Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 Kjarnasýrur í loftsteinsbrotum l'híM-nix, Arizona. Al*. KJARNASÝRUR, hornsteinar eggja- hvitunnar, hafa fundist i brotum úr lofLsteini sem féll til jarðar í Ástralíu. I*essar upplýsingar koma fram i skýrslu, sem hópur vísindamanna hefur birt, og segja þeir, að kjarna- sýrurnar séu samsvarandi þeim, sem algengastar eru í lifandi verum. Tveir vísindamannanna, Barth- olomew Nagy og Michael Engel, segja í skýrslunni, sem birtist í breska ritinu Nature, að þeir vilji ekkert fullyrða um líf á öðrum hnöttum en kunnur stjarnfræðing- ur, dr. Eugene Shoemaker, segir, að þessi fundur bendi vissuiega til, að „upphafsefni lifsins á jörðinni hafi borist með loftsteinum“. Við rannsóknirnar kom í ljós, að kjarnasýrurnar voru „örvhentar" eins og enskumælandi menn kalla það. Þá er átt við, að þær beina skautuöu Ijósi til vinstri á sama hátt og kjarnasýrur í lifandi ver- um gera. Kjarnasýrur hafa fyrr fundist í loftsteinum en þær hafa allar verið „rétthentar" og beint skautuðu Ijósi til hægri. ÞEIR SELJA LEE COOPER FÖTIN. VL. BJARG Akranesi VL. GRUND Grundarfirði VL. HÓLMSKJÖR Stykkishólmi VL. INGA Hellissandi KF. BORGFIRÐINGA Borgarnesi KF. HVAMMSFJARÐAR Búðardal VL. ÓSK Akranesi VL. VÍK Ólafsvík VL. ARA JÓNSSONAR Patreksfirði VL. EINARS OG KRISTJÁNS ísafirði VL. EINARS GUÐFINNSSONAR Bolungarvík VL. JONS S. BJARNASONAR Bíldudal VL. LJÓNIÐ isafirði KF. DÝRFIRÐINGA Þingeyri KF. STEINGRÍMSFJARÐAR Hólmavik VL. GUÐRUNAR RÖGNVALDSD. Siglufirði KF. HÚNVETNINGA Blönduósi KF. ÞINGEYINGA Husavík KF. N-ÞINGEYINGA Kópaskeri KF. N-ÞINGEYINGA Ásbyrgi KF. LANGNESINGA Þórshöfn VL. SIGURÐAR PÁMASONAR Hvammstanga VL. SOGN Dalvík VL. SPARTA Sauðárkróki VÖRUHÚS K.E.A. Akureyrí VL.ELÍSAR GUÐNASONAREskifirði KF. HÉRAÐSBÚA Egilsstöðum KF. VOPNFIRÐINGA Vopnafirði KF. FRAM Neskaupstað KF. FÁSKRÚÐSFJARÐAR Fáskrúðsfirði KF. STÖÐFIRÐINGA Breiðdalsvík KF. A-SKAFTFELLINGA Höfn, Hornafirði KF. HÉRAÐSBÚA Seyðisfirði KF. HÉRAÐSBÚA Borgarf. Eystra VL. ALDAN Sandgerði VL. EIK Hafnarfirði VL. PALAS Grindavík VL. FREYJA Kópavogi VL. SMÁRABORG Kópavogi KF. ÁRNESINGA Selfossi KF. RANGÆINGA Hvolsvelli KF. SKAFTFELLINGA Vík í Mýrdal VL. FRIDRIKS FRIÐRIKSSONAR Þykkvabæ VL. STEINA OG STJÁNA Vestmannaeyjum VL. TRAFFIC Keflavik VL. ADAM Laugavegi 47 VL. ELFUR Laugavegi 38 VL. FALDUR Austurveri v/Háaleitisbr. VL. HERRAHÚSIÐ Bankastræti 7 VL. HERRAHÚSIÐ Aðalstræti 4 VL. STRÆTIÐ Hafnarstræti VL. VINNUFATABÚÐIN Hverfisgötu 26 VL. VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76 VL. TINNI Drafnarfelli „Hershöfðingi! Eg veit um fleiri breskar eyjar!