Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1982 AÐ BYGGJA NÝTT Á TRAUSTUM GRUNNI Rætt við Hörð Sigurgests- son, forstjóra Eimskipafélags íslands hf. Mitt hlutverk er að byggja brú á milli nýja og gamla tímans — hagnýta áratuga langa reynslu í rekstri þessa trausta fyrirtækis, tengja hana nýrri þróun. Starfsemi skipafélaga hefur breyst. Flutn- ingahættir hafa breyst meö tækniþróuninni. Skipa- félögin leggja áherslu á að flytja vörur frá framleiö- anda til endanlegs dreifiaðila. Þjónustan er fjöl- þættari en áöur og meiri áhersla lögö á samfellda flutningakeöju frá framleiðanda til neytenda. Viö erum ekki með hugann viö þaö eitt aö skipin sigli frá einn höfn til annarrar, sagði Hörður Sigur- geirsson, forstjóri Eimskipafélags ísiands, í upp- hafi viötals um rekstur og stöðu fyrirtækisins, en Höröur hefur gegnt forstjórastöðunni í rúm tvö ár. í skýrslu um rekstur Eimskipafé- lagsins fyrir árift 1981 kemur fram að þá hafi starfsmönnum þess fækk- að um 890 í 860 frá fyrra ári. Hvað veldur þessari fækkun? „Lítum á þessa tölu með öðrum hætti. Frá ársbyrjun 1980 til árs- loka 1981 fækkaði starfsmönnum Eimskipafélagsins um 18% ef metin eru stöðugildi. Skipum fækkaði um 5 á sama tíma, þau voru 26 í árslok 1979 en 21 í árslok 1981. Við urðum að bregðast við nýrri tækni og verjast olíu- verðsprengingunni. Nú sigla tvö skip til meginlands Evrópu og Bretlands í fastri áætlun, en áður voru 5 skip á þessari leið. A þess- um tveimur skipum eru 32—34 menn, en áður voru 96 menn á 5 skipum. Þessi hagræðing hefur haft fækkun í för með sér. Þá er einnig um breytt vinnubrögð við lestun og losun skipanna að ræða. Sú hagræðing hefur einnig fækkað fólki. Við flytjum nú sama magn og áður með færri starfsmönnum og færri skipum." — Þið hafið verið með skip í sigl- ingum erlendis. Hvernig hefur það gengið? „Við höfum verið að nýta offramboð á flutningagetu með þvi að leigja skip í skamman tíma til útlanda. Þetta hefur ekki skilað fjárhagslegum ávinningi, hins vegar höfum við öðlast dýrmæta reynslu með þessari starfsemi. Við erum ekki samkeppnisfærir, það eru t.d. of margir menn um borð í okkar skipum miðað við keppi- nautana, og skipin eru ekki nægi- lega hagkvæm. Við viljum þó kynnast betur þessum markaði og tengjast honum meira sé þess kostur. Hvers vegna ættum við ekki að vera samkeppnishæfir á þessu sviði eins og t.d. Danir og Norðmenn? Því er ekki að leyna að hér hefur gengið hægt að fá endurskoðaðar reglur um fjölda skipverja með hliðsjón af tækni- breytingum. Við teljum, að það megi fækka mönnum um borð í skipunum án þess að draga úr ör- yggi eða auka álag á einstaka skipverja um of. Forráðamenn stéttarfélaga átta sig á þessum breytingum og gera sér grein fyrir þeim, en bæði þeir og við vitum, að það tekur sinn tíma að aðlagast nýjum háttum í þessu efni.“ — Hver er markaðshlutdeild Eim- skipafélagsins? „Hún er mismunandi eftir því hvort litið er á innflutning eða út- flutning og einnig eftir vöruteg- undum. Areiðanlegar tölulegar upplýsingar liggja ekki fyrir en við teljum, að í flutningum til og frá landi sé hlutdeild okkar um 50%. Hún hefur minnkað ef litið er yfir 5—7 ára tímabil, en ekki á síðasta ári.“ — Er samkeppnin of hörð? „Samkeppni bæði innanlands og erlendis er mjög hörð. Samkeppni getur verið með margvíslegum hætti og stundum upp á líf og dauða. Hér á landi berjast menn yfirleitt ekki þannig. í stórflutn- ingum er stöðug samkeppni við erlenda aðila. í áætlunarflutning- um er ekki erlend samkeppni. Hún byrjaði aftur eftir stríðið en lauk 1964. Þá var ljóst að íslensku skipafélögin skildu betur þarfir viðskiptavinanna og veittu betri þjónustu. Hér á landi er t.d. löng hefð fyrir því að íslensk skipafélög sjái um vöruafgreiðsluþjónustu, en vöruhús tiðkast naumast hjá skipafélögum erlendis og slík að- staða kostar fé.“ — í skýrslu stjórnarformanns á aðalfundi Eimskipafélagsins í apríl sl. kom fram, að í áætlunarsiglingum væru skipin vel nýtt til landsins en illa frá landinu. Hins vegar væri þessu öfugt farið um stórflutninga. Hvernig ætlar félagið að auka hlut stórflutninganna í áætlunarsigling- um? „Áætlunarsiglingar eru reglu- bundnar ferðir, sem farnar eru vikulega eða á 10 daga fresti á milli aðalhafna. Þá er flutt stykkjavara og önnur almenn vara og við þessa flutninga eru skipin þokkalega nýtt á leið til landsins. Stórflutningarnir, þegar skip taka heila farma eða verulegt magn frá einum aðila, eru frá landinu. Lín- ur eru að skýrast á milli þessara flutningahátta. Áður voru skip þannig úr garði gerð, að þau gátu sinnt margvíslegum verkefnum, nú eru skipin sérhæfðari. Við er- um að reyna að jafna metin þann- ig að við flytjum meira út með áætlunarskipunum en áður. Þetta er erfitt en þó ekki ófram- kvæmanlegt, t.d. flytjum við nú út ál meira en áður og frystan fisk í gámum með áætlunarskipum. Tökum dæmi: áli er ekið frá Straumsvík í Sundahöfn og þar beint um borð í Álafoss eða Eyr- arfoss. Við munum t.d. aldrei geta flutt verulegt magn kísiljárns í áætlunarskipum og frystur fiskur fer aldrei alfarið í slík skip.“ — Nú hefur Eimskipafélagið gert samninga við stærstu útllytjend- urna. Hvernig er að slíkum samning- um staðið? „Isal bauð upphaflega út flutn- inga fyrir sig og tók tilboði Eim- skips. Síðan hafa þessir samning- ar verið endurnýjaðir á hverju ári og hafa þá Alusuisse og ísal kann- að markaðinn eða leitað tilboða hjá öðrum til samanburðar. Á Vesturbær Skerjafjörður sunnan flugvallar II Úthverfi Stigahlíð 26—97 Ármúli Gnoðarvogur frá 14—4 Upplýsingar í síma 35408 fflorjjxmbla&iíi ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Sjálfboðaliðar , á kjördag D-listann vantar fólk til margvíslegra sjálfsboöa- starfa á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúa listans í kjördeildum auk margvís- legra annarra starfa. Þeir, sem vilja leggja D-listanum lið, meö starfs- kröftum sínum á kjördag 22. maí. Hringi vinsam- legast í síma 82900. Skráning sjálfboðaliöa fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. V____________________________> I I i-lisfinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.