Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 12. MAÍ 1982 79 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellssveit við sveitarstjórnarkosningarnar 22. maí hefur verið birtur. 5. Jón M. Guðmundsson, bóndi. 6. Auður Kagnarsdóttir, meinaueknir. 7. SigríAur Jóna Frióriksdóttir, skrifstofumaour. . Oskar Kjartansson, ur. 13. Gunnlaugur Jóhannsson, framkvæmdastjóri. U. Salome Þorkelsdóttir, alþingismadur. Til sýslunefndar: Gunnlaugur J. Briem, fulltrúi. , Jón M. GuAmundsson, bóndi. hagslega velferð í veði og honum ríður á af þeim sökum að standa sig svo ekkert fari úrskeiðis, svo honum er nauðugur sá einn kostur að hafa aga á, — strangasta að- hald á öllum hlutum og gæta ýtr- ustu varkárni í hverri ákvörðun. — Ef vér svo skoðum mótsetningu þessa, þ.e. þegar allt er rekið á „félagslegum" grundvelli og heild- in öll tekur áhættuna með því ör- yggi, sem slíku virðist fylgja; — hvernig er tilsvarandi mynd þar? Jú, einstaklingarnir hver um sig hafa ekkert að óttast að því er áhættu varðar; þá er hætt við að það, að lítið er í húfi fyrir hvern einstakan, og að ef einhver místök eiga sér stað, þá sé hægt að fela þau í skjóli heildarinnar, — og að slíkt verði til að slæva framtaks- vilja einstaklinganna og hugkv- æmni þeirra, og þeir verði væruk- ærir og slaki á, — og þá einkum og sér í lagi vegna þess, að hagnað- arvon vegna sérstaks framtaks er ekki hin sama eins og þegar þeir bera sjálfir áhættuna, ásamt með hagnaðarvoninni, þegar vel tekst til. Af þessum sökum hafa menn skipst í mismunandi stjórnar- flokka, sem hafa valið mismun- andi leiðir til bjargráða og afkomu og þannig auðkennt sig við einka- framtak, eða mismunandi myndir eða stig félagslegra bjargráða- hátta, öðru nafni félagshyggju eða félagslegt framtak. Það, hvað bezt er, er að sjálf- sögðu það, sem menn greinir á um og hefir lengi sýnst sitt hverjum svo sem þekkt er, þar sem heimur- inn stendur nánast nú í tveimur öndverðum fylkingum einmitt vegna ágreinings, sem í grundvall- aratriðum varðar þetta: Einstakl- ingsfrelsi og framtak, eða ríkis- forsjá í algleymingi og múlbinding einstaklinganna, — jafnvel einnig í trúarlegum efnum um leið, — þótt það sé alsendis óskylt al- mennu bjargræði í veraldlegum efnum. Félagshyggjuformið Deilurnar og ágreiningurinn um þessi atriði efnalegrar afkomu eru hinsvegar í verulegum efnum smekksatriði og hártoganir um fræðilegar kenningar, sem lítið er leggjandi upp úr fyrr heldur en reynslan sjálf fær tækifæri til að tala og bera vitni. — Sé vitnis- burðar reynslunnar leitað kemur f ram, að mannlegt eðH er þess eðl- is, að ef ekki er eitthvað sem rekur það áfram, hvetur eða dregur það, þá er tilhneigingin alltaf sú að reyna að sleppa sem auðveldlegast frá hlutunum. Það aftur gerir að verkum að það kerfið, sem býður upp á auðveldari leið til að sleppa frá álagi og erfiðleikum felur í sér hættuna á að skila lakari árangri. Þegar menn síðan hafa skipst upp í hópa um þessi stefnumál og sumir ánetjast hugmyndunum um félagshyggjuformið sem einustu réttu leiðinni til lífsbjargarfram- taks þótt mannlegt eðli tali á móti því í mörgum efnum (þó ekki alltaf því mismunandi aðstæður geta breytt myndinni, t.d. í sam- bandi við samvinnusameign í und- antekningartilfellum), — þá er hætt við, þótt þeir uppgötvi að einkaframtaksstefnan sé betri í flestum tilfellum, að þeim hrein- lega hrjósi hugur við að viður- kenna villu síns vegar og breyta um stefnu samkvæmt dómi reynslu og skynsemi. — Og fyrir bragðið er staða mála oft sú að menn hafa beinlínis afneitað þeim rökum, sem staðreyndir leggja til um, að lakari árangur fæst með félagsframtaki og miðstýringu, heldur en með einstaklingsfram- takinu og frelsi til að beina kröft- um sínum og hugviti inn á þær leiðir, sem hverjum einstaklingi listir og hæfir, og samfélagið hefir þörf fyrir, — en þörfin er dómar- inn um hvort eitthvert fyrirtæki gengur eða ekki: Ófyllt þörf, blómleg viðskipti; engar þarfir, engin viðskipti. — Skiljanlegt er að menn þráist við að taka af skarið í svo afdrifa- ríkum efnum og þurfa að minnk- ast sín fyrir glámskyggnina, — það er mannlegt. En afleiðingarn- ar eru hinsvegar býsna átakanleg- ar, því vegna þessa er urmull fólks, sem í blindni leiðist áfram á þeirri braut að vilja viðgang fé- lagsframtaks og miðstýringar ríkisforsjárinnar til að sjá velferð sinni farborða, þrátt fyrir hryggi- legar myndir, sem við blasa af því hversu slíkt félagsframtak hefir rýrt eða jafnvel nánast lagt í rúst möguleika fólksins sjálfs til að afla þess gróða sem þarf til