Morgunblaðið - 12.05.1982, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.05.1982, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1982 59 svo með leyfi hv. forseta: „Fljóts- dalsvirkjun og síðar Sultartanga- virkjun verði næstu meiriháttar vatnsaflsvirkjanir á eftir Blöndu- virkjun. Eftir því sem orkuþörf gefur tilefni til, skarist annars vegar Blönduvirkjun og Fljóts- dalsvirkjun og hins vegar Fljóts- dalsvirkjun og Sultartangavirkj- un.“ Hv. alþingismenn geta séð í sjónhendingu hversu átaksillt mál þetta var í atvinnumálanefnd, þegar ég nú upplýsi að ekki náðist samkomulag um að nema í brott „skörunina", þetta ómál iðnaðar- ráðuneytisins. Skildir skarast. Borð skarast í skarsúð og súðbyrð- ingi. Menn skara framúr, þótt það eigi ekki við iðnaðarráðuneytið sérstaklega. En það er ekki talað um skörun á fram úr skarandi manni, og þeim sem minna má sín. Meira að segja athöfnin að skara í eldinn með skörung var aldrei nefnd skörun, það hefði þó legið beint við, ef þetta orð hefði á ann- að borð verið til í málinu, sem ekki var, enda nauðaljótt. I 2. lið eru tekin af öll tvímæli um að Fljótsdalsvirkjun verði næsta meiriháttar vatnsaflsvirkj- un á eftir Blönduvirkjun, og að einhverju leyti samhliða henni, en það er það sem átt er við með þessari dæmalausu skörun. Enn- fremur er tekið fram, að Sultar- tangavirkjun, sem verði hin þriðja í röðinni, geti að einhverju leyti orðið samhliða Fljótsdalsvirkjun ef þörf raforkukerfisins krefur. En dapurlegt er til þess að hugsa, að Fljótsdalsvirkjun verður aldrei að veruleika ef stefna hv. ríkisstjórnar í stóriðjumálum verður ofan á um ókomin ár. Né heldur Sultartangavirkjun. Og hross Húnvetninga fá í friði að rótnaga öll upprekstrarlönd Auð- kúluheiðar um aldir alda. Iönver í öllum landshlutum Atvinnumálanefnd leggur á hinn bóginn til að vegna Fljóts- dalsvirkjunar fari rannsóknir á sölu orku til orkufreks iðnaðar fram jafnhliða virkjun, af því sem þeir hafa trú á framtíð íslenzks stóriðnaðar og vilja vinna að framgangi hans. Og sömu sögu er að segja af Sultartangavirkjun. Nauðsyn ber til að rannsaka orkufreka iðjukosti um Suðurland og Suð-Vesturland. í nefndinni kom engin rödd fram um að loka ætti álverinu í Straumsvík. Þvert á móti er minnzt á nauðsyn stækkunar álversins. Framfarasinnaðir menn gera sér grein fyrir að vaxtarbroddur atvinnu og uppbyggingar, undir- staða aukinnar velferðar í þjóðfé- laginu, liggur í beizlun vatnsork- unnar og orku í iðrum jarðar, og sölu orkunnar til stóriðju. Þess vegna ber að stefna að því að slík stóriðjuver rísi í öllum landshlut- um. Þar má hlutur Norðurlands ekki eftir liggja. Og víst er um það, þyki erfitt um vik á Vest- fjörðum ber þjóðfélaginu að bregða á annað ráð og öflugt til að tryRgja búsetuna þar og hagsæld ibúanna. I 3. lið breytingartillögunnar segir svo, með leyfi hv. forseta: „Samhliða næstu meiriháttar vatnsaflsvirkjun verði unnið að orkuöflunarframkvæmdum á Þjórsár/Tungnaársvæðinu, með Kvíslaveitu, stækkun Þóris- vatnsmiðlunar og gerð Sultar- tangastíflu. Búrfellsvirkjun verði stækkuð, þannig að núverandi af- kastageta vatnsaflsvirkjana á þessu svæði geti aukizt um allt að 950 Gwh á ári.“ í nefndarálitinu segir svo: „Miðað við áform um vatnsmiðl- un á Þjórsár/Tungnaársvæðinu er nýting þess vatns við Búrfell eðli- leg og sjálfsögð. Nægir í því sam- bandi að benda á, að kostnaðar- söm mannvirki, sem fyrir eru við Búrfell, nýtast að fullu nýjum afl- vélum. Er eðlilegt að leitað verði lagaheimildar fyrir þeim aflauka við Búrfell, í stað heimildar um fjórðu aflvél við Hrauneyjafoss og Sigöldu." Eg hefi þá lokið við að rekja og útlista niðurstöðu atvinnumála- nefndar. Og eins og allri nefndinni tókst að ná saman höndum í mál- inu, treysti ég því, að tillögugerð nefndarinnar