Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ1982 Æsifregn nm fiknieftia- smygl og framsal ísl. konu í Mörgunblaðinu 22. f.m. birtist á útsíðu blaðsins frétt undir þrí- dálka fyrirsögn: íslensk kona fram- seld — grunuð um l'/t milljón kr. fikniefnasmygl. Atburðir sem gerðir eru að um- ræðuefni í fréttinni eru bæði stór- lega orðum auknir og rangt með þá farið. Undirritaður sem er lög- maður konu þeirrar, sem í hlut á, telur því óhjákvæmilegt að óska eftir að fá að birta leiðréttingu. Undirrituðum hefur verið neit- að af starfsmönnum Mbl. um upp- lýsingar um hvaðan frétt þessi sé komin. Hann gengur þess samt ekki dulinn að hún kunni að hafa borist fréttamanni Mbl. frá emb- ættismanni í dómsmálastjórninni. Umræddir embættismenn eru þeir einu, að því er ætla má, að gætu haft slíka vitneskju um mála- rekstur þennan undir höndum og orðalag fréttarinnar er og þannig. Með tilliti til persónulegra hagsmuna konu þeirrar, sem í hlut á hafði undirritaður reynt að leysa mál hennar hávaðalaust og var því mjög óviðeigandi og til- litslaust að fara með fréttina í fjölmiðla á þessu stigi máls, en úr því að sá kostur var tekinn verður ekki komist hjá því að gera hér og grein fyrir aðalatriðum máls þessa. Fíkniefnamisferli þriggja manna 1977 Vorið 1979 komst hér upp um misferli þriggja manna með fíkni- efni, sem hafði átt sér stað á árinu 1977. Höfðu þeir allir áður gerst brotlegir við refsilög í meðferð slíkra efna og annað hvort náð sátt eða hlotið dóma fyrir athæfi sitt. Einn þeirra hafði um skeið verið sambýlismaður konu þeirr- ar, er fyrrgreind frétt beindist að, en þá þegar var slitnað upp úr því sambandi; annar hafði rekið versl- un með henni og hafði hún nokkru áður selt honum sinn hlut, en verslunin varð gjaldþrota, — í báðum tilvikum hafði verið um kaldar kveðjur að ræða. Þriðji maðurinn hafði um langt skeið verið hassneytandi, m.a. í Christi- aniu. Voru þessir menn allir settir í varðhald og haldið þar vikum saman. Mátti vera ljóst að hvorki gátu þeir talist traust né óvilhöll vitni í máli þessu. Eiginkona þess þeirra, sem rekið hafði hið misheppnaða fyrirtæki mun vafalaust hafa ver- ið orðin langeygð eftir honum, þar sem hann var í varðhaldi og er hún var kölluð fyrir rétt sagði hún frá vitorði sínu um meintan inn- flutning á hassi logsoðnu undir bita á bifreið, sem hin umrædda kona átti að hafa komið í með Smyrli 1977. Þessa furðulegu frá- sögn staðfesti eiginmaðurinn fyrir rétti og sagðist hafa verið heila nótt að ná þessu undan bifreið- inni. Ekki verður séð af gögnum málsins að nein tilraun hafi verið gerð til þess að hafa upp á um- ræddri bifreið til þess að geta gengið úr skugga um verksum- merkin. Undirritaður telur nánast óhugsandi að fela 6 kg af hassi í grind undir bifreið, eins og segir í frétt Morgunblaðsins. Mun kona sú, er hér greinir, eig- inkona eins hinna þriggja fíkni- efnaafbrotamanna, eiga yfir höfði sér ákæru og dóm fyrir yfirhylm- ingu um sök manns síns. Nokkru áður en umrætt saka- mál komst upp hafði kona sú sem fréttin beinist að, undirbúið að fara af landi brott til Bandaríkj- anna — jafnvel alfarin. Slíkt tek- — eftir dr. Gunn- laug Þ()rðarson hrl. ur tíma og fyrirhöfn, bæði að fá ábyrgðarmann ytra, vegabréfs- áritun og að ganga frá málum. Var þessu öllu lokið, er hún fór af landi brott 20. maí 1979. Hins veg- ar kom henni ekki til hugar að þremenningarnir færu að bera á hana einhverjar sakir sem hún taldi sig vera saklausa af. Sakir bornar á konuna Reyndin varð hins vegar önnur; nú þar sem þessir menn vissu að kona þessi væri farin af landi brott, var einfalt mál til þess að losna við að þurfa að gefa