Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 BloröxinTiXníiiíí SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1982 Fulltrúar ríkisstjórnarinnar: Reifa hugmyndir um nýja vísitöluskerðingu Svcitarstjórnakosningar verda um næstu helgi, eins og fólk er nú að veróa vart við, og stjórn- málamenn og flokkar keppast við að koma stefnumálum sínum á framfæri, og heyra hljóðið í kjósendum. Þessa mynd tók Kagnar Axelsson, Ijósmyndari Mbl., á Akranesi fyrr í vikunni, þar sem Valdimar Indriðason forseti bæjarstjórnar var á tali við nokkra menn á bryggjunni. Verðbótatímabil lengd — orkukostnaður út — félagsleg útgjöld ríkisins til frádráttar FULLTRÚAR ríkisstjórnar- innar, þéir Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, Halldór Ásgrímsson alþm. og Þórður Friðjónsson, hagfræðingur forsætisráð- herra, hafa reifað hugmyndir um breytingar á vísitölu- kerfinu, sem m.a. leiða mundu til frekari skerðingar á kaup- gjaldsvísitölu, við fulltrúa ASÍ, vinnuveitenda, opinberra starfsmanna, háskólamanna o.fl. Hafa hugmyndir ríkis- stjórnarinnar um þetta efni Fleiri atvinnu- lausir í apríl sl. en síðustu 7 ár Atvinnuleysisdagar í aprílmánuði síða.s(liðnum voru skráðir samtals 8.270 samkvæmt upplýsingum frá vinnumáladeild félagsmálaráðu- neytisins. Er þetta 1225 dögum yfir meðaltali sama mánaðar árin 1975—1981. Ef litið er á tölur yfir atvinnu- leysi í siðasta mánuði svarar það til að 382 hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn eða sem nemur 0,4% af áætluðum mannafla. Um 55% af skráðu atvinnuleysi féll til hjá konum. í öllum landshlutum var atvinnuástandið betra en í marsmánuði nema á Norðurlandi vestra. Þar er ástæða fyrir auknu atvinnuleysi lítið framboð af vinnu fyrir konur á Siglufirði, m.a. vegna lokunar Siglósíldar. Sé hinsvegar litið til aprílmán- aðar 1981 hefur skráðum atvinnu- leysisdögum fækkað á höfuðborg- arsvæðinu og Norðurlandi eystra, en fjölgað í öðrum landshlutum. verið ræddar á fundum í vetur og vor. Meðal þessara hug- mynda má nefna: • Breytingar verði á vísitölu í tengslum við aukningu útgjalda ríkisins til fé- lagslegra málefna eins konar lífskjaraviðmiðun. Á þessu ári gæti þetta þýtt nokkra skerðingu á kaupgjaldsvísitölu en í einstaka tilfellum gæti það þýtt hækkun. • Verðbótatímabil verði allt að 6 mánuðir. Lagðir hafa verið fram útreikningar, sem sýna mismunandi út- komu eftir því, hvort verð- bótatímabil er einn mán- uður, þrír, fjórir eða sex mánuðir. • Rætt hefur verið um að taka orkukostnað út úr vísitölunni, sem gæti leitt til skerðingar á henni frá því, sem nú er. Þremenningarnir, sem af hálfu ríkisstjórnarinnar hafa rætt þessar hugmyndir við aðila, skipa svonefnda viðræðunefnd ríkisstjórnar- innar um nýtt viðmiðunar- kerfi, sem sett var á stofn í kjölfar efnahagsyfirlýs- ingarinnar eftir áramót. Formaður nefndarinnar er Þórður Friðjónsson. Ekki liggur fyrir hvenær nefnd þessi mun ljúka störfum eða hver afstaða aðila vinnu- markaðar hefur verið til þessara hugmynda. Hækka húsnæöismála- stjórnarlán um 20% ? til þeirra, sem byggja í fyrsta sinn FélagsmálaráAherra hefur sent HúsnæAismála.stjórn ríkisins tilmæli, þar sem fariA er fram á, aA lán til þeirra, sem hyggja íbúAarhúsnæAi í fyrsta sinn, verAi hækkuA um 20%, en hins vegar var ekkert minnst á i tilmælum ráAherrans, aA hækka lán- in til þeirra fjölmörgu, sem kaupa íbúAarhúsnæAi í fyrsta sinn. Þegar þessi tilmæli komu frá ráðherranum bentu sjálfstæðis- menn í Húsnæðismálastofnun þeg- ar á, að ef hækka ætti lán til þeirra, sem byggja í fyrsta sinn, þá yrði einnig að hækka lánin til þeirra, sem kaupa í fyrsta sinn. Annað væri ekki sanngjarnt. Mál þetta hefur verið til umfjöll- unar í ríkisstjórn um allnokkurt skeið og hefur sitt sýnst hverjum um þetta með hliðsjón af fjár- hagsstöðu Byggingasjóðs, sem er nú verri en hún hefur nokkru sinni áður verið eftir að núverandi ríkis- stjórn svipti