Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ1982 39 Góðir sigrar hjá Lens og Laval LENS og Laval, 1. deildar liðin fronsku, sem þeir Teitur Þórð- arson og Karl Þórðarson leika með, gerðu það gott í gser- kvöldi. Lens sigraði Lillé 3—0 og er þar með úr fallhættu, en um tíma í vetur virtist liðið dæmt til aö falla niður. Þá sigr- aði Laval lið Strasbourg 4—2 og berst enn fyrir UEFA-s*ti. St. Etienne og Monaco unnu bæði leiki sína í gær- kvöldi og er staöan 4>ví sem næst óbreytt, Monaco hefur eins stigs forystu. Hins vegar tapaði Bordeaux rétt einu sinni. Vésteinn sterkur í kringlukasti Vésteinn Hafsteinsson frjáls- íþróttamaður úr HSK náði sín- um næstbezta árangri í kringlukasti er hann sigraði í þeirri grein á móti í Tuscaloosa um helgina, kastaði 58,14 metra, en hann kastaði 58,20 metra í fyrra. Vésteinn hefur nastað hvað eftir annað um 56 metra að undan&irnu, en virð- ist nú að sækja í sig veðrið. Með þessu afreki hefur hann náð lágmarki til þátttöku á bandaríska háskólameistara- mótinu i byrjun júní, en þar mun hann m.a. mæta Óskari iakobssyni ÍR, sem keppir fyrir Texas-háskóla. Á sama móti bætti Guð- mundur Sigurðsson UMSE sig um 1,5 sekúndur í 800 metra hlaupi, hljóp á 1:53,89 mínútum. Guðmundur átti bezt áður 1:55,4, en hann hljóp á 1:55,3 innanhúss í vet- ur. Guðmundur varð sjöundi í hlaupinu, skólabróðir hans sigraði á 1:47,1 mtn. Þær Þórdís Gísladóttir ÍR og Sigríður Kjartansdóttir HSK, sem einnig stunda nám í Tuscaloosa, kepptu fyrir skóla sinn á móti í Knoxville í Tennessee. Þórdís sigraði í hástökki, en var þó vel frá sínu bezta, stökk 1,75 metra. Sigríður var einnig talsvert frá sínu bezta, hljóp 400 metra á 57,84 sekúndum. Ei r b i yi ■ '1 a ðl ir a 4 C [ [ 1 a fa s ai m 1- ia n d V ð al tvin IV í l 1 V n iev in iri la i“ - Landsliðshópurinn í knattspyrnu fer aö taka á sig mynd „ÉG ER að byrja að hafa samband við atvinnumcnnina erlendis vegna fyrirhugaðra landslcikja gegn Eng- landi á Laugardalsvellinum 2. júní og gegn Möltu í Evrópukeppninni ytra 5. júní. Suma þeirra hef ég náð i, en aðra ekki,“ sagði Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari 'l knatt- spyrnu, í samtali við Morgunblaðið í gær, en nú er farið að styttast veru- lega í landsleiki sumarsins. „Ég hef náð í Pétur Pétursson, Karl Þórðarson, Magnús Bergs, Janus Guðlaugsson og Atla Eð- valdsson. Pétur gat litlu svarað, mál hans eru óljós, en skýrast kannski á næstunni. Spurningar- merki hvílir yfir Janusi, þar sem hann á við meiðsli að stríða. Hann er á batavegi, en er ekki farinn að æfa eða leika á ný. Það skýrist næsta hálfa mánuðinn hvort hann Sigurvegararnir, f.v. Hákon Guðmundsson, Friðrik Ólafsson, Sigurður Sig- urðsson, Magnús Jónsson, Einar L. Þórisson og Hermann Magnússon. Magnús og Friðrik sigruðu á Hellu EITT af fyrstu opnu golfmótum „sumarsins" fór fram í vetrarveðri á Hellu um helgina. Þar var haldið mót í tilefni af 30 ára afmæli golfklúbbs Hellu. Þátttaka var góð og mesta furða hversu vel mönnum tókst upp í vctrarbálinu. Með forgjöf sigraði Magnús Jónsson GS á 66 höggum. Sigurður Sigurðsson GS varð annar á 68 höggum, eða jafn mörgum og Ein- ar L. Þórisson GR, en Sigurður vann í bráðabana. Fjórði var Hannes Eyvindsson GR á 70 högg- uin og fimmti félagi hans úr