Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 mmmm. Giftingarvottorð Hitlers og Evu Braun frá 28. apríl 1945. Tveimur döguni síðar kvöddu þau sam- starfsmenn sína og þar með þenn- an heim. þáttunum kemur Eva Braun til sögunnar, en hún giftist Hitler í lok apríl og fáum dögum síðar voru þau öll, eftir sjálfsvig. En þennan tíma var Berlín undir stöðugum árasum bandamanna, í byrginu reyndi Martin Borman af veikum mætti að stjórna, Albert Speer neitaði að framfylgja geðveikisleg- um fyrirskipunum Hitlers, Eva Braun dáðist að fötum sínum og Hitler vann í kortaherberginu að frekari hernaðaráætlunum og skipulagði gagnárásir. Hann gaf fyrirskipanir, m.a. um undarlegar refsingar og drakk te með riturum sínum, segir um efni þáttanna. Um myndina er sagt að vel hafi verið gætt að sögulegum stað- reyndum og reynt hafi verið að ná fram því undarlega andrúmslofti og spennu er ríkti í byrginu þegar endalokin voru skammt undan. Hinn 1. maí 1945 lýkur sögu byrgis- ins þegar Hitler, Eva Braun, Göbb- els og fjölskylda hans frömdu sjálfsvíg. Þá má geta þess að nýlega var sýnd í Bandaríkjunum ný sjón- varpsmynd ABC um Þriðja ríkið og stjórnaði gerð hennar Marvin Chomsky, sem einnig kom við sögu í Rætur og Holocaust. Er hún byggð á sögu Albert Speers, lem út kom 1970. Derek Jacobi leikur þar Hitler, Speer leikur Rutger Hauer og konu hans Blythe Danner, John Gielgud leikur föður Speers og Robert Waughn sem leikur Milch. Myndin er úr sjónvarpsþáttunum um byrgiö, sem byggðir eru á sögu James O’Donnells. ttmQhAw* Vfrióbt* KxkXírung; oL«js UtHltUi 4U Ktt* 6UUB•*M.1ATQ 1*1» 41« IM voi &**£. OtMt* r»T íOM4þl:a.*r,. <1949 Vor,.'f l'e*evi Vífftti ttr.t*a*'iCÍWri*iMlk* 1.) t S,) Ifl.'.fficttUí Ji') íQiXtí* aii 1* MLVW'na-.l VSkthHKiWlt „ByrgiÖ“ var síðasta heimilisfang Hitlers BYRGIÐ eða The Bunker heitir ensk-franskur sjónvarpsþáttur, sem fjallar um síðustu daga Hitlers vorið 1945, og sýndur verður í íslenska sjónvarpinu næstu þrjá sunnudaga. Time-Life og SFP höfðu samvinnu um gerð þáttanna og stjórnar þeim Georges Schaffer. Þættir jæssir eru byggðir á sögu James OTDonnells, en hann segir sjálfur um bók sína að hann geti ekki tryggt að hér komi allur sögu- legur sannleikur fram í dagsljósið, en mjög sé þó nálægt honum farið. Þrír þættir um byrgið sýndir í ís- lenska sjónvarpinu James O’Donnell var sendur af timaritinu Newsweek til Berlínar tveimur mánuðum eftir að stríðinu var lokið. Þá hafi hann velt því fyrir sér hvað gerst hafi þessa sið- ustu daga, í byrginu einkanlega. Hitler og nokkrir nánustu sam- starfsmanna hans höfðust við í byrgi þessu frá 16. janúar 1945 og til 1. maí, eða í 105 daga. Byrgið var grafið undir aðalstöðvum stjórnar- innar þegar síauknar árásir voru gerðar á Berlín og höfuðpaurunum þótti vissara að leita skjóls. Þá var öll framleiðsla og eldsneytisöflun orðin í molum og ýmsir erfiðleikar steðjuðu að framsókn Þriðja ríkis- ins. Var byrgið síðasta heimilis- fang Hitlers í Berlín, en þaðan átti hann ekki afturkvæmt. En James O’Donnell hóf að leita fyrir sér að einhverjum er frætt gæti hann um lífið í byrginu. Rússar höfðu tekið þá sem á lífi voru, en löngu síðar voru nokkrir úr hópnum fúsir til að ræða við O’Donnell. Minnið er þó hverfult og eftir mörg ár er ekki að vita hversu rétt menn segja frá og hvað gengur á svig við raunveru- leikann, segir höfundurinn, en úr þessum brotum og öðrum upplýs- ingum skrifaði O’Donnell frásögu sína. Sem fyrr segir er hér um þrjá þætti að ræða og er hver þeirra 50 minútna langur. í siðari tveimur Biðstofan í byrginu. Lengst til vinstri er dr. Morell, í miðjunni Krause og von Puttkam- er aðmíráll. Úr bandarísku sjón- varpsmyndinni um Þriðja ríkið, sem byggð er á sögu Albert Speers. Skátanámskeið um hvítasunnuna Um hvítasunnuna verða sveitarfor- ingja- og matreiðslunámskeið haldin að Úlfljótsvatni. Sveitarforingjanámskeiðið er fyrir léskáta- og áfangaskátafor- ingja. Boðið er upp á þjálfun undir leiðsögn reyndra foringja. Þar sem heill dagur bætist við þessa helgi gefast miklir möguleikar til útilífs. Námskeiðið á að gefa haldgóða þjálfun í foringjastörfum með skáta og æskulýð. Framhaldsnám- skeið verður haldið 24.-26. sept- ember. Aldurstakmark er 17 ár. í góðu eldhúsi undir stjórn mat- reiðslusnillings verður farið í grunn- og framhaldsatriði matseld- ar. Öllum er heimil þátttaka að ofantöldum námskeiðum og er verð í lágmarki. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu BÍS, iþróttahúsi Haga- skóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.