Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 41 Hefur þú lengi haft áhuga á þessari íþrótt? „Segja má að hér sé að rætast gamall draumur hjá mér, að koma upp fullkominni aðstöðu til vaxt- arræktar. í 14 ár hef ég rekið póstverslunina Heimaval, fyrst með öðrum störfum en síðustu 3 árin sem aðalstarf. Heimaval hef- ur eingöngu flutt inn tæki til lík- amsþjálfunar, t.d. Bullworker- tæki og fleira og hef ég selt hundr- uð slíkra tækja á ári. Hins vegar virðist líkamsrækt af þessu tagi hafa verið feimnismál. Oft óskuðu kaupendur eftir því að ekki kæmi fram á pakkanum hvert innihaldið væri, né hver sendi það, svo eng- inn þyrfti að vita að þeir væru að kaupa Bullworker-tæki. Þannig hafa fjölmargir stundað þessa íþrótt í kyrrþey. En þegar við fengum þennan sænska þjálfara og vaxtarræktarmann hingað í haust kom í ljós hópur fólks sem var tilbúinn að stunda þessa íþrótt og vantaði hreinlega samfélag við aðra. Við fengum 15 manna hóp til að sýna með honum í haust, en á íslandsmótinu á dögunum var kominn fram hópur 40 keppenda. Og nefna má að í dag er alþjóða- samband vaxtarræktarmanna 5. fjölmennasta samband íþrótta- manna í heiminum í dag.“ Fcimnin er að hverfa Feimnismál segir þú og svo virðist sem nokkurrar tortryggni hafi einnig gætt í garð þessarar íþróttar, er engin hætta á að vaxt- arrækt fari úr böndunum? „Ég held að sú tortryggni sem margir hafa alið gagnvart vaxt- arrækt sé að hverfa. Menn eru hættir að vera feimnir og eru þess í'stað hreyknir af að stunda vaxt- arrækt. Þar sem vaxtarrækt er stunduð undir eftirliti þjálfaðra manna er engin hætta á ferðum, menn fara i æfingar stig af stigi eftir því sem getan leyfir og þegar við seljum þjálfunartæki fylgir þeim íslenskt rit um þjálfun og meðferð alla.“ j‘- Félög fatlaðra boða frambjóð- endur á fund Nokkur félög fatlaðra hafa tekið sig saman um að boða frambjóðend- ur í komandi borgarstjórnarkosning- um á sinn fund. Þar munu talsmenn allra flokkanna halda stutta ræðu og sitja fyrir svörum um málefni fatl- aðra. Fundarstjóri verður Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra. Túlkað verður yfir á tákn- mál. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 18. maí kl. 20.30, í Domus Medica við Egilsgötu. Þau félög sem standa að þessum fundi eru Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra í Reykjavík og nágrenni, Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, Félag heyrnarlausra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna. Stykkishólmur: Kór Árbæjarskóla var vel fagnað SlykkÍMhólmi, 5. mai. FYRIR skömmu kom hingað til Stykkishólms skólakór Árbæjar- skóla ásamt skólastjóra Jóni Árna- syni og söngstjóranum Jóni Stefáns- syni. Hélt kórinn tónleika hér í Fé- lagsheimilinu við mikinn fögnuð áheyrenda. Það fór ekki milli mála að þessi kór er bæði vel þjálfaður og fágaður og hefir lagt mikið starf í æfingar enda útkoman eftir því. Þá söng kórinn við guðsþjónustu í Stykkishólmskirkju þennan sama dag. Við þökkum góða heimsókn og árnum kór og aðstandendum hans allra heilla í starfi. FrétUriUri Víbró valtarar Mjög handhagir og auðveldir í notkun Leitið upplýsinga MERKÚR Hl SUNDABORG 7 <24 REYKJAVÍK SÍMI: 82530 3 E1 Ný plastgróóurhús frá Plastprent hf: # Odyr, sterk og , auðveld i uppsetningu Plastprent hefur nú hafið fram- leiðslu á nýjum plastgróðurhúsum. Húsin eru ódýr, sterk og það er bæði auðvelt og fljótlegt að setja þau upp. Plastgróðurhúsin eru fáanleg í mörgum mismunandi stærðum, allt frá 4,8 m2 upp í 39 m2 og jafnvel enn stærri. Þau henta því vel hvort sem er fyrir garðyrkju- menn, bændur eða garðeigendur. Tvö plastgróðurhús hafa verið sett upp hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur í Fossvogi, þar sem hægt er að skoða þau á opnunartíma stöðvarinnar. Ptastprent hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.