Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 36 Garðyrkjuskóla ríkisins slitið: Aðsókn að skólanum hef- ur aldrei verið meiri llveranerAi, 26. apríl. GARÐYRKJUSKÓLA ríkisins var slitið laugardaginn 3. april sl., að viðstöddum mörgum gestum, m.a. ráðuneytisstjóra landhúnaðar- ráðuneytisins Sveinbirni Dag- finnssyni og frú, búnaðarmála- stjóra Jónasi Jónassyni og að- standendum nemenda. Skólaslita- athöfnin fór fram í nýja skólahús- inu i hinu fegursta vorveðri, og í gróðurskálanum sem er um 800 fm. og sem myndar miðju skóla- hússins stóð margvíslegur gróður í fegursta vorskrúða, t.d. eplatré og kirsuberjatré. Skólastjórinn, Grétar Unn- steinsson flutti hátíðlega og yfir- gripsmikla skólaslitaræðu og kom þar m.a. fram mikill hlýhugur í garð nemendanna og starfsfólks- ins, sem hann bað allrar blessunar í framtíðinni og þakkaði góða samveru. Fréttaritari Mbl. var við skóla- slitin og fékk að leggja nokkrar spurningar fyrir skólastjórann að athöfninni lokinni, um starfsemi skólans, aðsóknina, félagslífið, til- raunastarfsemina o.fl. Gaf hann góðfúslega þessar upplýsingar: „Garðyrkjuskólinn hóf starf- semi sína árið 1939 og var vigður á sumardaginn fyrsta það ár. í fyrstu var námið tveggja ára nám en nú er garðyrkjunámið þriggja ára nám að loknum grunnskóla, bæði bóklegt og verklegt og eru nýir nemendur teknir inn í skól- ann annaðhvort ár og þá beint inn í 2. bekk bóknámsdeildar að lokn- um fullnægjandi undirbúningi í öðrum skólum. Námsbrautir eru þrjár, ylrækt og útimatjurtarækt- un, skrúðgarðyrkja, sem er lögfest iðngrein og garðplöntubraut. Að þessu sinni luku 33 nemend- ur prófum við bóknámsdeild skól- ans, þar af 28 sinni fyrstu náms- braut, en 5 sem áður hafa verið í skólanum voru að ljúka annarri námsbraut, en það hefur færst í vöxt að nemendur bæti við sig annarri námsbraut. I ylrækt luku námi 11 nemendur, í skrúðgarð- yrkju 10 nemendur og á garð- plöntubraut 12 nemendur. Auk bóklega námsins vinna nemendur að ýmsum námsverkefnum á sumrin, m.a. plöntusafni, sérstöku aðalverkefni og verða að skrifa ít- arlega dagbók yfir verknámið. Hæstu meðaleinkunn á burtfar- arprófi á garðplöntubraut fékk ís- leifur Arni Jakobsson, Reykjavík, 9,0. Á skrúðgarðyrkjubraut, Björgvin Steindórsson, Ákureyri 9,1 og í ylrækt Auðunn Árnason, Böðmóðsstöðum, Laugardal, 8,4. Borist höfðu bókagjafir sem nemendum voru afhentar fyrir góða frammistöðu í einstökum námsgreinum, auk þess sem skól- inn afhenti bókagjafir fyrir ástundun og góða frammistöðu í námi, fyrir framfarir í námi og fyrir störf að félagsmálum. Félagslíf nemenda var mjög blómlegt, og m.a. var farin náms- og kynnisferð sumarið 1981 til Finnlands og Svíþjóðar. Skipu- lagningu ferðarinnar annaðist skólastjóri ásamt ferðanefnd nemenda, en fjár til ferðarinnar öfluðu nemendur með ýmsu móti, m.a. með vinnu' í gróðurhúsum skólans, ræktun og sölu potta- plantna, sölu aðventukransa sem þau höfðu sjálf gert og fleira mætti nefna, auk þess sem þeir fengu styrki frá