Morgunblaðið - 12.05.1982, Síða 12

Morgunblaðið - 12.05.1982, Síða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ1982 Vísindi og vélabrögð — páskalömb og sauðaostar — Eftir Svein Hall- grímsson sauófjár- rœktarráðunaut Dr. Sigurður Pétursson gerla- fræðingur ritar ágæta hugvekju í Morgunblaðið 1. maí sl. Þar kemur ýmislegt athyglisvert fram, m.a. eru þar þarfar hugleiðingar um ráðslag okkar mannanna með náttúruna og tilraunir til að grípa inn í gang hennar. I því sambandi er góð vísa aldrei of oft kveðin. Þá vil ég sérstaklega þakka dr. Sig- urði ummæli hans um íslenska dilkakjötið og gæði þess. Gaman er t.d. að sjá að Sigurður gerir réttilega greinarmun á orðunum dilkur og lamb. Dilkurinn hefur nærst á móðurmjólkinni, en frá- færulömbin ekki nema fyrsta mánuðinn. Af þessu leiðir að hin sk. páskalömb ættu að heita páskadilkar, eins og síðar verður að vikið. Vegna þess að ég verð að taka á mig ábyrgðina af því að eiga hugmyndina bæði að páskalömb- unum og tillögunni um að hefja tilraunir með framleiðslu sauða- osta, langar mig að koma eftirfar- andi á framfæri. Páskalömb Þegar fyrst var gerð tillaga um að ala hér upp páskalömb (1977) var einkum haft í huga: 1. Framleiðsla til útflutnings. 2. Aukin fjölbreytni í framboði á kjöti fyrir íslenska neytendur. 3. Að kynna íslenskum neytend- um gæði fersks kjöts saman- borið við fryst kjöt. 4. Að renna fleiri stoðum undir ís- lenska sauðfjárrækt og gera hana fjölbreyttari. Um þetta þarf ekki að fara mörgum orðum. A það má þó benda að á árunum 1977—'80 var raunverulegur grundvöllur fyrir útflutningi páskadilka, án útflutn- ingsbóta, en sá grundvöllur er vafasamur eins og málin standa nú, m.a. vegna ójafns gengissigs gjaldmiðla á síðustu misserum. Það er auk þess svo með allt nýtt, að reynsla og kunnátta er ekki fyrir hendi. Hennar þarf því að afla með tilraunum og tilrauna- framleiðslu. Nokkur reynsla er nú komin á þessa framleiðslu hjá fjórum bændum í Asahreppi í Rangárvallasýslu. Segja má að þeir séu nú tilbúnir til að ala upp páskadilka, hvað þekkingu og reynslu snertir. Ég vona að ís- ienskir bændur sjái til þess að neytendur eigi kost á þessu kjöti í framtíðinni. Þá vil ég að við tökum ábend- ingu dr. Sigurðar til greina og köllum þetta kjöt af „páskadilk- um“ en ekki kjöt af páskalömbum. Þriðja atriðið sem nefnt er, að kynna íslenskum neytendum gæði fersks kjöts samanborið við fryst kjöt, er augljóst. Ég hygg að alls staðar í heiminum sé ferskt kjöt talið betra en kjöt sem geymt hef- ur verið i frosti lengur eða skem- ur. Þetta kom m.a. fram þegar Markaðsnefnd landbúnaðarins stóð fyrir kynningu á kjöti af „páskalömbum" í mars 1980. Á þeirri kynningu voru nokkrir blaðamenn og búnaðarmenn. Viðstaddir voru beðnir að gefa kjötinu einkunnir, og varð niður- staðan sú að ferska kjötið bæði af páskalambinu og eins af gemlingi, sem var slátrað 5 dögum áður, fengu til muna hærri einkunn viðstaddra fyrir bragðgæði, en kjöt sem geymt hafði verið í frysti frá haustinu áður. Þarna gat að vísu annað haft áhrif, þ.e. að frysta kjötið hafi ekki hangið áður en það var fryst. En hvort sem svo hefur verið eða ekki, er hér í báðum tilvikum um að ræða hluta af „kjötkultur", sem leggja þarf aukna áherslu á í samskiptum framleiðenda og neytenda í framtíðinni. Geti kjöt af páskadilkum orðið til að opna augu manna fyrir því, er það vel. Vonandi sinna íslenskir bændur því að bjóða „páskadilka" á næstu árum, og æskilegast væri að slátr- að væri árið um kring. Þannig Sveinn Hallgrímsson „Vonandi sinna íslensk- ir bændur því að bjóða „páskadilka“ á næstu árum, og æskilegast væri að slátrað væri árið um kring. Þannig myndu sláturhúsin nýt- ast betur og neytendur eiga kost á fersku kjöti á öllum tímum árs.