Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 25 Mórall í borginni aflaga er en ástin á landinu þverrandi fer byrjar einn af söngvum Jökla- manna eftir hirðskáldið þeirra Sigurð Þórarinsson. En hafi mórallinn í borginni aflagast, er ekki víst, að bót sé að halda á kaldan klaka, eins og í þvísa ljóði er ráðlagt fólki með slíkar sérþarfir. Æ oftar kemur orðið fram í hugann við lestur blaðanna: Ætli þetta verði liðið? Þetta þora þeir nú ekki! Og það er ein- mitt kjarni málsins í okkar sam- félagi. Þeir sem málum ráða, eiga samkvæmt lýðræðisskipu- lagi að hafa aðhald af fjöldan- um. Að verða með jöfnu millibili að svara fyrir það sem þeir hafa gert — þ.e. á kjördegi. Og það hlýtur að fara eftir því hve mikl- ar kröfur fólkið sjálft gerir til aðferða og siðgæðis, hvað full- trúar þess þora og leyfa sér. Því er dálítið kúnstugt, þegar í kosn- ingabaráttu Framsóknar dúkkar nú allt í einu upp maður, sem getur hvorki borið ábyrgð á því sem gert hefur verið eða ráðið því sem gert verður — einfald- lega af því að hann ræður engu og verður ekki fengið umboð til þess nú fremur en fyrr. Núver- andi borgarstjóri í Reykjavik er ágætur embættismaður og ráð- gjafi hinna kjörnu fulltrúa, sem taka ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim, alveg eins og borgar- verkfræðingur, borgarritari og borgarlögmaður. Troykan í kerf- inu sem sjálfstæðismenn notuðu til að leysa stjórnunar- og tæknileg mál undir forustu kjör- ins ábyrgs borgarstjóra. Nú hef- ur komið inn pólitísk troyka, sem tekur ákvarðanir, en bæst við fjórði embættismaðurinn, sem híustar á fólk og flytur boð- in áfram, en hefur ekki sjálfur umboð til ákvarðanatöku. Og það hefur reynst æði seinvirkt í smáu sem stóru. Að auki getur hann létt kaffiboðum og form- legum mætingum af áhrifa- mönnum, ef þeir kjósa að losna við þær. En um leið kynnast þeir, sem hafa með fjárveitingar og aðstoð að gera, ekki viðkom- andi félagsskap eða stofnun. Þetta tal upphófst á versnandi móral og slaknandi aðhaldi í okkar samfélagi. Svo byrjað sé almennt og á eigin stétt, þá man ég hve hissa ég varð á viðbrögð- unum þegar hneykslunaralda varð út af einhverju eintaki af Alþýðublaðinu, sem íhlauparit- stjóri útbjó og blaðstjórn stöðv- aði. En mín hneykslun virtist af öðrum toga: Þarna var birt við- tal við nafngreindan og myndað- an Jóhannes Nordal, sem aldrei fór fram. í mínum huga falsað viðtal, en af sumum kallað grín. í fréttablöðum hefur eitthvað þessu líkt sést síðar, aðhald vantar. Mörgum fannst heldur ekkert athugavert við það, þegar upplýstist að tollvörður hefði verið í aukavinnu og þægi laun frá þeim sem hann átti að gæta. Og ef við lítum á 4ra ára tíma- bil borgarstjórnar, sem nú á að fara að dæmast af verkum sín- um, þá má t.d. nefna að hún skipaði sem formenn í tvær þær nefndir, sem hafa á hendi ráð allra húsbyggjenda og þeirra sem breyta vilja húsum sínum, byggingarnefnd og skipulags- nefnd, tvo unga alþýðubanda- lagsmenn og arkitekta, sem reka saman teiknistofu, er tekur verk fyrir einstaklinga og þarf svo stimpil viðkomandi nefnda á til- högun á byggingunum. Burtséð frá því hvort og hvernig þessir ungu menn treysta sér til að halda sínum skoðunum aðskild- um í þessum tveimur