Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 20. APRÍL1982 Byrjaö að vinna við sundlaug að Hólum í Hjaltadal liótum, lljaltadal, V.I. april. í DÁSAMLEGU veðri eins og alltaf þegar hátíð er haldin á Hólum var fyrsta skóflustungan tekin að nýrri sundlaug á staðnum á sunnu- daginn. l»að gerði Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri. Fjölmenni var við þessa athöfn, sem verður merkasta átakið í tilefni 100 ára afmælis Hólaskóla, sem minnst verður 3. og 4. júlí í sumar. Sundlaugarbyggingin er tilleg til skólans frá gömlum nemendum }g ýmsum velunnurum staðarins, an áætlað er að kostnaður muni verða um 1 milljón nýkrónur. Nú þegar er söfnun komin í um hálfa milljón og bætist þar ört við. I kaffiboði skólastjórahjónanna voru flutt nokkur erindi og árnað- Prófessor við Moskvuháskóla f lytur fyrirlestra Sagnfræðingurinn Ivan O. Farizov, sem er kúrdískur að þjóðerni, mun halda tvo fyrir- lestra á vegum MÍR í þessari viku. Sá fyrri, sem fjallar um lausn þjóðernismála í Sovét- ríkjunum, verður fluttur í kvöld í MIR-salnum en sá síð- ari verður á sama stað á mið- vikudagskvöld. Þá ræðir Ivan um Islam og múhameðstrúar- menn í Sovétríkjunum. Héldu tón- leika í Húna- vatnssýslu SUNNUDAGINN 28. mars síðastlið- inn Ih'IíIu þau Sigurður Björnsson, óperusóngvari og Agnes Lóve, píanó- leikari tónleika í félagsheimilinu á Blönduósi. Efnisskráin var fjölbreytt og söng Sigurður bæði íslensk og er- lend lög en Agnes lék verk eftir Schubert og R. Schumann. Var þeim vel fagnað af þeim er á hlýddu. Daginn eftir fóru þau síðan í skólana í sýslunni og héldu tónleika fyrir nemendur við mjög góðar und- irtektir, að því er segir í frétt sem Mbl. hefur borizt frá fræðslu- stjóranum á Blönduósi. aróskir, þar á meðal var sundlaug- inni lýst, en hún verður 8x16 metr- ar að stærð, auk hitapotts og saunabaðs. Einnig verður komið upp búningsherbergjum í sam- bandi við iaugina. Nemendur yngri deildar skólans eru nú í verklegu námi víða á heimilum norðanlands, en skólan- um verður sagt upp 14. maí, sama dag og skólinn var stofnaður 1882. Umsóknir um skólavist næsta vet- ur eru þegar farnar að berast og það margar að sýnilegt er að skól- inn verði fullsetinn. Skólastjóra- frúin sagði mér, að fullsett verði um hverja helgi fram eftir sumri, er þar um fundi ýmiss konar og hátiðarhöld að ræða. Hæst ber þó biskupsvígslu og afmælishátíðina og er þá von á miklu fjölmenni. Þessir nýju húsbændur að Hólum una sér vel á staðnum og hugsa gott til framtíðarinnar. Starfsfólk staðarins er sammála um, að skólastjórahjónin séu starfi sínu vaxin, sem sagt öndvegisfólk. — Björn í Bæ. -------------? * *----------- Siglufjörður: Reitingur í grásleppunet NíglufirAi, 19. ipríl. GRÁSLEPPUKARLAR hafa undan- farið fengið reitingsafla og komið með 3 og 4 tunnur eftir daginn. Þeir sem róið hafa með þorskanet eru þessa dagana að skipta yfir á grá- sleppuna, en varla var bein að fá í þorskanetin. Síðustu daga hefur að- eins orðið vart á færi og virðist fisk- urinn vera að ganga. Síðustu vikur hefur verið mikið af loðnu norðan- lands og mætti Hafrannsókna- stofnunin í Reykjavík aðeins hyggja betur að þessum dýrmæta stofni, sem finnst ekki í skjölum fræðinga þar um slóðir. Stálvík landar hér í dag 90—100 tonnum. Austur af Langanesi hafa togararnir verið að fá allt upp í 30—40 tonn af ufsa í hali. Hér er afskaplega gott veður í dag og þegar vorið er komið í dal þá er óhætt að segja að vel liggi á Siglfirðingum. — mj. Jón Reykdal og Edda Jónsdóttir við nokkur listaverkanna í sýningarsahnim í Safnahúsinu á Húsavík. Húsavík: Mjög góð aðsókn og um 40 verk hafa verið seld á grafíksýningu Hú.savíli, 19, apríl. SJÖ listamenn höfðu um helgina sameiginlega myndlistarsýningu í Safnahúsinu á Húsavík við góða að- sókn. Þar sem sýningin hefur vakið sérstaka eftirtekt hefur verið ákveð- ið að framlengja hana fram á sumar- daginn fyrsta svo fleiri fái tækifæri til þess að kynnast hér svo til óþekktri listgrein þvi meginhluti sýningarinnar eru grafíkmyndir, en slíkar myndir hafa aðeins einu sinni áður verið á sýningu á Húsavík. Við opnun sýningarinnar ávarp- aði varaforseti bæjarstjórnar, Katrín Eymundsdóttir, viðstadda og tveir grafíksýnendurnir, þau Jón Reykdal og Edda Jónsdóttir, skýrðu í stórum dráttum frá því hvernig slík verk eru unnin. Auk þeirra sýna Þórður Hall, Ragn- heiður Jónsdóttir, Valgerður Bergsdóttir og Björg Þorsteins- dóttir, sem öll sýna grafíkmyndir, og Ingi Örn listamaður frá Akur- eyri, sem