Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1982 Dýragarðsbridge NafniA Victor Mollo lætur kunn- ugk'jja í eyrum bridgeunnenda. A.m.k. þeirra sem eitthvaA hafa les- iA um bridge, í bókum eAa tímarit- um. Mollo þessi er nefnilega einn þekktasti bridgehöfundur á okkar tímum. Hann er Breti að þjóAerni, fæddur 1909, og eftir hann liggja einhver óskapa býsn af bridgebók- um. Allar bækur Mollos eru góð vara og fyrir sumar þeirra ætti hann að vera búinn að fá Nóbels- verðlaunin fyrir löngu. Þar á ég þó einkum við bókina Bridge í dýragarAinum, eða Bridge in the Menagerie eins og hún heitir á frummálinu. Sú bók er fyrst og fremst skemmtibók, bráðfyndin og snilldar vel skrifuð. Söguper- sónurnar eru, eins og nafnið gefur til kynna, ýmsar furðuskepnur úr þeim dýragarði sem bridgeheim- urinn er. Þar er frægastan að telja Grimma Gölt, snillinginn ófyrirleitna, en mesta nautn hans í lífinu — fyrir utan það að vinna í bridge auðvitaö — er að horfa á andstæðinga sína tapa. Og það versta sem hendir hann er að vera blindur. Enda segir hann oft við spilafélaga sína: „Elsku besti makker minn, láttu mig um að spila á spilin. Þú getur verið viss um að það er þér fyrir bestu." Af öðrum, sem nefna mætti, ber hæst gríska skipakónginn Papa og Kjána Kanínu. Papa er einn af þeim sem aldrei spilar sönnu spili í vörn, og er svo samkvæmur sjálfum sér í blekkingunni að það má fullkomlega treysta hverju spili sem hann lætur. Hann og Grimmi Göltur elda oft grátt silf- ur saman, enda eru þeir náttúru- legir óvinir. Kjána Kanínu verður best lýst með þessum orðum Óskars Uglu: „Kanínan er sennilega lélegasti spilari á vesturhveli jarðar og ör- ugglega sá heppnasti." Mér til skemmtunar hef ég reynt að þýða nokkra kafla úr þessari bók. Og í þeirri fullvissu að Mollo skilji ekki íslensku birti ég hérna upphafskaflann, en þar segir Mollo frá fyrstu kynnum sínum af lífinu í dýragarðinum. Það eru Papa og Kjáni Kanína sem mest koma við sögu. Kjáni er aldrei nefndur með nafni, en það er hann sem er sagnhafi. Það er a.m.k. eitt orð sem ekki er víst að lesendur botni í, en það er „stari". En það orð er tilraun til að þýða „kibitzer", sem er áhorfandi í heldur niðrandi merkingu. Laust borð Það var elsti og virtasti stari Ljóngammanna, Óskar Ugla, sem var ábyrgðarmaður minn þegar ég gekk í klúbbinn. Auknefni Óskars mátti að nokkru leyti rekja til hjartalagaðs andlitsins og kringlóttu rafgulu augnanna, en hið spaka hátterni hans og nætursiðir áttu einnig nokkurn hlut að máli. Andstætt öðrum störum átti Óskar það til að koma með skynsamlegar athugasemdir, jafnvel eftir að hafa séð allar hendur; og hann hafði þá sjald- gæfu gáfu að geta þagað tímunum saman, jafnvel þótt hann væri vakandi. „Þetta ætti að vera borð við þitt hæfi,“ sagði Óskar, þegar hann fylgdi mér inn í spilasalinn, og benti á stóran og áberandi mann, fölan á hörund, með ábúðarmikið yfirbragð og ríkmannlegt rautt silkibindi. Mér var sagt að þar færi þemistókles Papadópólus, grískur skipaeigandi, kallaður Papa meðal Ljóngammanna. Hann hafði stórar lúkur og há- væra rödd. Það voru þrír aðrir menn við borðið. „Sex tíglar," sagði austur í þann mund sem ég tyllti mér á bak við Papa, sem var i suður. Þegar ég er að bíða eftir að skerast í leikinn er mér yfirleitt lítið um slemmur gefið. Mér finnst að spilararnir ættu að reyna að klára bertuna sem fyrst en taka ekki óþarfa áhættu. í þetta sinn varð þó for- vitnin gremjunni yfirsterkari og