skýr- ingu á því hvar þeir hefðu fengið fíkniefni þau, er málið snerist um, með því að skella skuldinni á konukind þessa og ekki nóg með það, heldur líka hitt að hún hefði verið forsprakki í þessari íslensku fíkniefnamafíu að því leyti er tók til innflutnings á hassi o.fl., en þó treystust þeir ekki til þess að halda því fram að konan hefði sjálf selt neitt af þessu efni, held- ur viðurkenndu þeir sjálfir að hafa að meira eða minna leyti dreift því. Þetta var einföld lausn fyrir þá og átti ekki að koma kon- unni að sök, þar sem hún væri far- in af landi brott. Með þessa skýringu sluppu þess- ir menn, sem staðið höfðu áður meira og minna í fíkniefnamis- ferli, úr varðhaldinu. — Konan, sem borin var þessum alvarlegu sökum hafði hins vegar hreint sakavottorð og átti sér ekki ills von. Ekki verður ráðið af gögnum málsins hve mikið magn hér var um að ræða né verðmæti þess sem mál þremenninganna snerist um og því er frétt Morgunbiaðsins um að konan hafi smyglað 6 kg af hassi og l'/2 kg af hassolíu út í hött hvað þá heldur að verðmæti þess hafi verið um 150 milljónir gamlar krónur. Það er og athyglisvert við rann- sókn máls þessa að engin vitni af þeim mörgu, sem kölluð hafa verið fyrir rétt út af málum þessum, bera neinar sakir á „glæpakvendi" þetta, nema þeir þrír margbrot- legu fíkniefnaglæpamenn og svo kona eins þeirra, sennilega í þeirri trú að geta losað eiginmann sinn undan sök. Vegið aftan að konunni Þann 18. júní 1979 var kveðinn upp úrskurður í sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum um að kona þessi („glæpakvendið") skuli handtekin og færð fyrir dómstól- inn til vitnisburðar. í lokaorðum úrskurðarins er tekið fram, að ekki væri vitað hvar hún væri niðurkomin, en hún væri talin vera á leið til Florida eða annars staðar. Þá var í þessum eftirmála tekið fram að málið væri sent dómsmálaráðuneytinu til fyrir- greiðslu, þ.e. greinilega til þess að ísl. yfirvöld skyldu krefjast fram- sals hennar. í íslenskum rétti eru ákvæði um hvernig handtaka megi grunaðan mann. Helstu ákvæði um þetta eru í 59. gr. laga um meðferð opinb. mála nr. 74/1974. Almenningi til fróðleiks skulu umræddar lagagreinar birtar hér svo og grein í sömu lögum, sem heimilar hverjum og einum að handtaka sekan mann. 59. gr. laga um meðferð opin- berra mála hljóðar svo: Rétt er dómara að gefa skipun um handtöku grunaðs manns, ef það má telja nauðsynlegt vegna rannsóknar máls. Slíka skipun getur dómari þó ávallt gefið, ef maður sinnir ekki að nauðsynjalausu kvaðningu um að koma fyrir lögreglumann eða dóm- ara. Rétt er dómara að gefa út hand- tökuskipan, birta hana opinberlega og skora á hvern sem er að fram- kvæma hana: 1. Ef handtekinn maður víkur úr gæslu eða refsivist eða ef maður brýtur bann dómara við för úr ákveðnu marki eða firrir sig eftir- liti, sem dómari setur honum. 2. Ef ókunnugt er um dvalarstað manns, sem sakaður er um brot, sem varðað getur 100.000,- (g)kr. sekt eða 6 mánaða refsivist. í 60. gr. sömu laga segir: „Heimilt er einstökum manni að handtaka mann: Ef dómari hefur fyrirskipað handtöku samkvæmt 59. gr. 2. mgr. Auðvitað hefði átt, þegar svo stóð á sem hér, að ekki var vitað hvar konan var niðurkomin, að byggja handtökuúrskurðinn á 2. mgr. 59. gr., það er með opinberri stefnu. Þá hefðu vandamenn hennar ekki gengið þess dulin að hún væri í yfirvofandi hættu um að verða handtekin fyrirvaralaust og getað gert viðeigandi ráðstaf- anir svo sem að fá hana hingað til lands af fúsum vilja, en slíkt væri ekki hugsanlegt ef hún yrði tekin föst, því þá mætti hún ekki hreyfa sig út fyrir þau mörk, sem dómur setti. w Því miður kaus sakadómurinn að