Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1982 J 9 Fremst á þessari loftmynd er athafnasvæði Eimskipafélagsins í Sundahöfn. sama grundvelli hefur verið samið við járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Og við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna er samið árlega." — Það er stefna félagsins að selja meiri hluta skipa sinna á næstu fjór- um til fimm árum og kaupa ný í staðinn. Hvaða ákvarðanir hafa ver- ið teknar í þessum efnum? „Meðalaldur skipa Eimskips er 11 ár. Við teljum, að þetta sé alltof hár meðalaldur, aðeins með nýjum skipum og betri tækjabúnaði get- um við veitt þá þjónustu, sem nú er krafist. Þessi markvissa stefna um að endurnýja skipaflotann hófst með kaupum á Alafossi og Eyrarfossi. Nú er verið að semja um kaup eða leigu á skipum til að annast gámaflutninga til N-Am- eríku. Þetta verða tvö skip sem koma í staðinn fyrir Bakkafoss, sem hefur verið seldur, og Berg- lindi, sem fórst. Af 19 skipum ætl- um við að endurnýja 13 á næstu 4—5 árum, en auðvitað miðast framkvæmd þeirrar áætlunar við fjárhagslegt bolmagn. í kjölfar nýrra skipa til N-Ameríkusiglinga koma svo áform um endurnýjun skipa til Norðurlandasiglinga." — Hver er þróunin í flutningum á frystum fiski? „Þar er stefnt að pallaflutning- um. Nú er svo komið, að þau frystihús innan SH, sem fram- leiða 90% af framleiðslumagni SH, eru þannig úr garði gerð, að unnt er að flytja framleiðsluna á pöllum og beita við það lyfturum. Við erum að leita að um 2000 tonna skipi til að hefja frysti- flutninga á þessum pöllum. Þetta er mikið átak, sem krefst nýrra skipa. Unnið er að þessu í náinni samvinnu við SH og frystihúsin." — En hvad um farþegaskip? „Níu ár eru liðin frá því að Gullfoss var seldur. Viðhorfin hafa breyst síðan. Menn hafa meiri áhuga en áður á að ferðast sjóleiðis og taka bílinn með sér. í júlí 1981 hóf Eimskip í samvinnu við Hafskip og færeyska skipafé- lagið athugun á rekstri farþega- og bílaferju á milli íslands og Evr- ópu. í ljós kom, að rekstur slíkrar ferju gæti staðið undir sér í 3—4 mánuði yfir sumartímann. Ekki er talinn grundvöllur fyrir skipa- kaupum með þetta verkefni ein- vörðungu í huga, og var því hafin leit að leiguskipi til þessara flutn- inga, með það að markmiði að reksturinn hæfist á árinu 1982. Þar sem hentugt skip fékkst ekki í tæka tíð, var ákveðið að félögin tvö, Eimskip og Hafskip, ynnu áfram að þessu verkefni, og er stefnt að því að hefja rekstur árið 1983, ef hentugt skip fæst. Það væri mjög æskilegt að samvinna tækist við erlenda aðila um þetta verkefni, svo að skipið mætti nýta jafnt um sumar sem vetur. Mér finnst það þjóðernislegt metnað- armál, að íslendingar eigi sjálfir og reki skip til farþegaflutninga." — Viltu lýsa því nýja rekstrar- kerfi, sem á að gera skip félagsins sjálfstæðari rekstrareiningar? „Á fyrrihluta árs 1980 voru gerðar miklar breytingar á skipu- lagi fyrirtækisins i landi og þá var valdi dreift og ábyrgð. Nú á að halda áfram á sömu braut. Ætlun- in er að ákvarða betur valdsvið stjórnenda á skipum þ.e.a.s. rekstrarlegt valdsvið. yið viljum líta á skipin eins og t.d. fram- leiðsludeild í iðnfyrirtæki. Gerð verður kostnaðaráætlun fyrir rekstur skips til eins árs í senn í samráði við stjórnendur skipsins eða alfarið af þeim og miðar áætl- unin við hugmyndir um verkefni skipsins. Innan ramma áætlunar- innar fá stjórnendur skipsins meira vald en þeir hafa nú til að sjá um rekstur þess, t.d. innkaup, viðhald og hve oft það er málað svo að dæmi séu tekin. Þetta kerfi hefur verið reynt erlendis, svo sem hjá DFDS og gefist vel.