hljóti einróma sam- þykki hins háa Alþingis. Vegna ágreinings heimafyrir er alveg sérstaklega mikilvægt að full sam- staða náist um Blönduvirkjun. Það er mikilvægasta skrefið sem stigið verður til að menn á heima- vígstöðvum setji niður deilur sín- ar. Norðurland vestra hefir um árabil átt einna örðugast upp- dráttar i atvinnumálum og fólks- flótti herjað á byggðir landshlut- ans. Bygging Blönduvirkjunar mun skipta sköpum um alla fram- vindu mála norður þar. Stíflumannvirki við Blöndu eru með þessari tillögugerð ákveðin við Skollavatnshæð, með sveigj- anleik, sem hv. landbúnaðarráð- herra bauð upp á í bókun sinni í ráðherranefndinni 10. júlí 1981. Það er engum vafa undirorpið, að einróma samþykkt Alþingis nú um virkjun Blöndu munu Hún- vetningar virða að fullu, allir sem einn. Náist nú samstaða á hinu háa Alþingi er óhætt að óska þeim, og landsmönnum öllum, til hamingju með farsæla lausn þessa þjóðþrifamáls. skýin Aðalfundur Kven- stúdentafélagsins AÐALFUNDUR KvenstúdenUfélags íslands og Félags íslenskra háskóla- kvenna fór fram á Hallveigarstöðum mánudaginn 19. apríl 1982. Ragna Ragnars fráfarandi formaður gerði grein fyrir störfum félagsins en starfsemin miðar að því að efla sam- vinnu íslenskra kvenstúdenta, vinna að hagsmunum þeirra og auka sam- band þeirra við umheiminn. Þrír hádegisfundir voru haldnir: Hjördís Hákonardóttir sýslumað- ur, Berglind Ásgeirsdóttir fulltrúi í utanríkisráðuneytinu og séra Auð- ur Eir Vilhjálmsdóttir fjölluðu um efnið: „Hvað á ég að gera við mann- inn minn?“, Steinunn Jóhannes- dóttir svaraði spurningum um leik- rit sitt „Dans á rósum" og Steinunn Sigurðardóttir ræddi um skáldkon- una Málfríði Einarsdóttur og las úr verkum hennar. Að venju var efnt til árshátíðar í maí og jólafundar í desember. Að þessu sinni verður árshátíðin hald- in í Lækjarhvammi, Hótel Sögu, miðvikudaginn 19. maí. Fráfarandi gjaldkeri las upp reikninga og voru þeir samþykktir. Tveir styrkir voru veittir: Kr. 3.000,- til Guðrúnar Pétursdóttur lífeðlisfræðings, til rannsókna á þroskun taugakerfisins, og kr. 4.000,- til Hönnu Pham til áfram- haldandi náms í Háskóla íslands. í 8tjórn sitja nú Hildur Bjarna- dóttir fréttamaður, Arndís Björnsdóttir kaupmaður, Þórey Guðmundsdóttir lektor, Bergljót Ingólfsdóttir, Inga Dóra Gústafs- dóttir, Sigríður Guðmundsdóttir kennari og Magdalena Schram, blaðamaður. í varastjórn eru Kristín Guðmundsdóttir og Guð- laug Konráðsdóttir meinatæknir. Í stjórn Félags islenskra háskólakvenna voru kosnar Hildur Bjarnadóttir, formaður, Arndís Björnsdóttir og Þórey Guðmunds- dóttir. Til vara: Björg Gunnlaugs- dóttir. Endurskoðendur: Brynhildur Kjartansdóttir og Erna Erlends- dóttir. Kosið var í Kvenréttinda- nefnd, jólahappdrættisnefnd og spjaldskrárnefnd. Skrifstofa Kvenstúdentafélags- ins er að Hallveigarstöðum. SKBJFAÐI SKYIN \ JÓHANNES R SNORRASON Æsku- og flugsaga Jóhannesar R. Snorrasonar flugstjóra, rituð af honum sjálfum Jóhannes R. Snorrason býður okkur fram í^lugstjórnarklefa. Og það er ekki einn flugstjórnarklefi, heldur margiyodLýirnjúgum ýmist í sólskini eða kolsvörtum skýjum og illviðrum'CiWlff%g%>knin háþróuð, en í upphafi flugferils Jóhannesar var húnW^iAkM Þívar fluajð ævintýri líkast. Þessi bók er fyrri hluti flugsötAjjCTaJigyr. Fv'^yegir hann frá viðburðar- ríkum bernskuárum á Flateyri'við Önunowf^^ð\J*|vo enn viðburðarríkari unglingsárum norður á Akureyri. Sj^lí^m^fiU(í*gan sjálf í miðju stríði og endar í þessu bindi 1946, þeg^'AoKnvrer nýbúinn að fljúga fyrstu farþega- flugin frá íslandi til Skotland^J^jæ^imandsins og ferja tvo Katalínubáta hingað frá Ameríku yfir Grænland íillviðrum um hávetur. Fæst hjá næsta bóksala Almenna bókafélagid Austurstræti 18, sími 25544, ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.