Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 Var staðráðinn í að hœtta strax en það hefur dregist nokkuð — segir Ásgeir Sigurjónsson yfirvélstjóra sem verið hefur farmaður í 33 ár Hann var mllll bekkja í Vélskóianum. Hann kynntist því gufuvél- inni, en síðar hefur hann kynnst dísilvélum og allt hefur þetta tekið breytingum á sjómannsferli hans. Eftir að skólanum var lokið réðst hann til Eimskips í júní 1949. Þar hefur hann starfað síðan eða í 33 ár, en konan hans segir að hann hafi alltaf verið að hætta. Hann er Ásgeir Sigurjónsson yfirvélstjóri og frúin Þórunn Ingvarsdóttir. Ásgeir Sigurjónason yfirvélstjóri og kona hans, Þórann Ingrarsdóttir. U4™- — Já, strax eftir nokkur ár var ég staðráðinn í því að hætta, en það hefur nú dregist nokkuð og úr þessu tekur því varla að skipta um starf, segir Ásgeir Sigurjónsson, en hann féllst á að spjalla örlítið við Mbl. um starf farmannsins. En fyrst rekur hann örlítið nánar fer- il sinn: — Ég fór tvo túra sem aðstoð- arvélstjóri á gamla Tröllafossi, en síðar fór ég á gamla Brúarfoss, sem þá var aðalfarþegaskipið hjá Eimskip allt þangað til Gullfoss kom. Síðan hef ég verið á hinum og þessum skipum félagsins, þrí- burarnir komu hingað 1948 og 1949, en þeir voru Goðafoss, Detti- foss og Lagarfoss. Síðustu árin hef ég verið á hon- um Bakkafossi sem nú er búið að selja og sigldi svo til eingöngu til Bandaríkjanna. Ég var á Bakka- fossi þann tíma sem hann var í eigu Eimskips og nú er ég eigin- lega milli vita, ég fer og kynni mér skip, sem félagið er að taka á leigu á Spáni og verður mannað er- lendri áhöfn, því síðar er ráðgert að fá annað skip svipað og manna það íslendingum. Gott sjóskip Bakkafoss — Jú, hann Bakkafoss var af- burðagott sjóskip, duglegur, gekk vel og hann var gott ferðaskip. En hann var ekki orðinn hagkvæmur. Margir reyndir sjómenn sögðust ekki hafa komið á betra sjóskip. En þannig hefur það verið hjá Eimskíp, þríburarnir t.d. voru vönduð og traust skip eins og skip sem hafa komið síðar og félagið hefur látið smíða t.d. í Danmörku. En skip eru eins ólík að sjóhæfni og þau eru mörg. Óg þegar þetta birtist á prenti verður Asgeir trúlega kominn til Vico á Spáni þar sem hann á að kynna sér hið væntanlega leigu- skip. Er ráðgert að hann fari með því fyrst yfir Atlantshafið þar sem það á að lesta vörur í Amer- íku. Síðan er ferðinni heitið til ís- lands og ráðgerði hann að vera kominn hingað eftir 3 vikur nema að áætlun verði breytt vegna yfir- vofandi verkfalla. En um starfið sjálft, þú vildir allt- af vera á farskipum? — Já, ég tók þá stefnu strax, ég hafði að vísu verið á togara líka, en ég hafði meiri áhuga á hinu, lenti strax í farmennskunni og var ekkert að breyta því. Sennilega hafa fiskimenn borið nokkru meira úr býtum en við, trygging er orðin nokkuð góð hjá þeim, en tekjur eru fljótar að detta niður í aflaleysi og ef menn eru frá störf- um. En hvers vegna hugleiddir þú stundum að hætta? Þreytandi til lengdar — Þetta er mjög þreytandi til lengdar, sérstaklega þessar löngu siglingar og menn þreytast fljótt á þessu skaki. Einnig má nefna að menn hafa rannsakað að álag á menn er mun meira við störf á sjó heldur en í landi. En það er mjög þreytandi að vera á stöðugum sigl- ingum og hvíldir eru litlar. Stefn- an er sú að fækka í áhöfn og þá verður álagið meira á þeim sem fyrir eru. Hraðinn er líka alltaf að aukast og t.d. má nefna að nú seinni árin er stoppað það stutt í höfnum bæði heima og úti að menn fá litla hvíld. Nú er lögð öll áhersla á hraðann og það tekur ekki langan tíma að