Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JUNI1982 81 Minning: Höskuldur Pálsson frá Höskuldsey Fæddur 15. ágúst 1911 Dáinn 28. apríl 1982 Vorið sem við héldum að væri komið, hopaði í bili fyrir svölum norðanvindinum. Sama dag varð Höskuldur Pálsson frá Höskulds- ey bráðkvaddur, nýkominn að landi þann 28. apríl sl. Dauðinn fær okkur alltaf til að hrökkva við, stansa ögn í öllum hraðanum og kapphlaupinu. Minningarnar streyma fram hver af annarri. Allt eru þetta góðar og skemmti- legar minningar sem við, sem þekktum Höskuld, eigum og geym- um í þakklátum hugum. Höskuldur var fæddur 15. ágúst 1911, næstyngstur 14 barna Páls Guðmundssonar frá Arnarstöðum og Ástríðar Helgu Jónasdóttur frá Helgafelli. Þau bjuggu mestan hluta af sínum búskap í Höskulds- ey á Breiðafirði. 12 af 14 bornum þeirra komust til fullorðinsára og lifa nú 8. Sæmilegt tillag það til þjóðfélagsins. An allra styrkja, án allrar heilbrigðisþjónustu. Jafnvel það að bæta við nýju barni gat komið á óheppilegum tíma þegar enga ljósmóður eða lækni var að fá, ekki hægt fyrir veðri og vind- um að ná í hjálp. Húsbóndinn tók þá að sér starf ljósmóðurinnar og allt fór vel. Höskuldsey á Breiðafirði er sjó- farendum vel kunn, lítil eyja og liggur yst allra byggðra eyja á firðinum. Landkostir eru ekki miklir, aðeins hægt að hafa fáein- ar skepnur rétt til að hafa mjólk fyrir börnin. Því var það sjórinn sem björgina veitti. En sækja varð hart til að hafa til hnífs og skeiðar og nota hverja stund sem gafst. Fara á beitifjöru og skera úr, leggja og draga. Og þegar að landi kom varð að bjarga bát undan sjó og setja. Bera upp aflann, salta, herða o.s.frv., alít eftir því hvað við átti á hverjum árstíma. Það gefur auga leið að börnin í Hös- kuldsey hafa fljótt farið að leggja hönd að hinum margvíslegustu störfum. Páll í Höskuldsey reri með drengjunum sínum frá því þeir voru um fermingu og jafnvel fyrr. Barnaþrælkun mundi þetta heita á nútímamáli. Á dögum systkin- anna í Höskuldsey hét það að bjarga sér, og það var sannarlega gert. Fáir hafa líklega séð eða ver- ið ætlað að sjá tár og angist hús- freyjunnar sem ár eftir ár sá á eftir manni og sonum út á miðin á lítilli fleytu, þar sem lítið borð skildi á milli borðs og báru. Ekki mátti því mikið út af bera. Heitar bænir hennar hafa örugglega náð til Guðs sem öllu ræður, því ávallt lenti Páll heilu og höldnu og oft með góðan feng. En biðin og óviss- an hafa á stundum verið erfið þeim sem biðu. í þessu umhverfi ólst Höskuldur upp. Það mótaði hann og þau systkini öll. Þrátt fyrir erfiða lífsbaráttu komu glað- ar og góðar stundir sem hann minntist oft á. Mikið fjölmenni var í Höskuldsey, bæði vor og haust. Það voru vermenn sem stunduðu sjóróðra frá Höskuldsey. Þá var oft glímt og spilað eða farið í leiki þegar var landlega. En al- varan var oftast skammt undan. Það er fljótt að brima við Hös- kuldsey, snör handtök og fumlaus ákvörðun réði hvort rétt lag var tekið í brimlendingu. Þrátt fyrir erfiða lífsbaráttu varðveitti Höskuldur alltaf sína glöðu og léttu lund og ást hans á eyjunum var einlæg. Hvergi var fegurra né betra að vera en þar og hvergi var vorið fegurra en við Breiðafjörðinn. Eiginkona hans, Kristín B. Níelsdóttir frá Sellátri, hefur staðið við hlið hans alltaf sterk og traust. Börn þeirra bera foreldr- um sínum gott vitni, efnis og atorkufólk. Fyrsta barn sitt, Brimrúnu, misstu þau unga. önnur börn þeirra eru Jón Breiðfjörð, Hös- kuldur Eyþór og Dagbjört Sigríð- ur. Eina fósturdóttur ólu þau upp frá frumbernsku, Sigrúnu Simon- sen, sem nú er búsett í Bandaríkj- unum. Höskuldur var sérlega barngóð- ur og fengu barnabornin mjög að njóta þess. Yngsta barnabarnið, sem ber nafn hans, fékk stóran skerf af elskusemi afa síns sem og öll börn bæði skyld sem óvanda- bundin. Stór og mikill á velli, en með barnshjarta sem geislaði frá sér gleði og elskusemi til allra manna og málleysingja, þannig minnist ég föðurbróður míns. Hann fékk að fara héðan úr heimi í önn og uppréttur. Þurfti ekki að líða kröm og elli. Það veit ég að hefur verið honum að skapi. Litríkur persónuleiki er horfinn úr Stykk- ishólmi. Þrátt fyrir vorhret kemur vor og síðan sumar við Breiðafjörð, það eitt er víst. Þannig heldur lífið áfram. Minningin um mann sem setti svip á bæinn mun lifa í huga okkar sem þekktum hann svo vel. Guð blessi líf og störf Höskulds Pálssonar frá Höskuldsey. Unnur Lára r r r r 22.JUNI 13.JULI 3.&24.AGUST 14.SEPT. 5.QKTOBER Rffliii BEINT FUUG I SOUNA OG SJOINN UMBOÐSMENN: Sigbjörn Gunnsrsson, Sporthúslo hf., Akureyi I - Vloar ÞorbfOrnsson, siml 24350. Norðurbraut 12, Hðfn, Hornafiröl — sfml 8367. Asvegl 2. Dalvik — siml 61162. Frioflnnur Flnnbogason. FaroamMstöo Austurlands c/o Eyjabúö, Vestmannaeyjum — síml 1450. Anton Antonsson, Selaai 5, Egilsst. Bogl Hallgrlmsson, — sfml 1499 og 1510. Managarol 7, Grlndavík — síml 8119. Bjarní Valtysson. Aöalstööinni Keflavik — sfmi 1516 og 1286. Gissur V. Kristiánsson, Reyk|avikurvegl 62, Hafnarf — siml 52963. Ólahjr Guobrsndsson, Merkurteigi 1, Akranesi — simi 1431. Mjallastreatl 24, Bolungarvik — simi 7460. Ólahir Hs4gi K)artansson, Mioengl 2, Selfossl — siml 1308. FERDA MIDS AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.