að tryggja beztu afkomu fyrir sig og sína. Nægir að nefna dæmi sem nefnt hefir verið frá Sovétríkjun- um þar sem 5 af hundraði lands i einkanýtingu framleiðir 30 af hundraði allra jarðávaxta, en 95 af hundraði hin 70 af hundraði þessara afurða. Sjónhverfingar Af átökunum um, hvað sé bezt, leiða svo stimpingar og rökræður, sem í mörgum tilfellum eru nán- ast botnlausar, þar sem gripið er til allskonar firrukenndra stað- hæfinga til þess að verja vitleysur, sem menn alls ekki vilja kyngja að sé kompásskekkja, þó að stað- reyndirnar raunverulega lemjist við höfuðið á fólkinu og blasi við augum þeirra, sem vilja hafa þau opin og geta horft á þær hleypi- dómalaust. Síöan eru sjónhverf- ingar, orðaleikir og óhreinskilni virkjuð til þess að láta svart líta út sem hvítt og hvítt líta út sem svart, til að rugla fólk svo í ríminu að aðalatriðin hverfi í moldviðri aukaatriða, sem minna máli skipta. Utkoman er samt sú að lögmál- inu um að til að geta séð sér far- borða þarf sérhver samfélagsþegn að græða, verður ekki breytt, og því betri og hagkvæmari aðferðir, því meira. vit og skynsemi sem nýtist við að framkvæma það sem til þarf, þess meiri verður afrakst- urinn, arðurinn, hagnaðurinn eða gróðinn. Allir eru að berjast við að græða, en ýmsir gleyma aðalatrið- unum í því efni og setja kappið ofar forsjánni í fræðilegum bolla- leggingum og þokuhjali og vakna jafnvel ekki upp, þótt þeir rekist á það svo undan svíði að fræðihjal og bollaleggingar verða ekki „sett- ar í askana". — Betur að menn reyndu að hafa augun opin og greina hismið frá kjarnanum, því slíkt er í rauninni ákvarðandi um það á hreina veraldarvísu hvort meira eða minna er í buddunni, — eftir því hvort kerfið er notað, hvort menn lifa og blómstra efna- hagslega eða hreinlega „lepja dauðann úr skel" eins og orðatil- tæki daglegs máls láta það heita þegar menn lifa við sult og seyru. — Ætli það geti ekki reynst þess virði að hver geri þessa hluti upp við sjálfan sig og reyni að hafa augun opin fyrir því fyrirkomu- lagi, sem gefur bezta möguleika á að sjá sér og sínum farborða, — og reyni að fenginni niðurstöðu að styðja það og ljá því fylgi? Heilshugar þakka ég bðrnum mínum, venslafólki, vin- um og vandamönnum, sem glöddu mig á 90 ára afmæli mínu 29. mars sL Lifið heiL Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Fannborg 1, Kópavogi. I Kosninga skrifstofur ¥% LISTANS - í REYKJAVÍK HVERFISSKRIFSTOFUR SJÁLFSTÆDISMANNA í REYKJAVÍK Á vegum fulltrúaráös Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og hverfafélaga Sjalfstæðismanna eru starfandi eftirtaidar hverfaskrifstofur: Skrifstofa fulltrúaráðsins í ValhoM Upplýsingasímar: 82963—82900 Starfsmenn: Sveinn H. Skúlason, heimas. 73724 Hanna Elíasdóttir, heimas. 43916 Nes- og Melahverfi, Lynghaga 5 (kjallara) Upplýsingasími: 11172 Starfsmaöur: Skarphéöinn Eyþórsson. Vestur- og Miðbæjarhverfi, Ingólfsstræti 1 A Upplýsingasími: 11175 Starfsmaður: Eyjólfur Bjarnason. Austurbær og Noröurmýri, Snorrabraut 61 Upplýsingasími: 24311 Starfsmaöur: Haraldur Kristjánsson. Hlíða- og Holtahverfi, Valhöll Upplýsingasími: 82245 Starfsmaður: Jón Rúnar Oddgeirsson. Laugarneshverfi, Borgartún 33 Upplýsingasími 18580 Starfsmaður: Guömundur Jónsson. Langholt, Langholtsvegi 124 Upplýsingasími 82004 Starfsmaður: Siguröur V. Halldórsson. Háaleitishverfi, Valhöll Upplýsingasími: 82004 Starfsmaöur: Stella Magnúsdóttir Smáíbúða-, Bústaöa-, Fossvogshverfi, Langagerði 21 Upplýsingasími: 36640. Starfsmaður: Þorfinnur Kristjánsson Árbæjar- og Seláshverfi, Hraunbæ 102 B Upplýsingasími: 75611 Starfsmenn: Sigurlína Ásbergsdóttir, Ásta Gunnarsdóttir. Bakka- og Stekkjahverfi, Seljabraut 54 Upplýsingasími: 77215 Starmfsmaöur: Þordis Sigurðardóttir Fella- og Hólahverfi, Seljabraut 54 Upplýsingasími: 74311 Starfsmenn: Andrea Steinarsdóttir, Sigrún Indriöadóttir. Skóga- og Seljahverfi, Seljabraut 54 Upplýsingasími: 78440 Starfsmaður: Ingibjörg Vilhjálmsdóttir. Skrifstofurnar eru opnar alla virka daga frá kl. 14—22 og frá kl. 13—18 laugard. og sunnud. Stuðningsfóik D-liatans er hvatt til að snúa sér til hverfaskrifstofanna og gefa upplýsingar sem að gagni geta komið í kosn- ingunum, svo sem upplýsingar um fólk sem er eöa verður fjarverandi á kjördag o.s.frv. Utankjörstaöaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Valhöll Opið alla daga frá kl. 9—22. Upplýsingasími: 86735. Starfsmenn: Óskar V. Friðriksson, Asdís Rafnar, Grétar Hjartarson, Sigurjón Símonarson, Skúli Einarsson. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.