Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 í Ieiðinni Hinn mikilsvirti leið- togi Kim II Sung, forseti, er óviðjafn- Miegur herfræðingur, sem leiðir byltingu vora frá sigri til sig- urs.“ — Svo hljóðar fyrirsögn í tímaritinu „Korea Today" og undirfyrirsögnin er: „Viturleg forysta og ódauðleg þrekvirki". Heilbrigðir menn skella jafnan uppúr, þegar þeir fletta í gegn- um fréttablöð frá Norður-Kóreu. Þar í landi er Kim II Sung al- máttugur í sínum kommúnisma og persónudýrkunin er einhver sú ógeðsiegasta sem þekkist hér í heimi. Dæmi: „Hinn mikli leiðtogi Kim II Sung fæddist fyrir fólkið, lifir fyrir fólkið og hugsar alltaf og hvarvetna fyrir hinni miklu hamingju fólksins." „Hinn óendanlega virti leiðtogi Kim II Sung er mestur allra á jarðríki. Hann er mesti maður sem sögur fara af, ekki aðeins sakir einstæðs djúpsæis hugsana hans og ægifag- urra þrekvirkja hans, held- ur og sakir hins göfuga sið- ferðis sem hann hefur að geyma og frábærra mann- kosta sem byltingar- manns." Þá er iðulega í frásögn- um blaða vitnað til þess sem hrýtur af vörum Kim II Sung. Spakmæli „hins mikla föður fólksins" eru jafnan það sem Danirnir kalla „selvfolgeligheder", enda er vitnað í manninn í tíma og ótíma. Dæmi: „Hinn mikli leiðtogi, Kim II Sung segir: Það er mjög mikil- væg leið til bættra lífskjara fólksins, að auka framleiðslu sjávarafurða." Kim II Sung varð nýlega sjö- tugur og norður-kóreskir fjöl- miðlar kölluðu það „70 ár kær- leiksríkrar ástúðar". Það var auðvitað mikið um dýrðir á þess- um tímamótum í kommúnism- anum í Norður-Kóreu. Erlendir gestir mættu þar margir, en fáir frá siðmenntuðum þjóðum — nema „íslenski" fulltrúinn sómdi sér vel, fúlskeggjaður, innan um skælbrosandi sendimenn ein- ræðisstjórna þriðja heimsins. Við birtum hér mynd af mannin- um, svo sem kommúnistar í Norður-Kóreu gerðu sjálfir hon- um og „íslensku samstöðunefnd- inni“ til heiðurs. Sú fróma kona Jan Ether- ington átti hamingjuríka daga í faðmi fjölskyldunn- ar. Einn daginn ákváðu maður- inn hennar og hún að fjárfesta í nýju hjónarúmi og vönduðu náttúrulega valið. En tíu mánuð- um síðar tóku þessi ágætu hjón eftir því að rúmið hafði sigið svo í miðjunni að þau vöknuðu iðu- lega á miðjum nóttum í hálf- gerðum slagsmálum um pláss. Jan gekk því á fund húsgagna- salans og spurði vígreif hvort svona nokkuð ætti að geta komið fyrir. Ja, sagði maðurinn og tók að skoða neglur sínar: Fara fram, hm, einhverjar óeðlilegar at- hafnir í þessu rúmi? Albert Speer — lygari? Hvað eigið þér við? spurði frú- in. Ja, hm, eins konar slagsmál jafnvel ... Hversu mikið er óeðlilegt? spurði frúin og hló við. Ekki mikið, sagði maðurinn að bragði og á meðan konan hug- leiddi málið, skaut hann fram nýrri spurningu: Hvað ertu þung? Ekki mjög ... Sefurðu venjulega einsömul í rúminu? Neinei, við erum venjulega tvö. Frúin beit í vörina á sér: Af- hverju sagði hún „venjulega", hugsaði hún með sér, við erum alltaf tvö ég og maðurinn minn, nema kötturinn sé talinn með. Hún fann að það hljóp roði í kinnarnar. En félagi þinn, spurði maður- inn, er hann, hm, þungur? Neinei, sagði konan, hann hleypur mikið ... til að ná lest- inni, á ég við ... Maðurinn reyndi að sýnast al- varlegur: Það er best ég komi og líti á þetta! sagði hann. Jan Etherington bíður enn eft- ir honum og veltir fyrir sér hvort hún eigi að dusta rykið af bangsanum sínum og koma hon- um fyrir í rúminu og leggja Nýja testamentið á náttborðið, svo húsgagnasalinn fái nú ekki „vill- andi“ hugmyndir ... Sjónvarpið sýndi nýverið hina ágætustu þætti um síðustu daga Hitlers. Þar spilaði Albert Speer, arkitekt Hitlers, stóra rullu, og virtist hinn geðþekkasti maður. Speer hélt því fram við réttarhöldin í Núrnberg, að hann hefði ekki vitað um ýmsan hroðalegan verknað nasista, ekki hvað gerð- ist í fangabúðunum, og enginn maður hefði verið handtekinn fyrir hans orð. Þessu hafa menn „Great Leader“ Kim II Sung. Breska blaðið Mail on Sunday dró saman í þessa mynd niöurstöður úr könnun sinni á viðhorfi almennings til lækna- stéttarinnar — en samt eru læknar þar í landi beitt- ir ofbeldi! trúað, því það voru ekki allir Þjóðverjar illmenni á stríðsár- unum, þrátt fyrir allan viðbjóð- inn, og sumir í æðstu stöðum bestu menn, en fengu ekki að gert. Hins vegar trúðu þessir menn vafalaust á Hitler, fram undir það síðasta. Þýski sagn- fræðingurinn Matthias Schmidt ber brigður á það að Albert Speer hafi verið slíkur maður. Hann mun á næstunni senda frá sér bókina „Albert Speer — das Ende eines Mythos". Tímaritið Stern hefur birt kafla úr þessu verki og samkvæmt þeim vissi Speer gjörla hvað um var að vera. Fundist hafa bréf frá Speer til dómsmálaráðherrans þýska í stríðinu, þar sem arki- tektinn fór fram á handtökur manna. Þá krafðist hann „við- eigandi" aðgerða gagnvart „siæpingjum", hverjir sem þeir hafa nú verið, en Speer segir á einum stað í ræðu frá þessum árum: »Ég er þakklátur fyrir það hversu mörg þúsund slæpingjar hafa nú verið handteknir í verk- smiðjum landsins og verða sendir í fangabúðir." Seinna kvartaði Speer yfir því við Himmler að nýtnin væri ekki nóg í fangabúðunum. Hann vildi hámarks árangur með lágmarks tilkostnaði og það þýddi „frum- stætt“ skipulag í búðunum. Arkitektinn lét sem sé fleira til sín taka en teikna falleg hús. í bréfi til Himmlers frá lOda júní 1943, segir Albert Speer: „Aðstoðarmenn mínir hafa fært mér nákvæmar upplýsingar um fangabúðirnar, eftir mikla athugun þar að lútandi." Þýski sagnfræðingurinn Schmidt segir líka í þessu verki sínu, að Speer hafi lifað í vellyst- ingum í Spandau-fangelsinu. Hver er maðurinn? Fulltrúi íslands í afmæli Kim II Sung. Alls kyns lúxusvarningi var smyglað inn til hans, þar á með- al kampavíni, kavíar og Dun- hill-reykjarpípu. Því miður getur Speer ekki svarað fyrir sig, hann liggur dauður í gröf sinni — en Matth- ias Schmidt segir að Albert Speer hafi tekist að búa til goð- sögn um sjálfan sig — sem hann sé nú að fletta ofanaf ... Ur Kínaveldi berast þær fregnir að blaðamaður nokkur hafi verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir það sem við Vesturlandabúar myndum kalla sjálfsagða þjón- ustu við fjölmiðla, en kínverski kommúnistaflokkurinn skil- greinir sem „uppljóstrun ríkis- leyndarmála". í Kína eru öll samskipti al- þýðunnar við útlendinga litin hornauga, svo ekki sé meira sagt, hversu ómerkileg sem þau annars eru, og allir embættis- menn ríkisins verða að sækja um sérstakt leyfi til að eiga orða- skipti við útlendinga. Ef kín- verskur múgamaður gengur inn á hótel sem ætlað er útlending- um, þá verður hann að gjöra svo vel og láta skrá sig hjá hótelyfir- völdum, ella fær hann ekki að taka í höndina á útlendingi! En það var í mars síðastliðnum sem sá ágæti ritstjóri kínverskra fjármála- og verslunartíðinda, Li Guangyi, var dæmdur til fimm ára tugthússvistar fyrir að greina útlendingum frá fund- arstað, fundartíma og fundar- efni sjötta þings miðstjórnar Kommúnistaflokksins. Fyrir