Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR: Tcxti HG — Ljósmyndir Kristján Eskifjörður Austfjarðaþokan gamalkunna læðist hér inn Eskifjörð og hylur neðsta hluta bæjarins. Guðmundur Auðbjörnsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins: Rétt að hvíla fulltrúa Framsóknar og Alþýðu- bandalags á forystu innan bæjarstjórnarinnar „ÞAÐ er tvennt, sem við sjálfstæðis- menn leggjum megin áherzlu á að gert verði á næsta kjörtímabili. Það er upp- bygging gatnakerfisins og niðurfelling eða undanþágur á fasteignasköttum hjá vissum aðiium. Auk þessa er fjöldi mála, sem þarfnast úrlausnar því fram- kvæmdir á kjörtímabilinu hafa verið i algjöru lágmarki," sagði Guðmundur Auðbjörnsson málarameistari, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á EskifirðL Guðmundur vék síðan nánar að helztu stefnumiðum Sjálfstæðis- flokksins og sagði þá meðal annars: „Skólinn okkar hefur verið í bygg- ingu í 7 ár og í haust er fyrirhugað að taka í notkun kennslustofur i kjallara hans. Við leggjum á það mikla áherzlu að byggingu verði lok- ið sem fyrst og þá verði leitað hag- kvæmra lána til að svo megi verða. Þá viljum við veg tónlistarskólans sem mestan. í framhaldi af skóla- málunum er nauðsynlegt að minnast á að koma verður upp vinnuskóia fyrir unglinga, sem þá ynnu meðal annars að fegrun bæjarins, sem ekki er vanþörf á. Þá eru dagheimilismál ofarlega á baugi og greinilegt að úr- bóta í þeim er þðrf. Hvað varðar uppbyggingu gatna- kerfis í bænum og iagningu bundins slitlags á götur, þá er nauðsynlegt að gera sem fyrst ítarlega áætlun um gatnagerð og stefnt verði að því, að á næstu tveimur kjörtímabilum verði lokið frágangi gatna í bænum, þær lagðar bundnu slitlagi og gengið frá gangstéttum við þær. Þá þarf að stuðla að áframhaldandi hafnarbót- um, skapa aðstöðu fyrir minni báta og fegra umhverfi hafnarinnar með því að leggja svæðið varanlegu slit- lagi. Við leggjum áherzlu á að það verði hafnarsjóður, sem standi undir öllum framkvæmdum á hafnarsvæð- inu. I framhaldi lagningar bundins slitlags á götur og hafnarsvæði verð- ur að vinna að fegrun bæjarins, en útliti hans hefur hrakað verulega að undanförnu. í því tilefni hyggjast sjálfstæðismenn leita samstarfs fé- lagasamtaka og atvinnurekenda í hænum. ! þessu tilefni er það meðal annars forgangsverkefni að reist verði sorpbrennsluþró og verður því verki að vera lokið í sumar. Þá er nauðsynlegt að losna við brota- járnshauga og færa fiskhjalla. Ennfremur þarf að skipuleggja skógrækt ofan bæjarins og gæti það orðið til mikillar prýði og auk þess bundið lausan jarðveg og dregið úr hættu á aurskriðum. Þá er það mikilvægt mál, að fast- eignaskattur efnalítilla elli- og ör- orkulífeyrisþega verði lækkaður eða felldur niður. Þá leggjum við til að undanþiggja beri nýjar íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum fasteignaskatti í tvö ár eftir að afnot hefjast, sé húsnæðið í eign þeirra, sem í því búa og ekki stærra en 200 fermetrar. Þetta teljum við mikið atriði í þá átt að auðvelda ungu fólki og öðrum húsbyggjendum baráttuna á þessum erfiðu tímum verðbólgu og hávaxtastefnu. Með þessu móti væri stuðlað að aukinni íbúðabyggingu hér og yrði tvímæialaust til þess að laða fólk hingað á staðinn. Við telj- um að tekjutap vegna þessa verði það lítið að fjölgun íbúa og þá um leið utsvarsgreiðenda bæti upp mis- muninn og gott betur. t þessu tilfelli er rétt að benda á það, að kísilmálm- verksmiðja í Reyðarfirði er í sjón- máli og vegna þess mun atvinnu- tækifærum fjölga verulega hér og við verðum að vera tilbúnir að taka á móti fólki og gera því auðveldara en ella að koma sér þaki yfir höfuðið. Frammistaða núverandi meirihluta innan bæjarstjórnar hvað varðar byggingu leigu- eða söluíbúða er til skammar og svo slæm að nú eru ein- staklingar hér að hefja byggingu raðhúss og blokkar til að mæta þess- um vanda. Þá er nauðsynlegt í þessu tilefni að auka og treysta sam- starf Eskifjarðar og Reyðarfjarðar með skynsamlega nýtingu fjármuna að leiðarljósi og kæmi þar til dæmis til greina sameiginleg sorpeyð- ingarstöð. Þá hafa sjálfstæðismenn hér á Eskifirði ákveðið að stofna bæjar- málanefnd sjálfstæðismanna hér. Skal hún gæta hagsmuna bæjarfé- lagsins í hvívetna og leitast viö að móta tillögur i hvers konar fram- faramálum, sem bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna fylgi fram í bæj- arstjórn. Bæjarmálanefndin skal vera bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins til ráðuneytis og ber þeim að leggja öll helztu mál og erindi, sem koma til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn, fyrir bæjarmálanefnd. Bæjarfulltrúar eru þá ekki bundnir af