vega aftan að manneskjunni í stað þess að ganga hreint til verks og var úrskurðurinn byggður á 1. mgr. 59. gr. sem venjulegur hand- tökuúrskurður, en haldið strang- lega leyndum fyrir konunni og vandamönnum hennar, satt að segja öllum nema embættis- mönnum í kerfinu og bandarísku alríkislögreglunni og Interpol (Al- þjóðalögreglunni) sem lýstu eftir henni síðar. Með því að halda úrskurðinum leyndum var fyrrgreindum aðilj- um, FBI og Interpol, gert kleift að komast að konunni. henni algjör- lega að óvörum. Hitt mátti vera íhugunar- efni, að þegar íslensk dómsvöld framselja svona algjörlega vald sitt í máli í hendur erlendrar lög- reglu, þá ráða þau engu um fram- kvæmd málsins og hætt er við að harkan geti þá orðið meiri en efni standa til þegar um lögreglu er að ræða, Iíkt og í Bandaríkjunum, sem á stöðugt í höggi við hina sví- virðilegustu glæpamenn, ólíkt því sem gegnir t.d. um okkar lögreglu — þegar það svo bætist ofan á að sú, sem handtaka skyldi væri talin vera „bófaforingi", eins og þre- menningarnir héldu fram. State Department beðið um aðstoð í málinu í febrúar 1981 Með bréfi 19. júní 1979 óskaði dómsmálaráðuneytið eftir því við utanríkisráðuneytið að þess yrði farið á leit að kona þessi yrði handtekin og framseld til Islands, önnur bréf um þessa hlið málsins hef ég ekki séð, hins vegar er í fórum mínum ljósrit af bréfi sendiráðs Islands í Washington DC, dags. 2. feb. 1981 (eða nærri 20 mánuðum eftir uppkvaðningu áð- urnefnds handtökuúrskurðar) til State Department í Washington DC, þar sem þess var farið á leit að nefnd kona yrði handtekin og framseld til íslands. Var hún þá talin búa í Florida. Framsalskrafan byggð á ógildum milli- ríkjasamningi frá 1902 í bréfi ambassadorsins er kraf- an um framsal konunnar byggð á samningi gerðum milli Bandaríkj- anna og Danmerkur 6. jan. 1902 um gagnkvæmt framsal fólks sem kemur sér undan dómsvaldi. (Ex- tradition of fugitives from Just- ice). Um þess háttar samninga, sem gerðir höfðu verið fyrir gerð sambandslaganna frá 1918 en snertu ísland hafði þessi sami ambassador þann fyrirvara á sín- um tíma, að íslensk stjórnvöld þyrftu að taka afstöðu til gildis þeirra. Fremsti lögfræðingur íslands dr. Einar Arnórsson prófessor taldi þess háttar samninga ekki gilda hér á landi, þ.e. gagnvart ís- lenskum ríkisborgurum, nema þeir vörðuðu Island og hefðu verið birtir hér (sjá ritverk hans um þetta efni: ÞJóðréttarsamband ís- lands og Danmerkur, útg. 1923, bls. 51—53) en umræddur sam- ningur hefur ekki verið birtur hér og verður því ekki beitt gegn ís- lenskum ríkisborgara, enda þótt dómstólar í Bandaríkjunum kynnu að telja það þeim í hag að- vilja halda í gildi samnings þessa. Mun hér vera í fyrsta sinn að krafist er framsals á grundvelli þessa gamla samnings milli Bandaríkjanna og Danmerkur, sem nú er fyrir löngu úr gildi fall- inn þeirra á milli, þar sem ríkis- stjórnir þessara landa hafa gert með sér nýjan samning um þetta efni. Að sjálfsögðu hefði ambassa- dorinn átt að árétta fyrirvara sinn varðandi hið vafasama gildi hins gamla milliríkjasamnings Banda- ríkjamanna og Dana og benda á hve hæpin framsalskrafan væri, í stað þess umyrðalaust að fram- fylgja kröfunni. Handtaka og fang- elsun konunnar Þann 3. nóv. sl., fjóru og hálfu ári eftir að meint fíkniefnamis- ferli komst upp og tveimur og hálfu ári eftir uppkvaðningu hins dæmalausa úrskurðar, var konan fyrirvaralaust handtekin, járnuð og færð í fangelsi af lögregluyfir- völdum í Southern District of California og skyldi hún framseld til íslands umsvifalaust. Er henni hafði verið haldið í fangelsinu í 60 klukkustundir var hún látin laus gegn