Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 43 hann er einlægur aðdáandi Jóns Baidurssonar. Og ef Jakob er far- inn að iýjast, hvað þá um aðra lesendur! Þeir fá væntanlega gæsahúð ef þeir þora að lesa áfram. Spilið hér á eftir sýnir nefnilega Jón Baldursson í bana- stuði. Jón er í suður. Norður s ÁKG962 h D65 t 2 I K109 Suður s10854 h K73 t KD9 I D62 Vestur Norður Austur SuAur 1 hjarta dobl pass 1 spaAi pass 2 spaðar pass 4 spaAar pass pa.ss pass Skrítnar sagnir, vægast sagt. En norður hefur sennilega talið sig of sterkan til að segja 1 spaða yfir hjartanu og því valið að dobla. Og Jón hefur greinilega bú- ist við einhverju feitu í spaðanum, því hann skeytir ekkert um að kanna hvort gröndin séu betri. Vestur spiiaði út smáu trompi. Jón tók tvo efstu í trompinu, og austur átti drottninguna aðra. Næst spilaöi Jón tígli á kóng, sem vestur tók á ás og spilaði tígul- gosa til baka. Nú hlýtur það að vera markmið sagnhafa að reyna að komast hjá því að spila laufinu sjálfur. Hann veit af sögnum að vestur á laufás og hjartaás, en laufgosinn getur verið hvoru megin sem er. Með þetta í huga spilaði Jón þannig: Hann tók tígulgosann heima á drottningu og kastaði hjarta úr borðinu. Spilaði svo hjarta á drottningu, seni vestur varð að gefa. Síðan fór hann heim á tromp og spilaði tígulníunni. Vestur lagði tíuna á níuna, en þá fleygði Jón síðasta hjartanu úr blindum og lagði upp. Staðan var nú þannig: Vestur Norður s G96 h - t — 1 K109 Austur s — s — h ÁG Suður h 109 t 6 s 10 t 8 1 ÁG3 h K7 1875 t — 1 D62 Vörnin fær aðeins á laufásinn í viðbót. Ef vestur spilar hjarta- gosa hleypir Jón á kóng. Ef hann reynir hjartaás, á Jón samgang í trompi til að taka á hjartakóng- inn. Og ekki er betra fyrir vestur að spila tígli út í tvöfalda eyðu, þá er laufi fleygt úr borðinu og trompað heima. Síðasti kostur vesturs er því að spila laufi, en þá finnst laufgosinn sjálfkrafa. Skemmti- lega spilað. En gat vestur varist betur? Hvað gerist ef hann leyfir sagn- hafa að eiga slaginn á tígulkóng- inn? Sú vörn dugir ekki: Jón trompar þá tígul, fer heim á tromp og trompar aftur tígul. Og nú spilar hann hjarta. Nú gerir ekkert til þótt A-V fái tvo slagi á hjarta, því um síðir verða þeir að hreyfa laufið eða spila tígli og gefa trompun og afkast. Sú staðreynd að vestur á G10 í tíglinum gerir spilið óhnekkjandi — auðvitað miðað við að hann sé með ásana þrjá. En settu þig í spor vesturs með þessi spil: s 2 h ÁG84 t ÁG63 I ÁG53 Hefðirðu rænu á að spila tigul- gosa til baka þegar þú lendir inni á tígulás?! Ef þú finnur ekki þá vörn — og það er hreint út sagt ekki auðvelt — þá verður þér spil- að inn á tigulgosa, og þú lendir í vandræðunum sem við ræddum áðan. Eins er það auðvitað ef þú átt Á10 í tígli, þá verðurðu að spila tíunni til baka. purrkur píLTmtíc googooplex 2 plötur, 12 tommur og 45 snúningar í einu albúmi. Platan sem seldist upp í Bretlandi áður en hún kom til íslands. X-googoople Utgefandi: gramm Vcsliiic)otii 53I) 101 Reykiavík n?) Dreifing: fkoinorhf Ferðaskrifstofan ÍSLEIÐIR, Miðbæjarmarkaóinum, 2. hæð. Sími 22100. Sólskinsparadís — Heillandi heimur náttúrufegurðar, sögustaða, skemmtunar og Ijúfra baðstranda. Friðsemdarlíf hjá Ijúfri gestaþjóð, glaumur og gleði fyrir þá, sem bregða vilja á leik. 15 dagar í 2ja m. herb. + V2 fæði kr. 11.600. 22 dagar í 2ja m. herb. + V2 fæði kr. 12.800. 15 dagar (4 í íbúö), án fæðis, en fríum bílaleigubíl kr. 12.500. 22 dagar (4 í íbúð), án fæðis, en fríum bílaleigubíl kr. 14.200. SIGLUM Á ÞRJÁR HAFNIR í DANMÖRKU Enn bætum við þjónustuna og bjóöum nú upp á reglulegar áætl- unarsiglingar til þriggja hafna í Danmörku. Með þvíað notfæra sérþessa þjónustu geta t.d. innflytjendur ávallt stefnt vörum sínum til þeirrar hafnar sem næst er verksmiðju þeirri sem keypt er frá. Með þessu móti aukast möguleikar þeirra á að ná hagkvæmum innkaupakjörum vegna nálægðar seljenda við afskip- unarhöfn. Skip Skipadeildar Sambandsins munu hafa að meðaltali 8—9 við- komur íhverjum mánuði í Danmörku og veita þar með inn- og út- flytjendum þá bestu þjónustu sem völ er á. Arhus Arhus er stærsta gámaflutningahöfn Danmerkur, auk þess að vera mjög stór í öðrum almennum flutningum. Helstu iðnaöar- og athafnasvæði Danmerkur eru staðsett ínágrenninu og með því að skipa vörum þangað og þaðan um Arhus geta sparast umtals- verðar upphæðir vegna hagkvæmari innanlands- flutnings. Umboðsmenn: Bergmann, Smith & Co., Pier 2, 8100Arhus Sími: (06) 128188 Telex: 64375 bergs dk uvenoDorg Vegna legu sinnar ei Svendborg mjög hagkvæm höfn fyrir alla flutninga til og frá Suður-Jótlandi og Fjóni. Umboðsmenn: Bjerrum & Jensen Aps., Havnepladsen 3, 5700 Svendborg Simi: (09) 212600 Telex: 58122 broka dk SKIPADE/LD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn hentar mjög vel fyrir allar vörur til og frá Sjálandi. Umboðsmenn: Alfragta/s 35, Amaliegade, 1256 Köbenhavn Simi: (01)111214 Telex: 19901 alckh dk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.