Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 37 Imésá velVákandi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Góðvild og tillitssemi kosta ekki peninga Tvær telpur úr Kópavogi skrifa: „Kæri Velvakandi! Viö erum 12 og 13 ár gamlar og okkur langar aö koma eftirfarandi á framfæri. Viö vorum staddar í strætisvagni SVK 17 [>m. Er fólk stendur eitt sinn upp hýr sig undir aö fara úr a stoppistoö hja Kjarvalsstööum er gornul kona svolitiö á eftir og síöust til aö fara ut llún gengur niöur troppurnar og **r r**tt i |>«*ssu aö stiga út **r vagnstjorinn lokar hurö- inni «>g hún klemmist a milli Vagn- inn fer af staö, t*n stoppar er far[M*g- ar hyrja aö kalla og hrópa. \ agn- stjórinn opnar dyrnar. «*n svo snoggt aö konan kastast á hliöina. Sröan k«*mst hún út og vagnstjórinn held- ur áfram eins og ekk«»rt hafi i skor- ist. I»að minnsta sem vagnstjórinn Einmitt vandi gamla fólksins Ein 76 ára gömul skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að þakka tveimur telpum úr Kópavogi, 12 og 13 ára gömlum, fyrir greinina í dálkum þínum; „Góðvild og tillitssemi kosta ekki peninga." Þetta sem þær gera að umræðu- efni sínu er einmitt vandamál gamals fólks sem þarf mest að ferðast með strætisvögnunum. Ég er slæm í fótum og kvíði því í hvert sinn sem ég þarf að ferðast með þeim, að ég komist ekki heil út aftur. Sérstaldega er það galli á nýju vögnunum í Kópavogi, að það er ekki hægt að halda sér í neitt meðan stigið er út úr þeim, eins og er þó í gömlu vögnunum. Sannarlega ber að þakka börn- um sem sjá vanda okkar betur en fullorðna fólkið og minna þannig á ár aldraðra." Munum sakna Bryndísar llaukur Friðriksson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að færa Bryndísi Schram kærar þakkir fyrir henn- ar ágætu og fróðlegu barnatíma. Ég hef heyrt að hún sé að hætta störfum hjá Sjónvarpinu og finnst það miður. Það verða margir til að sakna hennar, bæði börn og full- orðnir. I leiðinni langar mig til að þakka Játvarði Jökli fyrir bráð- hressilegt og skorinort bréf sem hann sendi þættinum Daglegt mál og Erlendur Jónsson las. Sykur eða ekki sykur? - það er spurningin Marjatta ísberg skrifar: „Fyrir 10—15 árum var það all- títt í Finnlandi, að fólk, sem átti heima norðarlega í landinu skrapp yfir landamærin til Noregs — til að kaupa sér birgðir af finnskum sykri. Finnskur sykur var nefni- lega seldur þar á helmingi lægra verði en í Finnlandi og þar sem bensínið var tiltölulega ódýrt á þessum árum, þá borgaði það sig fyrir þegna finnsku meyjarinnar að takast á hendur utanlandsferð til sykurkaupa. En hvað olli því að finnskur sykur varð ódýrari eftir því sem fjær dró framleiðslulandinu? Skýringin var einföld. Finnar urðu sjálfir að kaupa sinn sykur á raunvirði en Norðmenn fengu offramleiðsluna niðurgreidda með háum útflutningsuppbótum, sem ríkissjóður greiddi. Nú er mér spurn: Til hvers í ósköpunum vilja sumir máttar- stólpar hér á iandi reisa sykur- verksmiðju í Hveragerði á meðan hægt er að kaupa sykur erlendis jafnvel undir framleiðsluverði. E.t.v. vantar einhvern þreyttan stjórnmálamann forstjórastól. Eða er þetta bara kjötbiti í kjaft kjósenda? En