Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ1982 55 sætanýtingu þeirra að sumarlagi væri um 90%. Ólafur sagði að þeir á Hvolsvelli teldu að Rangárvallasýsla ætti mikla möguleika sem ferðamanna- svæði ef rétt væri á málum haldið, en við ýmsa erfiðleika væri að glíma og væru Hvolsvöllur og Hella þar á sama báti. Þá vék Ólafur nokkuð að nýtingu ágæts hótels á Hvolsvelli og kvað það ekki hafa náð 50% nýtingu á háannatímanum. Vék Ólafur einnig að erfiðleikum við uppbyggingu ferðamannaþjónustu og kvað lán Ferðamálasjóðs ákaflega dýr og því mjög erfið til að byggja upp á þess- um vettvangi. Þá benti Ólafur á góð- an golfvöll sem væri staðsettur mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Lækkað verð eftir háannatímann Einar Kristinsson, Hellu, taldi margt skylt með Hellu og Hvolsvelli vegna nálægðar þessara staða og því eðlilegt að samstarf milli þeirra væri náið. Einar kvað samvinnu þeirra aðila á Hellu er störfuðu að ferðamálum mjög góða. Tilraun hefur verið gerð til þess að lengja ferðamannatímann með því að lækka verð á þjónustu fyrir og eftir háannatimann. Þetta hefur gefizt vel og verður haldið áfram. Einar taldi tímabært að þeir aðilar er störfuðu að skipulagi ferðamála á íslandi viðurkenndu sérstöðu Suð- urlands með tilliti til þess hve snjó- létt það er. Einar lagði fram kynn- ingarbækling um Hellu, og fjallaði nokkuð um hann, en þar eru alhliða upplýsingar fyrir ferðamenn um gistiaðstöðu, veitingaþjónustu, hestaleigu, bílferðir Austurleiðar til og frá staðnum, ráðstefnuhús og fleira. Sívaxandi ferðamanna- straumur til Vestmannaeyja Bragi Ólafsson frá Vestmanna- eyjum rakti ítarlega þróun ferða- mála í Vestmannaeyjum, rakti hann m.a. sögu sjó- og flugferða milli lands og Eyja, en hann kvað ferða- mannastraum til Vestmannaeyja byggjast fyrst og fremst á góðum samgöngum, góðri gistiaðstöðu vegna einangrunar, góðum veit- ingastöðum og vel skipulagðri þjón- ustu við ferðamenn, því Vestmanna- eyjar hefðu upp á svo æði margt sérstætt að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum. Bragi fjallaði um upphaf fastra ferða milli Eyja og Stokkseyrar um 1940, allt til ársins 1955 er Þor- lákshöfn varð fyrir valinu. Sigurjón í Skógum var í þessum ferðum í 14 sumur og kvaðst hafa farið 730 ferð- ir á milli lands og Eyja með um 23 þús. farþega. Þá kvað Bragi daglegar ferðir milli lands og Eyja með nýja Herj- ólfi hafa brotið blað í samgöngum við Vestmannaeyjar, en árlega hafa síðan skipið hóf siglingar nýsmíðað ferðazt með því 34—48 þúsund far- þegar árlega og hefur farþegum far- ið sífjölgandi. Þá kvað Bragi ýmsa möguleika hafa opnazt með þessum daglegu ferðum Herjólfs, m.a. fyrir hópa skólafólks víðs vegar af land- inu sem flykktust til Eyja. Flugsamgöngur við Eyjar hafa einnig farið vaxandi undanfarin ár og hafa ámóta margir farþegar ferðazt flugleiðis til Eyja með Flugleiðum og Eyjaflugi sem flytur hluta af flugfarþegum, en undanfar- in ár hefur farþegum með Herjólfi fjölgað en heldur fækkað með flugi, enda ferðatíðni oft komin undir veðri. Kvað Bragi Eyjaflug Bjarna Jónssonar vera mikla samgöngubót fyrir byggðarlögin á Suðurlandi með flugi hans á Skógasand, Hellu, Bakka og til Selfoss. Bragi fjallaði um gistiaðstöðuna í Eyjum, á hótelinu, í Heimi hjá Páli Helgasyni, hjá Rafni Pálssyni í Herragarðinum, t Skútanum hjá Herði Adolfssyni og einnig væri gistiaðstaða hjá einkaaðilum úti í bæ. Matsölu kvað Bragi vera á tveimur stöðum aðallega, hjá Skút- anum og Gestgjafanum sem gætu tekið á móti stórum hópum i mat. Þá nefndi Bragi nokkra þætti af þeim fjölmörgu í Vestmannaeyjum sem laða að ferðamenn, margbreyti- lega náttúrufegurð sem hvergi ætti sinn líka, fjölmarga sögustaði úr