Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1982 Kirkjan og sjúkrahúsið II Starf prests á sjúkrahúsinu Hér á landi hefur það tíðk- ast að viðkomandi sóknar- prestur beri ábyrgð á prests- þjónustu á þeim sjúkra- stofnunum, sem eru í sókn hans. Það hefur það í för með sér, að hér í þéttbýlinu, verð- ur þeim mikilvæga þætti ein- ungis sinnt í hjáverkum, þar sem prestar á Reykjavík- ursvæðinu eru alltof fáir, söfnuðirnir a.m.k. helmingi of stórir til að prestarnir geti komist yfir að sinna því sem af þeim er krafist. Prestþjónustan á sjúkra- húsum einskorðast því að mestu við reglubundnar guðsþjónustur og svo viku- lega viðtalstíma. Þar fyrir utan vitja prestarnir þeirra sjúklinga, sem þess óska. í ýmsum nágrannalöndum okkar þykir sjálfsagt að prestur sé hluti þess hóps sem veitir sjúklingnum með- ferð á sjúkrahúsinu, og hafa margir Islendingar sem dval- ið hafa á sjúkrahúsum er- lendis haft kynni af því. Mjög er brýnt, að hér í höf- uðborginni verði ráðnir sér- stakir sjúkrahúsaprestar að stærstu sjúkrahúsunum, prestar sem með sérþekk- ingu sinni leggi sitt af mörk- um til meðferðarinnar, auk þess sem þeir kæmu til með að gegna mikilvægu hlut- verki hvað varðar námskeið og fræðslu fyrir starfslið sjúkrahúsanna og við stefnu- mótun hvað snertir hina andlegu þjónustu í heilbrigð- iskerfinu í heild. Prestastefnur og fjölmarg- ir aðilar innan kirkjunnar hafa um árabil lagt áherslu á þessa þörf og á undanförnum árum hefur komið til liðs- auki frá heilbrigðisstéttun- um. „Kristilegt félag heilbrigð- isstétta“ hefur ályktað um þörfina fyrir aukna prests- þjónustu á sjúkrahúsunum, og sama er að segja um „Samtök presta og lækna“. „Nú, er ég þá svona langt leiddur“ sagði sjúklingur einn, þegar presturinn leit inn til hans. Að vísu var þetta mælt í gamni, en hitt er þó býsna algengt að prestur sé í aug- um manna e.k. tákn dauða og grafar. í starfi sínu á sjúkrahús- inu og annars staðar er presturinn þó, eða á að vera, þjónn lífs og heilsu. Hlutverk prestsins er að efla með mönnum traust og^rú á lífið, með því að boða með lífi sínu og starfi og framkomu allri gleðiboðin um Jesú Krist, hinn krossfesta og upprisna frelsara. Það er boðskapur um fyrirgefningu og frelsi undan öllum þeim öflum sem fjötra manninn og ógna lífi hans og heill þessa heims og annars. Þessi boðun fer auðvitað fyrst og fremst fram í hinum opinberu guðsþjónustum og helgistundum, en líka og ekki síður í persónulegum samtöl- um. Oft er þá mikilvægasta hlutverk prestsins að hlusta með innsæi og skilningi og kærleika. Oft reynist það nægilegt að geta orðað hugs- anir sínar, angist og áhyggj- ur. Lúther sagði einhvers staðar: „Guð gaf manninum tvö eyru en einn munn. Þá var til þess að við hlustuðum helmingi meira en við töl- um!“ Kristin trú er ekki bölsýn. Öðru nær. Hún byggir á fagnaðarerindinu um sigur Jesú Krists og líf og heilsu í ríki hans. Kristin tní er líf og betri heim þar sem réttlætið býr og vilji Guðs er allt í öllu. Trúin á Jesú Krist hjálpar manninum að virkja hin jákvæðu öfl mannssálarinn- ar og fá þau til að vinna sam- an að öllu góðu, svo að stefnt sé að lækningu líkama og raunsæ á mannlífið og horf- ist í augu við ógnarafl synd- ar, forgengileika og dauða. En kristin trú veit um betra sálar, að samsöfnun hinna góðu sálarkrafta. Kristin sálgæsla miðar að því að styrkja þá trú, hjálpa ein- staklingnum að komast í samhand við Guð og meðtaka þá hjálp, sem hann getur gefið honum. Helstu verk- færi kristinnar sálgæslu eru Guðs orð í Biblíunni, og bæn- in, kvöidmáltíðin og skriftirn- ar. Hér skal einkum bent á hið síðastnefnda, vegna þess að ekki hefur verið mikið um það fjallað. Skriftir. Hvað er nú það? Skriftirnar eru kjarni allr- ar kristinnar sálgæslu. Skriftir eru persónuleg