eitt er öruggt, fyrr eða síðar hefst svo söngur um taprekstur á þessu fyrirtæki og ríkisstyrk og hver borgar brús- ann? Hinn aimenni. skattgreið- andi, ég og þú, Velvakandi góður. Hitt er svo annað mál, að Is- lendingar borða alltof mikinn syk- ur og þess vegna er ekki þörf á þessari verksmiðju nema síður væri. Með þökk fyrir birtinguna." Akureyri: Fleira skemmt en bestu bryggjurnar Akureyringur skrifar: „Velvakandi! I dálkum þínum hinn 24. apríl er grein eftir sjómann, þar sem hann greinir frá þeirri miklu eyðilegg- ingu, sem langt er komið að fram- kvæma á Torfunefs- og Höfners- bryggjum á Akureyri. Margir munu taka undir orð sjómannsins og kalla þessar skemmdir illvirki. Um leið og ég þakka sjómanni fyrir grein- ina, vil ég spyrja: Hvernig í ósköp- unum stendur á því, að sjómanna- samtökin reyndu ekki strax í upp- hafi að koma í veg fyrir þessa eyði- leggingu á höfninni, með lögbanni, verkbanni eða öðrum ráðum. Eða þá hafnarverkamennirnir, sem stundum verða að flýja af nýju Tangabryggjunni vegna sjógangs yfir hús og bryggjur, á sama tíma sem hægt var að vinna við skip á Torfunefinu. Oft hafa nú verið myndaðir þrýstihópar um minna málefni en hér um ræðir. Ég held að næsta kynslóð grafi upp hinar týndu bryggjur, til að fá skjól fyrir báta sína. Ég ætla að klippa grein sjó- mannsins úr blaðinu og setja hana í ramma, það ættu fleiri að gera. Alltaf má svo bæta á blaðið nöfnum þeirra manna, sem skemmdu bestu bryggjur Akureyrar. Þá þakka ég kærlega Óskari Magnússyni, 13 ára, fyrir að hætta við að fylla upp Ak- ureyrarhöfn með smásteinum, hann er hyggnari en þeir fullorðnu, sem nú halda skemmdarverkinu áfram. En það er fleira, sem skemmt hefur verið hér á Akureyri en bestu bryggjurnar. Það er líka búið að eyðileggja fjölda af góðum húsum að ástæðulausu: Sum þeirra voru sannkölluð bæjarprýði, og önnur svo vel byggð og alls ekki gömul, að erfiðlega gekk að brjóta þau niður með bestu nútíma tækjum. Jafnvel Guðshúsið, sjálf kirkjan, fékk ekki að vera í friði. Að vísu var önnur kirkja sett á sama stað, sem er í raun líkari pakkhúsi en kirkju. Það er svipur hjá sjón. Öll þessi eyðilegging á húsum og bryggjum hér á Akureyri kostar að sjálfsögðu stórfé, sem almenningur fær að greiða, en ráðamennirnir ættu sjálfir að gera. Ef pörupiltar brjóta eina rúðu í húsi, þá er þeim refsað, hvað þá ef þeir eyðilegðu heilt hús, eða mörg. Það sama ætti að gilda um alla aðra.“ e^5 SIGGA V/öGA £ ÁiLVtRAN Dregið hefur verið í happdrætti Blindrafélagsins Vinningar hafa komiö á eftirtalin númer; 1. Bifreiö Dodge Aries á miöa númer 31751. 2. Vöruúttekt kr. 5000 á miöa nr. 32156. 3. Vöruúttekt kr. 5000 á miöa nr. 259. Blindrafélagið, Samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlíð 17. HV0RT VILTU? Einn eöa tvo bygg- ingakrana af PEKAZ-gerö? Annar er árgerö ’70, hinn ’72. Þeir eru mjög lítiö notaðir og í ágætu standi. Þeir eru til afgreiöslu strax. Tækjasalan hf ....vantiþig tæki-erum við til taks Pósthólf 21 202 Kópavogi ar 91 - 78210 £& %ÍG\ ÍKK/ m WAm mm vim' sfÁ^/EMsr/ wmrM- m 4 Hommm ía m VI4NN tw ómAmm kost

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.