Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. MAI1982 51 Nærmynd af sjónvarpsvélinni i flaggstönginni. Sjónvarpsmynda- vélar sovéska sendi- ráðsins í Garðastræti STARFSMENN sovéska sendiráðs- ins i Reykjavik hafa undanfarid unn- ið að því að setja upp sjónvarps- myndavélar á aðalbyggingu þess við Garðastræti 33 i Reykjavík. Er myndavélunum beint annars vegar úr flaggstöng á sendiráðs- byggingunni niður á gangstéttina við Garðastræti og hins vegar frá útidyrum hússins að þeim, sem þar kveðja dyra. Þá hefur vakið athygli, að spegilgler hefur verið sett í útidyrnar, þannig að sjá má þá, sem fyrir utan standa, án þess að þeir sjái inn. Ljósmyndara Morgunblaðsins, Kristján Kinarsson, bar að húsinu við Garðastræti fyrir skömmu, þegar starfsmaður sendiráðsins vann að því að setja upp mynda- vélina við útidyrnar. Sovéski sendiráðsmadurÍM aér IjimmjmÍMn MorgMMaosins. ... en er fljótur að fela sig i bak við sjónvarpsmyndavéliiia, aem hann var að koma fyrir. Hringurinn er um myndavélina í flaggstönginni — til vinstri er verið að setja upp sjónvarpsvélina við útidyrnar — takið eftir spegilglerinu í útidyr- um hússins. Formaður Sambands ísl. rafveitna á aðalfundi þess: Keyrt hefur um þverbak í verðlagn- ingu í tíð núverandi ríkisstjórnar AÐALFUNDUR Sambands ísl. raf- veitna hófst í Reykjavik á mánudag. Aðalsteinn Guðjohnsen formaður setti fundinn og gat hann þess að skipulagn- ing orkumála væri eitt brýnasta verk- efnið á næstunni, skortur á skipulagi hafi orðið til þess að ráöist hafi verið í gífurlega fjárfrekar framkvæmdir með oorum hætti en ella hefð) orðið. Þá ræddi Aðalsteinn Guðjohnsen um fjármál raforkufyrirtækja, sem hann sagði annars vegar snúast um fjárhagsstöðu raforkukerfisins og gífurlega lánabyrði og hins vegar af- skipti stjórnvalda af verðlagningu raforku. „í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur í raun keyrt um þverbak varð- andi raunhæfa verðlagningu á orku. Þar hafa lagst á eitt sjálfur forsæt- isráðherra landsins og viðskiptaráð- herra, m.a. í fjölmiðlum, til að rétt- læta aðgerðir ríkisstjórnarinnar," sagði formaður SIR m.a. í ávarpi sínu. Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra flutti einnig ávarp við setn- ingu aðalfundarins. Ræddi hann m.a. ákvarðanir í virkjunarmálum, náttúruvernd, Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkjun og um samfelldar virkjunarframkvæmdir á Suður- landi. „Landsvirkjun hefur óskaö eftir að lagaheimildar verði aflað fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar. Mun ráðuneytið fara yfir það mál á næstunni sem og aðrar áætlanir Landsvirkjunar sem tekið hafa mikl- um og sumpart nokkuð óvæntum breytingum að undanförnu. Á ég þar ekki aðeins við áhersluna á stækkun Búrfellsvirkjunar heldur einnig til- færslu í mati á afgangsorku yfir í forgangsorku, sem m.a. verður að líta á með tilliti til orkusölusamn- inga fyrirtækisins við járnblendi- verksmiðjuna og við álverið í Straumsvík. Kostnaður við orku- og aflaukandi aðgerðir á Þjórsársvæð- inu er nú talinn til muna meiri en var fyrir ári, þannig að umreiknað á orkueiningu virðist sem þær séu ámóta hagkvæmar og Blöndu- eða Fljótsdalsvirkjun, sagði iðnaðarráð- herra m.a. Þá flutti Jóhann Már Mariusson yfirverkfræðingur erindi um virkj- anamál og Guðmundur K. Steinbach yfirverkfræðingur ræddi þróun og markmið í gjaldskrárgerð. Það er eitthvað við þær. LAUGAVEGI 47 SIM117575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.