GR, Óskar Sæmundsson, á 71 höggi. Jón Haukur Guðlaugsson úr NK varð svo sjötti á 74 höggum. I keppni með forgjöf sigraði Friðrik Ólafsson GS á 75—16. Pálmi Samúelsson GK var annar á 83—23 og Jón Svan Sigurðsson varð þriðji á 85—23. Hokkýskautar urðu Islands meistarar í blaki öldunga HOKKÝSKAUTAR urðu um helgina íslandsmeistarar í karlaflokki öld- unga í blaki er íslandsmótið fór fram á Akureyri. Það var annað tveggja liða frá Skautafélagi Akur- eyrar sem kallaði sig þessu frumlega nafni en þess má geta að hitt var Hjólaskautar. Hokkýskautarnir tryggðu sér sigur á mótinu með sigri á HK í hörku skemmtilegum og tví- sýnum leik. Alls tóku átta lið þátt í karlaflokki á mótinu en i kvenna- flokki fjögur og þar sigraöi einnig lið frá Akureyri, Eik 1. föróttir Einokun TBR með ólíkindum A-LIi) TBR sigraði örugglega í deildarkeppninni í badminton sem háð var um síðustu helgi. Voru yf- irburðirnir miklir. Sigursveit fé- lagsins skipuðu þau Kristín Magn- úsdóttir, Kristín Berglind, Þor- steinn Páll Hamgsson, Ilaraldur Kornelíusson, Sigfús Ægir Árna- son, Broddi Kristjánsson og Þór- dís Edvald. Segja má að einokun TBR hafi aldrei verið meiri en nú. Fyrir keppnina átti félagið 3 af 6 liðum 1. deildar og um helgina gerðist það síðan, að D-lið félagsins sigraði í 2. deild og færist upp til hinna liðanna þriggja í 1. deild. Það var B-lið KR sem féll í 2. deild. TBR á því fjögur lið í 1. deild, fjögur af sex! getur verið með, en ef út í það fer er hann ekki bundinn- af félagi sínu um það leyti sem landsleik- irnir standa yfir. Karl og Magnús eru báðir tilbúnir í slaginn, það heldur ekkert í þá og það sama gildir að öllum líkindum einnig um Atla og félaga hans hjá Dúss- eldorf, Pétur Ormslev. Þó gætu þeir verið bundnir, þ.e.a.s. ef Dússeldorf hafnar í þriðja neðsta sætinu í deildinni. Þá þarf liðið að leika aukaleiki gegn þriðja efsta iiðinu í 2. deildinni um sætið í 1. deild. Þeir aukaleikir eru víst á dagskrá á óheppilegum tíma fyrir okkur." Jóhannes hélt áfram: „Ég mun ræða við Arnór Guðjohnsen, Lár- us Guðmundsson, Ásgeir Sigur- vinsson, Teit Þórðarson, Sævar Jónsson og Ragnar Margeirsson á næstu dögum, en þess má geta, að Lokeren og Waterschei, félög Arn- órs og Lárusar, hafa skrifað okkur og gefið vilyrði sín fyrir því að strákarnir fáist lausir." Þetta er stór hópur leikmanna sem Jóhannes hyggst ræða við, Mbl. spurði hann hvort landsliðið yrði í sumar eingöngu byggt upp á atvinnumönnunum. „Um það er ekkert hægt að segja, hér áður fyrr var málið að ná þeim heim, nú er málið að velja úr hópnum, því hann er orðinn svo stór. En ég hygg að það sé þýðingarmikið fyrir okkur að fá þá sem flesta í þessa vorleiki, því keppnistímabil- inu er að ljúka á meginlandinu um þessar mundir og þessir menn eru í toppæfingu, þar sem þeir sem heima leika eru það varla svo snemma sumars.