Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. MAÍ 1982 65 Georg Braque 100 ára Einn þekktasti snillingur í mál aralist, Georges Braque, var fæddur 13. maí 1882 og lést í ágústmánuði 1%3 í Parísarborg. Hann á því hundrað ára afmsli þessa dagana. Menntamálaráðherra De Gaulle, André Malraux, hélt lík- ræðu yfir Braque, er hann var jarðaður á kostnað ríkisins við mikla athöfn, er haldin var í húsagarði Louvre-safnsins, en annars var ekki mikill hávaði í návist Braques. Hann var heldur hlédrægur og komst hvergi í námunda við vin sinn Picasso, hvað fjölmiðla og frægð snerti. Braque náði heldur ekki þeirri frægð og hilli, sem menn eins og Matisse og Miro nutu, en það seg- ir ekkert um feril hans og listræn mætti segja. Það er sögð sú saga, að einn af fornvinum þeirra fé- laga frá kúhista-tímabilinu, sem hafði skrifað ágæta bók um Pic- asso, hafi tekið sig til, ritað bók um Braque og kallað hann meist- ara í riti sínu. Þá brá svo við, að Picasso mælti ekki eitt einasta aukatekið orð við rithöfundinn, það sem hann átti ólifað. Það er rígur á fleiri stöðum en hér á ís- landi. í tilefni þessa merka afmælis Georges Braques verður opnuð í París í sumar mesta yfirlitssýn- ing á verkum hans, sem haldin hefur verið. Er þeirrar sýningar beðið með nokkurri eftirvænt- ingu, því að þeir sem til þekkja, segja, að þá fyrst muni koma í ljós, hver snillingur Braque var á gæði verka hans. Braque var ásamt Picasso frægastur allra kúbista og þáttur hans var svo verulegur í þeirri merku hreyf- ingu, að hann er oft á tíðum nefndur annar faðir þeirrar lista- stefnu, er hvað mest hefur verkað á samtíð sína og eftirtímann. Það hefur verið skrifað ákaflega mik- ið um Picasso og feril hans sem málara, en um Braque hefur heldur lítið verið ritað og fáar bækur eru fáanlegar sem ein- göngu fjalla um verk hans. Á hinu heroiska tímabili kúbismans var náin samvinna og vinátta millum Picassos og Braques, en síðan skildu leiðir, og var heldur fátt um samband þeirra á millum seinustu áratugina sem þeir störfuðu, enda gengu verk þeirra nokkuð í mismunandi áttir, ef svo sínu sviði. Eins og áður er sagt, var hann heldur hlédrægur, og hann var ekki mikið í fréttum fjölmiðla. Pólitík kom honum ekki við. Hann var fyrirmyndar eiginmaður og heimilisfaðir, í fáum orðum sagt fyrirmyndar maður, sem stundaði listgrein sína af svo mikilli ástríðu, að ekki féll úr dagur við vinnu. Hann var afar háður franskri hefð í mál- verki, þótt hann væri jafnframt manna mestur meistari í að koma nýjum og ferskum hugmyndum inn í málverk sitt. Allt var þrauthugsað og hnitmiðað í myndum hans og litameðferð Braques með eindæmum per- sónuleg, en samt nátengd arfleifð í málverki, sem engir eiga nema Frakkar. Mér er í fersku minni, er bókmenntum", menn eins og Dav- íð Stefánsson, Jóhannes úr Kötl- um og að síðustu Gunnar Gunn- arsson. Nefnd er Fjallkirkja Gunnars og hún kölluð eitthvert „glæsilegasta ritverk íslenskra manna". Hér er að sjálfsögðu rétt með farið. En hefði ekki átt úr því deiglan er til umræðu að nefna sálfræðilegt skáldverk Gunnars, að nokkru undir merkjum ex- pressjónisma: Sælir eru einfaldir sem kom út 1920 í Danmörku og í íslenskri þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar sama ár. Vikivaki sem er enn nýstárlegra verk, hálf- súrrealískt á köflum kom að vísu ekki út fyrr en 1932 og í þýðingu Halldórs Laxness 1948. Margt sem Heimir Pálsson hef- ur fram að færa um íslenska skáldsagnagerð er til mikilla bóta samanborið við fyrri útgáfu, bæði bókmenntasögulega séð og einnig hvað varðar rökstuðning hans sjálfs um gildi verkanna. Skýringar Heimis