Morgunblaðið - 16.05.1982, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.05.1982, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 Hafi nokkurt þjóðfélag nokkru sinni átt framundan hrapallegt skipbrot, var það Argentína skömmu fyrir 2. apríl síðastliðinn. Allt frá því í árslok 1980 hafa landsmenn gert sér grein fyrir því, að brátt myndi þar upp úr sjóða, eíTda þótt enginn hafi vitað með vissu, hvers konar ham- farir væru í vændum. í marga mánuði fyrir innrásina á Falklandseyjar var loftið lævi blandið, og þar ríkti gremja og örvænting. Hvarvetna mátti finna hina knýjandi þörf fyrir að hreinsað yrði duglega til í þjóðfélaginu. Borgaralegir stjórnmálamenn sögðu, að „þjóðfélagsleg sprenging" væri á næsta leiti, og var það þeim bersýnilegt tilhlökkunarefni. Efnahags- sérfræðingar veltu því fyrir sér, hvernig gjaldþrot þjóðar- innar yrði. Innan hersins lá það orð á, að hægrisinnaðir herforingjar, sem álitu Leo- poldo Galtieri háskalegan miðjumann, hygðust velta m■\M Galtieri hershöfðingi, einn þriggja i herforingjastjórninni og gegnir jafn- framt starfi forseta landsins. væru aðeins skeinuhættir landsmönnum sínum, og öðr- um þjóðum stafaði ekki hætta af þeim, þótt þeir gengju kappsamlega fram í því að drýgja glæpaverk. En fyrir þremur árum lá við borð, að Argentína segði Chile stríð á hendur út af þremur litlum eyjum, sem yfirleitt hafa ver- ið taldar tilheyra Chile. Þá hlutuðust þeir til um innan- ríkismál Bólivíu og lögðu fram aðstoð sína við að eyði- leggja tilraun til að koma á lýðræði þar í landi. Þeim var það kappsmál að stjórnarfar í Bólivíu væri með sama hætti og í Argentínu. Þar að auki ala ýmsir hægrisinnaðir Argentínu- menn á fáránlegum metnaði fyrir hönd þjóðarinnar. Skömmu eftir innrásina í Falklandseyjar birtist í víð- lesnu tímariti, sem nátengt er herforingjastjórninni, grein með stóru landakorti, þar sem gefið var til kynna, að Arg- entína hefði „tapað" land- Lýðræðið það skelfilegasta í augum herforingjanna Höfundur þessarar greinar er James Neilson, fyrrum rit- stjóri „Buenos Aires Herald" í Argentínu, en sökum ítrek- aðra líflátshótana flúði hann til Uruguay fyrir skömmu. í greininni fullyrðir hann, að ástæðan fyrir hertöku Falk- landseyja hafi verið ótti herforingjastjórnarinnar við óánægju almennings í landinu fyrir margra hluta sakir. honum úr sessi og fá í staðinn forseta sem væri í senn harð- skeyttari og meiri þjóðernis- hyggjumaður. Með öðrum orðum, um nokkurt skeið hafði verið í Argentínu landlæg móður- sýki, sem þjóðinni sjálfri stóð ekki aðeins ógn af, heldur einnig grannríkjum hennar. Og meðal grannríkjanna voru Bretar vegna yfirráða þeirra yfir Falklandseyjum. Harðir þjóðernissinnar í Argentínu höfðu aldrei farið í launkofa með þá skoðun sína, að Falklandseyjar bæri að taka herskildi og frá því að Galtieri komst til valda í des- ember síðastliðnum, var skeggrætt opinberlega um kosti og galla þess að innrás yrði gerð í eyjarnar. Þótt sumum þætti kostur þessi all- fýsilegur, töldu þeir þó, að hann gæti orðið of dýrkeypt- ur. Hins vegar var ríkisstjórn Galtieris í svo mikilli úlfa- kreppu síðustu vikurnar fyrir 2. apríl, að ókostirnir við her- töku eyjanna virtust smá- munir einir, ef henni tækist að umflýja þau örlög, sem hún hafði búið sér. Margir eiga sjálfsagt erfitt með að skilja, hvaða ógn og skelfingu Galtieri og kappar hans töldu sig eiga yfir höfði sér, og álíta, að þeir hefðu einfaldlega átt að efna til kosninga og láta borgaraleg öfl um stjórn landsins um hríð. Því miður var málið ekki svona einfalt. Herforingjarnir í Argentínu telja sig ekki geta lagt niður völd, því að þá væru þeir knúnir til að svara fyrir margháttuð glæpaverk sem þeir frömdu í valdastólum. Sannleikurinn er sá, að í aug- um Galtieri og manna hans er lýðræðið það skelfilegasta af öllu í heiminum, jafnvel skelfilegra en