Morgunblaðið - 12.05.1982, Side 8

Morgunblaðið - 12.05.1982, Side 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ1982 Verksmiðjur og svepparœkt Opinber forsjá og einstaklingsframtak Eftir Björn Friófinnsson í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins sj. sunnudag er vikið af skrifum, sem birzt hafa í blaðinu um steinullarverksmiðju, sykur- verksmiðju og svepparækt. Ég hef áður ritað hér um hag- kvæmni verksmiðjanna, en ég sting niður penna nú til þess að vekja athygli á því að ekki er hægt að setja þetta þrennt á sama bás. Á ráðagerðum um steinullarverk- smiðju og sykurverksmiðju ann- ars vegar og svepparækt hins veg- ar er nefnilega grundvallarmis- munur. Skrifborðsiðnþróun I fyrra tilvikinu er um dæmi- gerða skrifborðsiðnþróun að ræða. Samdar eru þykkar skýrslur, af sérfræðingum sem hagsmuni hafa af því að selja vit sitt og vinnu. Eftir því sem skýrslurnar verða þykkari og dýrari eykst þrýsting- urinn um framkvæmdir. Ráða- menn endurtaka setninguna, sem svo oft hefur verið höfð um Kröfluvirkjun: „Það er búið að eyða svo miklu í þetta, að við get- um ekki hætt við það.“ Verksmiðjureksturinn kostar mikla fjárfestingu og hefur í för með sér verulega áhættu. Því er leitað eftir þvingaðri þátttöku skattgreiðenda og frumkvöðlarnir beinlínis nýta sér hinar neikvæðu hliðar svokallaðrar „byggða- stefnu" málstað sínum til fram- dráttar. Þannig fá allir aðstand- endur aðrir en ríkið greitt fyrr sína fyrirhöfn, en skellurinn lend- ir á ríkinu, ef illa fer. Víti til varnaðar Þetta leiðir hugarin að efna- hagsvanda Pólverja. I skrifum er- iendra blaða um yfirstandandi vandamál Pólverja hefur talsvert verið minnst á afleiðingar „skrif- borðsiðnþróunar" í Póllandi. Þar var ráðizt í byggingu ýmissa verk- smiðja og tekin til þess erlend lán. Arðsemi fjárfestingarinnar reyndist síðan lítil eða engin og þegar lánagreiðslurnar lentu á ríkiskassanum fyrirfannst ekki erlendur gjaldeyrir til þess að hægt væri að standa í skilum. Sem dæmi um slíkar verksmiðj- ur má nefna, að Pólverjar hafa unnið að smíði pappírsverksmiðju við borgina Kwidzyn síðan árið 1973. Verksmiðjan átti að taka til starfa árið 1978, en hefur enn ekki hafið framleiðslu. Hún hefur kost- ar til þessa jafnvirði 1,1 milljarða dollara. í borginni Piaseczno var byggð verksmiðja til þess að fram- leiða myndlampa fyrir litsjónvörp og kostaði hún 224 milljónir doll- ara með öllum búnaði. Sölustarf- semi verksmiðjunnar fór hins veg- ar í vaskinn og nýting fram- leiðslugetunnar var um 6%, áður en verkföll og ókyrrð hófust í Pól- landi. Tap verksmiðjunnar á árinu 1980 nam jafnvirði 19 milljóna dollara eða 197 milljóna króna. Ég læt þessi tvö dæmi nægja, en hér á landi er nú sem kunnugt er einnig unnið að skýrslugerð um pappírsverksmiðju. Hins vegar hef ég ekki heyrt um áform varð- andi sjónvarpslampagerð ennþá. í Póllandi hætta menn ekki takmörkuðu eigin fé til atvinnu- rekstrar nema í smáum stíl. Ríkið hefur tekið þann kaleik frá þeim. Menn geta því sameinast í því að vera óhamingjusamir launþegar hins opinbera meðan framtak til nýsköpunar í atvinnulífinu er lát- ið í hendur flokksleiðtoga og augnaþjóna þeirra. Til þess eru vítin að varast þau. Einstaklingar og fyrirtæki hætta ekki eigin fé í atvinnurekst- ur nema að vel yfirveguðu ráði. Þeir líta til arðsemi og áhættu fjárfestingarinnar, lífsviðurværis fyrir sig og sína nánustu, um- hverfi atvinnurekstrarins o.sv.frv. Við það að dreifa ákvörðunarvald- inu um fjárfestingar