Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ1982 19 Svartsýn NATO-skýrsla um heryfírburði Rússa Briissel, 4. maí. AP. RÚSSAR ráða yfir meiri hernaðarmætti en Vesturveldin á flestum sviðum, bæði venjulegum hernaöarmætti og kjarn- orkuhernaðarmætti, samkvæmt svartsýnni skýrslu NATO, þar sem fyrsta tilraunin er gerð í sögu bandalagsins til að gera samanburð á liösafla austurblokkarinnar og NATO á grundvelli leyniþjónustu-upplýsinga. Það tók sex mánuði að semja skýrsluna og öll þau 14 ríki, sem taka þátt í hernaðarsamvinnunni, lögðu blessun sína yfir hana. Skýrslan er 71 blaðsíða og heitir „Samanburður á herafla NATO og Varsjárbandalagsins“, en upplýsingar Luns gagnrýndi bandaríska hvatamenn þess að hætt verði að koma fyrir kjarnorkuflaugum, þar sem Rússar hefðu nú of mikla yf- irburði í hergögnum og bandalag- ið legði sig í þá hættu að það yrði beitt þvingunum og sætti sig við að standa lakar að vígi, sem væri hættulegt. í skýrslunni kemur m.a. fram: Rússar eiga 600 lang-meðal- drægar kjarnorkuflaugar sem geta hæft Evrópu, en NATO enga, unz farið verður að koma svipuð- hennar hafa flestar verið birtar áður. „Staðreyndirnar tala sínu máli, þær eru ekki þægileg lesn- ing,“ sagði framkvæmdastjóri NATO, Josef Luns, um skýrsl- una á biaðamannafundi. Hann hélt því fram að Rússar héldu áfram að koma fyrir fullkomnum SS-20-eldflaugum, þótt þeir segðu í marz að þeir væru hættir því, og í skýrsiunni segir að Rússar hafi komið fyrir 300 slíkum flaugum, ekki 250 eins og Leonid Brezhnev forseti hefur sagt. „Þeir ætla að halda áfram að koma slíkum flaugum fyrir eins ört og áður,“ sagði Luns. bandalagið á sex sinnum fleiri ein- eltisflugvélar. Varsjárbandalagið getur styrkt flugher sinn með um 750 bardaga- flugvélum frá Mið-Rússlandi og þær yrðu fljótari á vettvang en íiðsauki flugvéla, sem NATO gæti fengið frá Norður-Ameríku, skv. skýrslunni. Auk yfirburða í stærri skipum, kafbátum og árásarflug- vélum er unnið að meiriháttar endurbótum á gæðum herskipa Varsjárbandalagsins og herbún- aðs þeirra segir í skýrslunni. um vopnum fyrir 1983. NATO á 800 meðallangfleygar flugvélar fyrir kjarnorkuherafla sinn í Evr- ópu, en Rússar og bandamenn þeirra 2.500. NATO á 1.100 skammdrægar kjarnorkuflaugar og stórskotaliðsvopn, Rússar 950. Alls eiga Rússar 2.704 langdrægar kjarnorkueldflaugar og langfleyg- ar sprengjuflugvélar, en NATO 2.022. (Frakkar eru ekki taldir með, og heldur ekki varalið Bandaríkjamanna, Breta og Kan- adamanna. Miklar varabirgðir Rússa eru heldur ekki taldar með.) Varsjárbandalagið hefur 4 milljónir hermanna, NATO 2,6 milljónir. Varsjárbandalagið hef- ur 173 herfylki, NATO 84. Var- sjárbandalagið á um þrisvar sinn- um fleiri skriðdreka, gagnskrið- drekaskotpalla, stórskotaliðsvopn og fallbyssur og brynvarða her- flutningavagna og fótgönguliðs- stríðsvagna. NATO á 1.800 þyrlur, Varsjárbandalagið 1.000. Varsjár- bandalagið á 7.240 flugvélar í Evr- ópu, NATO 2.975, og Varsjár- Veður Akureyri +4 (kýjaö Amaterdam Aþena Barcetona Berlín BrUaael Buenoa Airea Chicago Dyflinní Feneyjar Frankfurt Faareyjar Genf Helainki Jeruaalem Jóhanneaarborg Kaupmannahöfn Laa Palmaa Liaaabon London Loa Angelea Madrid Mallorca Malaga Mexicoborg Miami Moakva Nýja Delhi New Vork Oató Parfa Reykjavfk Rio de Janeiro Róm San Franciaco Stokkhótmur Sydney 12 rigning 22 heióakfrt 17 alakýjaó 17 akýjaó 10 akýjaó 20 heióakfrt 26 akýjað 10 heióakfrt 17 lóttakýjaó 17 akýjaó 3 alydda 22 heiðakfrt 9 heiðakfrt 20 heióakfrt 20 heióakfrt 10, rigning 26 léttakýjaó 22 hefóakfrt 12 heióakfrt 20 akýjaó 25 akýjaó 21 akýjaó 21 alakýjaó vantar 25 akýjaó 11 akýjaó vantar 21 heióakirt 5 akýjaó 17 akýjaó +1 téttakýjaó vantar 19 heióakfrt 20 heióakfrt 10 rignfng vantar Indverskir lögreghimenn huga að líkamsleifum munka úr Ananda Marga-söfnuðinum, sem trylltur múgur brenndi lifandi í Kalkútta sl. föstudag. Munkarnir voru grunaðir ura að ræna börnum og voru a.m.k. 17 þeirra ýmist brenndir, grýttir eða stungnir til bana. Símxmynd-AP Danmörk: Kommúnistafor- ingi kærður fyr- ir gjaldeyrisbrot Yordingborg, Danmörku, 4. apríl. AP. DANSKI kommúnistaforinginn, sem varð fyrir því að 200.000 þýsk- um mörkum var stolið frá heimili hans, hefur nú verið kærður fyrir brot á gjaldeyrislöggjönnni, að