala máli þeirra hefur Geðverndarfélag- ið haldið uppi fræðslu um geðsjúkdóma og hvernig draga megi úr tíðni þeirra og afleið- ingum. I þessu skyni hefur fé- lagið gefið út tímaritið Geð- vernd. Áfangastaður er endurhæf- ingarheimili þar sem lítill hóp- ur sjúklinga með geðræn vandamál getur dvalist í ákveðinn tíma til að njóta fé- lagslegrar endurhæfingar. Dvöl á áfangastað hefur aðal- lega tvíþættan tilgang: 1. Að veita nauðsynlegan fé- lagslegan og tilfinninga- legan stuðning meðan á endurhæfingu stendur. 2. Að veita markvissa endur- hæfingu til þess að auka hæfni til starfs og til dag- legs lífs. Meðan einstaklingur dvelst á áfangastað er reynt að leggja áherslu á sjálfstæði hans og stuðla að því að hann taki sem mesta ábyrgð á dvöl sinni sjálfur. Gert er ráð fyrir því að vistmenn á áfangastað stundi reglulega vinnu, vinnuþjálfun eða nám. Ennfremur er gert ráð fyrir því að þeir greiði leigu og framfærslukostnað og sjái um framkvæmd heimilis- haldsins. Geðheilbrigðis- starfsfólf er bakhjarl heimilis- ins, leiðir starfsemina og veitir stuðning og aðstoð eftir því sem þörf krefur. Skortur á áningastöðum og öðrum tækifærum til endur- hæfingar getur haft ýmsar bagalegar afleiðingar. Þannig hefur hann í för með sér að stór hópur einstaklinga verður a'ð dveljast langdvölum á sjúkrastofnunum þótt þeir hafi ekki þörf fyrir þá meðferð og umönnun, sem slíkri stofn- un er ætlað að veita. Þeir fylla rými, sem ætlað er bráðveik- um sjúklingum. Kostnaður við dvöl þeirra er gífurlegur og miklu meiri en vera mundi á áfangastað. Siðast en ekki síst getur of löng dvöl á stórri stofnun dregið úr sjálfstæði, sjálfstrausti og fru.mkvæði manns og þannig dregið úr endurhæfingarhæfni hans. Áfangastaður Geðverndar- félagsins mun rísa af grunni á hinu nýja byggingarsvæði í Fossvogi. Húsið er teiknað af arkitektunum Manfreð Vil- hjálmssyni og Þorvaldi S. Þor- valdssyni. Það verður 184 fer- metrar að grunnfleti á tveimur hæðum. Byggt verður úr ein- ingum Bergiðjunnar. í húsinu verður rými fyrir 8 sjúklinga. Einnig verður í því lítil íbúð fyrir húsráðendur, sem sjá um daglegan rekstur og aðstoð við íbúana. En geðheilbrigðis- starfsfólk mun sjá um aðra nauðsynlega aðstoð. Fyrstu skóflustunguna tók Eyjólfur Sigurðsson, kjörforseti Evr- ópudeildar Kiwanis-hreyf- ingarinnar og aðalhvatamaður að söfnun Kiwanis. Þó Kiwanismenn hafi safnað myndarlegri fjárfúlgu til þess að koma áfangastaðnum upp, er Geðverndarfélaginu enn fjár vant í því skyni. Til þess að afla fjár er Geðverndarfé- lagið með happdrætti, sem dregið verður í 4. júní næst- komandi. Heitir félagið á alla velunnara starfseminnar að styðja byggingu áfangastaðar- ins með því að kaupa happ- drættismiða félagsins. Öll önnur framlög eru einnig vel þegin. Nýlega færði ónefndur velunnari félaginu 55.000 krónur að gjöf. Fyrirhugaður áfangastaður Geðverndarfélags íslands, sem framkvæmdir eru nú hafnar við að Álfalandi 15. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐLAUG ÓLAFSDÓTTIR frá Hagavik, lóst að Hátúni 10, 17. apríl. Guömundur Runólfason. Móöir okkar, SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, Stigahlíö 42, lést á heimili sínu, 17. apríl. Hólmfríöur Magnúadóttir, Vigfús Magnússon, Guömundur K. Magnússon. t Faöir minn, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR BJARNASON, vsrkstjóri, Barmahlíö 7, veröur jarösunginn í dag kl. 3 frá Fossvogskirkju. Þeir sem vildu minnast hans láti Sólheima í Grímsnesi njóta þess. Minningargjöf- um er veitt móttaka hjá Styrktarfélagi vangefinna. Örn Smári Þórhallsson, Matthildur Kristinsdóttir og dætur. t HALLDÓR HAFLIÐASON, flugstjóri, Lynghaga 1, Roykjavík, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 21. apríl kl. 13.30. Ólöf Inga Klemenzdóttir, Hafliöi Halldórsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þórunn Halldórsdóttir, Jóhann Steinsson, Hrafnhildur I. Halldórsdóttir, Halldór Þór Þórhallsson, Sveinbjörn Hafliöason, Anna Lárusdóttir og barnabörnin Halldór og Ólöf Inga. Móöir okkar, t SIGRÍDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Klapparstíg 12, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 21. apríl kl. 13.30. Kamma N. Thordarson, Kristín Sigurjónsdóttir, Þórunn Sigurjónsdóttir, t Faöir okkar, fósturfaöir og tengdafaöir. SÆMUNDUR ELÍAS ARNGRÍMSSON, Landakoti, 5 » 3 • • veröur jarösunginn frá Bessastaöakirkju, miövikudaginn 21. april. kl. 2 e.h. Halldóra Sæmundsdóttir, Einar Einarsson, Jóanna Sæmundsdóttir, Guðmundur Georgsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Arngrímur Sæmundsson, Bára Þórarinsdóttir, Hitdimundur Sæmundsson, Aöalheióur Steingrimsdóttir, Guöjón Brynjólfsson, Sigríöur Steindórsdóttir, Jóhannes Hjaltested, Sigurlaug Stefánsdóttir. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, ÓLAFARJÓNSDÓTTUR, Alftárósi. Axel G. Thorsteinson, Halldór Thorsteinson, Ágústa Erlendsdóttir, Oddfrióur Erlendsdóttir, og aörir aöstandendur. Lokað í dag vegna jarðarfarar SIGURÐAR SIGURÐSSONAR málarameistara. Málarabúóin, Vesturgötu 21.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.