Pálssonar á einstökum bókum og höfundum mótast oft af glöggskyggni, til dæmis það sem hann telur þeim Svövu Jokobsdóttur og Guðbergi Bergssyni til ágætis. En það er ekki síst umfjöllun um eldri bókmenntir sem gaman er að lesa. Ég nefni kaflana um upplýsingar- öld og rómantík, raunsæi og ný- rómantík. Meðal þess sem Heimir sannfærir lesandann um, er hve merkilegar þýðingar Jóns Þor- lákssonar voru, en meðal þeirra eru Paradísarmissir Miltons og Messías Klopstocks. Önnur útgáfa Strauma og stefna er með viðauka Kristínar Indriðadóttur og Bjarna Ólafsson- ar. Bókaskrá nefnist viðaukinn og nær einkum til höfunda á tímabil- inu 1550—1943, svokölluð valskrá, þ.e.a.s. er ekki tæmandi. Fengur er í þessari skrá þótt takmörkuð sé. Eins og í fyrstu útgáfu hefur Jón Reykdal valið myndir. Mynd- unum er ætlað að varpa ljósi á stefnur og menningarstrauma. Samhengi milli texta og mynda er óljóst, en þetta er gott safn mynda sem veitir innsýn í heim myndlist- armanna sem oft og tíðum glíma við skyld eða sömu viðfangsefni og skáld og rithöfundar. Umbrot bókarinnar er til fyrir- myndar. Að lokum skal bent á að það er mjög óvenjulegt að höfundur rit- verks af þessu tagi beiti sjálfan sig slíkri gagnrýni og Heimir Pálsson gerir. Verkið er nýkomið út þegar hann er alráðinn í að endurskoða það og tekur ábend- ingum þakksamlega eins og góð- um fræðimanni sæmir. Hann hef- ur líka haft árangur sem erfiði með þessari nýju og breyttu út- gáfu Strauma og stefna. Braque varð stundum á vegi mín- um í París fyrir um það bil þrjá- tíu árum. Hann var afar fallegur maður, sviphreinn, hár vexti, flaxandi hár og sérdeilis fallegt og elskulegt bros. Stundum sá ég hann vera að gæla við bifreið sína, en bíllinn var hans einasti munaður í þessu lífi. Hann var sagður hafa látið handsmíða ár- lega á ítalíu einkabifreið, sem kostaði fúlgur fjár. Ég man eftir honum í afskaplega fallegum bíl, sem var rauður á lit og sérkenni- leg tegund sport-bíls. Þá kom hann keyrandi til að skoða sýn- ingu á eigin verkum í því fræga Gallerí Maeght. Braque var fæddur í Normandí og því hefur hann ef til vill verið norræn maður að uppruna. Hann hafði sterkan svip í þá veru, en samt var hann allra manna franskastur í list sinni. Hann byrjaði sem húsamálari, og mátti að nokkru merkja það í mörgum verka hans. Á seinni stríðsárun- um varð honum ekki mikið úr verki. Braque málaði að vísu nokkur stórkostleg verk, meðan Frakkland var hersetið, en það voru ekki myndir af stríðinu eða soldátum og hetjum. Hann lét sér nægja að mála uppstillingar og myndir ur vinnustofu sinni, en gerði það á þann hátt í litameð- ferð, að augljóslega má lesa úr þessum verkum beiskju og dap- urleika þessa tímabils. Og það er einnig afar áberandi, hvernig honum tekst að gæða verk sín, að stríðinu loknu, hrynjandi fagnað- ar og lífsorku. Og enn heldur Braque sig við uppstillingar og innanhúsmyndir. Hann átti að vísu við mikinn sjúkleika að stríða fyrstu árin eftir hildarleik- inn en það verður vart merkt, svo fagnaði Braque frelsinu í verkum sínum á þessum árum. Frá því að Georges Braque hvarf af sjónarsviðinu, hefur hróður hans farið sívaxandi, og nú eru verk hans talin með því verðmætasta, sem skapað hefur verið í málaralist þessarar aldar. Þeir sem til þekkja í framvindu málaralistar í veröldinni á tutt- ugustu öld, vita það vel, að allir þeir sem snert hafa á pensli í al- vöru, á seinnihluta þessarar ald- ar, sem nú er að renna sitt skeið, standa í mikilli þakkarskuld við þennan hljóða og merkilega meistara. Við hér á Islandi eigum honum ýmislegt upp að inna. Valtýr Pétursson. Góð