Morgunblaðið - 12.05.1982, Side 4

Morgunblaðið - 12.05.1982, Side 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1982 Birgir ísleifur um kísilmálm-málið: „Vinnubrögð óverj- andi með öllu“ Samstaða náðist á Alþingi um framhald könnunar og undirbúnings kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði, þó þannig, að málið var tekið úr höndum iðnaðarráðherra og falið sjö manna þingkjörinni stjórn. Birgir ísleifur Gunn- arsson (S) gerði í ítarlegu máli grein fyrir aödraganda málsins, sem erindi á til allra er kunna vilja skil á mála- vöxtum. Hér á eftir fer fyrri hluti ræðu Birgis ísleifs, en síðari hlutinn birtist í Mbl. síðar. Undirbúningur og málsmeðferð Á vegum iðnaðarráðuneytisins hefur starfað sérstök verkefnis- stjórn að undirbúningi þessa máls. Hún gekk frá lokaskýrslu sinni í mars sl. en iðnaðarráðuneytið samdi síðan frumvarp á grund- velli lokaskýrslu og mælti iðnað- arráðherra fyrir því í neðri deild þann 14. apríl sl. Alþingi hefur því aðeins haft mál þetta til meðferð- ar í rúmar tvær vikur, sem er allt of stuttur tími í svo veigamiklu máli. Það má benda á að iðnaðar- nefnd hafa verið að berast mikil- væg gögn í málinu allt fram á síð- asta dag. Slík vinnubrögð eru óverjandi með öllu. Einnig má benda á, að þingmenn stjórnar- andstöðu hafa ekki fengið nægileg tækifæri til að kynna sér mál þetta fyrr en það var lagt fram á Alþingi. Er það mjög ólíkt þeim vinnubrögðum, sem viðhöfð voru þegar frumvarp um Járnblendi- verksmiðjuna var lagt fram á Al- þingi á sínum tíma. Sérstök þing- mannanefnd, skipuð þingmönnum úr öllum flokkum, hafði unnið með fulltrúum ríkisstjórnar að undir- búningi þess máls í eitt og hálft ár áður en frumvarp var lagt fyrir þingið. Alþingi tók sér nokkra mánuði til að fjalla um málið áður en það var endanlega afgreitt. Málið kom síðan aftur fyrir Al- þingi, þegar breyting varð á sam- starfsaðila við íslenska ríkið í því félagi. Harðlega verður að átelja þá vanvirðu, sem iðnaðarráðherra hefur sýnt Alþingi í þessu máli og það tillitsleysi, sem hann og ríkis- stjórn hefur sýnt stjórnarand- stöðu í svo mikilvægu máli. Rannsóknir á lífrfki og umhverfi Um þennan þátt málsins fékk iðnaöarnefnd sameiginlega grein- Þingræða, fyrri hluti argerð frá Heilbrigðiseftirliti ríkisins og Náttúruverndarráði og að auki sérstaka umsögn frá Vinnueftirliti ríkisins. I umsögn heilbrigðiseftiriitsins segir m.a.: „Við val á staðsetningu verk- smiðja og iðjuvera er mikilvægt að fyrir liggi athuganir sem sýni að staðsetning sé forsvaranleg út frá mengunar- og heilbrigðissjón- armiði. Ennfremur er mikilvægt að fylgst sé með hugsanlegum mengunaráhrifum frá verk- smiðjurekstrinum eftir að starf- semi er hafin. Varðandi staðarval á Reyðarfirði fyrir kísilmálmverk- smiðju hafa ekki farið fram nauð- synlegar forrannsóknir til að ganga úr skugga um að staðsetn- ing hennar megi teljast forsvar- anleg. Ákvæði 2. málsgr. 10. gr. frumvarpsins um mengunarvarnir virðist því litlum tilgangi þjóna þar sem staðsetning verksmiðj- unnar hefur verið ákveðin án þess að áður hafi verið gengið úr skugga um að hún væri forsvar- anleg út frá mengunar- og heil- brigðissjónarmiði." Þá komu fulltrúar Náttúru- verndarráðs á fund i nefndinni til upplýsingagjafar. Á þeim fundi kom fram að nauðsynlegar grund- vallarrannsóknir hefðu ekki farið fram áður en verksmiðjunni var valinn staður. Nefndu þeir sér- staklega að ekki hefði farið fram athugun á því hvort um viðkvæm vistkerfi væri að ræða né heldur hefðu farið fram mælingar á veð- urfari og straumum. Lýstu þeir óánægju sinni með það að slíkar rannsóknir hefðu ekki farið fram. Sérstaklega var vitnað til greinar- gerðar Veðurstofu íslands, sem fylgdi með skýrslu Heilbrigðiseft- irlits ríkisins og Náttúruverndar- ráðs en þar er sérstaklega fjallað um aðstæður á Reyðarfirði. Þar