Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ1982 Sextugur í dag: Friðrik Bjarnason málaram. Isafirdi Mrkiila sæva inikilla sanda mikil cru gcð utima ... I dan á stórafmæli manns fyrir vestan er Hávamála minnzt, grip- in úr þeifn á einum stað orð, þau löuuð til, svo að þau líta svona út eins ok að ofan greinir. Það er undarlegur skolli, að þessi berserkur frá Isafirði, hann Diddi á Horninu, eins og hann er yfirleitt kallaður, skuli vera orð- inn sextuííur, 0« þó. Það er enginn aldur fyrir þann mann með svona Keðslají, mann mikilla sanda, mik- illa sæva og þar að auki „að vest- an“, ef nokkur er, — einn þessara síðustu móhíkana í Kömlum vest- firzkum siðalögmálum, sem hafa varðveitzt þarna í hörkuleKri lífs- haráttu síðan í fornöld. Það er ekki út í bláinn að leita aftur í gráa forneskju til að finna ein- hverja hliðstæðu við manngerð, eða öllu heldur sál(jerð eins og þá, sem býr í afmælisbarninu. Já, almanakinu hefur verið flett jafnt oj{ þétt ge({num árin allt frá því Diddi á Horninu, öðru nafni Friðrik Bjarnason, málarameist- ari, óx úr grasi o(? ólst upp innan um stóran systkinahóp þarna á Isafirði á hörðustu kreppuárun- um. Liz Taylor er orðin fimmtug og stígur enn æðislegan disco- dans við Eros og Amor eins og ekkert sé, svo að ýmsar tuttugu og þrjátíu ára og fertugar kynsystur hennar mættu skammast sín — þær hafa ekki roð við þessari for- kunnar-freygátu; Akureyringur hátt á sextugsaldri varð heims- meistari í þungalyftingum nýverið úti í júess og fór létt með, og hvað er verið að tala um aldur, ef sálin og skapið eru í lagi. Skáldið Goethe átti barn við einni tvítugri, þá hann var um áttrætt. Svona madti lengi telja, ef fólk vildi fá meira að heyra. Diddi málari eins og hann er líka Stundum nefndur, hefur ekki fremur en annað afreksfólk látið deigan síga. I.ífsbardaginn er í blóðinu á honum eins og járn- magn, sem honum hefur hlotnazt með móðurmjólkinni — og honum eðlislæg. Þetta járn, þessi járn- harka í skaphöfninni hefur ekki dignað með árunum, enda þótt á ýmsu hafi gengið á lífsbraut, sem mótuð er af víkingslund og keppn- isskapi, bæði í vinnu og að leik. Að leik, vel á minnzt — þar er m.a. átt við þá hörðu íþrótt knatt- spyrnuna, sem Diddi er löngu orð- inn þjóðfrægur fyrir. Hann var virkur þátttakandi í fótbolta frá því hann var hnokki (eða „púki“ eða „polli“ eins og stráklingar voru stundum kallaðir á ísafirði) og einnig áhugamaður af lífi og sál um allt, sem viðvíkur knatt- spyrnu á svipaðan hátt og Spán- verjar og suðrænar þjóðir geta lif- að fyrir nautaat. Því veldur að lík- indum þessi gegndarlausa útrás- arþörf, sem sumir eru svo gagn- teknir af, þessi taumlausa ástríða og lífs- og bardaghvöt manneskju með hreysti — eða eitthvað frum- stætt í eðlinu. Hann keppti í knattspyrnu álíka lengi og brezki fótbolta-sjampíon- inn frægi, Stanley Matthews, lengst af markvörður fyrir ís- firzka keppnisliðið, og einnig var hann löggildur knattspyrnudóm- ari árum saman, formaður Knattspyrnuráðs ísafjarðar um skeið, og enn er hugur hans við eldlínuna í knattspyrnukeppni. Hann fórnaði tíma sínum og kröftum og veraidlegum verðmæt- um í þetta hugsjónastarf sitt: Þeir voru víst ekki svo fáir