Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 9
kom til eyjarinnar og sögðu að heimsókn hans væri hin mesta ögrun og móðgun og yrði ekki til að auðvelda lausn á deilunni. Þeg- ar Ulusu kom svo í hinn hlutann nú, urðu Kýpur Grikkir æfir og sendu frá sér einhverjar ámóta yf- irlýsingar. I langan tíma hefur verið haldið áfram viðræðum um framtíðar- skipan mála á Kýpur og þessar viðræður hafa ekki borið nokkurn árangur. Sumir sjá í því glætu að það er haldið áfram að tala sam- an, en á meðan þráteflið magnast, vex líka hatrið og ólgan á þessari fallegu eyju í Miðjarðarhafinu og skipting eyjarinnar verður æ ein- dregnari. Nú er orðið svo að ógerningur er fyrir ferðamenn eða blaðamenn að fá að fara milli gríska og tyrkneska hlutans. Blaðamenn sem sækja um leyfi til Ankara um að fara til tyrkneska hiutans fá oftast synjun og mjög vandlega er fylgzt með gerðum þeirra. Svo rækilega er samskipta- banni á eynni fylgt eftir að ég efa að þó svo að náinn ættingi lægi í andarslitrunum handan vopna- hléslínunnar væri vafamál, að að- ilar leyfðu för á milli. ósveigjan- leikinn virðist á báða bóga og þó öllu meiri af hálfu Kýpur Tyrkja. Kannski finnst mér það bara vegna þess að ég hef aðeins komið til gríska hlutans. Þeir einu sem fara á milli eru eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna, sem eiga að sjá til þess að vopnahléið sé hald- ið. Ég kynntist lítillega hatrinu og þessari fráleitu skiptingu, þegar ég var á Kýpur sl. haust, ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu alger hún er og meðal ann- ars ekki áttað mig á að á einum stað gengur vopnahléslínan gegn- um höfuðborgina sjálf, Nikosíu. Rétt við línuna er eins konar einskis mans land og þótt ekki hafi verið reistur múr hefur verið fyllt upp á milli húsanna, svo að það er ógerningur að sjá yfir í tyrkneska hluta borgarinnar og það veit enginn hvað þar er að gerast. Þeir fá rafmagn frá gríska hlutanum, en mér vitanlega hefur enginn verið sendur til að rukka fyrir það rafmagn, enda myndi honum sjálfsagt ekki verið hleypt í gegn inn í hinn borgarhlutann. Ulusu sagði í ræðu, að hann gæti ekki nógsamlega lagt á það áherzlu að Kýpur Tyrkir vildu samkomulag um hvernig m£lum verður skipað á eynni í framtíð- inni. Hins vegar ber afar mikið á milli um það hvernig málsaðilar hugsa sér að sú skipan verði. Tyrkir vilja að í reynd verði tvö ríki á Kýpur, afar lauslega tengd og bæði séu jafn rétthá. Kýpur Grikkir vilja hins vegar að sam- bandsriki, eitthvað í ætt við það MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 57 sem var og þeir telja tvímælalaust að Kýpur Grikkir ættu að hafa þar meiri áhrif, vegna þess að þeir eru langtum fjölmennari. Kýpur Grikkir krefjast þess að 19 þúsund tyrkneskir hermenn, sem eru í tyrkneska hlutanum, hverfi á braut og ekki muni miða í sam- komulagsátt meðan þeir eru á landi Kýpur. Þeir telja sjálfsagt að allir íbúar eyjarinnar hafi frelsi til að fara um eyjuna og 1560 þúsund Kýpur Grikkir fái að snúa til heimkynna sinna á norð- urhluta eyjarinnar. Þeim heim- kynnum hefur væntanlega verið úthlutað til Kýpur Tyrkja nú eða nýrra íbúa frá meginlandinu. Það er engin lausn í sjónmáli og vitna má til orða Georges Landau, forseta þings Kýpur Grikkja, er hann sagði við mig á sl. hausti að því lengri