Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 Steingrímur Sigurðsson, skipstjóri í Vestmannaeyjum, var fyrir skömmu sæmdur afreksorðu ís- lenzka lýðveldisins fyrir björgunar- afrek í hafi er hann tvívegis bjargaði skipverjum sínum sem fallið höfðu fyrir borð, en í bæði skiptin sýndi hann fádæma dirfsku og hugrekki er hann synti eftir mönnunum við mjög erfiðar aðstæður. Steingrímur hefur verið til sjós í 25 ár, en hefur verið í landi síðan nokkru fyrir síðustu áramót, að læknisráði, vegna eftirkasta frá sið- ara björgunarafrekinu er hann ofkældist illa. Steingrímur byrjaði sjómennsku í heimabæ sinum, Siglu- firði, 1957, 15 ára gamall, fór beint á sjóinn úr skyldunáminu. „Hermdi eftir þorskinum og beit á krókinn“ „Eg var á heimaslóð til að byrja með, meðal annars á togurum, en til Vestmannaeyja fór ég 1959 á vetrarvertíð og síðan aftur 1960 og hef verið hér síðan. Þá húkkaði konan mig, ég fór að herma eftir þorskinum og beit á krókinn, þær grímur, „fyrra skiptið skeði það haustið 1978. Við vorum þá á síld og óhappið skeði 18. október. Við vorum þá staddir 4 mílur vestan við Ingólfshöfða, snemma morg- uns, rétt fyrir birtingu. Við vorum að kasta síldarnót þegar hanafót- ur flæktist í Sigurð Óla, son minn og tók hann út með sér. Hann var þá 16 ára gamall, byrjaði til sjós 15 ára, og hefur verið með mér síðan. Ég vissi ekki fyrst hvaða maður féll fyrir borð, því ég sá það ekki, en strax á eftir hægði ég á kastinu og sneri bátnum bæði með snurpu og vélarafli. Sigurður óli hvarf niður í hafið og þegar við vorum búnir að hægja á bátnum fórum við strax að leita með ljós- kastaranum. Það var hríðar hragl- andi og sást ekkert í myrkrinu og hríðinni nema nákvæmlega þar sem geislinn var og drengnum skaut upp nákvæmlega í geislann um 50—60 metra frá bátnum. Ég var þá búinn að kúpla frá og kast- aði mér til sunds að honum með bjarghring. Hann var þá orðinn svo þungur og þrekaður, að ég kom bjarghringnum aðeins undir ann- Frá vinstri: Guðmundur Gíslason, Steingrfmur Sigurðsson og Sigurður Óli Steingrímsson. „Hér œtla ég ekki að skilja þig eftir, kallinn minn “ Rætt við Steingrím Sigurðsson skip- stjóra, sem hlaut afreksorðu íslenzka lýðveldisins fyrir björgunarafrek Steingrfmur ásamt konu sinni, Guðlaugu Ólafsdóttur. eru svona Eyjastelpurnar,“ sagði Steingrímur í upphafi samtals okkar. „Ég fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík haustið 1969, árið áður en Stýrimannaskólinn í Vest- mannaeyjum byrjaði, og prófi lauk ég vorið 1964. Síðan hefur þetta verið sjórinn, en fastur skip- stjóri varð ég-1964 eftir að hafa verið í afleysingum á ýmsum bát- um sem skipstjóri. Ég var fyrst með Leó og síðan Bjarnarey frá 1976. Ég hef alltaf kunnað vel við mig á sjónum, get ekki sagt annað, ég valdi mér þetta starf og það togar í mann. Það er mikið atriði í þessu öllu, mannskapurinn, maður dreg- ur dám af þeim mönnum sem maður er með og ég hef mikið af þeim lært. Ég hef líka lent í því að vera þar sem helvítis leiðindi voru, sérstaklega eina vertíð, og þá er þetta hundleiðinlegt. En ég hef verið á fáum bátum og hepp- inn með skipsfélaga, yfirleitt 3 til 6 ár á sama skipinu og tvisvar sinnum 6 ár, svo það er þá fljótt að koma upp í 25 ár.“ Steingrímur hefur alla tíð verið mjög fengsæll skipstjóri, aflakló hin mesta, sækinn og vel metinn skipstjóri, en hann hefur verið lánsamur við fleira en fiskinn og meðal annars hefur hann átt því láni að fagna að bjarga tvívegis mönnum sem féllu fyrir borð á hafi úti í ruddaveðrum og voru mjög hætt komnir. „Drengnum skaut upp, nákvæmlega í ljósgeislann“ „Jú, það er rétt,“ sagði Stein- an handlegginn á honum, hafði ekki kraft til þess að fást við hinn handlegginn og þannig hélt ég honum á meðan strákarnir toguðu okkur að bátnum, en sá sem hélt í hinn endann um borð stóð með metra bandi þegar ég náði til drengsins. Hann var allkaldur og sjódrukkinn, enda hafði hann ör- ugglega farið nokkuð djúpt. Hann var í lopapeysu og algaliaður þannig að þyngslin voru mikil, en hann hresstist fljótt eftir að við vorum komnir um borð. Nótin hafði farið í hnút við þetta og við vorum í eina 12 tíma að greiða þá flækju, en strákurinn var kominn upp á dekk áður en því verki var lokið, eftir að hafa farið í koju fyrst til þess að ná úr sér hrollin- um. Hann slasaðist ekki að öðru Ieyti en því að hann marðist nokk- uð. Jú, ég vissi það þegar ég stakk mér í sjóinn að það var sonur minn sem var í hafinu og það sem ég hugsaði á leiðinni til hans var eitthvað í þá átt, að annað hvort færum við báðir eða enginn. Ég man ekki hvað við töluðum saman, en ég man að hann sagði við mömmu sína þegar við komum í land að hann hefði aldrei verið eins feginn að sjá pabba sinn.