víxlarnir, sem hann hafði persónulega tekið á sína ábyrgð og látið falla á sig — allt gjört af hans hálfu til að greiða götu fyrir knattspyrnu- hreyfinguna „heima" eins og þeir segja fyrir vestan, svo að vel- gengni hennar færi vaxandi og að- stæða hennar öll færi batnandi. Þarna er Didda rétt lýst og eftir honum að hafa gert. Hann hefur hugsað sem svo: „Hvað munar mig um að reyna að redda félögunum, stákunum, sem vilja standa sig og verja heiður okkar Isfirðinganna." Þetta er svona ósköp svipað til- tæki eins og þegar sumir einstakl- ingar láta fé af hendi rakna og láta það renna svo til ómælt í kosningasjóð pólitísks flokks síns af trú og sannfæringu, svo að málstaðurinn fái að njóta sín sem bezt. Þetta var nú aðeins fyrsta vers eins og sagt er — þegar kveða skal um drenginn hann Didda. Orðið drengur í íslenzku máli er skylt drangur, og upprunaleg merking er sá sem er hraustur, en í yfir- færðri siðferðilegri merkingu er drengur sá, sem stendur upp úr og er fastur fyrir, rís eins og klettur, er óbifanlegur og ekki hægt að hagga, smbr. orðið drangur. Drengskapur merkti að uppruna til hreysti í hernaði. Báðar þessar merkingar orðanna má heimfæra upp á Didda mágsa á Horn- inu ... Didda mág. Að fornum skráðum og óskráð- um lögum, blóð- og drengskapar- lögum var hann mágur þess, sem þetta skrifar, um nokkur ár (og er raunar enn þann dag í dag, eða það kemur okkur alltaf saman um, þegar við hittumst fyrir vestan, heima hjá honum að Hlíðarvegi 5, hvernig sem í pottinn er búið — það virðist ekkert „fyrrverandi" vera til í orðabók sumra manna). Og þá er ekki úr vegi að skýra út orðið mágur. Upphaflega hét það magaR og er í hljóðskiptum við að mega og merkir trúlega maður, sem má eitthvað eða má sín ein- hvers. í hvert sinn sem Diddi og fólk hans hafa verið sótt heim all- ar götur frá sumrinu 1957, og þær eru orðnar drjúgmargar ferðirnar vestur í aðskiljanlegum erindum, hefur verið tekið á móti undir- skráðum eins og týnda syninum, sem snýr heim aftur, hvort sem hann á eða hefur átt það skilið. Og annað enn hugnanlegra fyrir geðið og gamanið er það, að æðruleysi og umburðarlyndi Didda og fjöl- skyldu vegna þess arna hefur aldr- ei brugðizt, svo að skyldleiki orðs- ins mágur við sögnina að mega hefur sannazt svo áþreifanlega, að það hefur verið hægt að lifa langt- um skárra sálarlífi en ella fyrir bragðið. Örlögin höguðu því þann- ig til fyrir langa löngu, að lafði Numero Uno, ektavíf greinarhöf- undar, lífsförunautur og sálufé- lagi um nokkurra ára skeið, var elzta núlifandi barnið í systkina- hópnum á Horninu, Guðrún Þorbjörg Bjarnadóttir. Á vissan hátt hefur líf afmælis- greinarhöfundur orðið lengra og töluvert happadrýgra fyrir vikið og að hafa orðið svo lánsamur að eignast bezta mágafólk í heimi að öðru ólöstuðu — þar sem alger drengskapur hefur verið sýndur leynt og ljóst í orði og verki. Hvað skapar meira langlífi? Til hamingju með lífið og dag- inn, Diddi. s t g r „Dóttir kola- námumannsins“ í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýn- inga Oskarsverðlaunamyndina „Dóttir kolanámumannsins“. Aðalleikarar myndarinnar eru Tommy Lee Jones og Sissy Spacek og hlutu þau bæði lofsamlega dóma fyrir