Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 Árni Björnsson Minningarorð Fæddur 7. október 1923. Dáinn 5. maí 1982. með fánum og öðrum gögnum mótsins, enda gætti hann þess vel sem honum var falið. Enginn var traustari á vakt, jafnvel sólar- hringinn út, og með ólíkindum hvað Jói gat vakað úti í náttúr- unni, þegar skyldan bauð. Jói byrjaði snemma að skemmta öðrum og lét honum vel að herma eftir röddum þekktra manna. í seinni tíð sýndi hann töfrabrögð og varð leiknari í þeim efnum með hverju ári. Árið 1980 átti Jói stóran hlut að barnatíma bindindismótsins. Hann sýndi þar töfrabrögð og ræddi við brúðurnar sínar Felix og Svínku við mikinn fögnuð yngra fólksins. Jói hafði gaman af að skemmta og ekki var spurt um laun. Hans laun voru gleðin yfir því að skemmta öðrum og voru þær ófáar kvöldstundir sem hann skemmti öldruðum og sjúkum. Ég átti þess kost að vera með í dagskrá tveggja revýukvölda sem stúkan stóð fyrir, og samvinnan við Jóa að undirbúningi þeirra verður mér ógleymanleg. Slík var gleðin sönn og einlæg. Jói byrjaði ungur að stunda knattspyrnu hjá KR en varð að hætta því vegna veikinda. Einlæg- ari KR-aðdáanda þekkti ég ekki og var KR-fáninn hangandi við rúm hans allt til hinstu stundar glöggt merki um það. Hann var um margra ára skeið starfsmaður íþróttavallanna og fylgdist þannig með þessum áhugamálum sínum. Jón var ákveðinn fylgjandi Sjálfstæðisflokksins og stefnu- miða hans, og átti hann mörg sporin til að létta undir með happ- drættisfjáröflun flokksins. Jói hafði öll stig Góðtemplara- reglunnar og virti lög hennar og reglur til hins ýtrasta. Mér er minnisstæð ferð okkar til Akur- eyrar sumarið 1972, þar sem Jói tók æðsta stig reglunnar, hástúku- stigið, hve sönn gleði skein úr and- liti hans, fullviss þess að lífsstefna bindindismanna væri rétt og eðli- ieg ráðstöfun í nútímaþjóðfélagi. Jói var sérstaklega barngóður maður, og fóru börnin mín ekki varhluta af því. Heimsóknir bróð- urbarna hans voru honum mikils virði og geislaði hann af ánægju þegar um þau var rætt. Jói giftist ekki, en hafði þó næmt auga fyrir kvenlegri fegurð. Hann var dansmaður góður og kunni vel að skemmta sér án áfengis. Jói starfaði lengst hjá Reykja- víkurborg. Hann var vel látinn starfsmaður og átti óskorað traust sinna yfirmanna, sem jafnan sáu um að hann hefði starf á hendi, svo sem heilsa hans leyfði hverju sinni. Jói missti föður sinn ungur en bjó ávallt á heimili móður sinnar og frænda. Það var sérstök virðing og hlýja í þeirra samskiptum, og tryggðin og fórnarlundin hjá móð- ur hans, frú Eugeniu Nielsen, sýndi sig best í tíðum heimsóknum og nærveru við sjúkrabeð Jóa þar til yfir lauk. Eg veit að ég mæli fyrir munn margra er ég þakka Jóa fyrir margvísleg störf hans í bindind- ishreyfingunni og sérstakar þakk- ir flyt ég fyrir tryggð hans við stúkuna okkar. Jói var traustur vinur og góður félagi. Það féll aldrei neinn skuggi •á vináttu okkar, og kærar þakkir flyt ég fyrir allar heimsóknir og samverustundir bæði í ferðum og á fundum. Það er til marks um bjartsýni og kjark vinar míns, Jóa, að tíu dögum fyrir andlát hans töluðum við um komandi sumar og bind- indismótið, og sagðist hann þá ákveðinn í að vera laus við sjúkra- húsið og koma austur i Galtalæk. Hann yrði kannski ekki til átaka, en myndi þó fylgjast með. Ég veit að hann vinnur með okkur úr fjar- lægð og eykur með því kraft okkar og dug