“ Breytingar á stjórn Kína Tokyo, 4. mai. Ar. MEIRIHÁTTAK brcvtingar voru gerðar á ríkisstjórn Kína í dag, þriðjudag, og stöður 11 varaforsætisráðherra af 13 m.a.lagðar niður að sögn kínversku fréttastofunnar. Einu varaforsætisráðherrarnir, sem halda stöðum sínum, eru Wan Li og Yao Yilin. Flestir hinna fyrrverandi varaforsætisráðherra sitja þó áfram í ríkis- stjórninni, þeirra á meðal Huang Hua utanríkisráðherra, Geng Biao landvarna- ráðherra, Zhang Jingfu efnahagsráðherra og Chen Muhau utanríkisviðskipta- ráðherra. Breytingunni var spáð í margar vikur. Hún er annað skrefið í meiri- háttar baráttu flokksins fyrir því að einfalda skrifstofubákn ríkisins og byrjað er á æðstu embættum. Milliþinganefnd fyrirskipaði 8. marz sameiningu 12 ráðuneyta og ríkisráða í sex nýjar, miðstýrðar ríkisstofnanir. Það var liður í til- raunum til að umbylta efnahags- kerfinu. í öðrum þætti breytinganna var 13 öðrum ráðuneytum og ríkis- nefndum fækkað í sjö. Ein ný nefnd var sett á laggirnar, þannig að alls hefur 52 ráðuneytum og ráðum ver- ið fækkað í 41. Níu þeirra 11 manna, sem voru sviptir stöðum varaforsætisráð- herra, voru skipaðir í nýmyndaða nefnd 10 ríkisráðgjafa. Starfi ráðgjafanna er ekki lýst, en sam- kvæmt fyrri yfirlýsingum kín- verskra leiðtoga verður það líklega ráðgefandi. Yao Yilin, sem hélt stöðu sinni sem varaforsætisráðherra, verður áfram ríkisskipulagsráðherra og Zhao Zhiyang verður áfram forsæt- isráðherra. Sovétríkin: Norrænar konur fara „friðarferð“ Moskvu, 4. maí. Al\ ALLT að 250 Noróurlandabúum hef- ur verið leyft að fara i „friðarferð" til Sovétrikjanna í júlí nk. og halda mót- mælafundi gegn kjarnorkuvopnum í fimm borgum þar eystra, að því er sovéskir embættismenn skýrðu frá í dag. I síðasta mánuði fór hreyfingin „Barátta kvenna fyrir friði" fram á það við sovésk yfirvöld, að hún fengi að mótmæla kjarnorkuvopn- um á sovésku yfirráðasvæði og þetta í fyrsta sinn sem Rússar leyfa slíkar aðgerðir. Að sögn emb- ættismanna hefur fimmtíu konum frá fimm Norðurlöndum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Islandi, verið leyft að koma til landsins með lest og efna til funda í nokkrum borgum. Ekkert var þó tekið fram um hve langt konunum leyfðist að ganga, t.d. hvað varðaði slagorð og mótmælaspjöld. Konurnar áætla að vera 17.—19. júlí í Leningrad, 21. júlí í Kalinin og 22.-26. í Moskvu. Að lokum verður farið til Smolensk og Minsk áður en haldið verður til Helsinki. Intourist-ferðaskrifstofan rússn- eksa sér um skipulagningu ferðar- innar. Norður-írland: Lögreglumaður skotinn til bana i»ndond<‘rry, NorAur-frlandi. 4. maí. AIV TVEIR grímuklæddir menn myrtu í dag ungan lögreglumann í London- derry á Norður-frlandi og særðu lífs- hættulega lögreglukonu. Mennirnir, sem lögreglan segir að hafi verið IKA-menn, gerðu lögreglunni fyrirsát í verslunarhverfi borgarinnar. Morðið í dag var framið deginum áður en eitt ár er liðið frá dauða Bobby Sands, IRA-skæruliðans, sem varð fyrstur níu félaga sinna til að deyja hungurdauða í Maze- fangelsinu í Belfast. Lögreglan óttast, að ný alda hermdarverka sé nú að skella yfir en síðustu 13 árin hefur a.m.k. 2201 maður látið lífið í ofbeldisverkunum, þar af 29 á þessu ári. Að sögn lögreglunnar biðu morð- ingjarnir eftir lögregluþjónunum í sendibifreið og skutu á þá af sjálf- virkum byssum af stuttu færi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.