ör- lagaþáttum íslandssögunnar, en hann kvað ferðamannastraum til Vestmannaeyja hafa stóraukizt eft- ir eldgosið 1973 og nefndi sem dæmi að árið 1972 hafi 500 erlendir ferða- menn komið til Eyja en síðan 15—20 þúsund á ári, flestallir i dagsferðir þótt hæglega mætti bjóða upp á nokkurra daga fjölbreytta dvöl, með skoðunarferðum á sjó og landi, stangveiði og fleiru og fleiru. Nefndi hann sjávarhellaferðir Óla Gránz og Hjálmars Guðnasonar á bát þeirra, Bravó, sem um leið væri fuglaskoð- unarferð og söguferð, sem væri feiki vinsæl. Þá nefndi hann Náttúru- gripasafnið með lifandi fiskum und- ir stjórn Friðriks Jessonar og Magneu konu hans og byggðasafnið. Bragi kvað ferðamenn róma íþrótta- hús Eyjamanna, sundlaug og aðra aðstöðu þar, golfvöllur væri í Herj- ólfsdal og stutt væri að bregða sér í fjallgöngur svo eitthvað væri nefnt. Þá taldi Bragi nauðsynlegt að stofna til sameiginlegrar ferða- mannaþjónustu í Eyjum til þess að samræma móttöku og þjónustu við ferðamenn. í snertingu við sköpunarverkið Páll Helgason frá Vestmannaeyj- um sendi erindi sitt á ráðstefnuna þar sem hann komst ekki á staðinn, en Árni Johnsen flutti mál Páls. í erindi sínu lagði Páll áherzlu á það að náttúra Eyjanna, fuglalíf, jarð- fræði og aðrir þættir, væri þannig ofin að fátítt væri að menn kæmust í jafn nána snertingu við sköpunar- verkið, án þess að þurfa að fara langar leiðir. Páll kvað Vestmannaeyjar hafa fyrst komizt í ríkum mæli á blað sem ferðamannastaður í eldgosinu 1973, en hann kvað það höfuðvanda- mál þeirra sem veita ferðamönnum þjónustu í Eyjum að staðurinn væri í rauninni endastöð, farþegar kæmu ýmist með flugi eða skipi, og stæðu stutt við flestir sem kæmu flugleið- is, en Herjólfsfarþegar gistu fremur einhverja daga. Þá vék Páll að erfið- leikum með áætlunarflug vegna veð- urs og benti á að oft væri ófært til flugs vegna golu af suðaustri, en þá vilja skapast misvindar af öxl Sæ- fells. Oft væri erfitt að útskýra þetta fyrir fólki þegar enginn fyndi neitt að veðri, og á hinn bóginn héldu margir að Eyjar væru eitt veðravíti vegna þessara sérstæðu aðstæðna. Þá kvað Páll það kosta ívið meira að fljúga báðar leiðir til Eyja en að fara með áætlunarbíl frá Reykjavík til Þorlákshafnar og til baka, báðar leiðir með Herjólfi og gisting eina nótt í Eyjum ásamt morgunverði. Páll vék að skoðunar- ferðum þeim sem hann býður upp á um Heimaey, þar sem m.a. eru skoð- uð ummerki eftir eldsumbrotin, uppbygging, náttúruspilið og fleira og einnig vék hann að fjölmörgum þáttum sem ferðamenn sækja mikið Séra llcimir Steinsson Grein og myndir: ÁRNI JOHNSEN i Eyjum. Páll kvað það mikilvægt fyrir ferðaþjónustu í Eyjum að unnt væri að lengja ferðamannatimabilið og hefði nokkur þróun verið í þá átt með svokölluðum pakkaferðum. Um þá sögufrægu staði, Skálholt og Þingvöll Séra Heimir Steinsson fjallaði um ferðamál á Skálholtsstað og Þing- völlum. Hann kvað nægan ferða- mannastraum um Skálholt, en hins vegar kvað hann þurfa ýmsar úr- bætur varðandi móttöku ferða- manna. Nefndi hann skort á bifreiðastæðum, ranga staðsetningu heimreiðar og hættulega blindhæð kvað hann vera á Skálholtsstað miðjum. Kvað séra Heimir til upp- drátt að heildarskipulagi fyrir svæðið eftir Reyni Vilhjálmsson arkitekt, en það hefði ekki verið út- fært í framkvæmd. Táldi séra Heimir eðlilegast að gestir í Skál- holti gengju spölinn í hlað, en bílum væri vísað til „sætis" utan við stað- arhlað nema í undantekningum. Þá taldi séra Heimir mikilvægt að torgið fyrir framan Skálholtskirkju yrði lagt varanlegu slitlagi, „og verði gestir þannig leystir undan þeirri kárínu að vaða í drullupollum eða baða sig í ryki eftir því sem kaupin gerast á eyri höfuðskepn- anna frá degi til dags“. Þá