Morgunblaðið - 30.05.1982, Síða 31

Morgunblaðið - 30.05.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 31 Samheifi f>rirfallega hönnun og framúrskarano smföi! I Kalmar innréttingar h.f., Skeifunni 8,108 Reykjavík, slmi 82011 Frá fyrri kappreiðum Fáks. annan í hvítasunnu Sjálfar kappreiðarnar hefjast klukkan 14.00 og gert er ráð fyrir að þeim Ijúki klukkan 18.30. Á vorkappreiðum Fáks voru öll hlaup tímasett og tókst fullkom- lega að halda þeirri áætlun. Milli 80 og 90 gæðingar taka þátt í keppninni í A- og B-flokki, en til mikils er að vinna , því 11 hestar í hvorum flokki vinna rétt til þátt- töku á Landsmóti hestamanna í nafni Fáks. Á milli keppnisatriða verður flutt ýmiskonar léttmeti og munu þeir Bessi Bjarnason og Ragnar Bjarnason annast skemmtiatriðin. Flestir þekktustu hlaupahestar landsins taka þátt í Hvítasunnu- kappreiðunum, þar á meðal hin fræga hlaupahryssa Loka, en hún kemur nú á ný til keppni eftir nokkurra ára hvíld. Búist er við að mikil barátta verði á milli Loku og Túrbínu, sem sigraði í 350 stökki á vorkappreiðum Fáks. Veðbankinn mun starfa á keppnisdaginn. HVÍTASUNNUKAPPREIÐAR Fáks verða á annan dag hvítasunnu, 31. maí. Hefjast kappreiðarnar klukkan 13.30 með sýningu gæðinga í A- og B-flokki. Þá verður stutt kynning á unglingastarfi Fáks og stúlkur úr iþróttadeild félagsins kynna keppn- isgreinar íþróttadeildarinnar. GRIOTGRI verja lakk og luktiv Grindina festum við á meðan þú færð þér kaffi. Sendum einnig í póstkröfu. BUKKVER Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100 „Let There Be Rock“ sýnd í Bíóhöllinni Aðeins tveir boltar og grindin er laus. BÍOHÖLLIN tók til sýninga um helgina rokkkvikmyndina Let There Be Rock, með áströlsku bárujárns- hljómsveitinni AC/ DC. Sú hljóm- sveit er af flestum talin i framvarða- sveit þessarar tónlistartegundar. AC/ DC er skipuð fimm mönnum, þeim Angus Young, gít- arleikara, bróður hans, Malcolm Young, sem ennfremur leikur á gítar, Cliff Williams, bassaleik- ara, Phil Rudd, trommuleikara og söngvaranum Brian Johnson. í Let There Be Rock er það þó Bon Scott, sem syngur með hljómsveit- inni. Hann lést í febrúarmánuði 1980. Let There Be Rock er frönsk kvikmynd, tekin á hljómleika- ferðalagi AC/ DC-flokksins um landið. Hún er í Dolby-stereo. Mynd þessi var frumsýnd sl. haust í Nýja bíói í Keflavík og var skömmu síðar tekin til sýninga i Hafnarbíói þar sem hún naut sín þó engan veginn sökum lélegs hljómburðar. Angus Young, höfuðpaur AC/ DC. Hvítasunnukapp- reiðar Fáks á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.