ég ákvað að fylgjast vel með spil- inu því þetta blasti við á hendi Papa: s Á10942 h ÁK32 t Á4 I Á6 Papa doblaði sex tígla og vestur redoblaði umsvifalaust. Ég gat ekki alveg áttað mig á hvernig staða það gæti verið þar sem austur-vestur gátu verið svo vissir um að taka tólf slagi án þess að eiga svo mikið sem einn ás á milli sín, og var þvi feginn þegar ein- hver bað um að fá að heyra sagnir aftur. Grikkinn næstum því malaði þegar hann rifjaði upp sagnirnar: SuAur Veutur NorAur Austur 1 sparti 2 lauf pass 2 tíglar 2 spartar 3 spaÁar pass 3 grönd pass 5 Iíj»lar pass 6 tíglar dohl redohl pass pass pass Ég ætti að nefna það líka aö austur-vestur voru á hættunni. Það þurfti ekki skelfingarsvipinn á austri til að upplýsa mig um hvað hafði gerst. Það lá nokkuð beint við, austur hafði ekki heyrt sögn Papa og því gengið út frá því að vestur hefði opnað á tveggja laufa alkröfu. Grikkinn hafði get- ið sér til um hvað var á seyði þeg- ar sagnir voru komnar upp í þrjú grönd, og var virkilega stoltur af mýkt sinni að dobla ekki. Ef hann doblaði mundu andstæðingarnir flýja í fjögur lauf eða fjóra tígla. Sá samningur færi sennilega þrjá niður, kannski fjóra, og hann mundi missa af 150 fyrir ásana. En á móti þessu kæmi, að ef austur-vestur væru ekki varaðir við, væri eins víst að þeir steyptu sér enn dýpra niður í botnlaust ginnungagapið. Auðvitaö voru sex tíglar redoblaðir talsvert meira en Papa hafði látið sig dreyma um, en það sýndi þó a.m.k. að enn var til réttlæti í heiminum. Grimmi göltur og aðrir minni spámenn í dýragarði Victor Mollos. Útspilið var ekkert sérstakt vandamál. Hjartakóngurinn „blasti við“. öll spilin voru þessi: Norður sDG h 9876 t 32 I109875 Vestur s 53 h - t KDG109 I KDG432 Suður s Á10942 h ÁK32 t Á4 IÁ6 Útspilið upplýsti hjartaháspilin og austur átti ekki í neinum erfið- leikum með að fría tvö hjörtu til að gleypa í sig spaðana tvo í blindum. Laufásinn féll sársauka- laust á meðan á þessari aðgerð stóð og það eina sem átti eftir að gera var að reikna út skorina. Norður skammaði suður fyrir að finna eina útspilið sem gaf sagnhafa spilið. Og Papa, sem leit ekki lengur út fyrir að vera ánægður með sjálfan sig, skamm- aði spilarana á næsta borði fyrir hávaðann sem hafði leitt til þess að austur hafði ekki heyrt opnun- arsögnina. Austur bað félaga sinn afsökunar á því að hafa ekki sýnt hjartalitinn sinn, of, vestur fyrir- gaf honum af göfuglyndi sínu. Mikilvægast af öllu var þó, að nú var borðið laust og þegar ásök- ununum linnti fimmtán mínútum síðar, gat ég skorist í leikinn. Jón Baldursson í stuði Jakob R. Möller gat þess við mig um daginn að hann væri far- inn að þreytast á eilífum frægð- arsögum um Jón Baldursson í bridgedálkum dagblaðanna. Hann sagði að þó hefði tekið út yfir all- an þjófabálk þegar Mogginn, Tím- inn og D&V hefðu birt samdægurs einhverja hetjudáð Jóns við bridgeborðið! Nú vill svo til um Jakob að Austur s K876 h DG1054 t 8765 I - SAMHJALPARSAMKOMA VERÐUR I FIIADELFIU, HATUNI2, SUNNUDAGSKVÖLD KL. 20.00 Fjölbreytt dagskrá að vanda. Fíladelfíukórinn syngur undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar. Vinirnir í Hlaðgerðarkoti syngja og vitna. Og að síðustu verður kynnt nýja hljómplata SAMHJALPAR, sem Garðar, Anne og Agústa syngja. Munu þau syngja lög af plötunni, og Magnús Kjartansson og hljómsveit leika undir. Stjórnandi samkomunnar verður Óli Ágústsson íbmhjólp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.