“ myndu sláturhúsin nýtast betur, og neytendur eiga kost á fersku kjöti á öllum tímum árs. Sauðaostar Haustið 1980 lagði ég til að kannað yrði hvort unnt væri að fá einhverja bændur til að hefja framleiðslu á sauðaostum, þ.e. osti úr sauðamjólk. Þá lá ljóst fyrir að erfiðleikar á að fá viðunandi verð fyrir íslenskt dilkakjöt erlendis væru enn að aukast og því þyrfti að gera allt sem unnt væri til að beina sauðfjárframleiðslunni inn á nýjar brautir. Fleiri rök voru fyrir því að framleiða sauðaosta hér á landi. Eins og allir vita er ekki heimilt að flytia inn mjólk eða mjólkur- vörur. Islenskir neytendur eiga hins vegar heimtingu á því að þessi vara sé hér á boðstólum. Ef við viður- kennum það þá verðum við líka að framleiða hana hér. Það er ekki ætlunin að fram- leiða sauðaosta hér í stórum stíl heldur einungis til að fullnægja innlenda markaðinum. Sauðaostar eru víðast hvar álitnir lúxusvara, og ekki mikil neysla af þeim, enda þótt undantekningar séu þar á, t.d. í Grikklandi þar sem neysla er mikil. Frægastir eru Frakkar fyrir sauðaosta sína en í einu héraði í Frakklandi er talið að mjólkaðar séu um 800 þús. ær og framleidd árlega um 16—18.000 tonn af sk. Roguefort-osti. Osturinn heitir eftir samnefndri borg og hefur ostur verið framleiddur þar undir þessu heiti allt frá miðri 16. öld. Engum öðru leyfist að nota þetta heiti á sauðaosta. Við fáum því ekki að bjóða upp á Roguefort-ost, aðeins sauðaost. Eins og áður sagði er ekki ætl- unin að hefja hér stórframleiðslu á sauðaostum. Ef vel tekst til gætu nokkrar fjölskyldur lifað af þessari framleiðslu, en með þess- um osti gæti framboð osta orðið fjölbreyttara. Falli íslenskum neytendum þessi vara í geð er til- ganginum náð. Ég vil svo aftur þakka dr. Sig- urði Péturssyni fyrir hans hug- vekju. Öðrum læt ég eftir að svara því sem að þeim snýr. Reykjavík, 4. maí 1982, Sykurverk- smiðjan enn Eftir Hinrik Guómundsson verk- frœóing Enn hefur framleiðandi gos- drykkja gengið fram í Morgun- blaðinu 29/ 4 sl. til andófs gegn sykurverksmiðju í Hveragerði. Hann heldur því fram, að sykur- verksmiðjan hafi verið svæfð á sínum tíma hljóðlega í kjölfar röksemda, en svo var ekki, hún var tafin með allt öðru en röksemdum, og því er hún nú komin í sviðsljós- ið á ný. Tæknilegar forsendur telur hann bresta og fer óvirðingarorð- um um starf hinna finnskusér- fræðinga, sem hafa á undanförn- um árum þróað aðferð til að vinna meiri sykur úr melassa en áður hefur verið gert. Þessi aðferð er nú vel þekkt og hentar okkur einkar vel vegna þess, að hráefnið er ódýrt og á miklu jafnara verði en sykur og aðferðin þarfnast til- tölulega mikillar varmaorku, sem er auðfengin úr ódýrri jarðgufu í Hveragerði. Þá víkur hann að því, að flutningur á melassa sé hæpinn og virðist ekki vita, að melassi hefur um langan tíma verið flutt- ur á skipum milli landa og heims- álfa vandræðalaust. Einnig gerir hann ráð fyrir að sykurverksmiðj- an muni flytja inn melassa frá Finnlandi, sem aldrei hefur komið til tals vegna þess að Finnar nota allan sinn melassa sjálfir og flytja inn melassa til frekari vinnslu. Finnar eru í fremstu röð meðal sérfræðinga í sykurframleiðslu og keppa með árangri á heimsmark- aðinum á þeim vettvangi, t.d. eru þeir um þessar mundir að reisa melassasykurverksmiðju í Þýska- landi, þar sem notaðar eru ná- kvæmlega eins vinnslurásir bæði að gerð og stærð og fyrirhugað er að nota í Hveragerði. Sykur, framleiddur úr melassa, er ná- kvæmlega eins hreinsaður og af nákvæmlega sömu gæðum og ann- ar sykur. þeir Heikki Hongisto og hans félgar hjá Finska Socker AB standa nákvæmlega jafnréttir þó einhver Pétur Björnsson forstjóri úti á íslandi sé að glósa um það sem hann hefur augljóslega ekki vit á, og þó viðskiptasambönd hans „beggja vegna Atlandshafs- ins“ hafi aldrei heyrt þess getið, þá sannar það aðeins að þeir fylgj- ast ekki nægilega vel með. Athuganir og skýrslur Áhugafé- lags um sykuriðnað hf., sem eru vandaðar í hvívetna, sýna glögg- lega, að fyrirtækið getur á tiltölu- lega fáum árum lækkað verðið á sykri hér úr meðalverði síðustu 11 ára niður í rúmlega 3 kr/ kg komið til heildsala og er þá átt við vegið meðalverð á strásykri í 50 kg sekkjum og í