kemur fram að ætla megi „að stöðugleiki lofts sé tiltölulega mikill á Reyðarfirði og hitahvörf alloft í lítilli hæð, en þá liggur eins og lok yfir firðinum og dreif- ing mengunarefna verður lítil, einkum þegar samfara er logn eða hægviðri". I þessari greinargerð er gerður samanburður við Grund- artanga að þessu leyti og segir um það í skýrslunni: „Eðlilegt er að gera nokkurn samanburð og styðjast við reynslu frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga þar sem mengunar- efni þar eru hin sömu og í fyrir- hugaðri kísiljárnverksmiðju. Ljóst er að Grundartangaverksmiðjan er á miklu opnara svæði. Þar er til muna vindasamara, logn miklu fátíðara og skilyrði til loftskipta og dreifingar mengunarefna öll betri.“ I skýrslu veðurstofunnar kemur og fram að kísilmálmverksmiðja gefi frá sér mun meira af SO2 (brennisteins-dioxid) heldur en kísiljárnverksmiðja eins og er á Grundartanga. Veðurstofan áætl- ar að heildarmagn af brenni- steins-dioxidi sé um 72% meira í kísilmálmverksmiðju á Reyðar- firði. Síðan segir um þetta orðrétt: „Þegar ofanritað er haft í huga sem og það sem áður var sagt um óhagstæðar aðstæður og tiltölu- lega litla dreifingu mengunarefna á Reyðarfirði virðist augljóst að mengun af brennisteinsígldi gæti orðið aivarlegt vandamál á verk- smiðjustaðnum sjálfum og næsta nágrenni hans. Er nauðsynlegt að taka tillit til þessa við hönnun verksmiðjunnar." Það verður að gagnrýna að slík- ar nauðsynlegar undirbúnings- rannsóknir skuli ekki hafa farið fram áður en verksmiðjunni var valinn staður og áður en lagt er til að endanleg ákvörðun um staðar- val sé tekin. Óhjákvæmilegt er í þessu sambandi að minna á mjög harðan áróður Alþýðubandalags- ins um mengunarhættu, þegar Járnblendiverksmiðjan var byggð. Það kemur því óneitanlega á óvart að undir forystu Alþýðubanda- lagsins skuli þessi mikilvægi þátt- ur hafa verið vanræktur svo sem raun ber vitni. I greinargerð Heilbrigðiseftir- lits ríkisins og Náttúverndarráðs kemur fram, „að ítarlegrar rann- sóknar sé þörf, meðan á uppbygg- ingu kísilmálmverksmiðjunnar stendur, er miði fyrst og fremst að því að fá gott yfirlit yfir núver- andi ástand lífríkis og umhverfis, svo unnt verði að greina áhrif þessarar verksmiðju og annars hugsanlegs verksmiðjurekstrar á svæðinu séu þau nokkur. Slíkar rannsóknir auka mjög líkur á því, að kleift verði að grípa til réttra gagnráðstafana beri eitthvað út af síðar meir.“ Greinargerðinni fylg- ir síðan verkáætlun og kostnaður yfir rannsóknir á lífríki og um- hverfi en heildarkostnaður rann- sókna er metinn á 4.585.000 krón- ur. Ekki virðist gert ráð fyrir þeim kostnaði í stofnkostnaðaráætlun verksmiðjunnar en þó er gert ráð fyrir því að verksmiðjan beri nauðsynlegan kostnað vegna rannsókna. Eignaraðild Samkvæmt 2. gr. frumvarpsins er ríkisstjórninni heimilt að kveðja aðra aðila sem áhuga hafa til samvinnu um stofnun eða Birgir ísleifur (íunnarsson starfsemi hlutafélags. Þó skal ekki minna en 51% af hlutafé félagsins jafnan vera í eigu ríkisins og stjórn þess skipuð fulltrúum ríkis- ins að meirihluta. Samkvæmt þessari grein, eins og frá henni er gengið í frumvarpinu, hefur ríkis- stjórnin það alveg á valdi sínu hvaða aðila hún kveður til sam- starfs í þessu hlutafélagi. í grein- argerð segir, að þar gæti meðal annars verið um að ræða sveitar- félög, innlend hlutafélög, sam- vinnufélög og aðra innlenda aðila. I ræðu, er iðnaðarráðherra hélt við fyrstu umræðu um frumvarpið sagði hann: „að það er ekkert sem í lagatextanum útilokar einhverja aðild erlendra aðila ef þeir vildu leggja hlutafé í þetta fyrirtæki". Samkvæmt þessu er ljóst að ríkis- stjórnin hefur mjög frjálsar hend- ur við að velja aðila til samstarfs í þessu hlutafélagi eða allt frá því að ríkissjóður eigi einn 100% fé- lagið í það að samið sé við erlenda