klipping Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Haircut 100 var stofnuð sunnu- dagseftirmiðdag einn árið 1980. Það voru þeir Nick Heyward — söngur og gítar, Graham Jones — gítar, Les Nemes — bassi, sem áttu hugmyndina og ýttu henni af stað. Til liðs við sig fengu þeir Blair Cunningham — trommur, Phil Smith — saxafón og Mark „Ilford" Fox — ásláttur. I september 1981 kom út fyrsta smáskífan frá þeim félög- um og hefur hún að geyma lagið „Favourite Shirts". Lagið fór beint á vinsældalista þar sem það komst hæst í 5. sæti. Önnur smáskífan leit svo dagsins ljós í janúar á þessu ári og lagið „Love Plus One" náði miklum vinsæld- um. Þetta var þó aðeins undan- fari þess sem koma skyldi. Mán- uði seinna kom út þeirra fyrsta breiðskífa og fékk hún góðar við- tökur gagnrýnenda ásamt því að verða óhemju vinsæl. Það hefur viljað brenna við að það sem breska popp-pressan hefur tekið upp á sína arma hef- ur verið ósköp ómerkilegt. En eftir að hafa hlýtt á aðra hlið plötunnar „Pelican West" get ég ekki annað en dregið þessa hugs- un mína til baka. Tónlistin er ákaflega létt og grípandi, uppfull af sniðugum lagiínum. Útsetn- ingar eru allar vel af hendi unn- ar sem og öll platan. Engu að síður er þetta fyrst og fremst danstónlist og sem slík er hún frábær. En það skemmtilega er að tónlistin er meira en dans- tónlist. Segja má að Haircut Spandau Ballet og Madness. Áhrifa frá beim báðum gætir í tónlistinni og um leið gefur henni það gildi að hægt er að hlusta á hana í djúpum stól í ró og næði eins og að dansa eftir henni. 01112 lögin á plötunni eru jöfn að gæðum og saman mynda þau sterka heild. Erfitt er að gera upp á milli einstakra laga en það sem ber nokkuð af er „Love Plus One". FM/AM Helgi Þorgils og Kristinn Guðbrandur l„l'J,MIMI Bragi Asgeirsson Óvenjulega hressileg sýning stendur nú yfir á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg og minnir hún um margt á vinnubrögð nýbylgju- manna í málaralist. I þeirri stefnu er allt leyfilegt, hrátt sem fágað, og þótt vinnubrögðin geti ósjaldan sýnst klaufsk, þá er í raun mjög hnitmiðað að verki staðið. Það eru þeir félagar Helgi Þor- gils Friðjónsson og Kristinn Guð- brandur Harðarson, nýlistamenn með meiru, sem kynna hér nýja hlið á listsköpun sinni. Hafa þeir að sögn látið allt flakka i þessari myndgerð sinni og unnið hratt og umbúðalaust eftir því sem andinn blés þeim í brjóst hverju sinni. Árangurinn eru einhverjar lífleg- ustu myndir er frá þeim félögum hafa komið um langa hríð. Stað- festir það, sem menn raunar vissu, að báðir eiga til ríka artistíska kennd þótt þeir alla jafna kjósi að vinna í anda alþjóðlegra stíl- bragða af hollenzkum uppruna. — Þótt þessi vinnubrögð séu mjög í tízku um þessar mundir, þá eru þau í hæsta máta klassísk í myndlist tuttugustu aldarinnar. Gefa iðkendum sínum svigrúm til frjálsra og persónulegra athafna og afhjúpa miskunnarlaust grunnhyggin vinnubrögð. Myndirnar á sýningunni eru æði misjafnar og nokkrar skera sig úr að gæðum, en ekki get ég þó vísað til þeirra þar sem myndirnar eru hvort tveggja ónúmeraðar sem nafnlausar. Sé litið á heildina mætti ætla að alvaran á bak við myndirnar væri ekki alltaf jafn mikil og vissulega eru margar þeirra harla lausar í sér, enda hafa viðkomandi vísast skellt sér út í þetta fyrirvaralaust. Ferskleikinn yfir myndunum er þó slíkur, að mér þótti rétt að vekja athygli á sýningunni, því að mér þykir nokkur þreyta einkenna verksvið nýlistamanna um þessar mundir, sé tekið mið af sýningum þeirra í Nýlistasafninu undanfar- ið. Kristinn Guðbrandur Haröarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.