styrjöld. Miskunnarlaus barátta Eftir að herforingjar rændu völdum í landinu árið 1976, hófu þeir umsvifalaust miskunnarlausa baráttu gegn öllu því, er þeir töldu bera svip af marxisma. I þessari baráttu var óspart gripið til pyntinga. Um 15.000 manns, þar á meðal 100 ungbörn, „hurfu". Þótt fullvíst þyki, að obbinn af þessu fólki hafi ver- ið drepinn, oft á svívirðilegan hátt, hafa stjórnvöld firrt sig allri ábyrgð á þeim voðaverk- um. Þar að auki liggur það orð á, að allmargir háttsettir liðs- foringjar hafi dregið að sér umtalsverðar fjárfúlgur þau 6 ár, sem herforingjastjórnin hefur verið við völd, og notað til þess alls kyns aðferðir. Ef þingræðisleg ríkisstjórn tæki við völdum, gæti ekkert komið í veg fyrir, að dómstól- ar hæfu rannsóknir á hinum meintu glæpaverkum og kvæðu upp dóma yfir hinum seku. Andófsmenn í Argen- tínu líkja þessum væntanlegu skuldaskilum við Níirnberg- réttarhöldin, og óttinn við þau veldur því, að herforingjarnir munu halda dauðahaldi um stjórntaumana, hvað sem það kostar. Örvæntingarbragð Það er því augljóst, að inn- rásin í Falklandseyjar var ör- væntingarbragð herforingja- stjórnarinnar. Með því að leggja út í vinsælt ævintýri gat hún bægt athygli manna frá ófremdarástandinu heima fyrir. Ef stjórnin hefði metið rétt, er hugsanlegt að þetta hefði tekist, því að nálega sérhver Argentínumaður er í hjarta sínu sannfærður um, að Falklandseyjar tilheyri Argentínumönnum. Eigi að síður er ekki víst, að stjórn- inni hefði tekist að ávinna sér vinsældir almennings með þessu bragði, en þótt hann hafi hrósað sigri opinberlega vegna töku eyjanna, hefur álitið á ríkisstjórninni ekki batnað. Hún er enn sem fyrr talin fyrirlitleg, spillt, grimm- úðleg og óhæf í alla staði. En herforingjastjórninni urðu á hrapalleg mistök, er hún taldi, að hertaka eyjanna yrði látin átölulaus á alþjóða- vettvangi. Bretar létu sér ekki nægja að bera fram mótmæli, fá ríki lýstu yfir stuðningi við aðgerðir Argentínu og bresku hermennirnir voru ekki úr- kynjaðir, síðhærðir eitur- lyfjaneytendur, eins og her- foringjastjórnin hafði haldið, heldur reyndust þeir hinir vígalegustu. Hvorki stjórn- völd í Argentínu né almenn- ingur hafði búist við mikilli mótstöðu, en þegar Bretar reyndust fastir fyrir, kom annað hljóð í strokkinn. Margaret Thatcher var sökuð um að gera of mikið úr her- tökunni, og svo fóru Argentínumenn líka að rífest innbyrðis. Sjálfsblekking En herforingjastjórnin mis- reiknaði sig eins og frægt er orðið, enda hefur hún oft áður gert sig bera að furðulegustu sjálfsblekkingum. Almenn- ingur í Argentínu vill gjarnan heyra það sem honum er sagt, en hann er orðinn svo vanur því, að opinberir aðilar hag- ræði sannleikanum, að hann getur ekki leyft sér þann munað að trúa þeim núna. Gorgeirinn í stjórninni fer núorðið í taugarnar á fólki. I byrjun apríl var argentínska þjóðin í innilegri gleðivímu, eins og sagt er að hafi gripið um sig í Evrópu í upphafi heimsstyrjaldarinnar fyrri. Er apríl var á enda runninn, hafði ömurlegur hversdags- leikinn náð tökum á þjóðinni aftur. Um nokkurra ára skeið hef- ur það ekki verið neitt launungarmál, hvers konar menn hafa farið með æðstu stjórn Argentínu. Hins vegar hafa fáir valdamenn í heimin- um hugsað þá hugsun til enda, hverju slíkir menn gætu kom- ið til leiðar. Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, var þar heiðarleg undantekning. Aðrir fullvissuðu sig um, að hershöfðingjarnir í Argentínu svæðum til Chile, Bólivíu, Perú, Brasilíu, Paraguay og Uruguay. Paraguay-menn tóku aðdróttanir þessar óstinnt upp og báru fram opinber mótmæli. Þótt furðu- legt megi virðast, tóku hin ríkin þessu með þegjandi þögn. Ástæðan fyrir Falklands- eyjaævintýrinu er umfram allt hið ömurlega ástand í Argentínu. Ef þar ríktu lýð- ræðislegir stjórnarhættir og hagsæld og þjóðin nyti virð- ingar á alþjóðavettvangi, myndu yfirráðin yfir Falk- landseyjum engu máli skipta. Ef þar ríkti ekki harðsvírað einræði og sárafátækt, hefðu málin ugglaust þróast á ann- an veg. Það má jafnvel gera ráð fyrir því, að Bretar hefðu beðið Argentínumenn að taka ■ið sér yfirstjórn eyjanna, ef l eim hefði tekist að gera land itt að eins konar spænsku- mælandi Ástralíu. En því fer fjarri, að hag- sæld og hamingja ríki í Arg- entínu. Þar ræður ferðinni þráhyggja, hatur og hugarór- ar. Mistök á mistök ofan hafa dregið kjark úr fólki og sært stolt þess. Það skal því engan undra þótt yfirráð Breta yfir eyjaklasanum hafi hægt og bítandi orðið að skelfilegri smán við hina hvekktu þjóð- arsál. Eins og nú standa sakir, geta Argentínumenn varla hrósað sigri án þess að her- foringjaklíka Galtieri geri það líka. Best væri fyrir þjóð- ina, ef málunum lyktaði á þann veg, að harðstjórninni yrði steypt af stóli og í stað hennar kæmi þingræðis- stjórn, sem taka myndi upp samningaviðræður við Breta um yfirráðin yfir Falklands- eyjum. Því miður eru þó ekki horfur á að herforingjastjórn- in falli, eins og hin illræmda herforingjastjórn í Grikk- landi, þar sem nú ríkir lýð- ræði. Hætt er við að ástandið í Argentínu leiði til þess, að ný herforingjastjórn taki við af Galtieri og verði hún sýnu harðskeyttari og hættulegri heimsfriðnum. - JAMES NEILSON Norræna félagið: Fundur hjá Grænlands- förum EINS OG kunnugt er munu Græn- lendingar í Eystribyggð undir for- ystu baejarstjórans í Qaqortoq (Julianeháb) Henrik Lunds, efna til glæsilegra hátíðarhalda dag- ana 2.-9. ágúst nk. í tilefni af því að 1000 ár eru liðin síðan Eiríkur rauði Þorvaldsson kom fyrst til Grænlands. Norræna félagið beitir sér fyrir hópferð um mánaðamótin júlí- ágúst til Grænlands af þessu til- efni. Tæplega tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig en rými er fyrir 150 manns. Væntanlegir Grænlandsfarar eru boðaðir á áríðandi fund í Norræna húsinu þriðjudaginn 18. maí nk. kl. 20.30. Fyrirlestur um verk A.D. Jorgensen DANSKI sagnfræðingurinn og skjalavörðurinn Harald Jnrgensen flytur fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands þriðjudag- inn 18. maí kl. 17.15 í stofu 423 í Arnagarði. Fyrirlesturinn nefnist: „A.D. Jorgensens beromte værk: 40 for- tællinger af fædrelandets hist- orie", og er hann fluttur á dönsku. Öllum erheimill aðgangur. Harald Jorgensen var til skamms tíma landsskjalavörður í Landsarkivet for Sjælland, og hann kemur hingað til lands sem ráðunautur menntamálaráðuneyt- isins um skjalavörslu. En hann hefur einnig skrifað og gefið út fjölmargt um danska sögu. í þetta sinn hefur hann kosið að tala um bók afa síns A.D. Jorgensen, en sú bók mun hafa orðið einna vinsæl- ust allra danskra sagnfræðirita sem út hafa komið. Hún er hundr- að ára í ár, kom út í áttundu út- gáfu í fyrra og hafði þá komið út í 60.000 eintökum alls. Dagskrá á þjóðhátíð Norðmanna í TILEFNI þjóðhátiðardags Norð- manna, sem er á morgun, 17. maí, hefur stjórn Nordmannslaget í Reykjavík tekið saman dagskrá er hefst með því að klukkan 9.30 verð- ur lagður blómsveigur á leiði fall- inna Norðmanna, sem hvíla í Foss- vogskirkjugarði. Klukkan 10.30 hefst skemmtun í Norræna húsinu fyrir norsk- íslenzk börn, farið verður í skrúð- göngu í tilefni dagsins og spilar skólahljómsveit Mosfellssveitar. Um kvöldið verða hátíðahöld í Golfskálanum við Grafarholt og þar verður norskur matur á boð- stólum. Kosningahátíð A-listans hald- in í Súlnasal A-LISTINN í Reykjavík efnir til kosningahátíðar að Hótel Sögu á mánudagskvöld og flytja efstu menn listans ávörp. Á kjördag verður ekki um kosningastarf af hálfu flokksins að ræða, að öðru leyti en því, að veitingar verða á boðstólum í kosningamiðstöðvum og bílasímar verða fyrir þá, sem óska eftir aðstoð til að komast á kjörstað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.