játn- ing synda sinna fyrir kristn- um einstaklingi, einkanlega presti, sem veitir honum síð- an aflausn, þ.e. boðar honum fyrirgefningu syndanna í Jesú nafni. Skriftir hafa aldrei verið aflagðar í lúth- erskri kirkju og sjálfur Lúth- er taldi þær dýrasta hnoss, og algjörlega ómissandi. En hann vildi afnema þær laga- kvaðir, sem gerðu skriftirnar valdboðnar. Skriftir voru iðkaðar í íslensku kirkjunni fram á síðustu öld, en hafa orðið sorglega vanræktur þáttur í trúarlífi þjóðkirkju- fólks á íslandi. Bænabókin sem fylgir sálmabókinni hefur leiðbein- ingar um skriftir (bls. 578) og sömuleiðis Handbók ís- lensku kirkjunnar (bls. 121). Sá sem vill skrifta biður prest um einslegt viðtal. Skriftabarnið segir hug sinn allan og nýtur við það að- stoðar prestsins, sem spyr þess, sem þurfa þykir. Báð- um er ljóst, að þagnarskylda prestsins er algjör og þag- mælska hans lögvernduð að viðlögðum þungum vítum. Að lokum krjúpa prestur og sá sem skriftar saman hlið við hlið og skriftabarnið fel- ur játningu sína í bæn til Guðs, en einnig getur prest- urinn lagt því bænarorðin í munn með hliðsjón af undan- genginni játningu. Síðan rís presturinn á fætur og leggur hönd á höfuð þeim er skrift- ar og boðar aflausn, þ.e. boð- ar samkvæmt skipun Jesú Krists og fyrir verðskuldan hans fyrirgefningu syndanna í nafni heilagrar þrenningar. Aflausn merkir þar, að sam- viska þess er játar, er leyst undan synd hans og sekt. Aflausnin, sem presturinn flytur, er Guðs verk. Á því skal byggt og því skal treyst. Skriftabarn, sem hefur með- tekið aflausn, skal „gleyma því sem að baki er“ og minn- ast þess, að orð aflausnar- innar sem presturinn hefur boðað því, er Guðs orð, sem Kristur hefur talað til þess. Hversvegna ég? Margur spyr sjálfan sig: „Hvers vegna er svona komið fyrir mér?“ „Hvað hef ég gert af mér, að Guð skuli refsa mér á þennan hátt?“ „Hvers vegna skyldi ég verðskulda þessar þján- ingar?“ Mörgum verða þessar og þeim líkar spurningar alvar- legur fjötur um fót. Þá er vert að minnast þess hvaða augum Jesús Kristur lítur sjúkdóma og þjáningar og hvernig hann berst gegn því á margvíslegan hátt. Kross- inn stendur sem ævarandi áminning um þann kærleika og fórn, sem bar þjáningar mannanna og mein. Samviskan ásakar okkur oft, en í Jesú Kristi fyrirgef- ur Guð, sýknar hinn seka og boðar honum líkn og líf, frelsi og frið. í guðsþjónust- unni hvort sem hún er haldin í kirkju eða á sjúkrastofnun, boðast þetta orð fyrirgefn- ingarinnar. Þar gefst tóm til íhugunar og til að leyfa ljósi Guðs orðs og falla yfir eigið líf og aðstæður. Biblíulestur vikuna 16. til 22. maí sunnudagur 16. maí mánudagur 17. maí þriðjudagur 18. maí miðvikudagur 19. maí fímmtudagur 20. maí fostudagur 21. maí laugardagur 22. maí Bænadagurinn Jóh. 16,23-33 Lúk. 11,1-13 Matt. 6,5-15 Kor. 3,1-11 uppstigningard. Post. 1,1-11 Póst. 1,12-26 Róm. 8,1-11 Kór Öldu- túnsskóla til Finnlands Kór Öldutúnsskóla frá Hafnar- firði heldur í tónleikaferð til Finn- lands mánudaginn 17. maí. Kórinn heldur tónleika í Tap- iola, Seinájoki og tekur þátt í al- þjóðlegu kóramóti í Lahti auk þess að koma fram í útvarpi og sjón- varpi. Myndin er frá tónleikum kórsins í Hafnarfjarðarkirkju 2. maí sl. Stjórnandi Kórs ðldu- túnsskóla er Egill Friðleifsson. | ff<H I Éfltt f Víetnamska fjölskyldan: Vongóð um að fá dvalar- leyfi í Kanada l*að eru meiri líkur á þvi nú en áður að víetnamska fjöl.skyldan, sem hér bjó, en hvarf sporlaust um tima í Kan- ada fái þar atvinnuleyfi fljótlega og kemur dvalarleyfið á eftir því að sögn Jóns Ásgeirssonar hjá Rauða kross fs- lands. Sagðist Jón hafa haft samband við fjölskylduna nýlega og hefði hljóðið í þeim verið gott, allir vongóðir um að úr málum þeirra rættist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.