“ — gg. 9 holu golfvöllur á Korpúlfsstaðatúni „ÞETTA er búið að vera í undir- búningi frá áramótum, en veru- legur skriður hefur ekki komist á málið fyrr en síðustu vikurnar. f síðusói viku samþykkti síðan borg- in að heimila okkur að koma upp 9 holu golfvelli á drjúgum hluta Korpúlfsstaðatúnsins. Gengið verður frá reglugerð um svæðið á næstunni og þegar vorar betur rnunum við h^fja þær framkvæmd- ir sem nauðsynlegar eru* sagði Guðmundur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykja- víkur í samtali við Mbl., en um nokkurt skeið hafa kylfingar notað túnið óspart. Guðmundur bætti við: „Landslag er ekki stórkostlegt þarna og völlurinn því ekki sam- bærilegur sem slíkur við Graf- arholtsvöllinn, en marflatt er þarna ekki og því eru ýmsir möguleikar. En þarna verður léttur og þægilegur völlur sem mun henta sérstaklega vel fyrir byrjendur og eins þá sem hafa nauman tima, en vilja klára 9 holur." — gg. Tíu mörk í Southampton TtU mörk voru skoruð í 1. deildar leik Southampton og Coventry í Southampton í gærkvöldi. Jafntefli, 5—5, eftir að Coventry hafði leitt 2—1 i hálflcik. Steve Whitton og Mark Hately skoruðu í fyrri hálfleik gegn marki Kevin Keegans. Keith Cassels jafnaði síðan fyrir South- ampton, en þeir Hately og Whitton komu Coventry þá í 4—3. Þrjú mörk á skömmum tima frá þeim Alan Ball, Keith Cassels og Kevin Keegan færðu Southampton forystuna, en Hately jafnaði síðan fyrir Coventry rétt fyrir leikslok. Úrslit leikja urðu sem hér segir: Birmingham — Arsenal 0-1 Brighton — Wolves 2-0 Everton — Leeds 1-0 Southampton — Coventry 5-5 West Ham — Sunderland 1-1 2.deild: Barnsley — Leicester 0-2 Bolton — Derby 3-2 Cambridge — Blackburn 1-0 Oldharn — Charlton 1-0 Rotherham — Sheffield W. 2—2 Shrewsbury — C. Palace 1—0 Watford — Wrexham 2—0 Mick Robinson og Mick Holli- field (sjm.) skoruðu mörk Bright- on og Graeme Sharpe sá um sigur- mark Everton gegn Leeds. Er staða Wolves og Leeds nú afar ljót. Sunderland spyrnti sér enn fjær fallsvæðinu með jafnteflinu gegn West Ham. Colin West skor- aði fyrir Sunderland, en Ray Stewart jafnaði úr víti. Chrys White skoraði sigurmark Arsenal gegn Birmingham. I 2. deild tryggði Watford sér sæti í 1. deild í fyrsta skiptið í sögu sinni með sigrinum gegn Wrexham. Ross Jenkins skoraði bæði mörkin. Leicester á enn möguleika eftir sigurinn gegn Barnsley. Peter Welsh og Gerry Lineker skoruðu mörkin, en Barnsley-leikmennirnir Ian Evans og Alan Birch voru báðir reknir af leikvelþ. Jón á 8:14 í fyrsta hlaupi „ÉG VONAÐIST eftir betri árangri, en þegar á motstað kom dvínuðu þær von- ir, því ekki var nema 5—6 stiga hiti og sterkur vindur. Það er svo skemmst frá því að segja að ég leiddi allt hlaupið, en þegar þrjú hundruð metrar voru í mark geystist skólafélagi minn fram úr mér og sigraði, þannig að ég hafnaði í öðru sæti,“ sagði Jón Diðriksson hlaupari úr UMSB í samtali við Morg- unblaðið. Jón hljóp sitt fyrsta brautar- hlaup um helgina, keppti í 3.000 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti í borginni Aalen við Stuttgart, og hljóp á 8:14 mínútum. Skólafélagi hans og lands- liðsmaður, Mark Nellesen, vann á 8:10 mínútum. Jón sigraði marga ágæta hlaupara í Aalen. „Æfingarnar ganga vel hjá mér og ég á von á að baúa mig í sumar. Mér fannst ég sterkur í hlaupinu og vonast til að ba'ta íslandsmetið við betri að- stæður," sagði Jón. Hann á nietið í 3.000 metra hlaupi og er það 8:09,2 mínútur, sett 1979 í \-Þvv.kalandi. Yfirburðir Framara EINN leikur var háður á Reykjavíl urmótinu í knattspyrnu í ga-rkvöld mættust þá Fram og Ármann. Vor yfirburðir Fram í lciknum miklir o vann liðið með sex mörkum geg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.