“ „Ég sá glitta í hann í djúpinu“ Hitt tilvikið átti sér stað 8. janúar 1981 um 12 mílur suður af Hjörleifshöfða. Það skeði um kl. 2 að degi til í suðaustan kaldaskít, 5—6 vindstigum, éljagangi og talsverðum sjó. Við vorum að leggja net frá bakborða þegar hægri hendi skipverjans, Guð- mundar Gíslasonar, 16 ára, festist í steinahanka og það skipti engum togum að hann fór út um lúguna með trossunni og súrraði strax á bólakaf, en ég sá glitta í hann í djúpinu, því hann var í rauðgulum stakk sem sást vel í tærum sjón- um þarna. Honum skaut upp undir yfirborð á öldunni, en svo dróst hann aftur í kaf þegar strekktist á og þannig gekk um stund. Áður en trossan byrjaði að sökkva náði hann lofti, en svo fór allt á fulla ferð á örskoti. Við náðum hins vegar að setja trossuna fasta og vorum byrjaðir að hífa hana inn þegar Guðmundur losnaði skyndi- lega úr netunum og flaut upp, sýnilega mikið þrekaður. Hann hlaut að hafa drukkið mikinn sjó og einnig var ég hræddur um að hann væri slasaður eftir að hafa kastast út um lúguna. Ég sneri bátnum þannig að hann rak að honum, en sýndist skjótt að happ- drýgst yrði sennilega að synda eft- ir honum, því mér sýndist hann ekki geta synt sjálfur. Ég synti með bjarghring til hans, en það var vita vonlaust fyrir mig að koma honum í hann. Hann greip í mig krampataki og ég náði að halda honum uppi við bjarghring- inn á meðan strákarnir drógu okkur að skipinu. Ég man að ég sagði við hann þegar ég kom að honum mikið þrekuðum: „Hér ætla ég ekki að skilja þig eftir, kallinn minn.“ Það var mikið bras að ná honum um borð, því það var svo mikil hreyfing á sjónum og ég varð að fá band niður til að hnýta um hann til þess að ná honum um borð. Þetta var þannig svolítið basl og tók nokkurn tíma, en það gekk. Guðmundur hafði brákast á hendi og ég fór því með hann í land eftir að við höfðum reynt að ganga eitthvað frá trossunni. „Kftirköstin ekkert mál miðaö við mannbjörgina“ Mér hafði ekki orðið meint af volkinu í fyrra skiptið, en í þetta skipti ofkældist ég illa. Ég fór strax út aftur eftir að við höfðum komið Guðmundi í land, en fljót- lega fékk ég mjög háan hita og varð að hypja mig í land. Þar var ég í viku áður en aftur var farið út, en þetta endaði síðan með því að læknir skipaði mér í land 10. desember vegna þessarar ofkæl- ingar. Hann hafði sagt mér að hvíla mig lengur í landi en eina viku fyrst og ég hlýddi því ekki, en ég hlýddi næst og hef verið í landi Rif á Snæfellsnesi: Kunnað vel við að vera háseti Spjallað við Sigurvin Georgsson „Mér var sagt áðan að þú værir einn af el.stu sjómönnum á land- inu.“ „Já, var þér sagt það. Það er náttúrulega haugalýgi því ég er ekki nema rúmlega sextugur. En þó gæti þér hafa misheyrst og þeir hafa sagt þér að ég væri elstur sjó- manna hér á Rifi á vertíöarbátum. En það kemur íslandi ekkert við.“ Hann heitir Sigurvin Georgs- son, sjómaður, fæddur á ísafirði „tólfta þriðja nítjánhundruð og tuttugu", sagði hann eins og hann væri að tala við Hagstof- una. Hann hefur verið á sjó alla sina tíð og ekki gert annað, nema kannski eitthvað í sveitabúskap því hann er uppalinn í sveit. Hann fór 11 ára á trillu fyrir vestan og hefur síðan verið sjó- maður. „Ég hef yfirleitt verið háseti, einstaka sinnum annar vélstjóri og einu sinni stýrimaður, en það var nú bara yfir eina vertíð. Ég hef alltaf kunnað vel við að vera háseti.“ „Og þú hefur ekki lent í neinu alvarlegu?" „Nei, ekki að heitið getur. Hef þó nokkrum sinnum orðið það á sinni stýrimaður. að detta í sjóinn en það var aldrei neitt alvarlegt, var einu sinni á bát frá Sandgerði og var að hífa inn bauju en báturinn valt svolítið um leið. Ég féll fyrir borð en hélt alltaf í baujulinuna og náðist fljótt inn. Þannig að ég hef aldrei lent í neinu sérstöku nema þá kannski á honum Sax- hamri, sem gerður var út héðan af Rifi og ég hef verið á síðan ég flutti hingað fyrir sjö árum. Það var í febrúar ’80 að Saxhamar fékk á sig svoleiðis sjó að hann braut brúna á skipinu. Skip- stjórinn, sem var sá eini sem var í brúnni þegar þetta gerðist, meiddi sig illa en aðrir um borð slösuðust ekki. Sjálfur var ég í setustofunni og varð ekkert var við þetta. Ég tel mig hafa verið heppinn til sjós. En það er ægi- lega lítið að segja af minni sjó- mennsku þó ég hafi verið þetta lengi til sjós, 48 eða níu ár. Mað- ur hefur bara lifað þessu lífi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.