minnkar áhætta þjóðarheildarinnar af því að misheppnaðar fjárfestingar- ákvarðanir skerði lífskjör alls al- mennings í framtíðinni. Áhættan eykst hins vegar stórlega, þegar fjármagn frá skattgreiðendum er ráðstafað beint til einstakra verk- smiðjudrauma eins og nú er að gerast á Alþingi. Svepparæktin og önnur ylrækt Þá kem ég að svepparæktinni. I þeirri skýrslu, sem vitnað er til í Reykjavíkurbréfinu, er ekki verið að skipuleggja svepparækt fyrir einn eða neinn og ekki er verið að panta fjármagn úr opinberum sjóðum. Hins vegar eru teknar saman ýmsar almennar upplýs- ingar um svepparækt fyrir þá sem áhuga kynnu að fá á þessari teg- und ylræktar. Ég tel beinlínis lofsvert, þegar starfsmenn opinberra rannsókn- arstofnana hafa framtak til þess að vekja athygli athafnasamra manna á raunhæfum möguleikum til áframhaldandi atvinnusköpun- ar í landinu. Fjárfestingarákvörð- un er hér ekki í höndum hins opinbera og hver sá, sem vill hefja svepparækt verður að meta sjálf- ur þær upplýsingar sem fyrir liggja, þ.á m. í umræddri skýrslu og í grein Bjarna Helgasonar, sem birtist í Morgunblaðinu 17. apríl sl. Af grein Bjarna má ráða, að 'nýir aðilar hyggist nú hefja rækt- un, sem hann varð brautryðjandi í fyrir tveimur áratugum. Dregur hann í efa þá niðurstöðu skýrsl- unnar, að sveppaneyzla íslendinga geti orðið jafnmikil og meðal- talsneyzla með 15 þjóðum, en það myndi leiða til þess að íslendingar Vandamálin verður að leysa í réttri röð Eftir Margréti Tómasdóttur hjúkr- unarfræöing Dagblaðsbunki, sem færir frétt- ir að heiman, er alltaf kærkominn þegar dvalist er langdvölum er- lendis. I síðasta „bunka“ bar mest á listum stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnakosningarnar í vor. Heilmikið var um menningarlífið og ekki var veðrið nógu gott alls staðar á landinu. Svo í einstaka blaði mátti rekast á hjúkrunar- fræðinga á sjúkrahúsum borgar- innar vera að kvarta um of mikið vinnuálag, hjúkrunarfræðinga- skort og lág laun. Þeir gerast svo bíræfnir að hóta uppsögnum ef ástandið batni ekki. Þetta hjúkr- unarfræðinga-„væl“ er ástæðan fyrir því að ég sest niður og skrifa þessar línur. Það er ekki ný bóla að hjúkrun- arfræðingar séu óánægðir með sín kjör. En undirtektir viðsemjenda okkar, þ.e. vinnuveitenda, hafa ekki verið okkur að skapi. Jafnvel fólk úti í bæ, almenningur, hefur ekki verið okkur hliðhollur þegar við höfum reifað mál okkar. Hvers vegna má það vera? Getur verið að fólk skilji ekki um hvað við erum að tala þegar við segjum „of mikið vinnuálag og . hjúkrunarfræð- ingaskortur"? Getur verið að fólk almennt viti ekki nóg um störf okkar? Aðstandendur sjúklinga koma á heimsóknartímum að heimsækja sína nánustu. Þá sitja hjúkrunarfræðingar niðursokknir við skriftir. Auðvitað dregur heimsóknargesturinn þá ályktun að „þær sitji bara allan daginn og skrifi", þó þetta sé oftast eini tím- inn sem gefst fyrir okkar skýrslu- gerðir (sem ég þarf ekki að taka fram að nauðsynlegt er að séu framkvæmdar). Hvað getur alltaf verið svona mikið að gera á sjúkrahúsunum? Nú rétt sem snöggvast, lesandi góður, skalt þú setja þig í spor persónu sem liggur algjörlega hjálparvana í sínu sjúkrahúsrúmi. Spurðu síðan sjálfan þig: Hvað þarf að gera fyrir mig svo ég haldi lífi, og hvað vil ég að gert sé fyrir mig til að mér líði sem best? Jú, það þarf að sjá um að þú fáir nær- ingu í einhverju formi, hjálpa þér að losna við úrgangsefni líkamans, hreyfa þig og þrífa. Þar við getur bæst ýmiss konar