ferma og af- ferma gámaskipin. Ef allt gengur vel komum við stundum heim að morgni og höldum aftur út að kvöldi. Það er því ekki löng viðdvöl með fjölskyldunni, en að nokkru hefur maður reynt að bæta sér þetta upp með því að taka frí. Við vinnum okkur inn frídaga fyrir þá laugardaga, sunnudaga og tyllidaga sem við erum skráðir í skipsrúm og geta menn þá ýmist fengið þá greidda eða tekið þá út í fríi og hygg ég að flestir velji fríið. í landi eru þá oftast til reiðu skiptimenn og þannig getur maður fengið frí einn og einn túr auk hins venjulega sumarfrís. Svo megum við einnig taka konuna með einn túr á ári og held ég að það sé almenn regla eftir að menn hafa starfað 5 ár hjá félaginu. Eru margir með yfir 30 ira starfs- aldur hjá Eimskip? — Ég skal ekki segja, en þó tel ég að þeir séu býsna margir. Ég hef kunnað mjög vel við mig þar, skipunum er vel haldið við og hugsað um að gæta öryggis og þess vegna hef ég ekki haft í hyggju að skipta. Þetta finnst þeim svolítið undarlegt, útlend- ingunum. Ég fór um daginn eina ferð með dönsku skipi og þeir voru steinhissa á að ég skyldi hafa ver- ið hjá sama félaginu í 33 ár. Al- gengt er erlendis að menn skipti á 5 til 6 ára fresti. Hefur starfið sjálft tekið miklum breytingum? Sffellt aukin sjálfvirkni — í vélarrúminu hefur að sjálfsögðu margt breyst og þar er sífellt verið að auka sjálfvirkni. Nokkur af skipum Eimskips eru með slíkan búnað. Vélaliðið vinn- ur þá á daginn og síðan er vél- stjóri á kallvakt og til taks ef við- vörunarhringing gellur við á kvðldin eða næturnar. Nú, menn geta þá tekið spil eða horft á myndbönd, þar sem slík tæki eru, í frítímum sínum. — Ég kynntist þessum sjálf- virknibúnaði í reynd í fyrsta skipti á þessu danska skipi, „Jun- ior Lotte", sem ég fór með í maí sl. og leysti af yfirvélstjórann þar, sem fór í frí. Mér fannst það reyndar hálf skrítið að enginn þyrfti að vera á vakt niðri, en þarna hefur sjálf- virknin tekið við. Þá eru þessar skiptiskrúfur orðnar mjög algeng- ar. Þá geta vélstjórar sett vélina á ákveðinn snúningshraða, kannski 800 snúninga og eftir það sér skip- stjórinn um að breyta hraðanum. Hann gerir það með því að breyta skurði skrúfublaðanna sem þann- ig taka á sig mismunandi mikið átak. Með skiptiskrúfu þarf með öðrum orðum ekki að stöðva vél- ina og skipta í afturábak og senni- lega verða þær sífellt algengari þótt þær séu það ekki ennþá í stærri skipunum. En auðvitað þarf vélstjóri alltaf að sinna ákveðnum störfum, eftirliti og við- haldi, og ef eitthvað bregður út af þarf hann að gripa inní og lagfæra ef hægt er. Sjálfvirknin á þó eftir að taka yfir smám saman og hún er nauðsynleg því það er ekki hægt að binda menn yfir þessu dóti nótt og dag. Löng viðdvöl fyrr á árum — Utan vélarrúmsins er helsta breytingin, sem ég gat um fyrr, viðstaður í höfn. Áður fyrr var al- gengt að við værum 10 til 12 daga að athafna okkur í Ameríku, við losuðum á einni höfn og færðum okkur síðan í aðra höfn til að lesta. Meðan það stóð yfir var nóg að starfa. Áhöfnin vann að við- haldi og það var ekki svo lítill vinnukraftur til staðar t.d. í vél- arrúmi. Oft voru þetta 4 vélstjór- ar, 3 aðstoðarmenn og 3 dagmenn og jafnvel einn rafvirki. Þessir 11 menn gátu ekki annast svo lítið um viðhald vélanna meðan dvalið var i höfn. Stundum gáfust þó tækifæri til skoðunarferða, við slógum okkur saman og héldum t.d. til Washington ef lengi var stansað í Cambridge, Maryland, og þegar viðdvölin var löng í Len- ingrad fór ekki hjá því að við reyndum að virða fyrir okkur borgina. Stundum þótti