Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 23

Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 55 Svölurnar gefa Meina- fræðideild H.í. tæki Sviilurnar — félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, hefur gefið Meinafræðideild Rannsóknastofu lláskólans, nánar til tekið litninga- rannsóknadeild, tvær smásjár og frystikistu, þar sem hægt er að geyma viðkvæm efni, sem nauðsyn- leg eru til rannsóknanna. Smásjárnar, önnur Leitz Dialus rannsóknarsmásjá og hin Leitz Laborlux kennslusmásjá, munu notaðar við litningagreiningu, en í þeirri síðarnefndu geta tveir í einu skoðað sama sýnið. Litningarann- sóknir hafa farið fram hér á landi síðan 1967. Þessari starfsemi hef- ur verið sniðinn þröngur stakkur til þessa, en að sögn Jóhanns Hreiðars Jóhannssonar, meina- fræðings og forstöðumanns meinafræðideildarinnar, koma þessi tæki sér mjög vel, því hingað til hafa meinafræðingarnir þurft að skiptast á smásjám við rann- sóknir sínar. Sagði hann að verk- efnin hafi stöðugt verið að aukast á litningarannsóknadeildinni og sem dæmi nefndi hann að á síð- ustu tveimur árum hefur sýnum til rannsókna fjölgað úr 100 í tæp 400 á ári. Litningarannsóknadeild Rann- sóknastofu Háskólans fæst við sjúkdómsgreiningar hjá einstakl- ingum, sem grunaðir eru um vissa meðfædda sjúkdóma. Tveir megin- þættir starfseminnar eru annars vegar sjúkdómsgreiningar hjá vansköpuðum börnum og hins veg- ar greining litningasjúkdóma á fósturskeiði. Stærsti hluti starf- seminnar felst nú í rannsókn á legvatni frá þunguðum konum, sem af ýmsum ásætðum geta átt á hættu að fæða börn með þá sjúk- dóma, sem litningarannsókn getur greint. Undanfarin ár hafa Svölurnar J beitt sér fyrir aðstoð við fjölfötluð börn, einkum með því að styrkja sérkennara og fóstrur til fram- haldsnáms erlendis. Þá hefur fé- lagið einnig gefið tæki á sjúkrahús í Reykjavík. Helga Hjálmtýsdóttir, formað- ur Svalanna, afhenti tækin og sagði frá félagsstarfseminni en Davíð Gunnarsson, forstjóri Rík- isspítalanna, veitti tækjunum við- töku. Frá afhendingu tækjanna. Davíð Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, Helga Hjálmtýsdótir, formaður Svalanna, og Jóhann Hreiðar Jóhannsson, meinafræðingur. MorpinbuaiA/Köe. Nýtt verk- fræðingatal VERKFRÆÐINGAFÉLAG íslands hefur gefið út þriðju útgáfu verk- fræðingatals með 962 æviskrám ís- lenzkra verkfræðinga og annarra fé- lagsmanna verkfræðingafélagsins. Dr. Jón E. Vestdal annaðist ritstjórn meðan hans naut við, en hann and- aðist 1979 og annaðist Hinrik Guð- mundsson ritstjórn þess, sem þá var eftir. Fyrsta verkfræðingatalið kom út 1956 með 270 æviskrám, í ann- arri útgáfu 1966 voru æviskrárnar 439. Nú eru þær orðnar 962, sem fyrr segir, en einnig eru í nýju útgáfunni ritgerð um menntun ís- lenzkra verkfræðinga eftir Sveinbjörn Björnsson og skrár yf- ir mannanöfn, fyrirtæki og stofn- anir. Verkfræðingatalið er 623 blaðsíður og er bókin unnin hjá Steindórsprenti hf. Verkfræðingafélag íslands verður 70 ára 19. apríl nk. og verð- ur að lokinni afmælishátíð 21. apríl haldinn á Húsavík fundur norrænu verkfræðingafélaganna. Góður afli KáxbníAxnrbi. 16. apríl. HEILDARBOTNFISKAFLI á land kominn á Fáskrúðsfirði um páskana var þrjú þúsund lestir. Hoffellið hefur fengið 1017 lestir í 9 veiðiferðum, að verðmæti 4.897.000 og Ljósafellið 882 lestir í 8 veiðiferðum, aflaverðmæti þess er 4.230.000 krónur. Á sama tíma í fyrra hafði togarinn Hoffell fengið 1344 en Ljósafell 989. Fjórir netabátar hafa verið gerðir út í vetur og er heildarafli þeirra, 1.054 lestir. Afiahæsti báturinn er Sólborg með 443 lestir. þetta segja atvinnubílstjórar um Tire$tone S-211 radial hjólbarda Asgrímur Guðmundsson ekur á Toyota Crown Ég hef ekki ekið á betri dekkjum en Firestone S-211, endingin er mjög og þau fara einstaklega vel undir bílnum. Miðað við rúmlega 7.000 kílómetra akstur á malarvegum hafa Firestone S-211 komið verulega á óvart. Þau eru ótrúlega mjúk, steinkast er svo til úr sögunni og bíllinn lætur vel að stjórn. Verð á Firestone S-211 erafar hagstætt og þess ber einnig að geta að bensín- eyðsla er mun minni ef ekið er á radial- dekkjum. Ég get því með góðri samvisku mælt með Firestone S-211. Tirestone Fullkomið öryggi - alls staðar * ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI REYKJAVÍK: KÓPAVOGUR: GARÐABÆR MOSFELLSSVEIT: KEFLAVÍK: Nýbarði sf. Hjólbarðaviðgerð Kópavogs Nýbarðisf. Holtadekk Hjólbarðaþjónustan Borgartúni 24, simi 16240 Skemmuvegi 6, sími 75135 Bensínafgr. OLÍS, simi 50606 Bensinafgr. ESSO, sími 66401 Brekkustig 37 (Njarðvík) sími 1399 Hjólbarðaþjónustan Fellsmúla 24, (Hreyfilshúsinu) sími 81093 AlberL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.