aðila um 49% eignaraðild. Þá hef- ur ríkisstjórnin og fullkomlega frjálsar hendur um það, með hvaða kjörum samið verði við að- ila um samstarf í þessu hlutafé- lagi. Með þessu er ríkisstjórninni veitt óeðlileg heimild, sem Alþingi getur ekki látið afskiptalausa. Þess vegna flytjum við sérstaka breytingartillögu, sem takmarkar vald ríkisstjórnarinnar að þessu leyti. Rétt er að taka fram að það er skoðun okkar að alls ekki sé nauð- synlegt að ríkið eigi undir öllum kringumstæðum meirihluta í slíku félagi. Það er einnig skoðun okkar að hér sé um mjög mikið áhættu- fyrirtæki að ræða og því sé eðli- legt að dreifa þessari miklu áhættu með því a fá erlenda aðila til samstarfs um eignaraðild, að minnsta kosti fyrst um sinn. Öll fjármálaleg rök mæla með slíku fyrirkomulagi. Fjármögnun Um fjármögnunarþátt verk- smiðjunnar er ítarlega fjallað í þeirri umsögn sem iðnaðarnefnd barst frá Seðlabanka íslands. í upphafi kaflans um fjármögnun segir svo: „í skýrslu verkefnisstjórnar er mjög lítið fjallað um fjármögnun verksmiðjunnar. Virðist svo að þessi rpikilvægi þáttur málsins hafi nánast verið lagður til hlið- ar.“ í skýrslu Seðlabankans er síðan fjallað um það sem greinir í skýrslu verkefnisstjórnar um áætluð vaxtakjör og kemur fram að Seðlabankinn telur, „að for- sendur verkefnisstjórnar varðandi vaxtakjör á lánum til verksmiðj- unnar þurfi nánari athugunar við“. Telur Seðlabankinn að niður- staða varðandi áætlaða vexti skipti miklu máli vegna saman- burðar við afkastavexti verk- smiðjunnar eins og þeir hafa verið áætlaðir. Um áætlað rekstrarfjármagn segir svo í umsögn Seðlabankans: „Að því er varðar áætlun verk- efnisstjórnar um . rekstrarfjár- magn, er það skoðun Seðlabank- ans, að þrátt fyrir það að verkefn- isstjórn hafi ekki gert ráð fyrir neinum greiðslufresti á aðföngum þá sé hér um vanáætlun að ræða. Þessi skoðun kemur einnig fram í greinargerð ráðgjafafyrirtækis- ins RDG. Hversu mikið á vantar hafa ekki verið tök á að meta, enda mun það m.a. ráðast af * stærðum sem ekki eru þekktar, svo sem greiðslukjörum til um- boðsmanna og fleiru slíku. í ábendingum hér að ofan að því er varðar rekstrarkostnað hefur ver- ið nefnt, að í áætlunum er ekki gert ráð fyrir neinum verulegum sveiflum í verðlagi og sölu milli ára. Ef gera á raunhæft mat á stöðu fyrirtækisins verður að gera ráð fyrir því að meira fé í rekstr- arfjárformi þurfi til, öryggisins vegna, til að mæta slíkum sveifl- um, ef greiðslugeta fyrirtækisins á að vera tryggð. Nægir í því sam- bandi að benda á þá fjármagns- þörf sem nú er til umfjöllunar á Alþingi vegna hliðstæðra rekstr- arerfiðleika íslenska járblendifé- lagsins." I þessum kafla í skýrslum Seðlabankans er einnig rætt um veitingu ríkisábyrgða og sú skoð- un sett fram að æskilegast sé að komast hjá ríkisábyrgðum á fjár- festingarlánum til verksmiðjunn- ar í eins ríkum mæli og mögulegt sé. Æskilegt sé að takmarka hversu langt íslenska ríkið gangi í veitingu ábyrgða og í þessu tilviki sé um að ræða miklar ábyrgðir sem komi til viðbótar væntanleg- um lántökum ríkissjóðs vegna kaupa á hlutabréfum í fyrirtæk- inu. Fyrirfram ákvörðun um ríkis- ábyrgð á lántökum vegna fyrir- tækisins dragi úr því öryggi, sem fólgið sé í áhættumati einstakra lánastofnana á fjárfestingunni, því að með ríkisábyrgð að baki skipti áhætta í fyrirtæki miklu mun minna máli fyrir lánveitand- ann en ella. Því sé eðlilegt að gefa ekki fyrirheit um tiltekna ríkis- ábyrgð fyrr en eftir að alvarlegar viðræður hafa farið fram við hugsanlega lánveitendur. Seðla- bankinn telji æskilegt með tilliti LITMYNDIR SÁMDÆGURS! Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17. Verzlið hjá fagmanninum LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. L AUGAVEGI 1 76 REYKJAVIK SIMI 8581 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.