Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 31 Húsavík: Lofsverður flutningur Kirkjukórs Raufarhafnar Húsavík, 19. apríl. KIRKJUKÓR Raufarhafnar hélt samsöng í Húsavíkurkirkju í gær við mjög góðar undirtektir áheyr- enda. Stjórnandi var Stephen Yat- es og lék hann nokkur einleiksverk á píanó. Einsöng með kórnum söng Svava Stefánsdóttir og vakti söngur hennar sérstaka eftirtekt. Söngskrá var mjög fjölbreytt og flutningur lofsverður hjá kór frá ekki staerra byggðarlagi. — Fréttaritari. Margeir Pétursson hraðskákmeistari MARGEIR Pétursson bar sigur úr býtum i hraðskákmóti íslands, sem fram fór um helgina. Margeir hlaut 16 vinninga af 18 mögulegum. Benedikt Jónasson hafnaði í öðru sæti með 14'/2 vinning, Stef- án Briem og Asgeir Þ. Arnason hlutu 12xk vinning og Elvar Guð- mundsson varð í fimmta sæti með 12 vinninga. Stjórn Sjóefnavinnslunnar um skýrslu SÍF: 14% tekjuaukning en ekki 25% tekjurýrnun MORGIJNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá stjórn Sjóefnavinnsl- unnar hf., vegna skýrslu SÍF, sem unnin var af Almennu verkfræði- stofunni, um áhrif flutningskostnað- ar á tekjur Sjóefnavinnslunnar af saltsölu innanlands. „Stjórn Sjóefnavinnslunnar tel- ur gagnlegar upplýsingar koma fram í skýrslunni, en telur rangar ályktanir hafa verið dregnar af niðurstöðum. Með því að nota ein- ungis upplýsingar sem eru í skýrslunni telur stjórnin að það sem talið var allt að 25% tekju- rýrnun fyrir Sjóefnavinnsluna, sé í raun allt að 14% tekjuaukning. Þetta má skýra á eftirfarandi hátt. Helming af þeirri tekjulækk- un upp á 25% má rekja til vænt- anlegra tækniframfara á Spáni í framtíðinni, sem óvíst er hvort skili sér í lækkuðu saltverði á ís- landi. Ennfremur er grunnverð skýrslu SÍF 6,4% lægra en viðmið- unarverð áætlana Sjóefnavinnsl- unnar sem orsakast af mismun- andi vísitöluforsendum. Auk þess er í skýrslu SÍF gert ráð fyrir 6% rýrnun á salti við flutning frá verksmiðjunni, en þegar hafði verið tekið tillit til þeirrar rýrnunar í hönnunarfor- sendum verksmiðjunnar. Þá bendir stjórn Sjóefnavinnsl- unnar hf. að lokum á, að ekki hef- ur verið tekið tillit til verðhækk- unar á innfluttu salti og gengis- mismunar sl. tvo mánuði, samtals 14%, sem stjórnin telur vera tekjuaukningu miðað við upplýs- ingar úr skýrslu SIF.“ SLÖKUN ’82 BICCAIDWAy í kvöld 20. apríl kl. 20.00. Hulda Jensdóttir býður öllum slökunarkonum frá liðnum árum til slökunarkvölds á BROADWAY ásamt gestum þeirra og öðrum meöan húsrúm leyfir. Kynnir nýútkomna slökunarkassettu “SLAKADU Á, STREITAN BURT“ og hinar óvenjulegu og óviöjafnanlegu lífrænt ræktuöu og unnu jurtasnyrtivörur WELEDA ásamt ýmsum geröum HEILSURÚLLUNNAR og svissneska gullverölaunatækiö gegn gigt og verkjum NOVAFONINN. Slökun ’82 hefst stundvíslega kl. 20.00 með því aö Þjóödansafélagiö sýnir þjóödansa, Elín Sigurvinsdóttir syngur einsöng, Kvennatríó syngur, veitingar, dans o.fl. Aögöngumiöar í versl. Þumalína Leifsgötu 32 og verzl. Moons Þingholtsstræti, einnig viö innganginn. Húsiö opnaö kl. 19.00. SLÖKUN ’82 Kynna Sví- þjóð á Suð- urlandi SENN liður að lokum ferðar llnnar Guðjónsdóttur og Þórs Bengtssonar um landið til kynningar á Svíþjóð. Síðustu samkomurnar verða sem hér segir: Á Hvolsvelli þriðju- dagskvöld 20. april og í Hvera- gerði miðvikudagskvöld 21. apríl. Eru kynningarnar á vegum Norrænu félaganna á viðkomandi stöðum. Einnig munu þau koma fram í skólum á jæssum stöðum. AK.I.VSINdASIMINN KH: 2248D JWorjjvinöIflíiit) Alhlióa framleióslu og þfónustufyrirtæki i vélaog þjónustuiónaói í rösklega hálfa öld hefur Landssmiðjan átt þátt i stórstígum framförum til sjávar og sveita, i sjávar- útvegi, iðnaði og landbúnaði. Verkin eru viða og tala sínu máli um hugvit og verkkunnáttu. Landssmiðjan á lika sinn þátt í að innleiða reynslu og hugvit erlendis frá. Fyrir- tækið hefur umboð fyrir vörur margra þekktra erlendra framleiðenda véla, tækja og áhalda, svo sem Alfa-Laval og Atlas Copco Þannig býr Landssmiðjan yfir innlendri og erlendri reynslu og þekkingu, sem nýtist i fiestum greinum atvinnulífs á íslandi og má þvi segja, að fátt sé okkur óviðkomandi. Hafðu þetta i huga næst þegar verk þarf að vinna, og kannaðu hvort þú getur ekki notið góðs af LANDSSMIÐJUNNI. LANDSSMIÐJAN, alhliða framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í véla- og LANDSSMmXAN O 20-6-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.