tími sem liði án þess að nokkur lausn finnist, því flóknari verði deilan og æ meiri harka fær- ist í leikinn. Sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi í báðum hlutum eyj- arinnar, elst upp við hatur í garð hins þjóðarbrotsins og menn gleyma að þrátt fyrir allt bjuggu Tyrkir og Grikkir í sæmilegri sátt, og er þá vitanlega átt við hinn óbreytta borgara en ekki stjórn- málamennina, sem einhverra hluta vegna hljóta að sjá sér hag í því að kynda undir ólgunni. Á Kýpur — eyju Afródítu sjálfrar að því er goðsögnin segir — er ekki aðeins deilt um hags- muni og völd. Þar blandast inn í tilfinningalegur og þjóðernislegur ágreiningur hjá hinum almenna borgara. Grískir Kýpurbúar sem urðu að flýja heimili sín undan innrásarliði Tyrkja eru ekki á þeim buxunum að fallast á tilslak- anir. Auk þess hefur lengi verið spenna milli þessara þjóðarbrota sem eru þó sennilega skyldari og blandaðri en nokkrir aðrir. Kýp- urdeilan hefur horfið i skugga stærri mála á vettvangi alþjóða- mála. Gestur á Kýpur, hvaðan sem hann kemur og á hvorn hluta eyj- arinnar sem hann tyllir niður tá, hlýtur að fyllast vonleysi yfir þeirri stöðu mála sem er þar. Og ekki síður að finna í bjartri sól og á fögru landi rikja djúpt náunga- hatur og það er ekki sýnilegt að takist að uppræta það í bráð eða lengd. Heimsóknir þeirra Papandreu og Ulusu verða ekki til að leysa deiluna. Þær ferðir eru til þess eins fallnar að æsa upp þjóðern- istilfinningar og gremju, vegna þess að báðum finnst að hinn hafi haft rangt við. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Tyrkneskir flótUmenn skömmu eftir stríðið. Þeir kifi nú væntaalega biið um sig i hýbýlum Kýpur Grikkja. Mynd sem ég tók úr gríska hlutanum í áttina til Famagusta sl. haust og munaöi minnstu að Tyrkir skytu mig niður fyrir bragðið, enda var þeim ekki Ijóst hversu afleitur Ijósmyndari var í ferð. Fiskvinnsluskólinn Umsóknarfrestur nýrra nemenda er til 10. júní nk. Inntökuskilyröi eru: 1. FISKIÐNAÐARMANNSNÁM: Nemandi skal hafa lokiö námi á fiskvinnslubraut 1 (2 annir) viö fjölbrautaskóla, eöa sambærilegu námi. 9 mánaöa starfsþjálfunar viö fiskvinnslu er krafist eftir aö nemandi er skráöur viö skólann. Þeir sem eru 25 ára eöa eldri og hafa stundaö störf viö fiskiönaö í a.m.k. 5 ár, geta fyrst um sinn sótt um fiskiðnaöarmannsnám, „Öldungadeild“, án þess aö þurfa aö nema þær almennu náms- greinar, sem annars er krafist af yngri nemend- um. Bóklegt og verklegt nám viö skólann nær yfir 3 annir. 2. Fisktæknanám: Nemandi skal vera fiskiönaöarmaöur frá skólan- um og skal hafa lokið námi á fiskvinnslubraut 2 (alls 4 annir) viö fjölbrautaskóla eöa sambærilegu námi. Hér er um bóklegt sérnám aö ræöa, og eins og er nær þaö aðeins yfir eina önn. Stæröfræði- deildarstúdentar geta lokiö öllu námi viö skólann á 4 önnum fyrir utan starfsþjálfun. Nánari upplýsingar í skólanum, Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, sími 53544. Skólastjóri. J úní 5 M Þ M 1 2 6 7 8 9 13 14 15 16 20 21 22 23 27 28 29 30 F F L 3 4 5 10 11 12 17 18 19 24 25 26 Ferðaáætlun SAS DC-8 flugs til Narssars- suaq og Kaupmannahafnar. Hafid sam- band við ferðaskrifstofurnar, eða SAS, Laugavegi 3,2. h« - Búnaðarbanka- húsinu - símar: 21199/22299.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.