Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ1982 77 ifikt'AKANDI Ragnhildur Gísladóttir var kos- in söngkona ársins 1982 og er því tvímælalaust sú söngkona sem flestir vilja hlusta á, þó að Dag- blaðið & Vísir hafi eitthvað rugl- ast á leturstærðinni á þeirri frétt og annarri sem ekki var neinum fagnaðarefni en góð sölufrétt. Ragnhildur var aðaldriffjöðrin í stofnun kvennahljómsveitar á síð- asta ári, og völdu þær henni frum- legt en rammíslenskt nafn, Grýl- urnar. Hafa þær stelpurnar frá byrjun fylgt rokkinu og má þá kannski segja í nýrri stefnu. Mér finnst þessi stefna ekki höfða sér- lega til mín, enda orðinn gamall. Hins vegar er mér að skapi það framtak og áræði að stofna kvennahljómsveit og brjótast inn á þann skemmtanamarkað þar sem karlmenn hafa verið svotil einráðir. Fram koma í tilskrifum Anne- marie umhugsunarverð atriði, þ. á m. um fiskvinnu. Við íslend- ingar höfum sumir skömm á fisk- vinnu og þykir hún heyra til gam- alla kvenna og fráskilinna. Sann- leikurinn er sá, að þeir hinir sömu skammast sín fyrir að hafa ekki tekið þátt í þessari mikilvægustu atvinnugrein okkar. Ég skal viður- kenna, að allur minn starfsferill í fyrstihúsi er ein vika. Hins vegar er ég ekki óvanur að stunda fisk- veiðar eftir 10 ára sjómennsku. Margir falla í þá gryfju að skrifa og fullyrða án undangeng- inna athugana, og því síður sann- ana. Nú vill svo undarlega til, að ein Grýlanna vinnur við fisk- vinnslu í frystihúsi á milli þess sem hún æfir og spilar, og hinar hafa flestar starfað við þá ágætu og nauðsynlegu atvinnugrein um lengri eða skemmri tíma. Líkt er með þær og flesta aðra sem starfa við tónlist, að tónlistarstarfið er aukavinna sem bætt er á sig utan venjulegs vinnutíma. Gildir þar eitt og hið sama hvort hópurinn heitir Grýlur eða Pólýfón. Að lokum vil ég óska Grýlunum góðs gengis í framtíðinni. Þær eiga svo sannarlega heiður skilinn fyrir framtak og dugnað á sínu sviði. Slíka ósk færi ég einnig Pólýfónkórnum og Hauki Morth- ens, og öllum öðrum, ungum og gömlum, sem halda uppi með mik- illi vinnu tónlistarlífi hér á landi, hver á sínu sviði.“ að unnt sé að fá þessa góðu að- stöðu fyrir uppeldi barnanna, þarf að búa vel að fóstrum bæði að því er varðar launakjör þeirra og starfsaðstöðu. Þyrfti að kynna sér málin betur Iljúkrunarfræóingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Við vorum sammála um það nokkrir hjúkrunarfræðingar, að nauðsyn- legt væri að leiðrétta ummæli Þrastar Ólafssonar sem hann viðhafði í viðtali við Dagblaðið í gær (mánudag). Þar segir hann, að upphæð mánaðarlauna hjúkr- unarfræðinga segi lítið sem ekk- ert, launin hækki svo fljótt. Við sjáum ástæðu til að upplýsa Þröst um það, að við hækkum ekki í kaupi um svo mikið sem krónu fyrstu fjögur ár okkar i starfi, eft- ir að námi lýkur. Þetta þyrfti hann að kynna sér betur, ætti raunar að vita það, hann sem er í samninganefnd. Þá talar hann um að fram hafi farið þrír viðræðu- fundir. Við könnumst ekki við það. Allavega hefur okkur ekki borist vitneskja um viðræður og þykjumst við þó fylgjast gaum- gæfilega með framvindu þessara mála. Þá langar okkur til að vita, í sambandi við framlengingu upp- sagnarfrestsins, hvort leyfilegt hafi verið að boðsenda framleng- ingarbréfin eins og gert var. Þarf ekki að senda slík bréf í ábyrgð- arpósti og láta kvitta fyrir mót- töku þeirra? SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI Hvað er unnið með þyí að segja svona? Sigga skrifar: „Kæri Velvakandi! Eftir að hafa lesið þær greinar sem voru í þætti þínum föstudag- inn 7. maí varð ég að skrifa þér. Fyrst og fremst vil ég benda Annemarie