hlutverk- um við að teikna og meta svo gildi teikninganna — það er utan við þessar umræður um prinsip — þá er raunar ekki óeðlilegt að tortryggni gæti hjá þeim se'm verða óánægðir með afgreiðsluna. Getur enginn orðið hissa þótt orðrómur færi að heyrast um að klókara sé nú að láta gera þar teikningar, t.d. um breytingar á gömlum húsum til að fá ekkert vesen við að koma þeim í gegn. Ekki síst þegar slík teiknistofa blómstrar. Það er ekki óeðlileg tortryggni, þótt hún byggist ekki á neinu. Það er ekki kjarni málsins, heldur á ekki að setja nokkurn mann í slíka aðstöðu. Mér sýnist það líka almennt fara vaxandi, að nefndarmenn telji sig ekki þurfa að víkja af fundum, þegar fjallað er um mál, sem koma við þeim sjálfum, starfi þeirra eða að- standendum og vinum, sem þótti alltaf sjálfsagt fyrir ekki mörg- um árum. Ekki það að fólk treysti sér ekki til að taka hlutlausa af- stöðu. Undirrituð treysti sér t.d. til að halda skoðunum aðskild- um, þegar hún var fjarstödd kos- in í siðanefnd Blaðamannafé- lagsins á aðalfundi, en tilkynnti að það gerði hún ekki meðan hún væri í pólitík. Af þeim sökum hefði málefni e.t.v. orðið tor- tryggt og það er kjarni málsins. Nú í kosningabaráttunni heyr- ir maður helst af þessu tali rætt um úthlutun lóða og nýtt punktakerfi, sem hafi kveðið niður allt svínaríið gamla, þegar notaðar voru viðmiðunarreglur en síðan greidd atkvæði um út- hlutanir. Svakalegir siðleysingj- ar hafa þá verið í borgarstjórn! Þeir samþykktu alltaf allir úr öllum flokkum einróma allar út- hlutanir. Sumir þeir hinir sömu, sem nú virðast vera komnir í sjálfsgagnrýni og játningar „a la Sovét". Nú er sá kaleikur frá þeim tekinn, því braskið er neytt upp á fólk úti í samfélaginu. Þeir sem ætla sér að fá lóð, verða að læra að spila á kerfið eða verða úr leik. Það sem venju- lega ræður úrslitum, þegar aðrir punktar eru fram taldir, eru punktarnir 18, sem fást við að hafa löngu áður og af forsjálni þrisvar sinnum sótt um og verið synjað um lóðir sem þeir e.t.v. vildu ekki og gátu ekki nýtt. Ef svo slysalega vill til, að maður lendir í úrdrætti þá og fær lóð, missir hann uppsöfnuðu stigin sín og fer í 6 ára bann, ef hann sleppir lóðinni. Vitanlega verður hann þá að bjarga sér og braska með lóðina, t.d. með því að fá einhvern punktalausan til að kaupa hana og vera sjálfur skráður á bygginguna þar til hún er nægilega langt komin. Sigurjón Pétursson segir svo til ágætis punktakerfinu, að nær enginn skili aftur lóð. Eftir þvi sem fleiri átta sig á og læra að leika punktakerfisleikinn með þessu, eða t.d. flytja að forminu til í leiguhúsnæði eða inn á ætt- ingja meðan sótt er um lóð, þeim mun óbrúklegra verður þetta kerfi. Gengur ekki lengi. Lækningin á þessu ræðst i kjörklefunum, með því að skipta um ráðamenn. Það er engin pat- entlausn til, eins og í ljóðinu: BlásnauAur kommi sem eldrauður er upplitast stundum er fátæktin þver. En sólbað á jökli er lækning við því litinn sinn fær hann þar aftur á nv. Lýk ég svo þessum Gárupistli með vísuorðum úr lokavísu sama brags: Skellum nú botni í skrykkjóttan brag skáldið er bilað og andlaust í dag. ;fur orðið tæknibylting tvisvar á tíu árum. ismenn. Raunin var hins vegar sú, að sú ’ félagsmálastefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi í borgarstjórn Reykjavíkur var langt um fremri þeirri félagsmál- astefnu, sem vinstri flokkarnir fylgdu þar sem þeir réðu, hvort sem var í sveitarstjórnum eða í ríkisstjórn.Sú félagslega þjónusta, sem byggð var upp undir forystu Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur orðið fyrirmynd annarra sveitarfélaga á landinu. Núverandi vinstri meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki bryddað upp á nýjungum í félagslegri þjónustu við borg- arbúa. Hann hefur ekkert nýtt haft fram að færa á því sviði. En jafnframt hafa verklegar fram- kvæmdir drabbazt niður, svo sem í gatnagerð, hitaveituframkvæmd- um, umhverfismálum og í upp- byggingu nýrra hverfa. Reykvískir kjósendur, hvar í flokki sem þeir standa í landsmálum, vita því að fenginni reynslu, að með meiri- hlutastjórn sjálfstæðismanna í borgarstjórn geta þeir tryggt sér í senn öfluga framkvæmdastefnu og framsækna félagsmálastefnu. Kosningabarátta Framsóknar- flokksins Kosningabarátta sú, sem Fram- sóknarflokkurinn rekur um þessar mundir, er umtöluð vegna þess, að hún þykir með endemum. Þar ríð- ur sýndarmennskan og gervi- mennskan húsum. Á síðustu fjór- um árum hafa framsóknarmenn í borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkt verulega hækkun á fast- eignagjöldum, útsvari og aðstöðu- gjöldum, síðast við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar í janúar. Hálfum mánuði fyrir kosningar koma þeir og apa hver eftir öðrum í sjón- varpi: viltu lækkun fasteigna- skatta? Þá kýst þú Framsóknar- flokkinn. Það er rétt sem Sigurjón Pétursson sagði: Þetta er lýð- skrum. Þessu trúir ekki nokkur maður. Jafnvel Kristján Benediktsson lætur hafa sig í það að verða í sjónvarpi málpípa einhverra áróð- urssérfræðinga, sem bersýnilega telja að útlendar aðferðir í kosn- ingum dugi hér. Eftir áratuga setu í borgarstjórn er hann spurður í sjónvarpi um hvað kosningabar- áttan snúist. Hann svarar: hún snýst um það hvort Egill Skúli verður borgarstjóri áfram! Krist- ján Benediktsson veit betur. Hann veit, að á síðustu fjórum árum hefur embætti borgarstjórans í Reykjavík verið gert valdalaust með öllu og að sá maður, sem því hefur gegnt, hefur ekki tekið nokkra ákvörðun án þess að spyrja þremenningana fyrst. Það skiptir nákvæmlega engu máli við þær aðstæður hver situr í embætti borgarstjóra. Raunar væri meiri ástæða til að gera það að kosn- ingamáli hver framkoma vinstri flokkanna þriggja hefur verið við Egil Skúla Ingibergsson, en það er önnur saga. Þriðji þátturinn í þeirri gervi- mennsku, sem framsóknarmenn stunda í þessari kosningabaráttu, er að koma fram í sjónvarpi og apa hver eftir öðrum: vilt þú ekki spara 1400 krónur á rekstri Borg- arspítalans? Ef þú vilt spara þær áttu að kjósa Framsóknarflokk- inn, B — fyrir betri borg! Þetta tuldra þeir hver á eftir öðrum. Aumingja fólkið að láta niður- lægja sig svona. Reykvíkingar hafa hingað til haft meiri metnað fyrir hönd höfuðborgar sinnar en svo, að þeir vilji, að hún sé háð ríkisvaldinu í einu og öllu í heil- brigðismálum. Þennan metnað skilja framsóknarmenn auðvitað ekki. Það hefur löngum háð þeim að eiga erfitt með að skilja lífs- viðhorf