Byggingasjóð tekjum af launaskatti. I ríkisstjórninni var sú skoðun ofan á til að byrja með, að hækka bæri lán til bæði þeirra, sem byggja í fyrsta sinn, og þeirra, sem kaupa í fyrsta sinn, og myndi hækkunin nema 10%. í því sam- bandi var einnig rætt um, að út- borgun lána til þeirra, sem kaupa í fyrsta sinn, yrði í tvennu lagi, en siík lán eru nú greidd í einu lagi. Ekki náðist þó samstaða um málið og var skipuð ráðherranefnd til að skoða málið ennfrekar. Félagsmálaráðherra lagði höf- uðáherzlu á það við ráðherra- nefndina, að ef samkomulag yrði um þessa hækkun, yrði hún að koma til framkvæmda fyrir kosn- ingar, og nú hafa sem sagt borizt tilmæli til Húsnæðismálastofnun- ar þar að lútandi. Landspítalinn: Neyðarástand ríkir á gjörgæsludeildum „ÁSTANDID er alvarlegt á öllum deildum og neyðarástand rikir á gjörgæsludeildum, en í gær og fyrra- dag útskrifuAum við sjúklinga eins og mögulegt var og lokuðum deild- um að nokkru leyti,“ sagði Magnús Karl Pétursson læknir á Landspit- ala, formaður Læknaráðs Landspit- alans er hann var inntur eftir gangi mála á spítalanum nú eftir að fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur hætt störf- um. I dag, sunnudag, tekur Land- spítalinn við bráðavaktinni í Reykjavík og annast hana þar til á þriðjudagsmorgun. Landakots- spítali átti þá að taka við henni, en stjórn spítalans hefur tilkynnt að það sé ógerlegt þar sem vanti Innanlandsflugið: Fjarskipti á ensku (jll fjarskipti í innanlandsflugi, nema i undantekningartilfellum, fara nú fram á ensku og hefur svo verið frá og með 6. maí síðastliðnum. Flugmálastjórn gaf reglur um enskunotkun í innanlandsflugi út fyrir skömmu og segir að öll fjar- skipti innanlandsflugs skuli fara fram á ensku á öllum tíðnum flug- stjórnarmiðstöðvarinnar. Heimilt er þó að nota íslenzku i undantekn- ingartilfellum ef skortir á ensku- kunnáttu. hjúkrunarfræðinga. Aðspurður sagði Magnús Karl Pétursson óvíst hvað gerðist með bráðavakt- ina á þriðjudagsmorgun, úr þeim vanda yrðu þau yfirvöld að leysa sem skipulegðu bráðaþjónustu í Reykjavíkurhéraði, borgarlæknis- embættið. Borgarspítalinn annað- ist bráðavakt í gær og fyrradag fyrir Landspítalann, sem gerði læknum þar kleift að flytja sjúkl- „VID gerðum bráAabirgðasamkomu- lag, sem gerir ráð fyrir, að við fáum greidd laun samkvæmt 16. launaflokki í staðinn fyrir 11. launaflokki áður,“ sagði SigríAur Jóhannsdóttir, hjúkrun- arfræðingur á sjúkrahúsinu á Selfossi, í samtali við Mbl., en hjúkrunarfræð- ingar og viðsemjendur þeirra gerðu með sér samkomulag sl. Töstudag. Iljúkrunarfræðingarnir höfðu sagt upp störfum sínum frá 15. maí og hefðu því gengið út í gærdag ef ekki hefði náðst samkomuiag. — Bráðabirgðasamkomulagið ger- ir síðan ráð fyrir, að við fáum þær leiðréttingar, sem kunna að verða gerðar á samningum hjúkrunar- fræðinga á Reykjavíkursvæðinu. inga milli deilda og útskrifa aðra að sögn Magnúsar Karls. Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir Landakotsspítala tjáði Mbl. að ótrúlega vel hefði gengið að út- skrifa sjúklinga og væru nú 3 deildir lokaðar. Svo virtist sem um helgina tækist að fækka svo sjúkl- ingum að aðeins yrði starfrækt ein handlæknisdeild og ein lyflækn- isdeild. Auk þess sem við eigum eftir að ræða frekar nokkrar sérkröfur, sagði Sigríður ennfremur. Sigríður sagði, að hjúkrunarfræð- ingarnir á Selfossi hefðu talið eðli- legt, að skrifa undir þetta bráða- birgðasamkomulag, þar sem gengið var að höfuðkröfu hjúkrunarfræð- inga, þ.e. að fá greidd laun sam- kvæmt 16. launaflokki. — Enda höfðum við fullt samráð við Hjúkr- unarfélag íslands um þetta sam- komulag, sagði Sigríður Jóhanns- dóttir hjúkrunarfræðingur að síð- ustu. Laun samkvæmt 11. launaflokki, 1. þrepi, eru 7.267 krónur, en sam- kvæmt 16. launaflokki, 1. þrepi, 8.757 krónur. Hækkunin er því 20,5%. Hjúkrunarfræðingar á Selfossi sömdu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.