meðhöndlun sem þú þarfnast vegna þíns sjúk- dóms. Allt þetta þarf hjúkrunar- fræðingur að hafa í huga, setja inn í sína hjúkrunaráætlun og framfylgja síðan þeirri hjúkrun- aráætlun. Það getur — og er í mörgum tilfellum tímafrek vinna að veita þér þá þjónustu (hjúkrun, meðhöndlun) sem nútíminn getur boðið upp á. Þegar þú ert búinn að gera þér nokkurn veginn grein fyrir hvaða tíma það tekur að hjúkra þér, ósjálfbjarga sjúklingnum, ætlá ég að segja þér hvað við höfum marga sjúklinga og hversu margt starfsfólk við höfum að jafnaði á hverri deild. Þar sem ég þekki best til (á Landspítalanum) er sjúkl- ingafjöldi að jafnaði 21—25 á hverri deild. Þar af eru 5—7 sem þurfa alla aðstoð, um 10 sem þurfa aðstoð (geta að einhverju leyti bjargað sér sjálfir) og 8 sem eru að mestu sjálfbjarga. Þetta er „meðalvinnuálag" á sjúkradeild. Hvað höfum við marga hjúkrun- Margrét Tómasdóttir „Ráðamenn verða að skilja að vandamálin hafa vafist upp í eftirfarandi röð: Fyrst eru lág laun, sem leiða til of fárra hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum og síðast til of mikils álags á þá, sem eru þó enn fyrir í vinnu. Það verður aö leysa vandamálin í sömu röð og þau hafa hrannast upp.“ arfræðinga til að sinna þessum fjölda sjúklinga? Það þykir „lúx- us“ að hafa 3 hjúkrunarfræðinga á morgunvakt (7.30 til 15.30) ásamt 4—5 sjúkraliðum eða hjúkrunar- nemum. Á kvöldvakt (15.30— 23.30) er 1 hjúkrunarfræðingur auk 2 sjúkraliða eða hjúkrunar- nema, og á næturvaktinni er 1 hjúkrunarfræðingur með 1 aðstoð- armanneskju. Þessi tala hjúkrun- arfólks er algjört lágmark og þannig hafa flestar deildir verið reknar undanfarin ár. Hvernig haldið þið að álagið sé þá á þeim sem vinna á deildinni, ef vantar einn, tvo eða jafnvel þrjá hjúkrun- arfræðinga og aðstoðarfólk kannski að auki. Já, ég veit að það er erfitt að gera sér þetta í hugarlund fyrir fólk sem ekki er kunnugt hlutun- um. Það eitt út af fyrir sig, að hjúkra verði sjúku fólki 24 tíma sólarhringsins 7 daga vikunnar, er óskiljanlegur hlutur fyrir fólk sem þekkir ekki annað en vinnu frá 9 til 5. í flestum þeim störfum, ef ekki öllum, er hægt að fresta vandamálum og verkefnum fram á næsta dag. Ekkert þvílíkt er til innan hjúkrunar og meðhöndlun- ar veiks fólks. Sjúklingur sem þarfnast hjálp- ar bíður ekki í 5—6 tíma eftir hjálp án þess að hljóta varanlegan skaða af. Við getum ekki beðið sjúkling sem verður skyndilega veikur um vinsamlegast að fresta sínum veikindum til morguns. I þessum tilfellum er ekki spurt hversu marga sjúklinga hjúkrun- Útgerð í Þykkvabænum hV KKBÆINÍiAR hala hafið útgerð nú aftur eftir 27 ára hlé, en síðast var róið úr l»ykkvabænum á árinu 1955. Til að sækja sjóinn notuðu menn sérstakan hjólabát, sem bæði getur ferðazt á láði lejfi. Er hjólabátnum ekið í j;ej;num brimið í I»ykkva- bænum og um leið og hann botnar, fara hjólin að snúast og hann ekur beint upp í fjör- una. í blaðinu Suðra, sem gefið er út á Hvolsvelli, er skýrt frá róð- ri á Larkinum, eins og þessi sér- kennilegi hjólabátur er jafnan kallaður þar eystra. Þegar tíð- indamenn Suðra voru á staðn- um og báturinn var að lenda, var mikill fjöldi fólks saman kominn í fjörunni, sem sýnir mikinn áhuga fólks á þessari útgerð. í Suðra er frá því skýrt, að hugmyndina að því að fá þenn- an hjólabát og hefja útgerð í Þykkvabæ, hafi þeir Magnús Larkurinn í lendingunni — Aflinn var 600 til 700 kíló. Ljó.sm. Olafur Slolzenwald.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.