Bjarnason á að sem betur fer hafa ekki allir sama tónlistarsmekk. Mér finnst Grýl- urnar t.d. ágætar og er ekki ein um það. Annemarie deilir á Ragnhildi og segir að leikur hljómsveitar hennar hafi „varla glatt marga áhorfendur". Hér ætti Annemarie að athuga betur sinn gang. Ég veit það vel að það eru ekki margir yfir 35—40 ára aldri sem hafa áhuga á þessari tónlist, en ég vil líka benda Annemarie á að það eru heldur ekki margir undir 30 ára aldrei sem hafa áhuga á klass- ískri tónlist eða öðru því sem hún nefnir. Ég spyr: Af hverju skyldu ekki vera tóniistarþættir fyrir alla áhugahópa? Af hverju þá ekki þáttur eins og Skammhlaup líka? Má ekki leyfa þeim sem gaman hafa af tónlist eins og Grýlurnar spila að hlusta á hana, fyrst þeim finnst hún góð? Mér hefur alltaf verið kennt að maður eigi ekki að vera sjálfselsk- ur. Svo vildi ég nú spyrja Anne- marie: Ertu nú handviss um að engin Grýlanna vinni á spítala eða í fiskvinnslustöð? Reyndar gæti ég sagt í sama dúr og þú: Geta ekki einhverjir þeirra sem fluttu Mattheusarpassíuna farið að vinna á hinum eða þessum vinnu- staðnum? En þá spyr ég aftur: Hvað er unnið með því að segja svona? Að lokum vildi ég benda Gunn- laugi Rögnvaldssyni á það að mér fyndist að fyrst hann þarf svona nauðsynlega að setja út á blaða- mennsku D&V, gæti hann hrein- lega sagt þeim það eða sent það skriflega til D&V í staðinn fyrir að skrifa um það í Morgunblaðið. Það finnst mér ólíkt eðlilegra." Giýluraar: Fjarstæða að alhæfa um tónlist þeirra Sigurveig og Kristina skrifa: „Kæri Velvakandi. Við gátum ekki orða bundist þegar við sáum grein Annemarie Bjarnason um þáttinn Skamm- hlaup sem sýndur var í sjónvarp- inu. Okkur finnst fjarstæða að fólk alhæfi um að tónlistin sem Grýlurnar flytja sé öskur, og okkur finnst að klæðnaður og framkoma komi tónlistinni lítið við. Hvernig veit Annemarie, hvort þessi sýning hefur glatt marga eða fáa eða alls enga? Auk þess þykir okkur það mjög óvirðulegt gagnvart Grýlunum að segja að þær geti gert meira gagn í fiski eða á spítölum, þegar hver maður sér, að þær hafa lagt vinnu í verk sín, þó að tónlistin sé ekki við allra hæfi. Þó að við séum ekki frekar að- dáendur Grýlanna en annarra hljómsveita fannst okkur þetta mjög þröngsýnt hjá Annemarie. GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Mest af þeim bókum, sem seldar voru fyrir jólin, voru íslenskar. Rétt væri: Mest af þeim bókum, sem seldar voru fyrir jólin, var íslenskt. (Ath.: Mest... var íslenskt.) Betur færi þó: Flestar þær bækur ... voru íslenskar. 03? S\GGA V/OGA £ 'CiLVCRAM INNROMM Getum nú boðið vandaða innrömmun Mikið rammaúrval afgreiðsla Má LJOSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811 Þakka hjartanlega öllum þeim er minntust mín á áttrœðisafmœli mínu 27. apríl sl. Haraldur Runólfsson, Hólum. Húsrými óskast 60—100 fm húsrými í gamla bænum, sem henta fyrir eöa innrétta mætti sem vinnu/teiknistofu óskast nú þegar til leigu eöa e.t.v. kaups. Tilboð sendist auglýsingad. Mbl. fyrir 18. þ.m merkt: „K — 6458“. Eftirfarandi vátryggingarfélög hafa ákveö- iö aö frá 15. maí til 1. september veröi opnunartími þeirra frá kl. 8 til 16 en nauösynlegri afgreiðslu þó sinnt á milli 16 og 17. ámmm Tryggmgafélag bindindismanna Q rilíííWÍTÍR' TRYGGINGAR 82800 (*,• * j) S/óvátryggingarfélag ísl. f Suöurlandsbraut 4. T50T<G<SIM<SI (g Laugavegut 178 — Reykjavlh simi 21120. ^^ TRYGGINGAMIÐSTOÐIN í Aðalstraeti 6. 101 — Reyk/avik ' Vlá U$ <bALTíNG OVf VTd'dT ! Vt4mAUÓT, ‘bTBINA, 06 0ó\ [wla Tm vö wta Yt& ÚZ SALVNU vV UoMMvffto'rt 5TEMM YtfMV SKO /JVÝ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.