félögum og stofn- unum. Við skólaslitin afhentu nemendur skólanum myndarlega fjárupphæð sem verja skyldi til aö kosta kaup á vönduðum hljóm- flutningstækjum fyrir setustofu skólans, og voru tækin afhent við þetta tækifæri. Hanna Erlings- dóttir, ylræktarnemandi úr Mos- fellssveit, afhenti skólanum að gjöf mjög fagra saumaða mynd, sem hún hafði sjálf saumað, með áletruninni, „Það sem er vel gert, er gert af kærleika," með þakklæti til skólans og starfsmanna hans, fyrir ánægjulega og fræðandi námsdvöl. Einnig afhentu nem- endur einstakra námsbrauta aðal- kennurum sínum gjafir, þeim Sig- urði Þráinssyni, ylræktarkennara, Pétri N. Olasyni, kennara á garðplöntubraut, Jóni H. Björg- vinssyni, skrúðgarðyrkjumeistara og Þórhalli Hróðmarssyni, aðal- kennara í grunngreinum, frá öll- um nemendum. Aðsóknin að skólanum hefur vaxið mjög á undanförnum árum, og hefur aldrei verið meiri en nú. Ákveðið hefur verið að taka nú inn í skólann um 40 nemendur, en nokkru fleiri umsóknir hafa borist nú þegar, en umsóknarfresturinn rennur út 1. maí nk. Nemenda- fjöldinn hefur þannig allt að því fimmfaldast á undanförnum ára- tug og tvöfaldast á síðustu fimm árum. Gerð hefur verið lausleg at- hugun á því hversu margir af nemendum skólans, sem verið hafa í skólanum á árabilinu 1950—1980 eru starfandi í garð- yrkju hér heima og erlendis eða í framhaldsnámi, og í ljós kom að rétt um 90% nemenda skólans eru starfandi í garðyrkju. Verkefnin í garðyrkju hafa farið vaxandi á undanförnum árum og orðið fjöl- breyttari, og með því að taka inn í skólann um 40 nemendur nú er talið að komið sé á móts við óskir þeirra sem hafa fullnægjandi bóklegan og verklegan undirbún- ing og þau atvinnutækifæri sem eru að bjóðast garðyrkjumönnum. Ýmis önnur starfsemi fer fram við skólann t.d. tilraunastarfsemi, þar sem á undanförnum árum hef- ur verið lögð áhersla á ræktun nýrra tegunda og öflun markaða fyrir þær, lýsingartilraunir og til- raunir með veðurfarsbætandi að- gerðir við útiræktun matjurta, og er þess vænst að hægt verði að stórauka þann þátt í starfsemi skólans, því þar bíða mörg og stór verkefni úrlausnar. Námskeið í heimilisgarðrækt og endurmennt- unarnámskeið eru haldin, þegar aðstæður leyfa og er ætlunin að auka þann þátt í starfsemi skól- Frí skólaslitunum. HYDREMA805 MrmsMJO OG LIÐUG SEM BALLETMÆR ÞÓTTSIÓR SÉ -ENDAUÐSTÝRD Hydrema 805 spannar 280° vinnusvið á gröfuarmi (liggur við að hann nái fyrirhorn) Hydrema 805 er á stórum hjólum. Hydrema 805 ermeð drifi á öllum hjólum. Hydrema 805 býr sérlega vel að stjórn- andanum, enda tekst náið samband með beim strax við fyrstu kynni. Hydrema 805 er með hraðtengingu á fram og afturskóflu og við eigum snjótönn á hana, með vökvastýrðri skekkingu. Á Hydrema gröfunni kemur þú, sérð og sigrast á erfiðu verkefnunum, sem hinir verða að hverfa frá. Á Hydrema gröfunni nærðu líka afköstum umfram þau sem almennt er krafist. VÉLAR & RJÓNUSTA Járnhálsi 2 Sími 83266 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.