sýnir pastelmyndir og teikningar. Yfir 40 listaverk hafa selst. Listafólkið lofar mjög aðstöðu til sýninga í Safnahúsinu og eins og áður segir hefur sýningin verið framlengd og verður hún opin næstu kvöld frá 20—22 og á sumardaginn fyrsta frá 15—22, en þá lýkur henni. Ástæðu tel ég til að hvetja þá, sem tækifæri hafa til, að láta þennan listaviðburð ekki framhjá sér fara. — Fréttaritari Saltsalan reisir 9 salt- skemmur víöa um land „Eykur öryggi í saltdreifingu og ætti að lækka saltið" segir Finnbogi Kjeld SALTSALAN hf. hefur nú í hyggju að reisa 9 saltskemmur víðsvegar um landið, þegar er búið að taka tvær skemmanna í notkun og sú þriðja er í byggingu. Skemmurnar, sem hafa verið teknar i notkun, eru í Keflavík, en sú skemma tekur 7000 tonn af salti, og í Kópavogi, en skemman þar tekur 2800 tonn. Skemman, sem ver- ið er að byggja í Vestmannaeyjum, verður svipuð að stærð og sú í Kefla- vík með um 7000 tonna geymslu- rými. Finnbogi Kjeld, forstjóri Salt- sólunnar hf., sagði í samtali við Virkja þarf fleira fólk og ná auknurn slagkrafti — segir Jón Magnússon, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna Morgunblaðið, að ákveðið hefði verið að byggja þessar saltskemm- ur sökum þess hve geymslurými saltkaupenda um allt land væri lít- ið og sökum þess hve mikil salt- notkun í stuttan tíma á árinu ylli margvíslegum erfiðleikum og bæri þar hæst kostnaðarauka við flutn- inga og dreifingu. „Með því að reisa saltskemmur verða flutningar á saltinu jafnari og við verðum ekki eins háðir duttlungum veðurs. Þá verður auð- veldara fyrir okkur að koma við betri nýtingu á skipunum og ekki ætti að koma fyrir að fiskvinnslu- stöðvar verði saltlausar þegar mest liggur við," sagði Finnbogi. Hann sagði ennfremur að til- koma saltskemmanna yki fyrst og fremst á ðryggi í saltdreifingu, auk þess sem saltverðið ætti að geta lækkað eitthvað, meðal annars vegna betri nýtinar á skipum og möguleika á að flytja meira af saltinu með stórum skipum, en stærð skipanna skipti verulegu máli fyrir flutningskostnað. Auk saltskemmanna í Vest- mannaeyjum, Keflavík og Kópa- vogi, þá hefur Saltsalan í hyggju að reisa skemmur í Grindavík og Þorlákshöfn og yrðu þær nokkuð stórar, ennfremur er hugmyndin að reisa 2500 til 3000 tonna skemmur á Eskifirði, á Akureyri og á Snæfellsnesi. JON Magnússon, lógfræðingur, var kjörinn formaður Neytendasamtak- anna síðastliðinn laugardag. Jafn- framt var samtökunum breytt í landssamtök en áður var Reykjavík- urfélagið skipulagsbundni aðilinn og með deildir á ýmsum stóðum á land- inu. Morgunblaðið ræddi við Jón Magnússon og sagði hann, að þessi skipulagsbreyting hefði verið í bítjerð frá síðasta aðalfundi sam- takanna og hefði sérstök nefnd unnið að tillögum um breyting- una, sem síðan hefði verið sam- þykkt með nokkrum breytingum á aðalfundifcum á laugardaginn. Breytingin hefði verið aðalmál fundarins og miklar vonir væru bundnar við þessar breytingar, og að fleira fólk næðist til að starfa í samtökunum. Hér væru neytenda- samtökin ekki hluti af ríkiskerf- inu eins og víða annars staðar, því væri mikilvægt að virkja sem flesta og ná þannig auknum slagkrafti. Hingað til hefði ekki verið hægt að fjalla um mál sem snerti neytendur í heild, heldur mest megnis um einstök kvörtun- armál. Með þessari breytingu ættu landssamtökin að geta sinnt heild- armálunum frekar og félögin sjálf sem slík önnuðust dagleg störf og kvortunarþjóndfetu. Auk Jóns voru eftirtaldir kosnir í stjórn Neytendasamtakanna: Anna Birna Halldórsdóttir, við- skiptafræðingur, Anna Bjarnason, blaðamaður, Bjarni Skarphéðins- son, rafvirkjameistari í Borgar- nesi, Dröfn Farestveit, húsmæðra- kennari, Jóhannes Gunnarsson, fulltrúi, Jón Óttar Ragnarssön, dósent, Jónas Bjarnason, efna- verkfræðingur, Olafur Ragnars- son, hæstaréttarlögmaður, Reynir Ármannsson, fulltrúi, Sigrún Gunnlaugsdóttir, kennari á Akra- nesi og Steinar Þorsteinsson, tannlæknir á Akureyri. Aðildarfélög samtakanna eru 14 og félagar alls um 5010. Iðnskólinn fær hjólastillingabúnað Nýlega gaf fyrirtækið G. Hinriksson hf. Iðnskólanum hjólastillibúnað frá V. Löverer í Danmörku. Þessi búnaður hefur komið skólanum mjög vel og stuðlar tvímælalaust að bættri hæfni bifvélavirkja, segir í frétt frá Iðnskólanum. Myndin er af Sigurði Kr. Sigurðssyni, framkvæmdastjóra G. Hinriksson hf., ásamt nemendum og kennurtim lonskólaits-.----------------------------------------->

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.