okkur þó nóg um, menn gerðust óþolinmóðir og vildu komast á sjóinn aftur. Menn vildu halda áfram, enda farmenn. Lengst held ég að ég hafi stoppað í 19 daga í Leningrad. Þá vorum við að afskipa frystum fiski og urðum við sífellt að bíða eftir frystivögn- um. Við fengum kannski nokkra vagna og síðan gerðist ekkert í nokkra daga og þegar við spurðum um ástæðuna sögðu þeir að Rúss- land væri stórt og vagnarnir væru út um allt. En það var algengt hér áður að þurfa að staldra við allt að hálfum mánuði bæði í Ameríku og víðar. Ekki alltaf í einkennisfötum Störf vélstjórans eru margvísleg og hann er þá kannski ekki alltaf í einkennisbúningi sínum? — Nei, ég held að okkur yrði lítið úr verki ef við bærum alltai einkennisfötin. Þau notum við vissulega við ákveðin og hátíðleg tækifæri, en að jafnaði henta venjuleg vinnuföt okkur betur. Yfirvélstjóri hefur alla yfir- umsjón með störfum í vélarrúmi og fer það eftir fjölda vélstjóra hvort hann tekur vaktir eða ekki og aðrir vélstjórar sjá síðan um þau margvíslegu störf sem til falla og hafa þá með sér svokallaða dagmenn á þeim skipum þar sem slíkir menn eru. Ekki sagðist Ásgeir hafa ratað í teljandi raunir á ferli sínum, en tvisvar var hann þó á skipi sem varð að draga til hafnar: — Ég var um tíma á togaranum Kára og þegar við vorum á leið á veiðar tók ketillinn að leka og við misstum út allan dampinn. Okkur rak í áttina að Mýrum, en við átt- um þó langt í land. Veður var gott og brátt sjáum við til ferða Bald- urs, sem var gamall togari, en hann heldur áfram og sinnir okkur ekki. Nokkru sunnar sneri hann þó við og dró okkur til hafn- ar. Síðar var ég á Foldinni á leið til Hollands með fisk þegar vélin varð óstarfhæf við Skotland. Þá vorum við dregnir til Aberdeen. Mér leist nú ekki á þetta allt og fór að velta fyrir mér hvað yrði næst, en það hefur þó ekki orðið. Tilbreyting væri æskileg En þú ætlar að halda út fram á lífeyrisaldur? — Ég á eftir 6 ár í 65 ára aldur- inn og geri því ekki ráð fyrir að breyta neitt til. En mér finnst að eftir 30 ára störf á sjó eigi að gefa mönnum tækifæri til að snúa sér að öðru. Menn hljóta að búa yfir talsvert mikilli reynslu sem án efa er hægt að nýta á öðrum vett- vangi. Sumir hafa snúið Sér að einhvers konar tæknistörfum í landi og vélgæslu og möguleikar eru sjálfsagt margir fyrir hendi. Fram til 60 ára aldurs hafa menn yfirleitt nokkuð góða starfsorku, en upp úr því held ég að taki að halla nokkuð hratt undan fæti hjá þeim sem stunda vélstjórn á sjó og kannski eru ekki margir sem vilja nýta þennan starfskraft, sem kominn er á efri ár. Ég nefndi áðan að það reyndi meira á menn að vinna störf sín á hafi úti en þegar þeir hafa fast land undir fótum. Einnig má nefna að það reynir á menn and- lega, menn eru löngum fjarri ást- vinum og þótt menn séu ekki hræddir eru vissulega hættur á sjónum og allt þetta reynir á menn. Þess vegna væri það mörg- um góð tilbreyting að geta fengið tækifæri til að hvílast á skakinu síðustu árin sem þeir vinna. Og hvad gerir svo yfirvélstjórinn í sumarleyfi? — Hann hefur gaman af að ferðast og starfsmannafélag Eim- skips á orlofshús í Suðursveit þar sem gott er að vera og við höfum einnig brugðið okkur út fyrir landsteinana í flugi. En stundum er einnig eitthvað að sýsla í garð- inum eða við húsið. jt- Ásgeir situr hér við að færa skýrshir eða dagbók, en starf vélstjórans er þó ekki mest við skriftir, hann þarf að taka til hendinni við margháttuð störf, ekki síst ef bilanir og vandamál eru á ferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.