Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 Kýpur Á DÖGUNUM var mikið um að vera í tyrkneska hluta Kýpur, hvarvetna þyrptust börn út á götur og veifuðu flöggum, ekki hvað sízt í þeim hluta Nikosíu sem er á valdi Tyrkja, lúðra- sveitir léku eins og þær ættu lífið að leysa, það var gefið frí úr vinnu og skólum lokað í tilefni dagsins. Bul- ent Ulusu, forsætisráðherra Tyrk- lands var í heimsókn og Kýpur Tyrk- ir sýndu á sér sínar beztu og hressi- legustu hliðar til að hann gæti séð, að allt væri með öðrum og betri brag en áður, þegar Grikkir og Tyrkir bjuggu í sameinuðu Kýpurríki á eynni. Þrátt fyrir allan hátíðabraginn sagði Ulusu í ræðu að „enn hefðu Kýpur Tyrkir ekki öðlast fulla hamingju, en engu að síður skilað vel áleiðis". Ulusus sagði, að það sem væri nú mest um vert væri að þeir lifðu í eigin landi og byggju við frelsi. Staðhæfingar þessar eru náttúrlega ekki allir dús við. Ul- usu hét áframhaldandi efnahags- aðstoð við tyrkneska hlutann og hann sagði frá því, sem hefur ver- ið hvíslað um í gríska hluta Kýp- ur, að 40 þúsund manns hefðu nú komið frá meginlandinu og sest að á Kýpur. Þetta hefur ekki fyrr verið staðfest svo afdráttarlaust. Tala Kýpur-Tyrkja væri því kom- in í 160 þúsund. Frá því innrás Tyrkja var gerð 1974 hefur tyrkn- Ei hefur ástandið batnað eftir heimsóknir Ulusu og Papandreus Frá heimsókn Bulent Ulusu til Nikosía á dög- unum. Mjög erfítt reynd- ist að fá myndir frá at- burðinum, en loks tókst Hurriyet fréttastofunni í Istanbul að útvega Mbl. þessar myndir. eska stjórnin veitt geysilega mikið fé til uppbyggingarstarfs og þó sérstaklega til varnarmála, þ.e. að sjá til þess að 40 prósent af öllu landsvæði eyjarinnar haldist á umráðasvæði Tyrkja. Tyrkneski hlutinn er nánast alveg lokaður. Það vita ekki margir hvað þar fer fram, né hvernig Tyrkjum hefur gengið að byggja upp eftir stríðið. Þeir hafa ekki kært sig um að reyna að endurvekja ferðamanna- iðnaðinn, en bærinn Famagusta, sem Tyrkir tóku var einhver fjöl- sóttasti ferðamannastaður á eynni og þóttu þó margir ljúfir. Nú standa hótelin í Famagusta annaðhvort auð, eða inn i þau hafa flutt einhverjir af tyrknesku her- mönnunum sem eru við gæzlustörf á eynni. Heimsókn Bulent Ulusu stakk mjög í stúf við heimsókn Andreas Papandreu, forsætisráðherra Grikklands, til gríska hlutans á Kýpur fyrir skömmu, ekki sízt hvað varðar fréttaflutning frá heimsókninni. Kýpur Tyrkir brugðu við hart, þegar Papandreu ; A Sjómannadaginn Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra. SK/PADEILD SAMBANDS/NS SAMBANDSHÚSINU REVKJAVÍK SÍMI 28200 &3XSSS3ÍB3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.