nefndi ræðumaður ýmis atriði, svo sem hugmyndir um uppsetningu merki- steina, smíði likana af Skálholtsstað á ýmsum öldum en sérstaklega kvað séra Heimir brýnt að bæta úr varð- andi leiðsögn um staðinn og snyrti- aðstöðu. Kvað séra Heimir augljóst að fjölga þyrfti starfsliði vegna ferðamannaþjónustu í Skálholti. Séra Heimir kvað matseld þá sem staðarráðsmaður í Skálholti stæði fyrir í Skálholtsskóla yfir sumar- mánuðina hafa mælzt vel fyrir iðu- lega að vonum, en hins vegar væri æskilegt að halda úti veitingasölu frá degi til dags. Séra Heimir kvaðst ekki ætla að fjalla um hið fjölmarga sem frægði Skálholtsstað, því þar kreppti ekki að, kvaðst hann fyrir hvern mun vilja reyna að blása sam- an því liði, sem tiltækt væri til bar- áttu fyrir eflingu ferðamannamót- töku á Skálholtsstað, því nær allt sem hann hefði vikið að kostaði pen- inga í framkvæmd og í sumum til- vikum miklar fjárupphæðir. Skál- holtsstaður væri hins vegar í þvílíku fjársvelti að undrum sætti, að skól- anum undanskildum þótt þar vanti einnig á. Kvað séra Heimir Skálholt snaran þátt i ásjónu íslands sem blasti við bæði erlendum gestum og heimamönnum sem flykkjast um hlöð og því gæti það varla talizt vanzalaust að svo margt skorti á í umönnun þess fólks. Kvaðst séra Heimir nú víkja að Þingvöllum, en þangað lægi leið hans til starfa um þessar mundir, en við starfi hans sem Skálholtsrektor tekur séra Gylfi Jónsson. Fjallaði séra Heimir um þá hefð sem væri í ferðamannastraumi um Þingvöll og þyrfti þar að taka tillit til margra þátta, þar réði mestu stórbrotin náttúrufegurð sem verið væri að selja ferðamönnum, ásamt sögu og helgi, eigi minni en í Skál- holti, en allt um það fyrst og fremst óbrotgjörn meistaraverk hins hæsta höfuðsmiðs, sem ekki þarf að betr- umbæta. Benti séra Heimir á nokk- ur atriði sem menn þyrftu að hafa í huga í sambandi við ferðamanna- straum til Þingvalla, náttúruvernd- arsjónarmið, hugmyndir um aukna þjónustu við ferðamenn á Leirum, en slíkt þætti álitlegt, uppbyggingu Þingvallasafns til glöggvunar ferða- mönnum, hugsanlega í sérstökum skála þar sem m.a. yrði um mynd- bönd og litskyggnur að ræða. Þá kvað hann það þróun í rétta átt að á sumri komanda stæði til að auka varanlegt slitlag á vegum innan þjóðgarðsins. Séra Heimir vék máli sínu að starfsemi Valhallar og kvað þar rúmast allt að 500 gesti við matborð og 75 rúm væru fyrir næturgesti, en fjöldi gesta næmi tugum þúsunda á ári. Kvað séra Heimir flest gott um þá þjónustu, en ugglaust mætti sí- fellt bæta í víðara samhengi. Sex af fulltrúum Vestmanneyinga komu flugleiðis frá Eyjum í vél Bjarna Jónassonar og það er auðséð að það er gott veður hjá Eyjamönnunum. Frá vinstri: Ólafur Gránz, útvegsbóndi á siglingabátnum Bravó, Kristmann Karlsson frá Ferðamálaráði Vestmannaeyja, Bjarni Jónasson, flugmaður og forstjóri Eyjaflugs, Bragi Ólafsson, umdæmisstjóri Flugleiða í Eyjum, Tryggvi Jónasson, stjórnarformaður Herjólfs, og Olafur Runólfsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Ráðstefnugestum var boðið upp á kræsingar á glæsilegu veizluborði í kaffi- hléi, en það voru bakarí á Suðurlandi og veitingastaðir sem lögðu til meðlæt- ið, allt frá Hveragerði og út í Eyjar. Voru þar glæsitertur miklar af sætu brauði og ósætu og höfðu menn á orði að annað eins úrval hefði ekki sézt fyrr af öllu Suðurlandi. Það voru Bakarí KÁ á Selfossi, Hverahakaríið í llveragcrði, Grillskálinn á Hellu, Hellubakarí, Guðnabakarí á Selfossi, Magnúsarbakarí í Eyjum og veitingastaðurinn Skútinn í Vestmannaeyjum sem mótuðu bakkelsið. Á myndinni sjást nokkrir ráðstefnumanna vera að hlaða diska sína í páskahrotustil eins og vera bar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.