samþykktum nefndarinnar. í bæj- armálanefndinni skulu eiga sæti kjörnir bæjarfulltrúar sjálfstæð- ismanna og varamenn þeirra, form- aður Félags sjálfstæöismanna á Eskifirði og viss fjöldi félagsmanna, sem kosinn skal á almennum félags- fundi. Þetta álítum við sjálfstæðis- menn nauðsynlegt til þess að félags- menn geti betur fylgst fneð því, sem er að gerast í bæjárstjórn og komið tillögum sínum á framfæri við full- trúa sína. í þessu skyni eru fyrirhug- aðir viðtalstimar bæjarfulltrúa. Það er lj^st að hér' hefur verið veruleg stöðnum undanfarið kjörtímabil og bænum hefUr hrakað verulega þrátt fyrir mjög góðar tekj- ur Eskfirðinga og þá um leið bæjar- ins og hafnarsjóðs. Hér hefur á tímabilinu verið saltað mikið af síld, verulegt magn af loðnu brætt og mikið borizt á land af fiski. Þrátt fyrir þetta hafa framkvæmdir á veg- um bæjarins verið í algjöru lág- marki og útliti hans hrakað veru- lega. Minni sveitarfélög, með mun minni tekjur eru farin að draga á okkur hvað framkvæmdir og útlit snertir og það er því greinilega eitthvað verulegt að, sem þarf að laga, og það erum við, sjálfstæöis- menn, tilbúnir að takast á við. Sjálf- stæðismenn á Eskifirði eru einhuga um að vinna að uppgangi bæjarins, hver sem úrslit kosninga verða og hvort sem þeir verða í meiri- eða minnihluta. Ég vil því hvetja sjálf- stæðismenn og aðra stuðningsmenn flokksins til að kjósa hann og kjörn- ir fulltrúar munu ekki bregðast því trausti, sem þeim verður sýnt,“ sagði Guðmundur. Flokksskrifstofa tekin á leigu SJÁLFSTÆÐISMENN á Eskifirði hafa nú tekið á leigu húsnæði fyrir flokksskrifstofu. Hafa þeir fengirt inni í húsi Vilhjálms Björnssonar og í sjálfboðavinnu unnið að því að mála það, teppaleggja og búa hús- gögnum. Skrifstofan verður að minnsta kosti starfrækt fram yfir næstu alþingiskosningar og verður meðal annars notuð til fundahalds sjálfstæðisfélagsins og viðtals- tíma bæjarfulltrúa. Síðastliðið fimmtudagskvöld var haldinn þar opinn fundur sjálfstæðismanna, þar sem efstu menn af framboðs- listanum kynntu stefnumið Sjálfstæðisflokksins og svöruðu síðan fyrirspurnum. Askell Jónsson bæjarstjóri: Skólabygging og gatnagerð helztu verk- efni bæjarins „ÞAÐ, SEM helzt er á döfinni hjá Eskifjarðarbæ, er frarahald grunn- skólabyggingarinnar, sem nú hefur staðið i 7 ár og lagning nýs bundins slitlags á Strandgötuna. Þessi verkefni taka meirihlutann af þvi fé, sem bæjar- félagið hefur til ráðstöfunar til fram- kvæmda,“ sagði Áskell Jónsson, bæj- arstjóri á Eskifirði, er Morgunblaðið ræddi við hann. Áskell sagði ennfremur að kostn- aður við þessar framkvæmdir næmi 1,7 milljónum króna hvað varðaði Strandgötuna og þáttur bæjarins við skólabygginguna næmi um 1 milljón. Það væri síðan fyrirhugað að taka í notkun handavinnuaðstöðu á neðstu hæð skólans í haust. Þá væri verið að Ijúka við frágang á líkhúsi. Erfitt ástand væri í vatnsveitumálum og væri stefnt að því að leggja nýja stofnlögn frá miðlunartönkum vegna þess að gamla stofnlögnin væri orðin of lítil fyrir bæjarfélagið. Einnig væri verið að undirbyggja tvær götur í nýju hverfi innan við kirkjugarðinn. Lögð væri á það áherzla að ganga þannig frá nýjum götum að þær væru tilbúnar undir lagningu bundins slitlags, þegar að þeim kæmi. Þá tæki bærinn þátt í endurbótum á félagsheimilinu. Áskell sagði að einnig væri á döf- inni skipulagning svæðis fyrir aldr- aða þar sem yrði þjónustumiðstöð, elliheimili, íbúðir fyrir aldraða og heilsugæzlustöð síðar meir. Auk þessa væri alltaf talsvert um smærri verkefni og teldi hann að bæjarfé- lagið væri fullsæmt af því, sem gert hefði verið og væri á döfinni. Heild- artekjur bæjarfélagsins á þessu ári væru áætlaðar rúmar 11 milljónir og rúm 30% þess kæmi til fram- kvæmda. Það yrði því lítið eftir af framkvæmdafénu þegar 2,7 milljón- ir færu í tvö stærstu verkefnin og launakostnaður vegna 24 fastra starfsmanna á vegum bæjarins væri í kringum 3 milljónir. Hvort tveggja væru aðkallandi verkefni og hann liti svo á að réttast væri að beina fremur kröftunum að færri og stærri verkefnum í einu og þá væri hægt að gera þau sómasamlega úr garði. Þetta ár væri með meiri fram- kvæmdaárum á áætlunarblaði, þó væri það ætíð svo að fólki fyndist það ekki nóg. Svigrúm til þess að gera mikið og margt í einu væri ekki fyrir hendi og því yrði að taka hlut- ina fyrir eftir forgangsröð. Það væri of mikið af útgjöldum sveitarfélaga, sem væri bundið samkvæmt lögum og væri því ekki hægt að nota féð til annars, því síður væri hægt að fjár- magna framkvæmdir með veru- legum lántökum i óðaverðbólgu á meðan um 70% tekna sveitarfélaga væru ekki verðtryggðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.