höfuðborgarbúa. Alþýdubanda- lagið í örvæntingu I herbúðum alþýðubandalags- manna hefur örvænting gripið um sig í þessari kosningabaráttu. Þá örvæntingu má sjá í hnotskurn í atferli formanns Alþýðubanda- lagsins, Svavars Gestssonar. Á hann hefur runnið einhvers konar æði eins og sjá má í æðisgengnum greinaskrifum hans í Þjóðviljan- um. Ástæðan fyrir örvæntingu al- þýðubandalagsmanna er sú, að þeir finna mjög rækilega fyrir þeirri andúð, sem almenningur hefur á framferði þeirra síðustu fjögur árin. Þetta eru mennirnir, sem fyrir fjórum árum gengu til kosninga undir kjörorðinu „samn- ingana í gildi" og hafa svikið það svo rækilega, að það er orðið að einhverju mesta kosningasvindli, sem um getur í stjórnmálasögu samtímans. Alþýðubandalags- menn virðast halda, að fólk sjái ekki í gegnum þetta. En auðvitað veit hver einasti launþegi í land- inu, hvað að honum snýr. Kjör landsmanna fara sífellt versnandi. Við höfum síðustu árin fleytt okkur á afrakstri útfærslunnar í 200 mílur. Nú getum við það ekki lengur. En alþýðubandalagsmað- urinn, sem situr í iðnaðarráðu- neytinu, hefur séð rækilega til þess, að alger stöðnun hefur ríkt í uppbyggingu atvinnuveganna og þá alveg sérstaklega orkufreks ið- naðar. Hjörleifur Guttormsson er nú þegar orðinn íslendingum of dýr í embætti. Önnur ástæða fyrir þeirri and- úð, sem almenningur hefur á Al- þýðubandalaginu og forystu- mönnum þess um þessar mundir, er sá hroki, sem einkennir valda- menn þessa flokks. Þegar Adda Bára Sigfúsdóttir var spurð um það, hvað hún vildi segja um niðurstöður skoðanakönnunar um fylgi flokkanna, var skýring henn- ar á lélegri útkomu Alþýðubanda- lagsins sú, að fólk væri óánægt með sjálft sig og þessi óánægja bitnaði á Alþýðubandalaginu! Eða hvað segja menn um iðnaðarráð- herrann, sem er of fínn til þess að tala í sjónvarpi við „forstjóra fyrirtækis úti í bæ“ og neitar að fara í sjónvarpsþátt tveimur mín- útum áður en hann hefst, nema forstjórinn verði settur undir eft- irlit svo að hann heyri ekki hvað ráðherrann segir í sjónvarpi. Og ekki er minni hrokinn og yfirlætið í Guðrúnu Helgadóttur í grein í Þjóðviljanum í dag, laugardag, er hún segir: „En það er einmitt ein- kenni fólks, sem enga þekkingu hefur á stjórnmálum, að halda að allt verði gert, sem hendi væri veifað." Það er munur að vera Guðrún Helgadóttir og hafa þekk- ingu á stjórnmálum. Og svo mætti lengi telja afrekaskrá valdamanna Alþýðubandalagsins. Allt þetta finnur fólk og hugsar sitt. I þessari kosningabaráttu hefur Alþýðubandalagið ekkert haft að segja nema það eitt að Sjálfstæð- isflokknum sé stjórnað af Vinnu- veitendasambandinu. Um það kosningamál Alþýðubandalagsins er það eitt að segja, að aldrei hef- ur Davíð Oddsson verið tilnefndur heiðursfélagi Vinnuveitendasam- bandsins en sá sómi hefur verið sýndur þeim Ragnari Arnalds, fjármálaráðherra Alþýðubanda- lagsins, og Þresti Ólafssyni, að- stoðarmanni hans, vegna þess að stefna þeirra í kjaramálum opin- berra starfsmanna hefur verið nákvæmlega sú sama og stefna Vinnuveitendasambandsins í kjaramálum á hinum almenna vinnumarkaði. Hver veit nema Þorsteinn Pálsson bjóði þeim vinnu, þegar ríkisstjórnin er fall- in.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.