Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1982 45 Ur fórum borgarstjórnar 1978—1982 Hvar eru leiguíbúðirnar? Sá grundvallarmunur er á stefnu Sjálfstæöisflokksins og vinstri flokkanna í húsnæöismál- um, aö sjálfstæöismenn vilja gera sem allra flestum kleift aö eignast eigiö húsnæöi en vinstri flokkarnir vilja byggja leiguhús- næöi. Sjálfstæðismenn viöur- kenna, að þá sem verst eru settir þurfi aö aðstoöa meö leiguhús- næöi, oft tímabundið. Meöan Sjálfstæöisflokkurinn haföi meiri- hluta í Reykjavík voru byggöar og keyþtar mörg hundruö leigu- íbúðir, í þessu skyni, sem enn eru í notkun. Allir vinstri flokkarnir voru sammála um þaö fyrir borgar- stjórnarkosningar 1978, aö borg- in ætti aö byggja leiguíbúðir í stórum stíl. Er fróölegt aö rifja uþþ, hvernig yfirlýsingar þeirra hljóðuðu um þetta og svo, hvern- ig vinstri menn hafa viö þær staðið, eftir aö þeir fengu vöid til aö hrinda þeim í framkvæmd í borgarstjórn. Alþýðubandalagiö í stefnuskrá Alþýöubandalags- ins fyrir síöustu borgarstjórnar- kosningar segir svo: „Alþýöubandalagið hyggst sjá svo til — ef flokkurinn hlýtur það kjörfylgi, sem til þarf — aö framvegis annist Reykjavíkurborg sjálf bygg- ingu allra fjölbýlishúsa í Reykjavík, annarra en þeirra, sem eftirtaldir aöilar byggja: Byggingasamvinnufélög, stjórn verkamannabústaöa, hópar einstaklinga, sem byggja yfir sjálfa sig. Þær íbúðir, sem borgin byggir með þessum hætti skulu af- hentar Húsnæðismiðlun Reykjavíkurborgar til ráð- stöfunar." Frambjóöendur Alþýöubanda- lagsins létu ekki sitt eftir liggja og gáfu um þetta efni ýms loforð og yfirlýsingar. Einn þeirra var Guömundur Þ. Jónsson, sem sagöi m.a.: „Húsnæðisvandamálið verð- ur aö leysa á félagslegum grundvelli og þá með bygg- ingu leiguíbúða, sem borgin byggir ...“ Framsóknarflokkur Framsóknarmenn dreiföu marglitu stefnuskrárplaggi í allar íbúðir í Reykjavík fyrir síöustu borgarstjórnarkosningar. Þar segir m.a. um húsnæöismálin: „Byggðar veröi leiguíbúöir af hóflegri stærð, ætlaöar ungu fólki, sem er að stofna heimili. Leigugreiöslum verði stillt í hóf og leigutími takmarkaöur við fá ár. Ennfremur veröi byggöar leiguíbúðir, ætlaðar fólki, sem er í húsnæðisvándræð- um.“ í framhaldi af þessu gerir stefnuskráin ráö fyrir því „að byggöar verði árlega a.m.k. 100—150 íbúðir á veg- um borgarinnar". Samkvæmt þessu kosninga- loforöi ætti núna aö vera búiö aö byggja á vegum borgarinnar 400—600 íbúöir aö minnsta kosti eins og í stefnuskránni seg- ir. Eiríkur Tómasson, frambjóö- andi Framsóknarflokksins, var á sömu skoöun og hinir vinstri frambjóöendurnir um aö borgin ætti aö leysa húsnæöisvanda- málið meö því aö byggja leigu- húsnæöi og sagöi um þaö í viö- tali viö Ttmann daginn fyrir kosn- íngar: „Borgin verður að hafa for- göngu um byggingu leigu- íbúöa fyrir þá, sem á þurfa að halda lengri eöa skemmri tíma.“ Alþýðuflokkur Þaö fór ekki mikiö fyrir stefnu- skrá Alþýöuflokksins fyrir síöustu borgarstjórnarkosningar. Fram- bjóöendur flokksins töluöu fal- lega viö kjósendur um þaö, sem gera ætti. Bygging leiguhúsnæö- is var eitt af því, en um þaö sam- eiginlega mál allra vinstrl flokk- anna sagöi Sjöfn Sigurbjörns- dóttir i Alþýöublaöinu fyrir kosn- ingar: „Augljóst er aö borgin verö- ur að hafa forgöngu um að byggja leiguíbúðir til þess að leysa vanda þeirra, sem þurfa á leiguíbúö að halda, en þaö veröur ætíð nokkuð stór hópur hér í höfuðborg- inni, sem leigir sér hús- næði.“ Þetta mál, sem í þessari stuttu grein hefur veriö rakiö, getur ekki skýrara veriö. Fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 1978 lof- uöu allir vinstri flokkarnir því aö byggja leiguíbúðir á vegum borg- arinnar. Og hverjar eru efndirnar? Ekki ein einasta leigu- íbúð hefur verið byggð Vinstri mönnum dettur ekki í hug nú fjórum árum síðar aö halda því fram, aö þeir hafi staö- iö viö eitt eöa neitt í sambandi viö byggingu leiguíbúöa. Þetta mál er alveg á hreinu. Þeir lofuöu alllr aö byggja leiguíbúöir og þeir sviku þaö allir. Segi menn svo, aö vinstri menn geti ekki staðiö saman! Þessa dagana keppast þessir sömu vinstri menn viö aö bera ný og áferöarfalleg loforö á borö fyrir kjósendur. Áöur en mark verður á þeim tekið á hver einasti kjósandi rétt á aö fá svar viö ein- faldri spurningu: Hvar eru leigu- íbúðirnar sem lofað var 1978? á næstu síöum «• u'—:xn- ivymjo)* Nýmiólh í?'*Sv" ES Enginn efast um gæóin frá General Electric Amerískir frysti- og kæliskápar í sérflokki, fyrirliggjandi í ýmsum litum. Því ekki aö líta viö hjá okkur og skoöa „topp kiassa” skápa frá general electric áöur en þú ákveöur eitthvaö annaö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.