þessi föðurlandssvik má Li Guangyi dúsa í fangelsi fimm næstu árin með nagandi áhyggj- ur af fjölskyldu sinn og ættingj- um og þarf ekki að gera sér nein- ar gyllivonir um frama þegar hann sleppur úr prísundinni. Inýlegri skýrslu breska læknaráðsins er fjallað nokkuð um aukið ofbeldi sem læknar þar í landi eru beitt- ir við störf sín. Ber það æ oftar við að sjúklingar og ættmenn þeirra, sem ekki eru ánægðir með frammistöðu læknisins, beiti líkamlegu ofbeldi til að koma lækninum í skilning um að hann standi sig ekki í stykkinu. Vinnur læknaráðið nú að því að safna frekari dæmum um slíkt ofbeldi, sem breskum læknum stendur orðið ógn af, því óánægðir sjúklingar hafa jafnvel reynt að koma læknum fyrir kattarnef. í skýrslu læknaráðs- ins er meðal annars að finna eft- irfarandi dæmi: Eiginmaður nokkur er kvaðst langþreyttur á lækningatilraun- um á konu sinni, sem virðist seint ætla að ná fullri heilsu, hugðist gera upp sakir við lækn- inn. Hann bjó sig til fararinnar með reidda öxi í hægri hendi og búrhníf í þeirri vinstri — en til allrar hamingju tókst lækninum að sleppa undan þessum brjál- æðingi lítt meiddur. Samviskusamur læknir neit- aði að skrifa uppá læknisvottorð manns nokkurs sem hélt því fram að hann væri fársjúkur, en læknirinn sá ekki betur en að hann væri við hestaheilsu. Mað- urinn brást reiður við þessari neitun og gaf lækninum bylm- ingshögg á smettið og skellti svo á eftir sér dyrum bölvandi og ragnandi. Læknirinn var tvo daga að jafna sig á sjúkrahúsi. Sjúklingur, sem hafði ofnæmi fyrir lyfi nokkru, sem læknir hans gaf honum, gerði heiðar- lega tilraun til þess að hengja lækninn með hans eigin háls- bindi. Læknirinn var orðinn hel- blár og við það að gefa upp önd- ina, þegar samstarfsmaður hans kom á vettvang og tókst að yfir- buga „sjúklinginn". Kvenlæknir á áttræðisaldri skoðaði ungan mann á heimili hans og úrskurðaði hann full- frískan til vinnu — en fékk þá framan í sig fullan bolla af sjóð- heitu tei. Læknir nokkur sagði um- hyggjusömum föður að barnið hans þarfnaðist ekki frekari læknishjálpar, en fékk þá einn á’ann og var svo kastað villi- mannslega niður stiga og útá götu með þau skilaboð að stíga aldrei fæti framar inní þetta hús. Læknirinn sat eftir með brotið nef og taugaáfall. Ungur maður, sem var það fullljóst, að hann var orðinn 30 kílóum of þungur, bankaði 'uppá hjá heimilislækninum. Læknir- inn gaf manninum ýms heilræði, meðal annars það að éta minna, en ekkert dugði og þegar maður- inn sté uppá vogina eftir þriggja vikna „megrunarkúr" og sá sér til mikillar skelfingar að hann var enn 30 kílóum of þungur, gekk hann á ný á fund læknisins og lauk þeirra viðskiptum svo, að sá feiti trylltist og hafði lækninn undir og tók svo að trampa á brjósti hans froðufellandi og hrópandi morðhótanir. Hann lét þó við þetta sitja og hvarf von bráðar á brott, en eftir lá lækn- irinn með þrjú brotin rif. Þetta eru ljótar sögur og von að breskum læknum sé ekki far- ið að lítast á blikuna, þegar slík voðaverk eru kannski orðin viku- legur viðburður í landinu. Hinu ber svo ekki að neita að læknar gera oft mistök í starfi sínu, eins og aðrir menn, og stundum af- drifarík mistök. Líkamsárásir eiga auðvitað aldrei að vera svar sjúklinganna, en hvað á maður- inn að gera sem varð að leggjast í annað sinn á skurðarborðið, af því læknirinn gleymdi 15 cm plastslöngu í kviðnum á honum nema gefa honum einn á’ann? Jakob F. Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.