Morgunblaðið - 12.05.1982, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 12.05.1982, Qupperneq 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ1982 Heldur burtfarar- tónleika í gítarleik Nk. miðvikudag mun Einar Einarsson gítarleikari halda hurtfarartónleika sína frá Tón- skóla Sigursveins D. Kristins- sonar. Tónieikarnir verða í Bú- staðakirkju og hcfjast kl. 20.30. A efnisskrá eru m.a. verk eftir Bach, Torroba, R.R. Bennett og þáttur úr konsert eftir Castelnuovo — Tedesco sem Einar flytur ásamt hljómsveit Tónskólans. Einar Einarsson er Akur- eyringur og hlaut sína fyrstu tónlistarmenntun í Tónlist- arskóla Akureyrar. Undanfar- in 5 ár hefur hann stundað nám við Tónskóla Sigursveins I). Kristinssonar þar sem aðal- kennarar hans hafa verið Gunnar H. Jónsson og Joseph Ka Cheung Fung. D-listinn í Mosfellssveit I. Magnús Sigsteinsson, búfræðiráðunautur. 2. Helga Richter, kennari. 3. Bernharð Linn, forstöðumaóur. 4. Hilmar Sigurðsson, viðskiptafneðingur. Sveinn Olafsson - Til umhugsunar: Gróðinn og samfélagið Ef grannt er skoðað snúast stjórnmál og stjórnmálastefnur í raun um skipulag eða kerfisbind- ingu þeirra aðferða í félagslegum efnum sem menn vilja nota til að sjá sér farborða. Einstaklings- h.vggja, samvinnuhyggja, félags- hyggja og ýmiss konar blöndun á þessu á við hugmyndir um þetta. Mjög mörgum tekst aldrei að koma auga á þetta, og margir halda þetta annað en þetta er í einfaldleika sínum og margan mann hefir það hent sökum þessa, að hafa óbeit á „pólitík" eins og það er nefnt þegar um stjórnmál er rætt, — í afbakaðri mynd, — og er það skiljanlegt, en þó í raun er þetta mjög óraunhæft; það er eins raunhæft eins og að hafa óbeit á sínu eigin lífi og öllu, sem manni ætti mest að koma við. — Stjórn- mál eru raunverulega velferðar- mál hvers manns, en ekki ein- hverjar fræðistefnur, sem aðeins ofvitar eiga að hafa vit til að skipta sér af og allur almenningur getur ekki borið skynbragð á, — ef menn aðeins vilja hafa áhuga og kynna sér, hvað í raun er um að ræða, með raunsæi og skilningi. Með þetta í huga er merkilegt að sjá að grundvöllur að sumum þessum stefnum: um það hvernig einstaklingarnir í samfélaginu eiga að sjá sér og sínum farborða, — er oft byggður á furðulegum orðaleikjum, sjónhverfingum og óhreinskilni að því er tekur til út- legginga og skýringa á hinum ein- földustu atriðum. í framhaldi af þessu verður síðan niðurstaðan oft sú, aö almenningur áttar sig illa á og ruglast því tíðum í, hvað sé hvað, og útkoman verður bæði misskilningur, óvild og allskonar illgresi hugsunarháttarins, sem svo eitrar samfélagið og deilir mannfólkirtu sundur í stríðandi hópa, — í stað þess að sameina það um markmið, sem í raun geta aldrei orðið annað en sameiginleg, þar sem öllum er hið sama áskap- að: að þurfa að lifa og sjá sjálfum ér farborða. V innulaunin eru gróðinn Eitt höfuðskilyrði þess, að geta séð þessa hluti með skýrum hætti er þannig að geta einfaldað það, sem gert hefir verið margbrotið með orðaleikjum og þokukenndu dulartali um, hvað sé raunveru- lega verið að gera og fást við, og hver sé mismunur á hinu og þessu, — sem merkir að snúa til baka frá flækjum, þvælu og rugli óþarfs fjölbreytileika