Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiöslunni er 83033 mgmMíútí^ Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Stálu bíl og eyðilögðu ÖKUFERÐ þriggja pilta, sem stálu Skoda-bifreið aðfaranótt sunnudagsins, endaði með ósköpum. Þeir óku á Ijósastaur á Flugvallarvegi, skammt frá Hótel Loftleiðum, með þeim afleiðingum, að bifreiðin bókstaflega rifnaði í sundur og toppur hennar þeyttist af. Piltarnir voru fluttir í slysadeild en reyndust lítið meiddir. Grunur leikur á að þeir hafi verið ölvaðir. Kópavogur: Rúmlega 200 manns sóttu um 27 lóðir KIIMLEGA 200 umsóknir bárust um 27 einbýlishúsalóðir í Kópavogi, en umsóknarfrestur r.inn út í gær. Lóð- irnar eru við Hlíðartún og Álfatún austast í Kópavogi, næst Ástúni, neðan Þverbrekku. Reiknað er með, að úthlutun fari fram um mánaðamótin, en lóðirnar eiga að verða byggingar- hæfar í október í haust. Síðar í ár verður úthlutað lóðum undir ein- býlishús og raðhús í Marbakka og Sæbólslandi í Kópavogi. Steftiir í mikil átök fínnist ekki nýr vidræðugrundvöllur — segir Þorsteinn Pálsson um óraunhæfar kröfur verkalýðsfélaganna BUIST er við, að svör Þjóð- hagsstofnunar við fyrirspurn- um V'Sl um afleiðingar þess á verðbólgu og atvinnustig, ef kaupkröfur yrðu samþykkt- ar, liggi fyrir á föstudag. Næsti fundur ASÍ og VSÍ verður á fóstudag og þá verð- Framboðsfresturinn rennur út á miðnætti 425 einstaklingar verða kosnir 22. maí FRAMBOÐSFRESTUR vegna bæjar- og NveitarNtjórnako.sninganna 22. maí næNtkomandi rennur út á miðnætti i nótt. Konío verður í 22 kaupstöoum og 37 kauptúnahreppum. Kosningar í Ntrjálbýli fara hins vegar fram 26. júní. Að sögn Unnars Stefánssonar hjá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga verða í kcsningunum 22. maí kosnir 425 einstaklingar í borgar-, bæjar- og sveitarstjórnir. I Reykjavík verður kosinn 21 borgarfulltrúi, í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri verða kosnir 11 bæjarstjórnarmenn á hverjum stað, 9 bæjarfulltrúar í 11 kaupstöðum og 7 fulltrúar í 7 kaup- stöðum. I 37 kauptúnahreppum verða kosnir samtals "223 sveitar- stjórnamenn. ur væntanlega fjallað þessa útreikninga. um Alþýðusambandið hefur skor- að á verkalýðsfélög að afla sér verkfallsheimilda, en samnings- tímabilinu lýkur 15. maí. I álykt- un 72-manna nefndar ASÍ síð- astliðinn fimmtudag, segir, að vinnuveitendur tefji samninga- viðræður og skorað er á þá að hefja nú þegar raunhæfar við- ræður. Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir hins vegar, að vinnuveitendur leggi einmitt alla áherzlu á raunhæfar viðræður og þess vegna hafi verið óskað eftir ákveðnum upplýsing- um frá Þjóðhagsstofnun. „Finn- ist ekki einhver annar flötur á samingaviðræðum en núverandi kaupkröfugerð, þá stefnir í stórkostleg átök, ef einhver al- vara er á bak við þessa skjótu verkfallshótun strax í upphafi samningaviðræðna þegar heill mánuður er eftir af samnings- tímanum," sagði Þorsteinn Páls- son meðal annars. Sjá nánar á miðopnu blaðsins. Electran í leiguf lug milli ítalíu og Kamerún Electra-vöruflutningaflugvél Arn- arflugs, sem félagið keypti af ís- cargo á dögunum, er nú komin í leiguflug milli Genúa á ítalíu og Kamerún i Afríku. Að sögn Halldórs Sigurðssonar, sölu- og markaðsstjóra hjá Arnar- flugi, mun vélin flytja byggingar- efni milli ítalíu og Kamerún, en flugið milli þessara tveggja staða tekur um 15 klukkustundir. Vélin er nýkomin úr skoðun hjá Fred Olsen í Osló, en ýmsar lag- færingar voru þar gerðar á henni. Electra-vöruflutningaflugvél Arnarflugs Meimsóttu barnaspítala Hringsins Skemmdarverk á húsum í Flatey á Skjálfanda Húsaiik, 19. apríl. SKKMMDARVERK voru unnin í fvrra á húsum í Flatey á Skjálfanda, en hú.s þe.sNÍ hafa verið notuð til sumardvalar síoan byggð lagðist niour í eynni. Ilúsunum hefur verið við haldio og sum þeirra endurbætt og það Nem skimmt var i fyrra hafði verið lagfært. Nú um páNkahelgina hafa óþurftarmenn aftur gengið á land í Klatey og framið sams konar NpjöJI og gengið hálfgerðan ber- .serksgang um húsin. Brotizt var inn í þau, rúður brotnar og Ijósastæði og umgengnin iins og íslendingum er ekki sæmandi. Við höfnina standa verbúðir sem notaðar hafa verið á vorin í sambandi við verkun grásleppu- hrogna og sem veiðarfærageymsl- ur. Inn í þá skúra, sem næstir voru, hafði verið brotizt og þar ruslað til og gerð tilraun til að kveikja í einum skúranna, en sú tilraun heppnaðist ekki. Ef eldur hefði brotizt út hefðu mikil verð- mæti farið forgörðum bæði í þess- um skúr og nærliggjandi, en þar voru geymd veiðarfæri. Það sem vekur undrun manna er að ólæstir skúrar voru látnir í friði, en brot- izt inn í læsta skúra. Skemmdarverk sem þessi eru letjandi fyrir fólk og svo kann að fara, að fólk hætti að halda hús- um við og geti því ekki veitt sér þá ánægju að dvelja um tíma á forn- um sJóðum og æskustöðvum. — Fréttaritari Ljitini.: K< )K Körfuknattleiksmennirnir úr llarlem Globetrottere sýndu listir sinar í fyrsta sinni í Laugardalshðllinni í gærkveldi. Fyrr um daginn heimsóttu þeir lam- aða og fatlaða og einnig litu peir inn á barnaspítala Hringsins. Á meðfylgj- andi mynd eru þeir á barnaspítalanum og sýna sjúklingunum knattfimi sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.