Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 Maí S M Þ M F F 2 9 16 23 30 3 10 17 24 31 4 11 18 25 5 12 19 26 6 13 20 27 7 14 21 28 Ll i 8 15 22 29 Ferdaáætlun SAS DC-8 flugs til Narssars- suaq og Kaupmannahafnar. Hafid sam- band við ferðaskrifstofurnar, eða SAS, Laugavegi 3, 2 hæð - Búnaðarbanka- húsinu - símar: 21199/22299. S4S SIGLUM Á ÞRJÁR HAFNIR ÍDANMÖRKU Enn bætum við þjónustuna og bjóðum nú upp á reglulegar áætl- unarsiglingar til þriggja hafna í Danmörku. Með þvíað notfæra sérþessa þjónustu geta t.d. innflytjendur ávallt stefnt vörum sínum til þeirrar hafnar sem næst er verksmiðju þeirri sem keypt er frá. Með þessu móti aukast möguleikar þeirra á aö ná hagkvæmum innkaupakjörum vegna nálægðar séljenda við afskip- unarhöfn. Skip Skipadeildar Sambandsins munu hafa að meðaltali 8—9 við- komur íhverjum mánuði í Danmörku og veita þar með inn- og út- flytjendum þá bestu þjónustu sem völ er á. Arhus Arhus er stærsta gámaflutningahöfn Danmerkur, auk þess aö vera mjög stór íöórum almennum flutningum. Helstu iónaöar- og athafnasvæði Danmerkur eru staðsett ínágrenninu og meó þvíað skipa vörum þangað og þaðan um Arhus geta sparast umtals- verðar upphæðir vegna hagkvæmari innanlands- flutnings. Umboðsmenn: Bergmann, Smith & Co., Pier2, 8100Arhus Sími: (06) 128188 Telex: 64375 bergs dk Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn hentar mjög vel fyrir allar vörur til og frá Sjálandi. Umboðsmenn: Alfragta/s 35, Amaliegade, 1256 Köbenhavn Sími: (01) 111214 Telex: 19901 alckh dk avenaDorg Vegna legu sinnar ei Svendborg mjög hagkvæm höfn fyrir alla flutninga til og frá Suður-Jótlandi og Fjóni. Umboðsmenn: Bjerrum & Jensen Aps., Havnepladsen 3, 5700 Svendborg Sími: (09) 212600 Telex: 58122 broka dk SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 Níræður: Haraldur Sigurðsson frá Kaldaðarnesi Haraldur Sigurðsson frá Kald- aðarnesi, prófessor, er níræður í dag. Hann fæddist í Hjálmholti í Flóa 5. maí 1892, sonur Sigurðar, sýslumanns, Ólafssonar í Kaldað- arnesi og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur frá Vík í Mýrdal. Haraldur fór ungur utan til tónlistarnáms og dvaldist í Kaup- mannahöfn sem nemandi í tónlist- arskólanum þar í borg og lærði hjá Mary Schou, píanóleikara, en hélt síðan til Dresden og lauk þar námi sínu hjá Lauru Rappoldi- Kahrer, frægum píanóleikara síns tíma. Tuttugu og fimm ára að aldri hélt hann fyrstu opinberu tónleika sína í Kaupmannahöfn og vann sér brátt ágætt nafn sem listamaður; varð tvívegis sigur- vegari í tónlistarkeppni í Þýzka- landi, kenndri við Mendelssohn, og fór upp frá því í konsertferðir víða um Norðurlönd og Mið-Evrópu en tók jafnframt að sér kennslustörf við tónlistarskólann í Erfurt um skeið áður en hann gerðist, árið 1920, kennari við Tónlistarskólann í Kaupmannahöfn, þar sem hann síðan hefir átt heima. Haraldur kvæntist árið 1918 söngkonunni Dóru Köcher, og urðu þau hjón bæði prófessorar við tónlistar- háskólann, „Det kongelige danske Musikkonservatorium" eftir að sá 'sjtóli var gerður ríkisskóli árið 1949. Haraldur og Dóra hafa á löng- um listaferli, haldið saman ótal tónleika og voru tíðir sumargestir hér heima í eina tíð, einkum á ár- unum eftir 1920. Tónlistarkvöld