Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. MAÍ1982 Nú hljép á snærið! Fimm daga Fludeidaferð til Amsturdamms viö lónið mikla fyrír 3.987. - krónur! Þegar sá frægi snærisþjófur Jón Hreggviðs- son lagði leið sína á fund sinnar allranáðug- ustu tignar,Danakonúngs hér um árið barst hann ,,til staðarins Amsturdamms við lónið mikla sem verður inní Holland og þeir kalla Suðursjó. Þetta er mikill kaupstaður þaðan- sem menn sigla til Asíá."*Amsturdammur er ennþá mikill kaupstaður svo ekki sé meira sagt. Ferðamenn hvaðanæva að leggja leið sína þangað til þess að kynnast töfrum þessar- ar heillandi borgar, svo ekki sé minnst á alla listamennina sem sækja sér innblástur í bygg- ingarlist hennar, sem einkennist af hinu dul- úðuga samblandi síkja, brúa, gangporta og breiðstræta. Flugleiðaferð 11.-15. júní Flogið verður til Amsterdam 11. júní og gist á Hotel Sonesta, sem er mjög gott hótel í mið- borginni. Flogið verður heim þann 15. um Luxem- borg. Innifalið í verðinu er flugfar, ferð frá flugvelli á hótelið og frá Amsterdam til Luxemborgar, sigling um síkin, sem Jón Hreggviðsson kall- aði reyndar graktir, og íslensk farar- stjórn. Verð pr. mann í tveggja manna herbergi kr. 3.987.- Verð pr. mann í eins manns herbergi kr. 4.707.- Verð fyrir barn 2-11 ára í herb. foreldra kr. 1.994.- Verð fyrir barn yngra en 2ja ára kr. 400.- Flugvallarskattur er ekki innifalinn í verðinu. Athugið að aðeins er um þessa einu ferð að ræða á þessu frábæra verði. Leitið frekari upplýsinga hjá söluskrifstofum félagsins, umboðsmönnum eða ferðaskrif- stofunum. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi •íslanclsklukkan Ws. 175. Hclgafcll 1943.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.