þvi er lögreglan upplýsti í dag. Enn sem fyrr þverneitar hann að segja hvað- an peningarnir komu eða til hvers þeir voru ætlaðir. Kommúnistaforinginn umræddi, Ingmar Wagner, er miðstjórnar- maður í flokki sínum og fyrrver- andi þingmaður, og það eina, sem hann lætur hafa eftir sér, er að Er morðingi Dagmar Hagelin fangi Breta? { FIMM ár hafa sænsk stjórnvöld haldið uppi spurnum um örlög 17 ára gamallar stúlku, Ilagmar Hagelin, sem hvarf í Buenos Aires árið 1977, en þær fréttir bárust heim til Svíþjóðar 1978, að hún væri í fangelsi í Argent- ínu, handjárnuð við rúmið. Eftirgrennslanir Svia hafa til þessa engan árangur borið, þrátt fyrir fréttir í spænsku blaði um að hún hafi verið pyntuð og skotin, eða þar til nú að kannski fer eitthvað að rofa til í þessu máli. Meðal þeirra Argentínumanna, sem Bretar tóku til fanga á Suður- Georgíu á dögunum er Alfredo Astiz, kapteinn, sem fullyrt er, að sé banamaður Dagmar Hagelin. Alfredo Astiz, kapteinn, sat nú fyrir skemmstu dýrlega veislu um borð í bresku herskipi ásamt öðrum handteknum foringjum argentínska innrásarliðsins á Suður-Georgíu, en í spænskum blöðum er Astiz hins vegar þann- ig lýst, að hann eigi ekki neina sérstaka herramennsku skilið. Hann er sagður alræmdur morð- ingi og sérstakur pyntingarmeist- ari herforingjanna. Að því er segir í spænska blað- inu „Dairio 16“, bar Astiz ábyrgð á ofsóknum á hendur andstæð- ingum stjórnarinnar og „dauða þúsunda lýðræðissinna og vinstrimanna". Hann hafði ýmis auknefni, en eitt þeirra, „böðull- inn“, þótti lýsa honum best. Vitni bera, að í janúar 1977 hafði Astiz skotið Dagmar í bakið þegar hún reyndi að flýja undan „dauðasveitum" stjórnarinnar í Sænska stúlkan Dagmar Hagelin. Vitni segja, að hún hafi verið skotin í bakið og seinna látist í argent- ínsku herfangelsi. (APj. E1 Palomar, einu úthverfi Buenos Aires. Að því búnu dró hann stúlkuna, að sögn vitnanna, upp í herbíl, sem flutti hana í eitt af fangelsum hersins. Viðbrögð Breta vid beiðni Svía Svíar hafa beðið Breta um að fá að yfirheyra Alfredo Astiz, kapteinn, en bresk stjórnvöld sjá hins vegar á því ýmis tormerki. Þáu segja sem svo, að Astiz njóti verndar Genfar-samþykktarinn- ar og að eftir henni verði farið út í ystu æsar í stríðinu um Falk- landseyjar. Einnig er bent á, að ætlaðar misþyrmingar og morð á hinni 17 ára gömlu Dagmar Hagelin hafi farið fram utan breskrar lögsögu og hún ekki ver- ið breskur þegn. peningana hafi átt að nota „í al- þjóðlegu samstöðustarfi danska kommúnistaflokksins". Talsmaður lögreglunnar í Vordingborg segir, að talan 200.000 þýsk mörk sé frá Wagner komin og ef hún sé rétt, þá hafi lögreglan ekki komist yfir nema tæpan fjórðung fjárins. í meira en mánuð þóttist Wagner hins vegar ekkert vita hve mikið fé var í peningaskápnum á heimili hans. Þegar upp komst um innbrotið á heimili Wagners í mars sl. neitaði aðalritari danska kommúnista- flokksins, Poul Emanuel, allri vitneskju um málið en breytti þeim framburði seinna og sagðist halda að féð hefði verið allmiklu minna. Wagner heldur því fram, að hann hafi aðeins verið milli- göngumaður, bara tekið við pen- ingum og afhent þá án þess að hafa hugmynd um til hvers þeir voru. Lögreglan komst á snoðir um þjófnaðinn í mars þegar nokkrir unglingar í Kaupmannahöfn voru handteknir fyrir að hafa hass und- ir höndum. í fórum eins þeirra, 16 ára gamals frænda Wagners, fannst lykill að geymsluhólfi á að- aljárnbrautarstöðinni og í því fundust 36.000 þýsk mörk. Við yfir- heyrslur sagði strákur frá því hvaðan peningarnir væru og að hann og fjórir félagar hans hefðu stolið þeim. Þegar innbrotið var framið var Wagner staddur í Sovétríkjunum en við komuna heim hélt hann því fyrst fram, að innbrotið væri svið- setning dönsku og bandarísku leyniþjónustunnar til þess gerð að sverta nafn danska kommúnista- flokksins. Þetta mál hefur verið mikið í fréttum í Danmörku og ekki síst vegna þess, að í október sl. var sovéskum sendiráðsmanni vísað þar úr landi fyrir ijárstuðn- ing við dönsku friðarhreyfinguna. Niels Lauritzen, talsmaður lög- reglunnar í Vordingborg, segir, að Wagner sé guðvelkomið að fá pen- ingana aftur þegar hann getur upplýst til hvers eigi að nota þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.