Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 53 Grwin: / Árni Johnsen Myndin/ Sigurgeir Jónasson í vetur, en nú tel ég mig vera orð- inn fullfrískan á ný.“ „Er þá sjórinn framundan á ný?“ „Það er ekkert ákveðið um framhaldið. Ég kann ekkert illa við að vera í landi, ekki eins og ég hélt, en daga og daga kemur titr- ingur í þetta, ég tala nú ekki um þá daga sem enginn bátur er í landi.“ „Þau hafa þannig breytt ýmsu, eftirköstin?" „Það er ekkert mál með eftir- köstin miðað við það að ná mönn- unum, ekkert mál á neinn handa máta, ég held að maður megi vera ánægður með hitt.“ „Var hik í þér þegar þú stakkst þér í seinna skiptið?" „Ekkert hik, ég var ekki í nein- um vafa um það hvað ég ætlaði að gera. Við vorum hins vegar dálít- inn tíma að berjast á síðunni og þá kom kuldinn, en hann hafði þó verið miklu lengur en ég í sjónum. Ég óska þess að enginn þurfi að standa frammi fyrir því að horfa á eftir mönnum í sjóinn, en ég veit að sú ósk getur aldrei ræzt. Ég vona hins vegar að menn verði þá jafn heppnir og í mínum tilvikum og geti bjargað þeim, ég veit að allir gera sitt bezta til þess en að- stæðurnar eru misjafnar, veðurfar og annað, en fyrst og fremst tel ég mig hafa verið mjög heppinn. A margan hátt tel ég mig lánsmann og lít björtum augum til framtíð- arinnar, að minnsta kosti hæfi- lega, þótt ég sjái ef til vill ekki allsstaðar ljósa punkta.“ „Togaraflotinn 50% of stór“ „Hvar finnst þér veikust staðan hjá okkur í sjávarútvegi?" „Frá mínu sjónarmiði er ég sannfærðir um það að togaraflot- inn er 50% of stór og þegar olían til þess að sækja 1 tonn af fiski kostar 25% af hráefnisverði miðað við 10% kostnað á 1 tonn á venju- legum fiskibát, þá er fjárfestingin í skuttogurunum orðin allt of mik- il. Það er sorglegt að það skuli í rauninni vera að ske það sama og þegar síldarflotinn var látinn grotna niður vegna togaranna, en nú er bátaflotinn látinn grotna niður á sama tíma og dekrað er við togarana. Það er því ekki aðeins nú sem mistökin eru gerð, risa- stökkin, sem engin skynsemi er í, eru sífellt að endurtaka sig í aðra hvora áttina. Þetta er okkar höf- uðmein, jafnvægisskorturinn í stjórnun þessara mála. Það er svo vitlaust farið að í fjárfestingum og tízkan ræður allt of miklu, það er ekkert vafamál. Þá er of lítið gert af því að borga betur fyrir góða fiskinn, en allt of mikið af því að jafna fiskverðið út með því að lækka góða fiskinn og þetta á sér einnig stað í saltfiskinum. Verri fiskinum er hossað í verð- lagningunni og það er ekki til þess að ýta undir menn að koma með góðan fisk að landi, gott hráefni sem borgar sig að veiða og selja.“ svona í rólegheitunum og drukk- ið ofurlítið brennivín." „Og þú ert ekkert á því að hætta sjómennskunni og fá þér rólegan starfa í landi?“ „Kannski maður fari að hætta þessu. Ég hef nú verið á Sax- hamri siðan ég kom hingað eins og ég sagði og ég veit ekki hvort þeir losni við mig nema eitthvað komi fyrir mig. Eg myndi segja að ég ætti ekki lengur heima í þessum vertíðarbátum. Enginn maður til að keppa við ungu mennina. En þegar maður hefur verið lengi á sama stað eins og ég á Saxa fer maður að njóta forréttinda, þó það sé nú kannski ekki mjög svo lofsvert. Þá er maður ekki lengur maður í þetta. Það getur verið að ég fái að fara aðra vertíð enn ef skipstjórinn, Reynir Ben. vill hafa mig. Hann sér kannski í gegnum fingur við mig.“ — ai. Breyttur skrifstofutími Frá 7. júní og til 31. ágúst veröa skrifstofur okkar aö Hallveigarstíg 1 opnar frá kl. 08.00—16.00 mánudag til föstudags. ÚTFLUTNINGSMIÐSTÖÐ ÍÐNAÐARINS Rennibekkir Einkaumboð , r, _____, IHANDVÉRKI Sími 96-25020 Strandgata 23, Akureyri. J r .......... . .• >•!; ; s*••*.v.*•*.*.v.•*• 7 Jy.v.••*»*v*• :*.**•*..•;*-.'TX'.'x./u• ..*.•.*.•#!;*••• .. m m; ;--Æsr ;■ i ttl ævintýraferð til Norður-Ameríku fflokks langferðarbiffreið AÐEINS 3 FERÐIR 4. júní, 9. júlí og 6. ágúst. Allar nánari upplysingar liggja frammi á skrifstofunum. Við heimsækjum: 16 fylki í Bandaríkjunum 2 fylki í Kanada 10 stórborgir Heimssýninguna 1982 í Tennessee. Við sjáum: Stórskipasiglingar á St. Lawrence-fljóti Tóbaksekrur Suöurríkjanna Sólbakaöa Atlantshafsströndina Hjólabátana á Mississippi-fljóti Við fförum: í frægustu háhýsi í heimi: Sears-bygginguna í Chicago CN-turninn í Toronto World Trade Center í New York Við skoðum fræg söffn: Smithsonian-safniö í Washington Metropolitan-safnið í New York Museum of Industrial Science í Chicago Ford-bílasafniö í Detroit Indíánasafniö í Cherokee, N-Carolina Sérlega vel skipulögð hringferö, en ekki of erfið. íslenzkur fararstjóri allan tímann. ; / ' l : u • ? »j..> • / ^7 ; ..< •• . >>r. ? ;.#aí *-<2: s Reykjavík: Austurstræti 17. Sími 26611. Akureyri: Kaupvangsstræti 4. . Sími 22911. ,'tv' .* i-^v.V;:*//-** •*-*.*.í-.:' •* v/vv*. •:ivv: u v. r.v;-:-.*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.