til verka. Ég veit að Jói lætur gott af sér leiða hvar sem hann fer. Jói var einlægur trúmaður og sýndi það í verki með stuðningi við starf kirkjunnar. Hann var um margra ára skeið aðstoðarmaður við barnastarf Langholtskirkju og hafði auk þess á hendi starf hringjara um árabil. Jarðarförin fer fram frá Lang- holtskirkju mánudaginn 17. maí kl. 15.00. Ég votta móður hans og ætt- ingjum öllum mína innilegustu samúð, og veit að guð styrkir þau í minningunni um góðan dreng. Guð blessi minningu hans. Gunnar Þorláksson Mig langar með nokkrum orðum að kveðja elsku Hadda, nú er hann er horfinn yfir móðuna miklu. Loksins hefir hann fengið hvíldina og er laus við allar þær miklu þjáningar sem hann bar eins og hetja í gegnum allt sitt líf. En það kom þó best í ljós allan þann tíma er Jóhann stríddi við sjúkdóm sinn í Landakotsspítala hvað hann gat tekið þessu öllu með miklu jafnaðargeði. Elja hans var dæmalaus. Jóhann var mjög mik- ill trúmaður, og það var hans eina hjálp, Jesús Kristur. Við vitum að hann fær góða heimkomu. Það má ráða af hinum fjölda- mörgu vinum Jóhanns, hvaða mann hann hafði að geyma. Hann var sannur vinur vina sinna og okkur hinum til fyrirmyndar á mörgum sviðum; barngóður með afbrigðum og oft mikill fögnuður í kringum hann. Jóhann bókstaf- lega ljómaði allur af gleði ef hann sá lítið barn. Heiðarlegur var hann og átti erfitt með að þola það sem hann taldi að væri ljótt eða rangt. Hjálplegur var hann við alla ekki, síst þá sem minna máttu sín. Lítillátur, ljúfur og kátur. Mættu fleiri vera búnir þeim kost- um er Jóhann hafði. Nú er farinn á annað lífssvið þar sem margir ástvinir taka á móti honum. Ég mun alltaf minnast hans með hlýhug, þakklæti og virðingu. Með þessum fátæklegu línum kveð ég og fjölskylda mín Jóhann og hafi hann þökk fyrir allt. Mágkona Þ.G.Th. Mánudaginn 17. maí 1982 verður kvaddur Jóhann Hörður Ámunda- son, sem lést þann 9. maí sl. eftir löng og erfið veikindi. Hann mætti heilsubresti með styrk og kjarki, eins og hans var von og vísa. Ég minnist vinar míns Jóa, eins og hann var ávallt í mínum huga, heiðarlegur, trygglyndur og ein- stakt ljúfmenni í allri umgengni. Þá var Jói ævinlega brosmildur og léttur í lund. Hann hafði mikla ánægju af því að koma mönnum í gott skap og skemmti þá gjarnan með töfrabrögðum, eftirhermum og gamansögum á sinn sérstæða og eftirminnilega hátt. Jói hafði sínar skoðanir á mál- unum og var óspar að segja mein- ingu sína við hvern sem í hlut átti. Aldrei talaði hann þó illa um nokkurn mann, enda átti hann sér enga óvildarmenn á lífsleiðinni. Jói, eins og svo margir vestur- bæingar, var sannur KR-ingur og vildi félagi sínu allt hið besta. Hann fylgdist vel með öllum íþróttum, en þó einkum knatt- spyrnu. Honum fannst sjálfsagt og eðlilegt að KR-ingar væru sig- ursælir og ynnu til verðlauna. í hans huga stöfuðu ósigar félagsins aldrei af getuleysi, heldur aðeins af tímabundinni óheppni, sem hlyti að lagast. Jói fylgdist vel með starfi fé- lagsins og mætti á opna fundi þess. Tók hann þar yfirleitt til máls og hvatti menn til dáða. Gjarnan lauk hann máli sínu með því að færa félaginu peningagjöf. Við KR-ingar, vinir og félagar Jóa, sem höfum verið svo lánsamir að eiga samleið með honum, mun- um geyma með okkur minningu um góðan dreng og skemmtilegan félaga, sem svipt var burtu langt fyrir aldur fram. Þökkum við hér með liðnar samverustundir, tryggð og vináttu. Innilegustu samúðarkveðjur eru sendar móður, bræðrum og öðrum ættingjum. „Dáinn, horHnn, harmafrfun. Hvílíkt orð mig dynur yfir. Kn ég veit að látinn liflr það er huggun harmi gegn.