tryggingu, sem eiginmaður hennar setti, en þá hafði hún verið búsett í Kaliforníu í rúmt ár, gift Bandaríkjamanni og var gengin með í 3 mánuði. Lét hún fóstri fáum dögum síðar. Við handtökuna vissi konan hvorki hvernig á þessum harka- legu aðgerðum stæði, né var henni birtur úrskurðurinn og þvi síður tjáð hvern rétt hún ætti í málinu. Hófust nú málaferli fyrir kali- fornískum dómstól varðandi réttmæti handtöku þessarar og kom að því að undirrituðum var falið að kanna málið frá íslenskri hlið þess. Þegar það kom á daginn að kon- unni hafði ekki verið birtur úr- skurðurinn, hlutaðist ég til um að hann væri formlega birtur mér f.h. konunnar, svo unnt yrði að kæra hann til Hæstaréttar, því þeim rétti treysti ég til þess að standa vörð um rétt íslenskra sem erlendra ríkisborgara. Slíka hand- töku má kæra til Hæstaréttar inn- an 24 klst. frá því að hann kemur til framkvæmda og því var þessari aðferð beitt. Dómur Hæstaréttar var hins vegar á þá leið að málinu var vísað frá dómi, þar eð hún hefði ekki kært innan lögmælts tíma frá því er hún var handtekin 3. nóv. 1981 (þ.e. innan 24 klst.). Allan þann tíma og 36 klukkustundum betur var hún lokuð inni í fangelsi og hvorki hafði hún aðstöðu til að kæra til Hæstaréttar né vissi hún um rétt sinn. Með kæru þessari til Hæstarétt- ar var þess vænst að málið gæti horft þannig við, að réttinum gæf- ist færi á að taka afstöðu til hins gamla milliríkjasamnings milli Bandaríkjanna og Danmerkur en illu heilli kom sá flötur málsins ekki upp. Að hætti lögmanna í máli sem þessu hefur undirritaður farið bónarveg að dómsmálaráðherra með þrem bréfum og viðtölum og bent á sanngirni þess að horfið yrði frá framsalskröfunni, eins og málið liggur fyrir. Vandamenn konunnar og amerískur lögmaður hennar hafa skrifað ráðherra í sömu veru. í síðasta bréfi mínu var þess farið á leit að málið yrði lagt fyrir ríkissaksóknara til umsagnar, en bæði er hann maður gætinn og mannúðlegur og þá ekki síður hitt að hann á að hafa með höndum yfirstjórn þessara mála, samkv. lögum, en af einhverjum ástæðum var hann sniðgenginn í þessu máli. í 21. gr. laga nr. 73/1973 segir: „RíkLssaksóknari skal hafa gætur á afbrotum, sem framin eru. Hann kveður á um rannsókn opinberra mála og hefur yfirstjórn hennar og eftirlit." Undirritaður hefur ástæðu til þess að ætla að hefði málið verið lagt fyrir ríkissaksóknara áður en framsalskrafan var gerð svo sem vera bar, þá hefði ekkert orðið úr því. Má vera að ríkissaksóknari telji nú of seint að gefa umsögn um málið. Svör dómsmálaráðherra hafa verið þau, að hann teldi best fyrir konuna að bandarískur dómstóll dæmdi í máli hennar, en þess ber þó að gæta að sá dómur yrði að sjálfsögðu einungis um formsat- riði þ.e. hvort umræddur milli- ríkjasamningur sé í gildi gagnvart íslenskum þegnum og ef svo væri talið, hvort alvara verknaðarins heimilaði framsal konunnar. Um þetta snúast nú kostnaðarsöm málaferli í Kaliforníu, sem hefði mátt komast hjá, ef skýlaus ákvæði hefðu fyrirfundist líkt og nýr samningur milli íslands og Bandaríkjanna. Það er ekki vafamál að Alþingi og/eða Hæstiréttur hefðu átt að taka afstöðu til gildis slíkra milli- rtkjasamninga áður en einhver embættismaður færi að beita slíku fyrir sig, hvað þá heldur amerísk- ur dómstóll. Fíkniefnaglæpir eru á meöal alvarlegustu afbrota Undirritaður telur fíkniefna- misferli meðal alvarlegustu af- brota sem um getur og myndi ekki vilja láta hlífa neinum þeim, sem gerast brotlegir. Hins vegar er það ekki síður alvarlegt, þegar slíku kappi er beitt við að upplýsa mál, að það hefur í för með sér jafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.