“ — Er hér um kaupaukakerfi á skipunum að ræða? „Nei. Hér er um það að ræða að ákvarða skýrar valdsvið og ábyrgðarsvið stjórnenda skip- anna. Við ætlum að reyna þetta fyrst á fjórum skipum og höfum þegar sent menn til Danmerkur til þjálfunar og þekkingaröflunar." — Hvaða hugmyndir hafið þið um kaupaukakerfi í hafnarvinnunni. Hvernig hefur Dagsbrún tekið þeim hugmyndum? „Samstarf hefur tekist milli skipafélaga við Reykjavíkurhöfn um að vinna að kaupaukakerfi í hafnarvinnunni, og er þetta áhugamál bæði skipafélaganna og Dagsbrúnar. Unnið er að undir- búningi í samvinnu við Dagsbrún, en það tekur nokkurn tíma að búa til kerfið, framkvæma nauðsyn- legar tímamælingar og athuga alla þætti málsins. Þegar grund- völlurinn er fundinn, verður vænt; anlega sest niður til samninga. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að gífurleg breyting hefur orðið á vinnubrögðum við höfnina. Þar hefur tæknin rutt sér til rúms eins og annars staðar. Við höfum þó ekki sagt upp mönnum, en hins vegar er ekki ráðið í störf þeirra sem hætta fyrir aldurs sak- ir.“ — Um mitt þetta ár á öll starfsemi Eimskipafélagsins að vera komin úr gömlu höfninni inn í Sundahöfn. Þetta hlýtur að breyta miklu. Hverju helst? „Þessi breyting er þegar orðin. Síðan á miðju ári 1981 koma skip okkar ekki lengur í gömlu höfnina. Það breytir auðvitað bæjarbragn- um í Reykjavík. Við Sundahöfn hefur Eimskip tekið 18 hektara lands á leigu. Þar er geymslurým- ið tæpir 73 þús. fermetrar, þar af um 17 þús. fermetra innigeymslur. í sumar verður þar reist 580 fer- metra verkstæði fyrir viðhalds- deild fyrirtækisins. í henni starfa 18 manns og sinna minni háttar viðgerðum á skipum og viðhaldi á tækjakosti vöruafgreiðslunnar. Gert er ráð fyrir að á þessu svæði megi einnig reisa frystigeymslur og aðrar sérhæfðar geymslur. Við höfum nýlega leigt Reykjavíkur- borg lóðina við Skúlaskála við Skúlagötu undir bílastæði og höf- um auglýst Skúlaskála sjálfan til leigu. Athafnasvæðið við Sunda- höfn veitir færi á miklum umsvif- um, sem auðvitað hljóta þó að takmarkast af fjárhagslegri getu. Það er í mörg horn að líta, þegar hugað er að smíði vörugeymslna. Við reiknuðum það til dæmis út, að við hefðum getað sparað að reisa 3000 fermetra skála miðað við þarfir á næstu tveimur árum, ef frumvarpið um tollkrít hefði verið samþykkt á Alþingi." — Þú talaðir um ný skip og nýja hafnaraðstöðu en hvað um aðal- skrifstofuna, hafa ekki orðið breyt- ingar þar? „Jú, eins og ég sagði áður gerð- um við skipulagsbreytingar í árs- byrjun 1980, og ég tel, að af þeim hafi t.d. leitt, að við leitum nú meira til viðskiptavinanna en þeir til okkar. Við stefnum að víðtækri tölvuvæðingu á sem flestum svið- um. Og mikil áhersla er lögð á endurmenntun eða endurþjálfun starfsfólks. Á hverjum degi þessa árs verða t.d. að meðaltali þrír starfsmenn fyrirtækisins á ein- hvers konar námskeiði. Að því er stefnt, að hjá Eimskip verði fyrir hendi víðtæk þekking á alhliða rekstri skipafélags, þekking sem kemur viðskiptavininum til góðs. — Eru viðhorfin almennt að breytast í rekstri fyrirtækja á íslandi með nýjum mönnum? „Já. Ég lít á sjálfan mig sem einn í hópi fyrstu kynslóðar at- vinnustjórnenda, ef nota má það orð yfir þá menn, sem ráðnir eru til þess að stjórna rekstri fyrir- tækja, án þess að þeir eigi sjálfir hlut í fyrirtækjunum, hafi beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta sem eigendur. Þessi hópur manna verður sífellt fjölmennari og mót- ar á sinn hátt viðskipta- og at- vinnulífið." Bj.Bj. J PÚSTKERFI, HLJÓÐKÚTAR PAKKNINGAR, KLEMMUR I Til afgreiðslu af lager fyrir ýmsar gerðir fólksbíla og vörubíla SMÁSALA HEILDSALA (fflmnaust h.f SlÐUMÚLA sImi 82722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.