til einfaldleikans sjálfs, sem oftast liggur dulinn að baki. En hvernig má það verða? Látum oss þá skoða einföldustu þætti þess að sjá sér farborða, til að reyna að skyggnast inn í grundvöll flókinna kenninga, sem hafa einfaldleikann í raun í sér fólginn, þó það vefjist fyrir mönnum að koma auga á þá stað- reynd. — Þegar vér leitum leiða til að sjá fyrir oss, hvað ætlumst vér þá í raun fyrir? Svarið er ofur ein- falt: Heimilisfaðirinn fer út til að vinna fyrir fjölskyldunni. En hvað merkir það? Hvað gerist? Jú, hann fer út til að GRÆÐA peninga til að geta brauðfætt sjálfan sig og fjölskylduna. Hann selur vinnu sína og vinnulaunin eru gróðinn, sem hann uppsker. — Hann selur, — hann græðir. — Fyrir þetta afl- ar hann þess er hann og fjölskyld- an þarfnast, en ef hann fær ekki þennan gróða í sinn hlut (hugsan- lega fyrir óáran vegna þess að fyrirtækin græða ekki) — þá sveltur fjölskyldan og allt er á vonarvöl og vá fyrir dyrum, — þótt nýtísku kerfi samhjálparinn- ar hafi nú fundið nokkra bráða- birgða lausn í atvinnuleysistrygg- ingum, til að bægja verstu bágind- unum frá í bili, — sem svo hefir aftur verið misnotað á hinn herfi- legasta hátt í siðferðisleysi skefja- lausrar sjálfselsku hugsunar- háttar ræfildómsins, sem hefir lært að mergsjúga góðviljuð sam- félög samhjálparinnar, sbr. Danmörk þar sem skattpíningin sem þessu fylgir er að sliga at- vinnufyrirtækin; og eins Svíþjóð, þar sem ástandið er svipað, þótt ríkara samfélag verjist vandanum þar betur. — En snúum frá þess- um útúrdúr. — Þeir sem fara út til að vinna fyrir sér, þ.e. selja vinnu sína hvernig fara þeir að því? Jú, þeir fara til einhverra annarra, sem þurfa á hjálp að halda, þ.e. vinnu í einhverjum tilgangi. Hér komum við þá að öðrum þætti. — Þessir hinir sem geta keypt og kaupa þessa vinnu, hvernig háttar þá til um þá? Jú, þeir eru eins staddir og þessir, sem fara út til að selja vinnu sína. Þeirra aðferð er hinsvegar með nokkuð öðru svipmóti svo að hið sameiginlega leynist raunverulega sjónum manna. — Þeir fara óbeint að: fara ekki út að vinna með beinu móti hjá öðrum. Þeir hugsa á annan veg og nota aðra aðferð. Þeir hugsa sem svo: Jú, áður held- ur en ég fæ minn gróða verð ég að leita annarra ráða en hinir. Ég ætla fyrst að afla mér lánsfjár og setja í gang einhverja starfsemi. Þegar þessi starfsemi er komin af stað og framleiðir einhver verð- mæti þá eiga að koma inn pen- ingar, — ef allt gengur vel, — og þeir eiga þá að borga til baka pen- ingana, sem ég fékk lánaða og setti inn til að koma þessu af stað, en svo á í lokin að verða eftir gróði (laun) til þess að ég geti séð mér farborða. — Þetta er að vísu áhætta, ef illa gengur, en ef vel tekst til þá hefi ég möguleika til að fá ríflegan gróða, umfram það, sem annars er að hafa með beinni sölu á minni vinnu, — en ég tek þá áhættu. — Ef vel gengur hagnast líka margir aðrir á því, — því um leið og ég geri þetta þá þarf ég einnig á aðstoð (vinnu) að halda frá ýmsum, sem líka þurfa að græða (fá laun) sér til viðgangs og viðurværis, og ég læt þá vinna hjá mér og borga þeim svo fyrir á meðan allt gengur vel og markað- ur er fyrir það sem ég hefi fram að leggja af okkar sameiginlega átaki. Þeir græða á að vinna hjá mér, og ég græði peningana til baka sem ég hefi lagt fram til þess að ég geti síðan haft eftir, þegar ég hefi greitt uppí skuldir, nóg handa mér til að sjá fjölskyldunni og sjálfum mér farborða. Hlutur ríkis- valdsins En hér kemur að nýjum hlut, en það er ríkið, því hér kemur hlutur ríkisins, sveitarfélagsins, bæjar eða borgar inn í dæmið um gróð- ann, — því þáttur samfélagsins verður alls ekki sniðgenginn í þessu sambandi.