þeirra í Nýja Bíói urðu ógleyman- leg öllum. sem áttu þess kost að njóta listar þeirra. Eg man eftir því, að mér fannst, er ég sem drengur fékk að hlusta á þau, sem opnaðist fyrir mér nýr og mér áð- ur algerlega hulinn heimur. Urðu mér sönglög Brahms og píanóverk Schumanns, Schuberts og Beet- hovens einstæð opinberun tónlist- arinnar. í hvert sinn, er ég átti þess kost síðar að hlusta á Harald leika, styrktist aðdáun mín og ást á þessum göfuga listamanni, sem aldrei „sagði ósatt orð“ ef svo mætti að orði kveða, en jafnan var sannur í list sinni. Hefir sú virð- ing mín fyrir honum haldið áfram að vaxa eftir að harpa hans þagn- aði og reynzla mín varð ríkari. Þó að Hraldur hafi sem frumherji ís- lenzkur í listinni orðið að dvelja mestan hluta ævinnar erlendis, hefur hann samt orðið landi sínu heillagjafi jafnt sem listamaður og kennari, já, og með nafni sínu íslenzku, sem ávallt hefir haft hinn ágætasta hreim erlendis, hvar sem hann hefir dvalið. Ríkisútvarpið fékk fyrir all- mörgum árum, er þau hjónin síð- ast vitjuðu ættarlands Haralds, að njóta síðustu tónleika hans hér, og voru þeir hljóðritaðir og fluttir löndum hans við það tækifæri. Óskandi væri að þeir fengju að hljóma enn einu sinni fyrir hlust- Norræni lýöháskólinn í Kungálv, Svíþjóð Námsbrautir (30 vikna námskeið). 1. Norræn tónlistar- og menningarbraut. 2. Norræn leikhúss- og leiklistarbraut. 3. Norræn blaöamennskubraut. Kynningarbækling má fá á skrifstofu Norræna félags- ins í Norræna húsinu í Reykjavík. um landsmanna nú, er við minn- umst hans með virðingu á þessu merkisafmæli hans. Við, vinir hans og aðdáendur, óskum honum og konu hans, frú Dóru, heilla og velfarnaðar um leið og við þökkum þeim góðar gjafir þeirra á liðnum árum. Árni Kristjánsson Svo segja kirkjubækur og þeim ber saman við ættingja Haralds. Undirritaður hitti Harald á heim- ili hans í Maglemosevej 83 fyrir þrem sumrum og erfitt reyndist þá að trúa að áttatíu og sjö ár væru að baki. Reyndar gekk Har- aldur þá við hækju eina vegna fótbrots, sem hjólreiðabylta hafði gert honum. Ekki virtist þó hækj- an hamla ferðum hans svo miklu næmi, slíkri tækni hafði hann náð í notkun hækjunnar. Og þegar Haraldur, í lok heimsóknar minn- ar, fylgdi mér úr húsi og bjó sig til að stökkva á einum fæti og hækju úr tröppunum hjá sér og niður á fortóvið, þá lokaði undirritaður augunum. Fyrr var Haraldur þó kominn upp að hlið mér en augun voguðu að skoða afleiðingar stökksins. Sem einn af nemendum Haralds sendi ég honum afmæliskveðjur. Haraldur mun áreiðanlega ógleymanlegur nemendum sínum. Að hrópa upp ágæti sitt sem kenn- ara er ekki hans eðli. Svo hljótt formaði hann kunnáttu sína í orð, að maður varð að hlusta. Fyrir þrem sumrum sagði Dóra Sigurðs- son, kona hans, að Haraldur æfði sig 6—7 klukkutíma á dag og hafði kannski aldrei spilað betur. Hér er ekki miklu við að bæta, nema allri sögu Haralds, sem von- andi verður einhvern tíma skráð. Við höldum áfram að elta uppi há- vaðann og þau risastóru reklame- spjöld og gleymum í bili þeim hljóða sannleika sem lifir þó af óveður allra tíma. Megi heilsa þín haldast og fótbrot verði ekki til þess að hjól- reiðaferðum fækki. Ragnar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.