Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1982 Vélinni hafði seinkað og Morgunblaðsmenn sátu og flettu tíma- ritum í flugskýlinu á Þórs- höfn. Það er ómetanlegt fyrir svo lítið byggðarlag að þangað skuli vera áætlun- arflug fimm daga vikunnar. Það er Flugfélag Norður- lands sem innir það þarfa- verk af hendi og þar eru innanborös hinir ágætustu flugmenn. Jón Aðalbjörns- son kallar nú til þeirra í gegnum talstöð og segja þeim veðurfréttir frá Þórshafnarflugvelli. Jón er starfsmaður Flugmála- stjórnar norður þar og fékkst til að spjalla stutt- lega við Mbl. Já, ég sé alfarið um þenn- an flugvöll og fylgist með eignum Flugmálastjórnar hér. Það er 67% starf, en ég vonast til þess að fá það bráðlega metið sem fullt starf, því það er orðið svo á Raufarhöfn og Vopnafirði og þá gæti maður búist við að sama fyrirkomulag ætti að ríkja hér. Það er líka ill- mögulegt að gegna þessu starfi, ef maður er að brasa eitthvað annað með. Ég er umboðsmaður Flugleiða hér og þar gilda nú bara prósentur, en svo reyni ég að drýgja tekjurnar með ýmsu sem til fellur. En það er fleira sem kallar að. Húsnæðið er orðið lélegt og svo þarf að skapa meira ör- yggi á flugbrautinni og leggja aðra braut. Þeir hjá flugmálastjórn segjast hafa í mörg horn að líta og alltaf vantar nú peningana, eins og við vitum, en Þórshafn- arflugvöllur komst miklu fyrr í gagniö en flugvellirn- ir á Raufarhöfn og Vopna- firði, en hefur síðan dregist aftur úr. Líklega höfum við ekki verið nógu frekir, Þórshafnarbúar. Hvenær var flugvöllur þessi lagður? Ja, faðir minn fór að slétta hér í kringum 1950. Hann tók það alfarið upp hjá sjálfum sér og má segja að hann hafi komið flugi hingað af stað. Hann var, og er, mikill áhugamaður um flug og gerðist starfs- maður Flugfélagsins og Flugmálastjórnar þegar flugvöllurinn var kominn í gagnið og gegndi því starfi þar til fyrir fjórum árum að hann hætti fyrir aldurs sakir og ég tók við. Það vekur athygli allra sem fara um Þórshafnar- flugvöll mikið flak af stórri flugvél sem þar er. Já, þetta eru menjar um dvöl Bandaríkjahers hér, segir Jón. Þeir flugu henni í sjóinn og skildu svo flakið eftir hér við flugbrautina. Herinn byrjaði fram- kvæmdir uppá Heiðarfjalli Flakið af Douglas-vélinni sem Bandaríkjaher skildi eftir við Þórshafnarflugvöll. M»r)runhlaAiA/<)larur K. MafEnÚNHon. Líklega höfum viö ekki verið nógu frekir Grunnskólinn á Þórshöfn er nú kominn í nýtt og glæsilegt hús- næði. Þar sitja á skólabekk, auk nemenda frá Þórshöfn, nemendur úr Sauðaneshreppi og unglingar frá Sval- barðshreppi. Skólastjóri er Pálmi Óla- son, en hann hefur nú verið skólastjóri á Þórshöfn í 26 ár. Mbl. átti stutt spjall við Pálma nýverið, þegar tíðindamenn þess voru á ferð um Þórshöfn. Já, þetta er 26. árið mitt í skólastjóra- stöðu, segir Pálmi: Ég er fæddur á Þórshöfn og einnig uppalinn hér að mestu leyti. Strax eftir landspróf fór ég suður í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi árið 1956. Þá sneri ég heim og gerð- ist skólastjóri hér. Jú, alltaf var það nú meiningin að fara í langskólanám, en það dróst og ég býst ekki við að ég láti verða af því úr þessu. Það hafði nú sitt að segja að ég var oddviti hér í 12 ár. Pólitíkin? Já, hún er býsna skrítin pólitíkin hér. Á Þórshöfn hefur aldrei verið um pólitíska lista að ræða og listinn sem við buðum fram árið 1966 og sigraði, hann var svo sjálfkjörinn á meðan hann entist eða til 1978. Þá flutti ég í annan hrepp og lét af oddvitaembættinu. Maður var orðinn leiður á því sýsli; það var ansi mikið staut. Ég þvældist inní þessi félagsmála- störf, eins og svo margur án þess að óska Spjall við Pálma Ólason skólastjóra Myndir: Olafur K. Magnússon Nemendur við Hótel Þórshöfn, en þar borða þeir hádegismat, sem ekki eiga heima á Þórs- höfn, og nokkrir eru þar einnig i heimavist. Ágætis mannlíf á Þórshöfn þess beinlínis og þá er það nú svo að maður grípur fyrsta tækifærið sem gefst til að losna. Nú bý ég á Ytri-Brekkum í Sauða- neshreppi, rétt fyrir sunnan þorpið. Bú- skap? Nei, maður kallar það ekki búskap þó maður sé með 30 rollur og 3 tryppi. Ég hafði hugsað mér að hafa svolítinn bú- skap, þegar við fluttum að Ytri-Brekk- um, en sá strax að búskapur er ekkert hjáverk. Já, það er ágætt mannlíf hér á Þórs- höfn og fólk unir glatt við sitt. Fjölmiðl- ar bjuggu það til að hér væri allt á hverf- anda hveli, en ætli sé ekki ráð að líta fremur í andlit náungans og sjá hvernig honum líður, heldúr en að lesa æsifregn- ir blaða. Fólk hefur það ágætt hér á Þórshöfn, býr í góðu húsnæði og hefur meira en nóg til hnífs og skeiðar. Einn af fáum ókostum sem ég kann að nefna við búsetu hér er rafmagnskyndingin. Það er nefnilega til í dæminu að 30% af tekjum fyrirvinnu heimilisins hverfi alfarið í rafmagnskostnað. Það þætti einhvers staðar mikið ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.