— Spurningin verður þá: Hvar standa þeir í þessu tilliti? Jú, ríkið (við öll) þarf líka að græða, til þess að geta allt það, sem þarf að gera fyrir okkur. — En hvernig fer það þá að því að græða? Jú, það græðir á því að við allir, sem erum ríkið, græðum sem mest, bæði á vinnu okkar, á að stunda allskyns rekstur, þar sem fé er greitt inn og út, — því þeir, sem hafa grætt á því, verða að borga hluta af sínum gróða til að ríkið og samfélagið fái gróða handa sér. Þetta merkir í raun að allir eru háðir gróðastarfsemi i ein- hverri mynd, og ef enginn græddi þá væri ekkert til sem héti afkoma eða framkvæmdir af einu eða öðru tagi, hvorki hjá einstaklingum, at- vinnufyrirtækjum eða ríkinu og hinu opinbera. Þetta byggist allt á því að eitthvað sé gert og fram- kvæmt, sem gefur af sér arð, hagnað eða gróða, hvað sem menn kjósa að nefna það, sem gefur mannfólkinu lífsbjörgina. Þegar nú búið er að draga upp þessa mynd ætti mönnum að vera ljósara að það er að sjálfsögðu mögulegt að hafa allskonar mis- munandi fyrirkomulag á þeim að- ferðum, sem beitt er til að skapa verðmæti eða gróða. Einstaklings- framtakið, þar sem einstaklingur tekur sig fram um að skapa sér leið til að afla verðmæta með því að taka áhættu af því að stofna sér í skuldir til þess að geta hafið starfsemi sem skapar tekjur, er á því byggt að einstaklingurinn not- ar hugvit sitt og dug, hugrekki og þrek, djörfung og kunnáttu til þess að leggja grundvöll að af- komu sinni. Ef það sem hann tek- ur sér fyrir hendur heppnast ekki, þá er það hann, sem líður skipbrot og tapar af gróðanum, eða missir jafnvel aleiguna, ef illa tekst til og rangt er að hlutum staðið. Ef menn vilja heldur það sem kallast ýmsum fræðilegum nöfnun með þokukenndu inntaki, en sem nefna mætti til einföldunar sam- félagsframtak, eða einhvern milli- veg í þeim efnum, sem nefna mætti samvinnuframtak, þá eru þetta að sjálfsögðu líka leiðir. Þar er áhættunni dreift þannig að enginn einn einstaklingur tekur alla áhættuna fyrir sína sérstæðu eind, heldur er það heild í stærri eða minni mæli. Einstaklingur og atvinnurekstur Ef litið er á kosti og galla þessa mismunandi fyrirkomulags kemur í ljós þó að margar hliðar séu á því máli, þá er samt einn sálfræði- eða mannlegur grundvallarþáttur, sem í veruiegum atriðum ræður úrslitum um hvað sé líklegt til að gefa beztu útkomuna fyrir allan afraksturinn í fjárhagslegum efn- um. — Látum oss skoða þetta nán- ar með hliðsjón af á hvern veg áhættan verkar. Þá hlið, er snýr að verkun fyrirkomulagsins þegar einstaklingur tekur sér fyrir hendur að stofna til atvinnu- rekstrar í einhverri mynd, höfum vér þegar séð að nokkru. Ef hon- um mistekst, þá er öll hans efna-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.