Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 35
árið 1952, reistu svo hús þar árið 1954 minnir mig og tóku að flytja hingað mann- skap. Þeir voru með rad- arstöð uppá fjallinu en kúl- urnar utanum radartækið hurfu fljótlega útí veður og vind eitt sinn í ofsaveðri og þær voru aldrei endurnýj- aðar. Þeir munu þá hafa breytt aðstöðunni í ann- arskonar rannsóknarstöð. Sjóherinn tók að mestu við af flughernum og það voru lögð mikil víravirki útfrá möstrum á Hrollaugsstaða- fjalli. Það voru óskiljanleg- ar flækjur, en við ímynduð- um okkur leikmenn að þeir væru að fylgjast með ferð- um kafbáta. Við Þórshafn- arbúar höfðum margir vinnu af hernum. Til að mynda var ég sjálfur vöru- þifreiðastjóri á þeim árum og flutti til þeirra vistir. Tíðarfar er slæmt á fjall- inu, oft þoka dag eftir dag, svo þeir lifðu engu sældar- lífi þessir menn. Þeir fóru aldrei á skemmtanir á Þórshöfn og höfðu yfirleitt lítið við að vera, nema þamba bjór og horfa á kvikmyndir. Það voru stanslausar kvikmyndasýn- ingar hjá þeim á fjallinu. En þetta voru skínandi menn, sérstaklega þeir sem voru í flughernum. Fyrstu árin reyndu þeir að nálgast fólkið á Þórshöfn svolítið og MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1982 35 MorKunblaAiA/Olafur K. MajjnúsNon Jón Aðalbjörnsson Spjall við Pál Aðalbjörnsson í flugskýlinu á Þórshöfn komu þá til dæmis eins og jólasveinar fyrir jól og færðu börnum pakka. Þeir fóru svo með allt sitt hafur- task rétt fyrir 1970. Skildu eftir sig byggingar á fjall- inu og flugvélarflakið. Nú stendur ekki eftir nema eitt hús á Heiðnafjalli til minn- ingar um dvöl Bandaríkja- hers þar. En okkur Þórs- hafnarbúum þótti það æði skrítið á sínum tíma, að Sjöstjarnan í Keflavík keypti flest húsin sem voru á fjallinu og eitthvað fór líka til Grenivíkur — en hrepparnir hér höfðu víst forkaupsréttinn að þessum húsum og ýmsum fannst að fyrst það væri grundvöllur að flytja þau alla leið suður til Keflavíkur og búa til úr þeim frystihús þar, að þá skyldi ekki vera hægt að nýta þau hér, einmitt þegar byggðarlagið vantaði slíkt hús. Jón Aðalbjörnsson segir í lokin: Það er oft leiðinlegt að hanga hér einsamall í skammdeginu, í óvissu um hvort flogið verður eða ekki. En maður hýrnar strax og tekur að vora og fuglarnir fara að koma. Oft hefur nú hvarflað að manni að hætta þessu og fara heldur til sjós, en heilsan leyfir það ekki lengur og svo er nú ekki hægt að neita því að þetta er góður starfi þegar maður fer að reskj- ast. Auglýsing um verkamannabústaði Stjórn verkamannabústaða í Garöabæ auglýsir fjórar tbúðir til sölu í Krókamýri, Garðabæ. Réttur til kaupa á íbúö í verkamannabústööum er bundinn við þá sem uppfylla eftirtalin skilyröi: a) Hafa átt lögheimili í bæjarfélaginu 1. maí 1981. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í ööru formi. c) Hafa haft í meöaltekjur þrjú síöustu árin, áöur en úthlutun fer fram eigi hærri fjárhæö en sem svarar 91.500 krónur fyrir hjón eöa einstakling og aö auki 8.100 krónur fyrir hvert barn á framfæri inn- an 16 ára aldurs. íbúöirnar eru í tveimur tveggja hæöa parhúsum (tvær íbúöir í hvoru húsi) úr verksmiöjuframleiddum timb- ureiningum. Stærö hverrar íbúöar. 1. hæö 62,7 m2 + rishæö 32,6 m2 (gólfflötur). Lágmarks fjölskyldu- stærö: 2—4 manna fjölskylda. Áætlaöur afhending- artími er des. 1982. Greiðsluskilmálar: Kaupandi greiöir 10% af veröi íbúöar og greiöist í tvennu lagi. Fyrri helmingurinn greiöist innan átta vikna frá dagsetningu tilkynningar um úthlutun íbúö- ar, en síöari helmingurinn tveimur vikum áöur en íbúö er tilbúin til afhendingar. Lánaö veröur 90% af veröi íbúðar meö 0,5% ársvöxtum og lániö afborgun- arlaust fyrsta áriö, en endurgreiðist síöan með jöfn- um greiðslum vaxta og afborgana (annuitet) aö viö- bættum veröbótum samkvæmt lánskjaravísitölu Seölabanka íslands á 42 árum. Umsóknareyöublöö og teikningar af íbúöunum liggja frammi á skrifstofu bæjarstjórnar Garöabæjar, Sveinatungu. Umsóknar- frestur um íbúöirnar er þrjár vikur frá birtingu auglýs- ingar þessarar. Viröingarfyllst, Stjórn verkamannabústaða Garðabæ. á miðvikudagskvöldið 19. maí í Austurbæjarbíói Haukur Morthens + sex söngkonur, sextett + Big Band Svansins, Jónas Jónasson — Tískusýn- ing Capella. Það er segin saga aö Mallorka er sá sumarleyfisdvalarstaöur sem is- lendingar kunna hvaö best við sig á. Mallorka er , auövitaö eyja og eyjabúum semur ávallt vel, hvar sem þeir koma. Nýtt og stórglæsilegt Nú bjóöum við nýstárlega gistiaöstööu á Mallorka sem er tvímælalaust meö því besta sem þar þekkist. Þetta er fjöldi smáhýsa (bungalows), íbúða og hótela sem heita einu nafni Mini-Folies og standa rétt viö undurfagurt þorp, Puerto de Andraitx, skammt vest- an viö Magalufströndína. Komlð og sjáiö myndband (vídeó) á skrifstofu okkar. 29. mat örtá sæti laus. 15. júní laus sasti. 6. júli laus sæti. 27. júlí uppselt. 17. ágúst uppselt. 7. sept. laus sæti. 28. sept. laus sæti. Góð greiðslukjör. Bein leiguflug. FERÐASKRIFSTOFA, LAUGAVEGI 66, 101 REYKJAVIK, SÍMI 28633.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.