smásöluumbúðum og molasykri í smásöluumbúðum. Þannig geta íslendingar losnað við verðsveiflur á sykri en nytu í stað- inn bestu kjara til frambúðar. Það er óþarfi að vera með get- gátur um aðild Finna að fyrirhug- aðri sykurverksmiðju í Hvera- gerði. Þeir hafa sagt það, að það sé ekki stefna Finska Socker ÁB að vera minnihlutaaðili að sykur- verksmiðju utaniands. Hins vegar þykir þeim notkun jarðgufunnar við vinnslu á sykri úr melassa svo áhugaverð, að þeir vilja hugleiða minnihlutaaðild að slíkri verk- smiðju í Hveragerði. Hugsanleg aðild þeirra fer svo auðvitað eftir því, hvernig að verksmiðjunni verður búið. Um framleiðslu á alkóhóli úr sykri er það að segja, að alkóhól- framleiðendur eiga það til að kaupa sykur til framleiðslunnar, þegar sykurverð er mjög lágt mið- að við verð á öðrum hráefnum til alkóhólframleiðslu. Sé hins vegar farið inn á þá braut, sem Brasilíu- menn íhuga, að framleiða alkóhól til eldsneytis og íblöndunar í bens- ín, þá er það auðvitað framleitt þar úr sykurreyrssafanum beint á hliðstæðan hátt og alkóhól er framleitt úr kartöflum beint en ekki kartöflumjöli. Um notkun sætefna í matvæla- iðnaði þarf ekki að fjölyrða. Það vita allir sem vita vilja, að þau liggja undir grun um að vera krabbameinsvaldandi og eru víða bönnuð. Því tel ég ekki ástæðu til að ætla, að þeirra hlutur vaxi í matvælaiðnaði umfram það sem þegar er orðið. Notkun á sterkju- sykri í staðinn fyrir venjulegan sykur við gosdrykkjaframleiðslu er mögulegur, þó innan vissra takmarka. Notkun hans er þolan- leg undir sumum kringumstæðum en ekki æskileg. Hins vegar skal ég með ánægju selja gosdrykkja- framleiðendum gæðasykur á góðu verði í gæðadrykki. Reykjavík, 2. maí, 1982 Frá afhendingu gjafa Iceland Seafood ('orporation. Á myndinni eru í fremri röð frá vinstri: Óskar Guðnason frkvstj. Blindrafélagsins, Halldór Rafnar formaður, Ásgerður Ólafsdóttir blindraráðgjafi, Trausti Sigurlaugsson frkvstj. Sjálfsbjargar, Ólöf Ríkharðsdóttir ritari sama félags og Theodór A. Jónsson formaður þess. í aftari röð eru frá vinstri: Magnús Kristinsson formaður Styrktarfélags vangefinna, Tómas Sturlaugsson framkvæmda- stjóri þess, Ragnheiður Jónsdóttir í stjóm þess, Erlendur Einarsson forstjóri, stjórnarformaður Iceland Seafood Corp., og Guðjón B. Ólafsson frkvstj. Iceland Seafood Corp. Iceland Seafood gef- ur líknarfélögum gjafir Fyrirtækið Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, sölufyrirtæki Sambands ísl. samvinnufélaga og um 30 frysti- húsa innan vébanda þess, var stofnað 1951 og átti því 30 ára afmæli á síðasta ári. Af því til- efni ákvað fyrirtækið að veita þremur hérlendum líknarfélög- um fjárstuðning. Fyrir valinu urðu Blindrafélagið, Styrktarfé- lag vangefinna og Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, og fjár- hæðin til hvers um sig var ákveðin 10.000 Bandaríkjadalir. Formleg afhending þessara gjafa fór fram að Hótel Sögu í Reykjavík 5. maí, í tengslum við aðalfund fyrirtækisins. Þeir Er- lendur Einarsson stjórnarfor- maður og Guðjón B. Ólafsson frkvstj. afhentu gjafirnar. Iceland Seafood Corporation rekur nú mjög öfluga og árang- ursríka sölustarfsemi fyrir frystar íslenskar sjávarafurðir á Bandaríkjamarkaði. Á síðasta ári var heildarsalan um 91 millj- ón Bandaríkjadala. Um helming þessarar veltu er að rekja til fiskrétta sem framleiddir eru í fiskréttaverksmiðju fyrirtækis- ins að Camp Hill í Pennsylvaníu. Á síðasta ári er talið að sala fiskrétta í Bandaríkjunum hafi dregist saman um 6,3%, en á sama tíma tókst Iceland Seafood Corporation meir en að halda hlut sínum, og mun markaðs- hlutdeild fyrirtækisins hafa aukist um nálægt eitt prósent af heildinni. Á árinu 1981 var einn- ig lokið miklum byggingafram- kvæmdum á athafnasvæði fyrir- tækisins að Camp Hill, en síðasti áfangi þeirra var 5.100 fermetra stækkun fiskréttaverksmiðjunn- ar. Rekstrarafkoma Iceland Sea- food Corporation var góð á síð- asta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.