“ Þessar ljóðlínur Jónasar Hall- grímssonar koma upp i huga mér þegar náinn vinur er í einu vet- fangi horfinn sjónum. Á morgun fer fram frá Dómkirkjunni útför Árna Björnssonar matsveins en hann andaðist í Vífilsstaðaspítala að morgni 5. maí eftir nokkra legu. Árni var fæddur að Gerði í Vestmannaeyjum 7. október 1923 sonur hjónanna Hallberu Illuga- dóttur og Björns Jónssonar er þar bjuggu. Ungur fór hann úr for- eldrahúsum og fór þá til sjós eins og ungir menn gerðu í þá daga og stundaði hann sjómennsku upp frá því og á meðan heilsa leyfði, fyrst á bátum og síðan sem mat- sveinn á farskipum og hjá Hafskip starfaði hann frá stofnun þess fé- lags þar til fyrir einu og hálfu ári að heilsa hans bilaði og hann varð að fara í land. Árni giftist 4. nóvember 1951 Hildi Helgu Helgadóttur sem ætt- uð er norðan úr Húnavatnssýslu og eiga þau eina dóttur, Sigrúnu, sem er gift hér í borg. Einnig gekk hann í föður stað syni Helgu, Björgvin, en Árni átti son fyrir, Hall. Fyrstu kynni mín af Árna urðu er hann og Helga kona hans fluttu að Melabraut og standsettu þar hæð sem ætíð var hans heimili síðan. Árni var laghentur og var að laga og dytta að heimili sínu er hann var heima. Þau hjónin Árni og Helga voru mjög samhent i sínu lífi og eignuðust gott og fal- legt heimili. Þau voru gestrisin og alltaf gott að koma þar. I dag, þegar ég kveð þennan vin minn, verður mér hugsað til þeirra mörgu góðu stunda sem ég og fjölskylda mín áttum saman á heimili þeirra hjóna, því þar var oft slegið á létta strengi og hann hafði frá mörgu að segja frá sín- um siglingum og ferðalögum út um heim. Alltaf var hann hress og kátur og fór ég hressari og ánægð- ari af fundum hans, gott er að hafa átt hann að vini á lífsleiðinni. Blessuð sé minning hans. Innilegar samúðarkveðjur til eiginkonu, barna, tengdabarna og barnabarna. „Kar þú í fridi, friAur (iuðs þig blessi, hafAu þökk fyrir allt og allt.“ Arnar Axelsson Kvedja frá barnabörnunum á Seltjarnarnesi Vort líf er svo ríkt af Ijóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá. og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. I*ó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. — Vér hverfum og holdum víðar, en hittumst þó aftur — síðar. (Brot úr Kveðju Jóh. úr Kötlum.) VEIÐIMENN UMLANDALL T Nú er ad koma tími til ad athuga útbúnadinn fyrir „vertídina Fjölbreyttara úrval af veiðivörum fyrir lax- og sil- ungsveiðar frá ABU og HARDY og fleirum, hefur ekki sézt hér áður. T.d. 40 gerðir af mismunandi veiðihjólum, 45 mismunandi gerðir af veiðistöng- um, Glas Fiber — Garphite. Tugir gerða af línum, flugum — spinn — kast. 1 00 gerðir af spónum — spennerum — Devons. Allt orginal — en engar eftirlíkingar. Önglar — sökkur — flotholt — háfar — Ifærur — tailerar — vigtar — rótara — töskur — box — kassar. Brezkar silunga- og laxaflugur — túbur — flugu- köst — vöðlur — veiðistígvél — laxagleraugu. Og ótalmargt fleira fyrir veiðimenn. Höfum fullkomna varastykkja- og vidgerdarþjónustu á ö/lum okkar vörum. // Cardinal-hjólið er álitið það bezta á markaðinum. Komið og skoðið 7 mismunandi gerðir af þeim Sími 16760 Hafnarstræti 5. Sveinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.