Morgunblaðið - 12.05.1982, Síða 1

Morgunblaðið - 12.05.1982, Síða 1
Miðvikudagur 12. maí |HoiiUmXiTn^ií> Bls. 49-80 Út í buskann i Bretlandi eftir Þorbjörn Guðmundsson Fyrri grein Leitum við Islendingar langt yfir skammt, þegar við fdrum utan? Vafalaust fæstir þeirra, sem sækjast eftir sólbökuðum ströndum. En hvað með hina, sem kjósa heldur að ferðast um og njóta þess, sem fyrir augu og eyru ber meðal erlendra þjóða? Eg var að velta þessu fyrir mér, þegar ég beið eftir flugferð heim á flugvellinum I Glasgow fyrir nokkrum dög- um, eftir átta daga ökuferð frá London norður England og um Hálönd Skotlands. Aukagreiðsla fyrir bað Þegar við vorum á ferð, gekk allt eftir, sem hér hefur verið sagt um gististaðina. Þó kom það fyrir á einum stað, áð fullbókað var á tveimur hótelum, sem hringt var til, en það kom ekki að sök, nóg var af öðrum gististöðum á svip- uðum slóðum. Og hvaða máli skipti það, þegar ferðin var út í buskann? Ekki veit ég þó, hvernig þessu er farið á aðalferðatímanum á sumrin, en við vorum fullvissuð um að mikið þyrfti á að ganga til þess að fólk fengi ekki inni á þén- anlegum stöðum. Með „voucher“-num er greitt fyrir gistingu í herbergi án baðs og morgunmat. Vilji menn fá herbergi með baði, verður að borga fyrir það sérstaklega, eitt pund íyrir manninn (2 pund fyrir hjón). Einnig þarf að borga auka- lega eitt pund fyrir eins manns herbergi. Sérstakir „voucher“-ar eru fyrir börn innan 14 ára aldurs og þá ætlast til að þau séu í her- bergi með fullorðnum. „Voucher“-arnir keyptir hér heima íslendingar, sem hafa hug á að nýta sér þessa ferðatilhögun, geta Dómkirkjan í Lincoln. urfum við ef til vill ekki lengra en til Bretlands til þess að höndla það, sem við sækjumst eftir? Breska ferða- málaráðið (The British Tourist Authority — BTA) er að minnsta kosti á þeirri skoðun. Það telur, að iandið hafi upp á svo ótal margt að bjóða, sem fer algerlega fram- hjá ferðamönnum, er aðeins drepa niður fæti í stórborgunum. Hefur nú verið komið á fót sérstakri ferðatilhögun með það fyrir aug- um að gera mönnum ferðir um landið eins þægilegar og auðveld- ar og kostur er, en þó án fyrirfram skipulagðrar áætlunar, sem ekki verður breytt út af. „Go as ^you please“, heitir það — eða „Ut í buskann". Er þá gert ráð fyrir, að tekinn sé á leigu bíll og hver og einn verði sinn eiginn herra hvað farartæki snertir. Hið eina, sem í raun þarf að ákveða í upphafi, er, hve lengi ferðin skuli standa, því áður en lagt er af stað er keypt sérstakt ávísanahefti, „AA-Travel Vouch- ers“, og ávísanir úr því notaðar til greiðslu á gistingu. Ávísanaheft- inu fylgir stórt kort af Bretlandi með lista yfir alla þá gististaði, sem tilheyra þessu prógrammi og til boða eru. Þeir eru sérstaklega merktir inn á kortið. Skipta þeir hundruðum og eru dreifðir vítt og breitt um allt land. Með þessi skilríki í höndum ertu orðinn „British Country Wanderer”. Meö lest frá flugvellinum Um mánaðamótin apríl-maí gafst okkur hjónum tækifæri til að ferðast um Bretland sam- kvæmt þessari tilhögun í boði BTA og Flugleiða. Mikið hefur verið látið af því, hve kerfi neðan- jarðarlestanna (Underground) í London sé pottþétt. Ákváðum við því að reyna á það og keyptum á Heathrow-flugvelli miða til Glouster-stöðvarinnar — en áður höfðum við fengið upplýst, að Penta-hótelið, þar sem okkur var ætluð gisting, væri steinsnar frá þeirri stöð. Gekk það allt sem í sögu og var þar að auki margfalt ódýrara og tók mun skemmri tíma en ef leigubíll hefði verið tekinn. Islensk hjón, sem við hittum í lestinni og voru hagvön í London, kváðust alltaf ferðast á þennan hátt frá flugvellinum inn í borg- ina. Færu þau út á þeirri stöð, sem næst væri hótelinu, sem þau gista á, en fengju sér gjarnan leigubíl þaðan til hótelsins, ef gangan þangað með farangurinn væri of löng. Gist utan stórborganna Fáir þeirra gististaða, sem „voucher“-arnir gilda á, eru í Demigert sveitaþorp í Yorkshire. stórborgunum. Langflestir þeirra eru í litlum þorpum eða smábæj- um, sem margir eru skammt utan borganna. Flest eru þetta einnar eða tveggja stjörnu hótel eða gistiheimili. Á öllum þeim stöðum, sem við gistum á, var áberandi hreinlæti og rúmin þægileg, svo ekki sé minnst á sérstaklega elskulegt viðmót. Þegar komið er á næturstað er ráðlegt að gera sér grein fyrir, hvert halda skuli næsta dag. Er sú ákvörðun hefur verið tekin, sér starfsfólk hótelsins um að hringja til þess staðar, sem valinn hefur verið til gistingar næstu nótt og pantar herbergi þar. Sé ekki ann- ars getið, er reiknað með að þang- að verði komið eigi síðar en kl. 6 síðdegis. Ef búist er við að menn verði síðar á ferð, er rétt að taka það strax fram. Þá er og rétt, ef óvæntar tafir verða, að láta vita af því á væntanlegum gististað. * Aætlun breytt Sú áætlun, sem gerð hefur verið fyrir næsta dag, er þó ekki óbreyt- anleg. Segjum t.d., að dvalið hafi verið lengur en ráð var fyrir gert á einhverjum áhugaverðum stað eða annað tafið för, þá eru möguleikar á að velja nýjan næturstað með því að hringja þangað og panta gistingu. Sama er og að segja, ef ferðin hefur gengið betur en búist var við og menn vilji nýta tímann og halda lengra. En ef breytt er um gististað er áríðandi að hringja til þess staðar, sem fyrst var ákveðinn og láta vita um breytta áætlun. „Það versta, sem fyrir kemur, er að bíða og bíða Iangt fram á kvöld eftir gestum, sem aldrei koma,“ sagði einn hót- elstjórinn. keypt „voucher“-ana hjá Flugleið- um eða ferðaskrifstofunum hér, sem einnig sjá um útvegun á bíla- leigubíl. Okkur taldist svo til, að kostnaður auk þess væri hæfilega áætlaður 25 pund á dag fyrir hjón. Inni í því er falinn góður kvöld- verður, snarl um miðjan dag, smá- hressing við og við og bensín á bílinn. Ástæðulaust er að fá sér mat- armikinn hádegisverð, þar sem breski morgunverðurinn er mjög undirstöðugóð máltíð. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að á milli kl. 12 og 2 á dag- inn fæst á langflestum „pub“-um, eða krám, í bæjum eða við veginn létt máltíð (bar-snack) á vægu verði. Víða er hægt að velja um ýmsa rétti og voru þeir undan- tekningarlaust hinir ljúffengustu, a.m.k. féllu þeir bragðlaukum mínum vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.