leik sinn í kvikmyndinni og Spacek fékk Óskarsverðlaunin eft- irsóttu. Myndin fjallar um Lorettu Lynn, sem giftist 13 ára gömul og eignað- ist 7 börn, en hún var fremsta þjóð- laga- og vestrasöngkona Banda- ríkjanna. raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilboö — útboö Útboð Hf. Eimskipafélag islands óskar hér meö eftir tilboöum í aö byggja verkstæöi á athafna- svæöi sínu í Sundahöfn. Byggingin er tvílyft aö hluta. Gólfflötur er um 570 m2 og rúmmál 3700 m3 Útboösgögn eru til afhendingar á skrifstofu okkar gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuð á skrifstofu okkar 17. maí '1982 kl. 11 f.h. \U í verkfræðistofa \ ^ I STEFÁNS ÓLAFSSONAfl Hf. f y CONSULTING ENGINEERS BOW3AHTÚNI 20 105BEVKJAVfK SfMI 29040 4 20941 ÉFélagsstarf Sjálfstœðisfíokksins\ Garðabær Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins er aö Lyngási 12, sími 54084. Verður opin fyrst um sinn frá 17—22. Starfsmaður: Kristján Sigurgeirsson. Skrifstofan veitir allar uppl. um kjörskrá og utankjörfundarkosningu. Stuðningsfólk vin- samlega beöiö aö hafa samband viö skrif- stofuna. _.... . .. ..... . Sjalfstæðisfelogin. Kosningaskrifstofa: Alltaf á könnunni í Eyjum Kosningaskrifstola Sjálfstæöisflokksins í Vestmannaeyjum er opin alla daga frá kl. 15—19. Látiö vita af fólki sem ekki veröur heima á kjördag. siminn er 2788 og 1688. — Þaö er alltaf á könnunni í Eyjverjasalnum, lítiö inn. Frambjóóendur. Selfoss Kosningaskrifstofa sjálfstæðismanna Kosningaskrifstofan aö Tryggvagötu 8. Selfossi er opin kl. 14—19 og 20—22 daglega. Kosningastjórn Haukur Gíslason, Guöjón Pétursson og Ingvi Rafn Sigurðsson. Skrifstofustjóri Ólafur Helgi Kjartansson. Sími 1899. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisfélagsins Miðneshreppi er aö Klapparstíg 3, Sandgeröi. Sími 92-7641 og veröur opin fyrst um sinn mánudag til föstudags kl. 18—21, laugardaga og sunnudaga kl. 14—18. Skrifstofan veitir allar upplýsingar um kjörskrá og utankjör- fundarkosningu. D-Ustinn. Sjálfstæðisfélög Mosfellinga Kosningaskrifstofa D-listans í Mosfellssveit er í verslunarhúsinu viö Þverholt (uppi). Opið mánudaga til föstudaga frá 16—22, laugar- daga kl. 10—12 og 14—18. Opið sunnudaga kl. 14—18, sími 66062. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Seltjarnarnesi er aö Melabraut 76, sími 25240 og veröur opin fyrst um sinn: Mánudaga/föstudaga kl. 17.30 til 21.00. Laugardaga/sunnudaga kl. 14.00 til 19.00. Skrifstofan veitir allar upplýsingar um kjörskrá og utankjörfundar- kosningu. X D-listinn. Sjálfstæðisfélög Mosfellinga Kosningaskrifstofa D-listans í Mosfellssveit er í verslunarhúsinu viö Þverholt (uppi). Opiö mánudaga til föstudaga frá 16.00—22.00 laugardaga kl. 10 til 12 og 14—19. Opið sunnudaga kl. 14—18. Sími 66062. Njarðvíkingar Nk. fimmtudagskvöld 6. mai kl. 20.30 munu frambjóöendur Sjálfstæöisflokksins halda fund í Sjálfstæöishúsinu um bæjarmálefni. Áki Gráns og Sveinn Eiríksson gera grein fyrir stefnu flokksins í eftirtöldum málefnum: Stjórnun bæjarmálefna Umhverfismálum og fegrun bæjarins Skipulags- og lóöarmálum. Njarövikingar hvattir til aö kynna sór stefnu- málin. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.