Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. MAÍ1982 i i^ -*.JL. $ ¦•v « Eftir akstur um þjóðvegina er notalegt að stansa i kri sem þessari og fá sér „bar-snack" eða bjórkrús. Ashcroft Hotel í York stendur i fögrum stað i útjaðri borgarinnar. Myndin gefur trúlega ekki til kynna hve blómleg þessi sveit er, þar sem hún skartadi fegursta vorskrúða. Hvert skyldi halda? En hvað hefur Bretland upp á að bjóða? Auðvitað hefi ég heyrt og lesið margt um landið og þjóð- ina — og vissi um ýmsa merka staði, en af fyrri persónulegum kynnum var Bretland aðeins London og Glasgow. Atti ég að setja upp menning- arsvip og heimsækja Oxford og Cambridge, eða gera mér upp óslökkvandi bókmenntaáhuga og aka til Stratford-upon-Avon, fæð- ingarbæjar skáldjöfursins Shake- speares? Nei, jafnvel þótt ég hefði haft gaman af að stæra mig af því við Helga vin minn Hálfdanarson. Atti ég að aka um Sherwood-skóg í Nottinghamshire, þar sem Hrói höttur, göfugasti stigamaður allra tíma, hafðist við? Átti ég að fara til baðstrandarinnar í Skegness? Ekki gáfulegt á þessum árstíma. En hvað með víkingaslóðirnar? Nei, til þess að njóta heimsóknar þangað hefði ég þurft að rifja upp söguna fyrst, og til þess var eng- inn tími með ekki meiri fyrirvara en ég hafði. Söfn? Jú, sjálfsagt var að láta þau ekki með öllu framhjá sér fara. Nóg er og um kastala og kirkjur með hundruð eða þúsunda ára sögu markaða í stein. Satt að segja eru kastalar svo fyrirferð- armiklir í ferðabæklingum, og ég komið í svo marga í ýmsum lönd- um, að áhuginn á þeim hefur dvín- að mjög. Sama er að segja um kirkjur. Þó stóðst ég ekki freist- inguna að skoða dómkirkjuna í Lincoln og Edinborgarkastala — og verð fúslega að viðurkenna að eftir hvorugri heimsókninni sá ég. Eftir nokkrar vangaveltur og samræður við fulltrúa frá BTA, lá raunar í loftinu hvernig ferðinni Fyrsta AA-hótelið, sem við gistum i (í I'ppingham), lítið en heimilislegt. Bak við múrinn er fallegur garður. yrði hagað. I megindráttum að aka um landið, sjá það sem fyrir augu bæri, stansa sem víðast og gefa sig á tal við fólkið. En þó víkja af leið til staða, sem álitið er að hefðu sérstakt aðdráttarafl. Ákveðið var að sneiða sem mest hjá stórborgunum, eða stansa þar sem minnst, kynnast frekar land- inu og lífinu utan þeirra. Af stað, burt... „Jæja, bíllinn ykkar stendur hér fyrir framan hótelíð, og nú getið þið ekið af stað," sagði BTA-full- trúinn. „Ég hef pantað fyrir ykkur gistingu í Uppingham fyrstu nótt- ina." „Svo best að við finnum leiðina út úr London," sagði ég, „og verð- um ekki að hringsóla um götur borgarinnar í allan dag." „Það er engin hætta á því," var sagt með blíðu brosi. „Þið akið hér út á Cromwell Road og síðan eftir götum merktum Al (M), og þá get- ið þið ekki villst." Eg var örlítið vantrúaður á þessa bjartsýni fyrst í stað, enda vissi ég ekki þá hve leiðin er vel merkt, né hve frábær „siglinga- fræðingur" konan mín reyndist. Við runnum síðan út úr London án fyrirhafnar. Vinnur vel á Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson John Watts: ONE MORE TWIST John Watts byrjaöi að spila á trommur meö strákahljómsveit þegar hann var 14 ára gamall Hún spilaöl aöallega í klúbbum og krám og þar sem hávaðinn í gest- unum yfirgnæfði ekki tónlistartil- raunir hans kom hann einn fram. Hann fór að heiman, stofnaði hljómsveitina „Fischer-Z" og árið 1978 gerði hljómsveitin samning við United Artists. „Fischer-Z" sendi frá sér þrjár plötur og slatta af litlum plötum, en engin varö vinsæl Aö lokum sprakk hún í júní 1981 og John Watts sneri heim. Hann var ekki fyrr kominn en hann hóf aö leita að mönnum til aö spila með og loks sættist hann á þá Dave Purdye bassaleikara og Der- ek Ballard trommuleikara. Meö þessum mönnum hélt hann nokkra tónleika en síöan var hald- ið inn í stúdíó og breiðskífan „One More Twist" hljóörituö. Ég átti ákaflega erfitt meö aö sætta mig viö þaö hvaö platan var hrikalega fráhrindandi þegar ég hlustaöi á hana fyrst. Aöeins eitt lag var þess viröi aö á þaö væri hlýtt, „One.Voice", en annaö var leiðinlegt. En eftir aö hafa hlustaö meira á hana komu fleiri lög til og þegar þetta er skrifaö er aöeins eitt lag sem virðist ætla aö veröa í meira lagi erfitt. Erfiðleikarnir eru sennilega vegna þess aö í flestum lögunum eru aöeins þrjú hljóöfæri auk söngsins. Jafnvel eru aöeins gítar og söngur í fyrrihluta lags en inn í endann koma svo bassi og trommur. Allur hljóöfæraleikur er góöur enda er annað ómögulegt þar sem ekki er hægt aö fela lé- legan hljóðfæraleik í tónlist sem þessari. Söngur Johns er nokkuö sérstakur og fellur vel aö lögunum þótt ekki sé hægt að segja meö góöri samvisku að hann sé góöur. Eini gallinn sem ég get fundiö eru textarnir, en þeir eru innihalds- laust bull sem hægt er aö leiða hjá sér. Bestu lögin á þessari plötu eru að öörum ólöstuöum: „One Voice", „I Know it Now", „Victims of Fashíon" og „Speaking a Differ- ent Language". FM/AM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.